Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Við unnum saman í einu verk- efni fyrir Þjóðleikhúsið. Annars vorum við fyrst og fremst vinir og kynntumst í gegnum tónlistina á sínum tíma, lærðum upphaflega hjá sama gítarleikara. Það stóð reyndar alltaf til að við myndum gera eitthvað saman á tónlistar- sviðinu.“ Þess má geta að þeir félagar stýrðu saman athyglisverðum þáttum á Rás 2 um gítarleikara, þar sem þeir kynntu til sögunnar þekkta gítarleikara sem eru ekki með „gítarhetjustimpilinn“ á sér. Kristján var þannig mikilvirkur listamaður en kannski minna áberandi í þjóðlífinu. „Það var ekki fyrr en seinni ár- in sem hann var starfandi í ein- hverju áberandi,“ útskýrir Guð- mundur. „Hann var bara að byrja, hann var að komast á skrið.“ Guðmundur segir að lokum, aðspurður um helstu persónu- einkenni Kristjáns, að hann hafi verið mikill húmoristi. „Hann þótti mjög hnyttinn og orðheppinn mað- ur. Hann var líka mjög félags- lyndur og vinatraustur. Hann var líka gríðarlega æðrulaus maður, sem kom best í ljós þegar hann veiktist.“ Ljóð, hljóð og óhljóð „Við fluttum þetta einu sinni á Dalvík árið 1997,“ segir Þórarinn Á ANNAN í páskum verða haldn- ir tónleikar tileinkaðir minningu Kristjáns Eldjárns gítarleikara í Íslensku óperunni. Fram koma margir af samferðamönnum Krist- jáns en hann lést sviplega úr krabbameini vorið 2002 er hann stóð á þrítugu. Meðal þeirra sem fram koma eru Finnur Bjarnason tenór, Kristjana Arngrímsdóttir alt, Jóel Pálsson og Agnar Már Magnússon, Páll Óskar Hjálmtýs- son og Monika Abendroth, Krist- inn Árnason gítarleikari, Orgel- kvartettinn Apparat, Margrét Eir ásamt Karli Olgeiri Olgeirssyni og Jóni Rafnssyni, Hilmar Örn Hilm- arsson, Bubbi Morthens, Stuð- menn og Guðmundur Pétursson gítarleikari. Einnig verður sýnd stuttmyndin Tindar eftir Ara Eld- járn. Kynnir kvöldsins verður Eva María Jónsdóttir. Eins og sést koma listamenn- irnir úr ýmsum áttum en Kristján var fjölhæfur tónlistarmaður og flakkaði á milli deilda eins og ekk- ert væri. Hann samdi jöfnum höndum rokktónlist, djass og sí- gilda og kom fram með ólíkum sveitum eins og t.a.m. Stuðmönn- um, Caput og finnsku hljómsveit- inni Giant Robot. Hann kom fram á ýmsum hljómplötum; ýmist sem útsetjari, stjórnandi upptakna eða hljóðfæraleikari. Í tengslum við tónleikana verður gefinn út hljóm- diskurinn Ljóð, hljóð og óhljóð þar sem Kristján Eldjárn leikur frumsamda tónlist undir ljóða- lestri Þórarins Eldjárns. Húmor Guðmundur Pétursson gítarleik- ari er jafnaldri Kristjáns og var þeim vel til vina. Hann segir Kristján hafa lagt lag sitt við fleiri tónlistarskóla en margir aðrir. „Hann útskrifaðist t.d. sem djassgítarleikari og lærði klass- ískan gítarleik í Finnlandi. Þá var hann svolítið í tilraunageiranum líka og bjó til raftónlist fyrir leik- hús. Spilaði einnig inn á vísnaplöt- ur og stýrði sólóplötu Margrétar Eirar. Hann kom víða við og var alls ekki að múra sig neitt inni.“ Guðmundur segir þá félagana ekki hafa starfað mikið saman. Eldjárn um efni disksins Ljóð, hljóð og óhljóð sem er nýútkom- inn. „Hugmyndin var að geta grip- ið í þetta öðru hverju. Við tókum þetta svo fljótlega upp en það var óráðið hvað af yrði. Svo þegar þessir tónleikar nálguðust lá beint við að gefa þetta út, því þarna er frumsamin tónlist eftir Kristján.