Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 9
FYRIRSVARSMAÐUR fyrirtæk-
isins Costgo, sem auglýsti ódýr
heimilistæki í Fréttablaðinu á sín-
um tíma, hlaut níu mánaða fangels-
isdóm í Hæstarétti í fyrradag fyrir
fjársvik og fleiri brot. Þyngdi
Hæstiréttur því sex mánaða dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1.
nóvember 2002.
Ákærði lét birta auglýsinguna
hinn 5. nóvember 2001 þar sem
hann auglýsti vörur á heildsölu-
verði. Gefið var upp verð á pönt-
unarlista, 5 þúsund krónur, og til-
greind nokkur sértilboð
mánaðarins. Vörurnar voru á gjaf-
verði, t.d. Toshiba-fartölva 750
Mhz á 25 þúsund krónur og AEG-
þvottavél 1600 snúninga á 25 þús-
und krónur.
Fjölmargir brugðust við auglýs-
ingunni og 85 manns greiddu 5
þúsund krónur inn á uppgefna
reikninga ákærða dagana 5. og 6.
nóvember. Ákærði var talinn hafa
blekkt fólk til að greiða fyrir vöru-
lista og aðgang að frekari viðskipt-
um þrátt fyrir að hann hefði hvorki
haft á boðstólum þær vörur sem
auglýstar voru né staðið í nokkrum
viðskiptasamböndum um öflun
þeirra. Ákærði bar fyrir dómi að
hann hefði búist við viðbrögðum
frá um sextíu manns og að hann
hefði haft vörur fyrir um tíu
manns.
Hæstiréttur leit m.a. til þess að
ákærði hefði með háttsemi sinni
beitt fjölda manns blekkingum og
ekki bætt að fullu fyrir brot sín.
Þá kemur einnig fram í dómnum
að ákærði hafi í sviksamlegum til-
gangi stofnað til reikningsviðskipta
við verslunina Byko hf. og blekkt
starfsmenn hennar til frekari
reikningsviðskipta með því að
greiða skuld fyrir úttektir með
tékka, sem hann gaf heimildarlaust
út í eigin nafni á tékkaeyðublað í
eigu húsfélags og áritaði með bleki
sem hvarf þremur dögum síðar.
Málið dæmdu hæstaréttardóm-
ararnir Markús Sigurbjörnsson,
Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg
Benediktsdóttir. Verjandi ákærða
var Hilmar Ingimundarson hrl.
Málið sótti Sigríður Jósefsdóttir,
saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Blekkingar við sölu á heimilistækjum
Hlaut níu mánaða
fangelsi fyrir fjársvik
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
nýju áliti sínu gert athugasemd við
þá afstöðu embættis landlæknis að
læknisvottorð frá tilteknum lækni
hafi staðist ákvæði læknalaga og
reglur um gerð og útgáfu slíkra
vottorða. Dregur umboðsmaður í
efa að svo hafi verið og beinir þeim
tilmælum til landlæknis að við út-
gáfu læknisvottorða verði framvegis
tekið mið af sjónarmiðum í álitinu.
Tilefni þessarar athugasemdar er
kvörtun til umboðsmanns yfir af-
greiðslu landlæknis á erindi þar
sem maður óskaði eftir áliti á vinnu-
brögðum læknis við útgáfu á vott-
orði vegna dóttur sinnar. Átti mað-
urinn í deilu um umgengnisrétt yfir
dóttur sinni.
Í bréfi embættisins til mannsins
kom fram að vottorðið hefði verið
skoðað en ekki gerðar við það at-
hugasemdir. Umboðsmaður segist í
áliti sínu ekki gera athugasemd við
þá niðurstöðu landlæknis að ekki
hafi verið tilefni til að beita tiltekn-
um úrræðum læknalaga gegn um-
ræddum lækni.
Umboðsmaður gerir hins vegar
athugasemd við þá afstöðu land-
læknisembættisins að vottorðið hafi
staðist ákvæði læknalaga. Við mat á
því hafi átt að hafa í huga að veru-
legar líkur hafi verið á því að það
hefði áhrif á framgang í ágreinings-
máli sem var til úrlausnar sýslu-
manns um rétt mannsins til að um-
gangast dóttur sína. Telur
umboðsmaður að tiltekin ákvæði
reglna um útgáfu læknisvottorða
verði ekki skilin öðruvísi en að í
vottorði þurfi að koma fram á
hverju álit læknis byggist, þ.á m.
hvort það byggist á frásögn for-
eldris um hegðun og atferli barns
eða sjálfstæðri athugun læknis á
barninu. Því gerir umboðsmaður at-
hugasemd við afstöðu landlæknis en
telur sig hins vegar ekki hafa for-
sendur til að leggja mat á hvort ít-
arlegt viðtal við annað foreldri upp-
fylli þá kröfu að læknir hafi sjálfur
sannreynt það sem staðhæft hafi
verið í vottorði.
Umboðsmaður Alþingis
Gerir athugasemd við
afstöðu landlæknis
fyrirtaeki.is
Skarthúsið
s. 562 2466, Laugavegi 12.
Fermingargjafir
Fermingarhárskraut
Fermingarskartgripir
Laugavegi 63, sími 551 4422
Fallegar
sumarkápur
Maura
Yfir 4.000 nýir vöruflokkar - betra verð
Rýmingarsala og nýjar vörur
Lokað 17.-21./4
Argos pöntunarlistinn
Verslun Argos (Kays), Austurhrauni Gbæ, sími 555 2866
ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR
GLEÐILEGRA PÁSKA
I I I
Kringlunni - sími 581 2300
Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið laugardag kl. 10-14
Hátíðar- og partýföt
Gleðilega páskahátíð
BUXUR
SÍÐAR BUXUR, KVART BUXUR
HERMANNA BUXUR,
GOTT VERÐ - STÆRÐIR 34-48
HLIÐARGANGINUM
SMÁRALIND
BUXUR, BUXUR
GALLA, STRECH, HÖR
MIKIÐ ÚRVAL OG GOTT VERÐ
STÆRÐIR 34-56