Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & # EKKI er útlit fyrir á næstunni að ráðist verði í byggingu vinnustofu- íbúða við Mýrargötu 26, þar sem Hraðfrystistöðin var áður til húsa, líkt og ráðgert hafði verið. Morg- unblaðið greindi frá því í janúar sl. að stefnt væri að því að afhenda þær væntanlegum kaupendum í haust, samtals 40 íbúðir. Magnús Ingi Erlingsson hdl. og framkvæmdastjóri eignarhalds- félagsins Nýja-Jórvík, segir að í raun sé beðið eftir niðurstöðu borg- aryfirvalda varðandi skipulagsmál á svæðinu. Leyfi hafi fengist fyrir því hjá hafnarstjórn í fyrra að byggja vinnustofur listamanna en ekki vinnustofuíbúðir eins og ráðgert sé. Stefnt er að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið, svokall- aðan Mýrargötureit, þar sem rúm- ast á íbúðarbyggð í bland við hafn- sækna starfsemi. Stýrihópur sem heyrir undir hafnarstjórn og skipu- lags- og byggingarnefnd vinnur að því að undirbúa gerð rammaskipu- lags fyrir svæðið en hópurinn hefur fengið til umsagnar nokkur erindi frá Nýju Jórvík vegna málsins, þar á meðal tillögu um að húsið verði fært út af hafnarsvæðinu og að sér- stakt deiliskipulag verði unnið fyrir húsið. Að sögn Magnúsar hefur stýrihópurinn tekið fálega í erindin og í raun engin skýr svör fengist, að hans sögn. Hann segir að það hafi komið sér og fleirum geysilega á óvart þegar þeir höfðu kynnt fyrirætlanir sínar fyrir borgaryfirvöldum að ekki skyldi vera gert ráð fyrir breyttri landnotkun á svæðinu í aðalskipu- lagi sem staðfest var í janúar sl. Í greinargerð með skipulaginu sé gert ráð fyrir 200 íbúðum á svæð- inu. Magnús bendir á að búið sé að taka ákvörðun um tilfærslu hafn- arsavæðisins og loka eigi slippunum í október á þessu ári. Því sé í raun ekkert til fyrirstöðu að undirbúa framkvæmdir á svæðinu með íbúðir við Mýrargötu í huga sem muni styrkja miðborgina. „Algerlega fráleitt að mínum dómi“ Að sögn Árna Þór Sigurðssonar, formanns hafnarstjórnar sem sæti á í stýrihópnum, hefur allan tímann legið ljóst fyrir að húsið stæðið á hafnarsvæði og gert væri ráð fyrir hafnsækinni stafsemi í húsinu skv. skipulagi og lóðarleigusamningi. Hann segir engar heimildir fyrir því að samþykkja íbúðir á hafnarsvæði og borgaryfirvöld hafi litið svo á að ekki sé hægt að breyta skipulaginu á svæðinu fyrir þetta eina hús. Stefnt er að því að auglýsa eftir skipulagsráðgjöfum fyrir næstu mánaðamót vegna rammaskipulags fyrir svæðið en reiknað er með að skipulagsvinnan taki um eitt ár. Árni Þór segir mikivægt að skipuleggja svæðið í heild enda ýmsir óvissuþættir í skipulaginu, m.a. sé eftir að rífa þó nokkuð af húsum, ákveða endanlega legu Mýrargötunnar og gera ráð fyrir landfyllingum. „Það væri algerlega fráleitt að mínum dómi að taka þarna eitt hús á þessum reit, gefa því einhvern sérstakan status í skipulagi fyrir- fram og láta það síðan binda alla skipulagsvinnuna fyrir þennan mik- ilvæga reit í miðborg Reykjavíkur, það er engin glóra í því að mínu viti, og þessa afstöðu hafa þeir [Nýja- Jórvík] þekkt á annað ár.“ Ekki útlit fyrir að vinnustofuíbúðir við Mýrargötu verði tilbúnar í bráð Morgunblaðið/Sverrir Engar framkvæmdir hafa verið við húsbygginguna við Mýrargötu 26 frá því á síðasta ári. Búið er að ljúka við hönnun hússins þar sem gert er ráð fyrir fjörutíu vinnustofuíbúðum að erlendri fyrirmynd. Eigendur vilja færa húsið út af skipulaginu Vesturbær AÐSÓKN á gæsluleikvelli hefur dregist verulega saman á und- anförnum árum, árið 1990 voru starfræktir 27 gæsluvellir í borginni en þeir eru 12 í dag. Frá 1990 til árs- ins 2002 fækkaði heimsóknum þang- að um nær 100 þúsund, úr tæplega 163 þúsund í tæpar 63.500 heim- sóknir. Þetta kemur fram í nýlegu svari forstöðumanns fagsviðs Leik- skóla Reykjavíkur við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borg- arfulltrúa á fundi borgarráðs í síð- asta mánuði, um stöðu og þróun málefna gæsluvalla. Kostnaður borgarinnar vegna reksturs gæsluleikvalla á síðasta ári var rúmar 76 milljónir króna, að því er fram kemur í svarbréfinu, eða lið- lega 1.200 krónur á hverja heim- sókn. Í bréfinu er á það bent að yfir 90% barna á aldrinum 2–5 ára séu í leikskóla á daginn og um 83% í heils- dagsdvöl. Leikskólaráð hafi í nóv- ember á síðasta ári samþykkt að stofna starfshóp sem vinna á áætlun um að