Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ lokafrágang svæðisins verður gróðursett í beð og komið fyrir set- bekkjum. Í því sambandi hefur sú hugmynd komið fram að reisa minningarbekki, líkt og tíðkast víða erlendis. Fólki mun þá gefast kost- ur á að láta setja upp bekki til minningar um látna vini eða ætt- ingja,“ sagði Böðvar Jónsson, for- maður bæjarráðs Reykjanesbæjar, í samtali við Morgunblaðið um framkvæmdirnar við Fitjar í Njarð- vík. Miklar framkvæmdir hafa verið við Fitjar á undanförnum mánuðum og hafa þær framkvæmdir fegrað ásjónu svæðisins umtalsvert. Þá hefur lagning göngustíga um svæð- ið aukið umferð gangandi fólks sem ýmist gengur sér til heilsubótar eða nýtur útiverunnar við að gefa tjarn- arbúunum brauð. Að sögn Böðvars Jónssonar hafði undirbúningur að framkvæmdunum staðið í nokkurn tíma þegar form- leg ákvörðun var tekin á öðrum fundi nýs bæjaráðs að afloknum kosningum sl. vor. Meðal annars hafði verið gert ráð fyrir fram- kvæmdunum í fjárhagsáætlun árs- ins 2002 og þær hófust 1. júlí það ár. Böðvar sagði í samtali við Morg- unblaðið að ástæður fram- kvæmdanna væru fyrst og fremst fegrun umhverfisins og innkomunn- ar í bæinn, en Fitjarnar eru það fyrsta sem almenningur sér sem kemur Njarðvíkurmegin til Reykja- nesbæjar. „Við höfum ekki síður horft til þess að gera Fitjarnar og fuglalífið aðgengilegt fyrir bæjar- búa. Þarna er búið að gera bílaplan og góða göngustíga með lýsingu svo þægilegt og öruggt sé að fara um. Jafnframt hafa verið hlaðnar manir og útbúin beð sem plantað verður í fyrir sumarið.“ Naust Íslendings verður við Fitjar Fitjasvæðið tengist beint því landsvæði þar sem víkingaskipið Ís- lendingur verður staðsett í framtíð- inni og fyrirhugað víkingaþorp hef- ur verið teiknað. „Þetta er mikilvægur forgrunnur að væntanlegu nausti Íslendings og því svæði sem tengist því verkefni. Hér er um að ræða stórverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu þar sem hægt verður að skoða vík- ingaskipið og sögu tengdri ferðum víkinga. Jafnframt verða merkustu sögustaðir landsins og helstu ferða- mannastaðir til kynningar. Við slíkt kynningarhlið inn í landið er mik- ilvægt að hafa allt umhverfi og að- komu eins fallega og aðlaðandi og mögulegt er, sagði Böðvar. Að sögn Böðvars hefur rigning- artíðin undanfarið komið í veg fyrir að hægt væri að ljúka við að tyrfa manirnar sem liggja með Njarðvík- urbrautinni, en talsvert svæði í kringum tjarnirnar hefur verið tyrft. „Þá á einnig eftir að vinna töluvert við aðaltjörnina, hlaða kant úr grjóti við bakkann næst veginum og setja flotbryggju út í tjörnina sem hægt verður að ganga út á og auðveldar fólki að gefa fuglunum. Áætlað er að þessum framkvæmd- um verði að fullu lokið fyrir 1. júlí nk.,“ sagði Böðvar að lokum. Framkvæmdir við stíga og lýsingu við Fitjar langt komnar Bætir aðgengi og fegrar ásjónu bæjarins Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Böðvar Jónsson á Fitjum. Göngustígurinn í baksýn liggur niður í fjöru og út frá honum liggur stígur að aðaltjörninni þar sem flotbryggja verður reist innan tíðar. Svæðið er einnig mikilvægur forgrunnur að væntanlegu nausti víkingaskipsins Íslendings og fyrirhuguðu víkingaþorpi. Njarðvík RAGNAR Örn Pétursson, æskulýðs- og forvarnarfulltrúi hjá Reykja- nesbæ, var endurkjörinn formaður Starfsmannafélags Suðurnesja á að- alfundi félagsins sem haldinn var fyrir skömmu sem og öll stjórnin. Í stjórn með Ragnari eru Sæ- mundur Pétursson varaformaður, Valdís Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri, Þorgerður Guðmundsdóttir ritari og Ásdís Óskarsdóttir. Varamenn eru Margrét Böðvarsdóttir og Jóhannes Jóhannesson. Starfsmannafélagið semur um kjör fyrir starfsfólk sveitarfélaganna á Suðurnesjum og tengdra félaga. Ragnar Örn endurkjörinn formaður Suðurnes REYKJANESBÆR gerði í gær fjór- tán rekstrarsamninga við íþrótta- og tómstundafélög í bæjarfélaginu. Samningarnir voru undirritaðir af Gunnari Oddssyni, formanni menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, og forystumönn- um viðkomandi félaga. Reykjanesbær gerir í ár hátt í fjórutíu rekstrar- og þjónustusamn- inga við íþrótta-, tómstundar- og menningarfélög í bænum og greiðir þeim tæplega 40 milljónir í styrki, að sögn Stefáns Bjarkasonar, fram- kvæmdastjóra MÍT. Fyrr á árinu hafa verið undirrit- aðir nokkrir rekstrarsamningar. Að þessu sinni