Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 43
alltaf svolítil keppni í þér, allavega var það oft sem við hittumst að þú sagðir: ,,Helga, komdu í kapp.“ Svo tókum við okkur stöðu og spruttum af stað þegar Valgerður sagði til. Þú vannst alltaf. Reyndar ekkert skrít- ið þar sem þú þjófstartaðir í hvert einasta skipti. Svo fagnaðir þú alveg rosalega, eins og þú hefðir unnið ól- ympíugull!! Það var líka bara allt í lagi að leyfa þér að vinna því þú varst nefnilega ekki bestur í borð- tennis, þó þú hafir haldið því fram lengi vel. Ég man ekki hvað við vor- um búin að þræta um þetta lengi þegar Marsibil staðfesti það að Ís- landsmeistarinn í borðtennis byggi á Grenivík. Ég veit ekkert hvort þú trúðir okkur en þú allavega reiddist rosalega og stakkst af upp á fjall og komst ekki aftur fyrr en seint og um síðir. Þetta er í eina skiptið sem ég hef séð þig reiðan og fýldan. Þó þú hafir ekki átt Íslandsmeist- aratitil í borðtennis þá áttir þú örugglega metið í kátínu og gleði. Þú varst alltaf brosandi, hlæjandi, blístrandi, blikkandi, lifandi. Fáa hef ég hitt sem hafa jafn gaman af lífinu og þú hafðir. Það er sárt að þú ert farinn, það er sárt að sakna en það er gott að minnast þín. Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess. (Þórbergur Þórðarson) Elsku Heiða, Patti, Heiðar, Rún- ar og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk í trúnni. Helga Kristín Hermannsdóttir. Elsku Steini. Það er óskiljanlegt að þú hafir verið tekinn frá okkur svona snemma og skarðið sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt. Minn- ing þín lifir áfram í hjörtum okkar og með bros á vör munum við hugsa til þín. Okkur þykir svo ósköp vænt um þig, elsku vinur, og þín verður sárt saknað. Gott er að eiga góðan vin sem við munum minnast með gleði í hjarta og mun taka vel á móti okkur þegar okkar tími kemur. Megi góður Guð varðveita þig og veita fjölskyldu þinni styrk í sorg sinni. Haukur, Elva, Sverrir (Sveppi), Jón (Dúddi), Knútur, Anna Karen. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 43 Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt Sími 562 0200 Erfisdrykkjur www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON (Wilfried Hans-Günther Steinmüller), Suðurhólum 16, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Vísindasjóð Landspítala-háskólasjúkrahúss í Landsbanka Íslands, bankanr. 0139-15-372459, kt. 621101-2180. Erna Fjóla Baldvinsdóttir, Emma Vilhjálmsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, Þóra Rannveig Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Vilhjálmsdóttir, Georg Pétur Sveinbjörnsson, Steinar Ingi Vilhjálmsson, Þuríður Sigurðardóttir, Ágúst Þór Vilhjálmsson, Kristjana Adda Ingvarsdóttir, Linda Ósk Vilhjálmsdóttir, Guðlaugur Magnús Pétursson, barnabörn og langafabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG G. HAFBERG, hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 23. apríl kl. 13:30. Helga Hafberg, Friðfinnur Ágústsson, Eysteinn Hafberg, Elín Ó. Hafberg, Ingibjörg Ólína Hafberg, Gunnlaugur Þorsteinsson og fjölskyldur. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐRÁÐUR DAVÍÐSSON bóndi í Nesi í Reykholtsdal, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugar- daginn 19. apríl kl. 11.00. Vigdís Bjarnadóttir, Bragi Guðráðsson, Bjarni Guðráðsson, Helga Guðráðsdóttir. Ástkær sonur okkar og bróðir, STEINDÓR HLÖÐVERSSON, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugar- daginn 19. apríl kl. 13.30. Heiðrún Steindórsdóttir, Hlöðver Steingrímsson, Heiðar Hlöðversson, Rúnar Hlöðversson. Þökkum af alhug hluttekningu við fráfall SIGURÐAR BIRGIS SIGURÐSSONAR, Hallveigarstíg 9, Reykjavík, frá Laugalandi, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við Gísla Þorsteinssyni lækni og hjúkrunarfólki á Landsspítal- anum. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé, Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLA KRISTINS BJÖRNSSONAR, Norðurvangi 9, Hafnarfirði. Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir, Daníel Þór Ólason, Þóra Tómasdóttir, Björn Viðar Ólason, Hlynur Geir Ólason, Hilda Björk Daníelsdóttir, Sólveig Anna Daníelsdóttir, Ásta Valgerður Björnsdóttir, Erna Diljá Daníelsdóttir. Hjartans þakkir fyrir þá vináttu og hlýhug, sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, fósturföður, afa og langafa okkar, HALLBJÖRNS SIGURÐAR BJÖRNSSONAR frá Súgandafirði, til heimilis í Austurbergi 12, Reykjavík. Helga Ásgrímsdóttir, Ægir Hallbjörnsson, Geirlaug Helgadóttir, Hervör Hallbjörnsdóttir, Guðjón Guðjónsson, María I. Hallbjörnsdóttir, Hilmar Þór Kjartansson, Iðunn Hallbjörnsdóttir, Robert S. Robertson, Símon Jónsson, Björk Erlendsdóttir og afabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA JÓNSDÓTTIR, Kálfsstöðum, Vestur-Landeyjum, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju laugar- daginn 19. apríl klukkan 14.00. Guðmundur Þorsteinn Gíslason, Anek Walter, Þórunn Anna Gísladóttir, Kristrún Hrönn Gísladóttir, Hrafn Óskarsson, Jónína Gróa Gísladóttir, Gerður Þóra Gísladóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR AÐALSTEINSDÓTTUR, Álfholti 56b, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E Landspítalanum við Hringbraut. Ottó H. Karlsson, Klara Jóhanna Ottósdóttir, Ólafur Þór Ottósson, Helga Björg Sigurðardóttir, Aðalheiður Björk Ottósdóttir, Ása Hrund Ottósdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar ÞÓRIS H. KONRÁÐSSONAR vélfræðings, Aratúni 6, Garðabæ. Oddný Dóra Jónsdóttir, Konráð Þórisson, Vala Dröfn Hauksdóttir, Oddný Þóra Konráðsdóttir, Sigríður Konráðsdóttir, Hjalti Ragnarsson, og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.