Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 105. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Kraftmikið og fagurt Guðbrandsmessa frumflutt í Langholtskirkju Listir 38 Hildur og Helgi best Körfuknattleiksmenn ársins valdir Íþróttir 51 Ingunn Birta sýnir Síðasta sýningin á vegum Lista- smiðju Lóu Höfuðborg 22 VIÐ eftirlitsflug Landhelgisgæsl- unnar yfir úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg í gær kom í ljós að af 29 skipum sem þar voru á veiðum voru 13 frá ríkjum sem ekki eiga aðild að Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- inni, NEAFC, sem stjórnar veiðum á svæðinu. Segir Gæslan flest skipin hafa verið í „línudansi“ á mörkum lögsögunnar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir við Morgunblaðið að þessar upplýsingar undirstriki mik- ilvægi NEAFC og nauðsynlegt sé að vinna að því að fá fleiri ríki þar inn. Ríki utan NEAFC geti grafið undan fiskveiðistjórn á svæðinu. Umrædd skip voru m.a. frá Belís, Lettlandi, Litháen og Eistlandi. NEAFC hefur úthlutað þessum ríkj- um 1.200 tonna úthafskarfakvóta ár- lega en Gæslan segir þau hafa farið langt fram yfir þau mörk í fyrra. Tal- ið sé að ríki utan nefndarinnar hafi veitt alls um 30 þúsund tonn. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins mun það vera mjög varlega áætlað. Fordæmi fyrir hafnbanni Að sögn Kolbeins Árnasonar, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins, ber Landhelgisgæslunni að tilkynna ólöglegar veiðar til aðildarríkja NEAFC og þau geti þá gripið til hafnbanns á umrædd skip. Önnur úr- ræði hafi ríkin ekki, utan „diplómat- ískra“ leiða. Hann segir fordæmi fyr- ir að gripið hafi verið til hafnbanns vegna ólöglegra veiða á úthafssvæð- um en það geti verið erfitt í fram- kvæmd. Brögð séu að því að skip skiptist á afla á hafi úti sem geri eft- irlit örðugt. Innan NEAFC sé unnið að því að styrkja þá aðgerð að geta lokað höfnum fyrir þessum skipum. Nefndin hefur samþykkt að veita Eistlandi aðild og Litháen hefur sótt um hana. Kolbeinn segir erfiðara að eiga við „hentifánaskip“ frá ríkjum eins og Belís, Sierra Leone og Pan- ama, sem sést hafi á hryggnum. Skip utan NEAFC veiða á Reykjaneshrygg Geta grafið undan fisk- veiðistjórn Möguleiki að beita skipin hafnbanni Eitt erlendu skipanna. TALSMENN Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, segja, að lungnabólgufaraldurinn HABL í Kína sé miklu meiri en stjórnvöld þar hafa látið í veðri vaka. Í Hong Kong hafa vísindamenn áhyggjur af því, að fram sé komið nýtt og skæðara af- brigði af sjúkdóminum. Nú er vitað með vissu um 161 dauðsfall í heiminum öllum en óttast er, að þau séu í raun miklu fleiri, eink- um með það í huga, að WHO sakar kínversk stjórnvöld um að hafa sagt ósatt um útbreiðslu sjúkdómsins og fjölda látinna. Talið er að fjórir hafi nú greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð. Alan Schnur, sérfræðingur í smit- sjúkdómum og starfsmaður WHO, sagði í gær, að líklega hefðu mörg hundruð manna sýkst í Peking einni en ekki 40 eins og gefið væri upp. Sagði hann, að á sjúkrahúsum borg- arinnar væru meira en 1.000 manns, sem tekið hefðu veikina eða væru taldir hafa gert það. Hópur vísindamanna við Hong Kong-háskóla sagði í gær, að hugs- anlega væri komið fram nýtt og miklu hættulegra afbrigði af lungna- bólgunni. Er ástæðan meðal annars sú, að síðustu daga hafa verið mörg dauðsföll hjá tiltölulega ungu og hraustu fólki. Heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong vara hins vegar við get- gátum um nýtt afbrigði og segja, að verið sé að rannsaka hvort önnur veira auk HABL-veirunnar hafi lagst á fólkið. Sérfræðingar WHO staðfestu í gær, að HABL stafaði af corona- veiru en veira af þeirri ætt veldur venjulegu kvefi. Kínastjórn