Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 49 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir viljastyrk, en jafnframt ævintýraþrá og veist hvað þú ert fær um. Heimspeki og trúarbrögð vekja áhuga þinn. Árið gæti orðið happasælt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að komast hjá rifr- ildi við yfirmenn eða mik- ilvægar persónur í dag. Sýndu þolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú verður að gera þér grein fyrir því að það er erfitt að fást við kerfið. Þótt það beri stundum ár- angur er sá tími ekki nú. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér eldri vinur gæti gagn- rýnt þig í dag. Það gæti verið um að ræða ágreining um eignir. Ekki láta þetta hafa of mikil áhrif á þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samskipti við stjórnendur ganga ekki vel í dag. Þú gætir talið að aðrir væru að hindra framgang þinn en sennilega átt þú mesta sök. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki reyna að troða skoð- unum þínum á trúmálum og pólitík upp á vinnufélagana í dag. Nú er ekki rétti tím- inn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú munt eiga í alvarlegum viðræðum um sameig- inlegar eignir við börn eða hugsanlega aðra í dag. Þessar viðræður munu þó litlu skila. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú kemst ekki hjá deilum á heimilinu í dag ef þú ákveður að taka einarða af- stöðu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú finnur fyrir mikilli innri spennu í dag og finnst að þér séu allar leiðir lokaðar. Ef til vill ættir þú ekki að reyna að fara neitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að komast hjá róm- antískum samræðum við fé- laga þinn um peninga, gjaf- ir eða eignir. Þið munuð ekki ná samkomulagi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú vilt gjarnan komast upp úr hjólfarinu í dag. En slíkt er ekki heppilegt um þessar mundir; ýmis ljón eru í veg- inum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kannt að lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að gera hluti þvert gegn vilja þínum í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er líklegt að þú lendir í deilum um peninga eða eyðslu í dag. Bíddu nokkra daga þar til þú tekur ákvörðun. Þú munt ekki sjá eftir því. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KVÖLDVERS Heims mynd hafið skyggir bjarta, húmi slær að ótt. Sæt lind svölurnar vors hjarta, send oss góða nótt, burt hrind böli, hryggð og sótt; hugurinn hjá þér vaki, holdið blundi rótt. Þorlákur Þórarinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, föstudaginn 18. apríl, verður áttræður Hávarður Hálfdánarson, nú til heimilis að Hrafnistu, Reykjavík. Hann mun, ásamt börnum sínum, taka á móti ættingjum og vinum í húsi Rafarnarins að Suð- urhlíð 35, Reykjavík, föstu- daginn langa kl. 14-17. 70 ÁRA afmæli. Í dag,17. apríl, skírdag, er sjötugur Jón Hilberg Sig- urðsson verkamaður, Borg- arholtsbraut 27, Kópavogi. Eiginkona hans er Krist- jana Emilía Guðmunds- dóttir. Jón er að heiman í dag. BRIDSÞRAUTIR líta öðruvísi út á blaði en á borði. Við borðið er mesti vandinn oft sá að gera sér grein fyrir því að um þraut er að ræða, en það er vandi sem lesendur blaða þurfa ekki að glíma við. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 943 ♥ Á5 ♦ DG1095 ♣ÁG10 Suður ♠ ÁD52 ♥ KD8 ♦ 874 ♣KD5 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út spaða- sjöu (fjórða hæsta) og austur lætur gosann. Hver er áætlun lesandans? Þetta spil myndi tefja fáa spilara við borðið – flestir tækju strax á drottningu og spiluðu tígli. En auðvitað leynist fiskur undir steini og hann býsna sleipur. Það er nefnilega ekki alveg hættulaust að þiggja fyrsta slaginn: Norður ♠ 943 ♥ Á5 ♦ DG1095 ♣ÁG10 Vestur Austur ♠ K10876 ♠ G ♥ 732 ♥ G10964 ♦ ÁK ♦ 632 ♣843 ♣9762 Suður ♠ ÁD52 ♥ KD8 ♦ 874 ♣KD5 Vestur á fimmlit í spaða og ÁK í tígli, sem þýðir að hann nær að brjóta litinn sinn og njóta hans. Einfalt ráð við þessu er að dúkka spaðagosa austurs í fyrsta slag. Ef austur á annan spaða til að spila, hleypir sagnhafi yfir í níuna og gefur þá aldrei fleiri slagi á litinn. Það væri gott að ná þessu rétt við borðið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Rf3 Bg7 5. Be2 O-O 6. O-O Bg4 7. Be3 Rc6 8. Dd3 e5 9. d5 Re7 10. Had1 Bd7 11. Rd2 Re8 12. f4 f5 13. fxe5 dxe5 14. Rc4 Rd6 15. Bc5 Hf7 16. Kh1 Rec8 17. a4 f4 18. Rd2 h5 19. b3 Bf8 20. Ba3 Hh7 21. Bb2 g5 22. Rb5 Rf7 23. c4 a6 24. Rc3 g4 25. d6 Bxd6 26. Rd5 c6 27. c5 Bxc5 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki Gausdal mótsins sem lauk fyrir skömmu. Gamla kempan, Heikki Westerinen (2360) hafði hvítt gegn Alexei Lugovoi (2563). 28. Rxf4! exf4 29. Hxf4 Be6?! 30. Dc3 Be7 31. Rc4 Dc7 32. Hf6! Bxc4 33. Bxc4 Rcd6 34. Hdxd6! Bxd6 35. Hxf7 Dxf7 36. Bxf7+ Kxf7 37. Df6+ Ke8 38. De6+ He7 39. Dg8+ Kd7 40. Dxa8 Hxe4 41. Dxb7+ Bc7 42. Bc3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Það er ekkert skrítið þó þú vinnir alltaf! Mamma þín er dómarinn! MEÐ MORGUNKAFFINU MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Alltaf á þriðjudögum ÍT ferðir, Engjavegi 6, Reykjavík Sími 588 9900 itferdir@itferdir.is www.itferdir.is Tvær frábærar tveggja vikna ferðir á Spáni 7. júní 2003 Pyreneafjöll í Aragon Gengið í eina viku og strönd í eina viku. Dvalið á Tossa de Mar Ganga milli þorpa á Costa Brava ströndinni Ganga fyrir alla, fjórar stuttar göngur í nágrenni Playa d´Aro. Einnig fjórar spennandi gönguferðir á Íslandi! Skoðið á heimasíðu okkar og hafið samband ! Gönguferðir - Aktívt frí ÍT ferðir - fyrir þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.