“ Þórarinn lýsir því að þeir feðgar hafi verið staddir hvor í sínu land- inu þegar verkefnið var sett á band. „Hann var þá í námi úti í Finn- landi en ég var staddur hér á landi. Ég fór því í stúdíó og las og sendi síðan út til Finnlands. Hann hafði þar aðgang að góðu stúdíói og endurtók gjörninginn.“ Þórarinn segir að vinnulagið hafi verið á þá leið að hann hafi raðað niður ljóðunum en Kristján hafi svo pælt út tónlistartenging- arnar. „Þó hann væri búinn að pæla út hvernig þetta ætti að vera vorum við ekkert að æfa þetta saman. Það er hluti heildarhugmynd- arinnar – að hafa þetta einskonar skipulagðan spuna.“ Fjölhæfni og stílaflökt einkennandi Morgunblaðið/Jim Smart Það var jafnan stutt í grínið hjá Kristjáni. Tónleikarnir eru sem áður segir á annan í páskum í Íslensku óperunni. Hefjast þeir kl. 20:30. Forsala að- göngumiða er í Skífunni, Laugavegi 26. Aðgangseyrir verður kr. 2.000,- og rennur allur ágóði af tónleik- unum í Minningarsjóð Kristjáns Eld- járns til styrktar efnilegum tónlist- armönnum og afreksfólki í tónlist. Sjóðurinn tekur einnig við minning- argjöfum og frjálsum framlögum (bankareikningur: 0513 18 430830, kt.: 650303-3180). Tónleikar í minningu Kristjáns Eldjárns gítarleikara Á DÖGUNUM lauk spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, og sigraði Menntaskólinn í Reykjavík í ellefta skiptið í röð. Í viðureign Menntaskólans við Hamrahlíð og Verzlunarskóla Íslands voru talin upp tvö sveitarfélög af þremur sem hefðu sameinast við síð- ustu sveitarstjórnarkosningar. Spurt var um heiti þriðja sveitarfélagsins og nafn hins nýja sameinaða sveitarfé- lags. Hvorugt liðið gat svarað en nýja sameinaða sveitarfélagið er Bláskóga- byggð og varð til með sameiningu þriggja sveitarfélaga 25. maí 2002, Biskupstungna-, Laugardals- og Þingvallahrepps. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar brást þegar við og í næsta þætti kynnti þáttastjórnandinn Logi Berg- mann boð hennar um að keppnisliðin legðu land undir fót og færu í vett- vangs- og kynnisferð um svæðið þann- ig að það myndi ekki gleymast öðru sinni hvaða sveitarfélög sameinuðust í Bláskógabyggð í maí 2002. Blaðamaður sló á þráðinn til Ragn- ars Sæs Ragnarssonar, sveitarstjóra, og innti hann frétta af ferðinni. Hann var þá rétt kominn í hlað í Skálholti, þar sem kynna átti hópinn fyrir Sig- urði Sigurðarsyni, vígslubiskupi. „Þetta hefur gengið eins og í sögu,“ segir Ragnar. „Um leið og við vorum komin í sveitina tók þessi líka fína Blá- skógablíða á móti okkur og veðrið er þurrt og hlýtt.“ Ragnar rekur ferða- söguna í stuttu máli. Fyrst hafi verið stoppað á Þingvöllum og hús tekið á fræðslufulltrúa Þingvallaþjóðgarðs- ins. Farið var inn í nýju fræðslumið- stöðina þar sem veitt var innsýn í líf- ríki og jarðsögu svæðisins. Síðan var fræðst um sögu Haukadals, skoðuð blómaframleiðsla Espiflatar í Reyk- holti og litið inní hátæknifjósið í Miklaholti, Biskupstungum sem nýtir vélmenni við mjaltir. Ragnar segir að allir hafi notið ferðarinnar og höfðu nemendur á orði að þeir hefðu sjaldan hagnast eins vel á röngu svari. Gettu betur á ferðalagi um Bláskógabyggð Græddu á því að svara vitlaust Morgunblaðið/Ómar Ferðalangarnir klárir í slaginn (f.v.), Arnór Karlsson, Einar Björgvin Sig- urbergsson, Stefán Einar Stefánsson, Jónas Örn Helgason, Kjartan Davíð Sigurðsson, Margeir Ingólfsson, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson, Anna Pála Sverrisdóttir, Ragnar Sær Ragnarsson og Andri Egilsson.Nýr listi www.freemans.is Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.