voru samningar sem kveða á um liðlega 15 milljóna króna styrki undirritaðir. Hæst ber endurnýjun samnings við Íþrótta- bandalag Reykjanesbæjar um áframhaldandi greiðsluþátttöku Reykjanesbæjar vegna launa þjálf- ara fyrir börn tólf ára og yngri. Varið er 7 milljónum kr. í það verk- efni. Meðal nýrra samninga sem und- irritaðir voru í gær má nefna að Reykjanesbær mun leggja fram 900 þúsund króna húsaleigustyrk til Hnefaleikafélags Reykjaness vegna æfingaraðstöðu félagsins. Þá taka Pílukastfélag Reykjanesbæjar og Flugmódelfélag Suðurnesja að sér að kynna þessar greinar í grunn- skólum bæjarins og fá ákveðna fjárhæð til þess. Við athöfnina í gær lýsti Gunnar Oddsson því yfir að Reykjanesbær hefði áhuga á að gera sambærilega samninga við fleiri félög og hópa á árinu og nefndi þar meðal annars nokkur menningarfélög. „MÍT hvetur klúbba og félög sem sett hafa sér markmið um almenna þátt- töku bæjarbúa, fagleg vinnubrögð og öflugt forvarnarstarf, að senda MÍT hugmyndir um samvinnu við Reykjanesbæ, t.d. með samn- ingum,“ segir í viljayfirlýsingu sem Gunnar las upp í gær. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Rekstrarsamningar voru undirritaðir í gær af fulltrúum Reykjanesbæjar og íþrótta- og tómstundafélaga. Reykjanesbær gerir rekstrarsamninga við fjölda félaga Hvatt til faglegra vinnubragða Reykjanesbær STJÓRN Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja hefur verið lögð niður, eins og aðrar stjórnir heilbrigðisstofn- ana, sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva á landinu, í samræmi við breytingu á lögum sem samþykkt var í vor. Fulltrúum í stjórninni hef- ur verið tilkynnt þetta en stjórnin hefur aðeins starfað í fáeinar vikur. „Ég tel það slæmt að stjórnin skuli vera lögð niður enda hefur það verið styrkur fyrir þessa stofnun að hafa fulltrúa frá sveitarfélögunum, fólk sem hefur puttann á púlsinum á svæðinu. Það er sérstaklega slæmt að þessi tengsl skuli rofin nú þegar svona illa stendur á hjá, bæði í fjár- málum og samskiptum við heimilis- lækna,“ segir Ragnar Örn Péturs- son, einn þeirra fulltrúa sem sveitarfélögin á Suðurnesjum til- nefndu í stjórnina. Starfsfólkið staðið sig vel Spurður um læknadeiluna lýsir Ragnar Örn þeirri skoðun sinni að Suðurnesjamenn séu í gíslingu Fé- lags heimilislækna. Læknar hafi ver- ið reiðubúnir að ráða sig til starfa hjá heilsugæslustöðinni á þeim kjörum sem í boði væru en ekki lagt í það vegna andstöðu Félags heimilis- lækna. Deilan hafi fyrst staðið um réttindamál heimilislækna en snerist nú eingöngu um kjaramál. Kjara- dómur ákvæði launakjörin og því ekki unnt að bjóða þær auka- greiðslur sem áður voru. Hann segir að þótt heimilislæknar hafi ekki fengist til starfa hafi þjón- usta stofnunarinnar verið vel viðun- andi. Ekki væri lengri bið eftir þjón- ustu en áður. Það hefði eingöngu tekist vegna þess hversu frábærlega starfsfólk stofnunarinnar hefði stað- ið sig, meðal annars hjúkrunarfræð- ingar og læknar sjúkrahússins. Stjórn HSS lögð niður Í gíslingu lækna Keflavík LISTASAFN Reykjanesbæjar opn- ar í dag sýningu á verkum Sigur- björns Jónssonar í Duushúsum. Sýnd verða ný olíumálverk. Sigurbjörn segir að sér hafi verið boðið að sýna í þessum sal og þegið það. Hann vill ekki hafa mörg orð um málverkin enda var hann ennþá með þau í vinnustofu sinni í Reykja- vík og ekki farinn að hengja þau upp þegar talað var við hann í gær. Sagðist raunar vera að leggja loka- hönd á málverkin og á bak við lista- manninn heyrðist í þurrku þannig að á sýningunni verða greinilega glæný verk. Sigurbjörn hefur haldið tíu einkasýningar hér á landi og í New York þar sem hann var við nám og listsköpun í nokkur ár. Hann segir að í verkunum komi fram áhrif sem hann hafi orðið fyrir allt frá því á unglingsárum, hérlendis og erlend- is. „Það safnast í sarpinn og svo fer maður að efast meir og meir. Það er kannski þess vegna sem maður er að þessu,“ segir Sigurbjörn. Sýningin verður opnuð við at- höfn í dag en verður opnuð almenn- ingi á laugardag. Hún verður opin alla daga, frá kl. 13 til 17 nema föstudaginn langa og páskadag, til 24. maí. Brooklyn II, eftir Sigurbjörn. „Efast meir og meir“ Keflavík RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Talstöðvar sem þola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag w w w .d es ig n. is © 20 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.