draga enn frekar úr starfsemi gæsluleikvalla og að starfsemin í nú- verandi mynd verði lögð niður á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir að starfsmönn- unum verði boðin önnur störf hjá borginni en í svarbréfinu segir að endanleg útfærsla liggi ekki fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er undrandi á að stefnt sé að því að loka fleiri gæsluvöllum á næstunni, t.a.m. í Breiðholti, þegar ekki liggi fyrir endanleg útfærsla. Hann segir að lítið sem ekkert samráð sé haft við foreldra þegar komi að lokunum og vísar þar í bréf sem honum barst nýlega frá íbúa í Breiðholti. Í bréf- inu segir að loka eigi gæsluvelli í Bakkahverfi í sumar sem nýlega hafi verið gerður upp og sé mjög vinsæll meðal íbúa. Þess í stað eigi að smala öllum börnunum á gæslu- völl í Vesturbergi en þar sé að finna bæði gamalt hús og spennustöð inni á vellinum. Vilhjálmur hefur óskað eftir að tillögur um framtíð gæsluleikvalla verði lagðar fyrir borgarráð til um- fjöllunar. „Ég tel þetta mikilvæga starfsemi sem eigi ekki alfarið að leggja niður, það má hins vega skipuleggja hana betur og hagræða miðað við miklu færri heimsóknir,“ segir Vilhjálmur. Morgunblaðið/Ásdís Heimsóknum á gæsluvelli borgarinnar fækkaði um liðlega 100 þúsund frá 1990–2002. Árið 1990 voru gæsluvellirnir 27 en þeir eru 12 í dag. Kostn- aður borgarinnar vegna reksturs þeirra er rúmar 76 m. kr. ári. Myndin er tekin á gæsluvelli við Freyjugötu. Segir gæsluvöllum lokað án samráðs Reykjavík GRAFARVOGSKIRKJA stóð fyrir nýstárlegu námskeiðahaldi fyrir börn í kyrruviku sem lauk í gær með sjálfri „upprisunni“. Nám- skeiðið nefnist Kátir krakkar í kyrruviku og var ætlað börnum í fyrsta bekk í öllum skólum í Graf- arvogi. Um 100 börn sóttu nám- skeiðið. Að sögn séra Bjarna Þórs Bjarnasonar tókst það í alla staði mjög vel. „Við erum fyrst og fremst að kynna fyrir börnunum þennan und- irbúningstíma sem er fyrir páskana og fara í gegnum ákveðin þemu, síðustu kvöldmáltíðina, krossfest- inguna og upprisuna,“ segir Bjarni. Í upphafi hvers dags var fána- hylling og sameiginleg stund. Þá var skipt niður í hópa þar sem börnin leystu ýmis verkefni og föndruðu, auk þess sem boðið var upp á leiki og íþróttir á lóð kirkj- unnar. Í lok hvers dags var sam- verustund. Í gær var haldin sérstök uppskeruhátíð þar sem foreldrar fengu að koma með börnum sínum og líta á afrakstur af verkefnavinnu barnanna. Þá voru afhentar við- urkenningar fyrir þátttöku en há- tíðinni lauk með Pálínuboði þar sem allir lögðu einhverjar kræsingar til á risastórt hlaðborð. Myndin var tekin í vikunni þegar nemendur voru önnum kafnir við að mála myndir í tengslum við kross- festingu Jesú. Páskaund- irbúningur í kyrruviku Morgunblaðið/Kristinn Nemendur mála myndir í tengslum við upprisu Jesú. Grafarvogur LÓA Guðjónsdóttir hefur rekið Listasmiðju Lóu frá árinu 1999 og hefur kennt fimm ungum þroska- heftum einstaklingum myndlist, en nú er komið að tímamótum því Lóa ætlar að leggja starfsemina niður. Í sal Þjónustumiðstöðvarinnar að Vesturgötu 7 stendur nú yfir mynd- listasýning Ingunnar Birtu Hinriks- dóttur en undanfarin ár hefur hún lagt stund á frjálsa málun í Lista- smiðju Lóu. Ingunn Birta er fædd 16. ágúst 1980 og lauk prófi frá Öskjuhlíðarskóla 1998. Hún hefur einnig stundað nám við Iðnskólann í fatasaumi. „Undanfarin fimm ár hefur Ing- unn Birta verið í frjálsri málun hjá mér ásamt þremur öðrum einstak- lingum,“ segir Lóa „Þau eru öll um um tvítugt og hafa nýlokið eða eru að ljúka námi. Ég hef verið með þessa krakka heima í stofunni hjá mér þar til vetur en þá var mér boðin aðstaða í þjónustumiðstöðinni Vesturgötu 7, rúma tvo tíma á mánudögum. Þar hafa þau einnig fengið að halda sýningar en ég hef verið með markmiðssýningar og einkasýningar á verkum þeirra. Ég hef ítrekað sótt um styrk frá borg- inni en alltaf fengið synjun og sé mér ekki fært að reka starfsemina lengur. En ég vona að ungt og dug- legt fólk taki sig nú til og komi upp vinnuaðstöðu fyrir þennan hóp sem er spennandi og gefandi verkefni.“ Sýning Ingunnar Birtu er opin virka daga kl. 9-16.30 og stendur til 28. apríl. Síðasti nemandi Lóu sýnir verk sín Morgunblaðið/Kristinn Ingunn Birta Hinriksdóttir sýnir verk sín á Vesturgötu 7. Grófin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.