sögð skrökva um lungnabólgutilfellin Faraldurinn meiri en áður var talið Ótti við nýtt og skæðara afbrigði í Hong Kong Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði eftir leiðtogafund ESB í Aþenu, þar sem samningarnir um stækkun sambandsins til austurs voru undirritaðir í gær, að hann væri vongóður um að Bandaríkin, Samein- uðu þjóðirnar og Evrópusambandið gætu unnið vel saman í uppbygging- arstarfinu sem framundan er í Írak. Franski forsetinn Jacques Chirac sagði að með ályktununum væri verið að reyna að móta grundvöllinn að því að byggja íraska ríkið upp á ný og koma á stöðugleika í landinu. „Allt þetta ber að gera með Sameinuðu þjóðirnar í lykilhlutverki. Við erum allir sammála um það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Að tillögu Chiracs mun ESB skipuleggja loftflutninga á særðum, íröskum börnum til Evrópu þar sem þau munu fá aðhlynningu. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sagði að brýnt væri að senda strax gæslulið á vettvang, ástandið væri svo slæmt. „Við getum ekki beðið eftir ályktun frá SÞ,“ sagði hann. Eins og stríðsandstæðingarnir í ESB, sem Frakkar og Þjóðverjar hafa farið fyrir, hafa þeir Straw og Blair sagt að Bretar óski þess að SÞ gegni mikilvægu hlutverki við endur- skipulag Íraks, en stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur ótví- rætt gefið til kynna að hún kæri sig ekki um að samtökin gegni nema mjög takmörkuðu hlutverki fyrsta „eftirstríðsskeiðið“ í Írak. „Fundirnir [í Aþenu] í dag gegna mikilvægu hlutverki við að skapa nýtt andrúmsloft,“ sagði Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands í gær. Hann dró hins vegar úr væntingum um að á leiðtogafundinum yrðu gefnar út sameiginlegar yfirlýsingar um Íraks- málin. „Við reynum ekki að byrja á því að koma saman texta [að sam- komulagi] vegna þess að þá værum við að byrja á öfugum enda. Við fetum okkur áfram, skref fyrir skref.“ Leiðtogar ESB samþykktu einnig að hvetja Bandaríkjamenn til þess að leggja fram svonefndan „vegvísi“ að lausn á deilum Ísraela og Palestínu- manna. Búist er við að ný stjórn Mahmouds Abbas, væntanlegs for- sætisráðherra Palestínumanna, taki senn við völdum. Viðskiptabanni verði aflétt Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær til þess að viðskiptabanni SÞ á Írak yrði aflétt að fullu þar sem búið væri að frelsa landið. Tommy Franks, hershöfðingi og yfirmaður aðgerða bandamanna í Írak, heimsótti í gær yfirmenn bandaríska liðsins í Bagdad í fyrsta sinn. Bandaríkjamenn segja að enn geti orðið einhver átök við íraska hermenn sums staðar í landinu, m.a. í bæjum sem herir bandamanna sniðgengu á leið sinni til Bagdad og fleiri mikil- vægra staða í stríðinu. SÞ verði í lykilhlutverki Reuters Frakkar, Þjóðverjar, Bretar og Spánverjar reyna að ná sam- an um uppbyggingu í Írak Aþenu. AP, AFP.  Evrópa/20 Franks í Bagdad TOMMY Franks, yfirmaður herja bandamanna, er hér á gangi við höll Saddams í Bagdad í gær. „Þetta er olía fyrir höll-áætlunin,“ sagði Franks um baðherbergi þar sem blöndunartæki, rúlluhaldari og bursti eru úr skíra gulli. SÞ leyfðu Saddam að selja næga olíu til að geta keypt mat og aðrar nauðsynj- ar, áætlunin kallaðist olía fyrir mat. LEIÐTOGAR Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Spánar reyndu í gær að brúa þá vík sem myndast hefur milli vina vegna Íraksmálsins og lögðu sameiginlega til að Evrópusambandið (ESB) gæfi út yfirlýsingu þar sem kallað væri eftir því að Sameinuðu þjóðirnar gegndu mikilvægu hlutverki við enduruppbyggingu í Írak. Jafnframt skyldi skorað á Bandaríkin og bandamenn þeirra að halda uppi lögum og reglu í Írak í kjölfar þess að stjórn Saddams Husseins var hrakin frá völdum. Hong Kong. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.