Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 41 ✝ Valgerður ÓskBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1917. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, Seli, 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar Valgerðar voru Guðrún Jóns- dóttir, f. 1891, og Björn Magnús Arn- órsson stórkaup- maður, f. 1891. Systkini Valgerðar eru öll látin. Þau voru: Jóna, Helga, Arnór sem var tvíburabróðir Valgerðar, Þorbjörg og Arnór yngri. Árið 1936 giftist Valgerður Snorra Ólafssyni lækni, f. 22.8. 1910, d. 1.7. 1997. Foreldrar hans voru Ólöf Sveinsdóttir, f. 1881, og Ólafur Dan Daníelsson, stærð- fræðingur, f. 1877. Börn Valgerðar og Snorra eru: 1) Ólöf, f. 1937, maki Ás- mundur Steinar Jó- hannsson, f. 1934, d. 2000. 2) Björn Magnús, f. 1939, maki Ragnheiður Karlsdóttir, f. 1943. 3) Ólafur Dan, f. 1942, maki Krist- björg Ingólfsdóttir, f. 1948. 4) Þorbjörg, f. 1945, maki Ófeig- ur Baldursson, f. 1940, d. 1985. 5) Daniel, f. 1952, maki Hrafnhildur Karlsdóttir, f. 1967. Valgerður naut umönnunar á Seli síðustu 12 æviár sín. Útför Valgerðar fór fram 11. apríl. Nú er ferð Bíbíar, elsku móð- ursystur minnar, gegnum jarðlífið á enda. Í raun kvaddi hún okkur fyrir mörgum árum en nú er langri sjúkrahúsvist hennar lokið og komið að okkur að kveðja hana. Ótal minningar sækja nú að um fallegu, góðu og skemmtilegu kon- una sem hún var. Eftir að Bíbí og Snorri fluttu að Breiðumýri, þar sem hann var hér- aðslæknir, var ég svo lánsöm að fá að vera hjá þeim í fóstri á hverju sumri, í lengri eða skemmri tíma. Þá fékk ég, borgarbarnið, að stíga inn í aðra veröld, samt hjá fólkinu mínu. Ég kynntist þeim öllum náið og varð ein af krakkaskaranum. Með okkur Ollu tókst kær vinátta sem aldrei hefur skugga borið á og krakkarnir voru mér eins og systk- ini. Ég naut mín að fá að vera ein af þeim. Þetta var líka ómetanlegt tækifæri til að kynnast skepnunum og sveitastörfunum, sem í þá daga voru nokkuð öðruvísi en í dag. Það eru breyttir tímar og virðist ekki ýkja langt síðan Snorri beitti Willy’s-jeppanum fyrir sláttuvélina í fyrsta sinn og leysti þar með gamla Jarp af hólmi. Minningarnar um þennan tíma eru óþrjótandi og einhvern veginn eins og ég hafi eytt þar mun lengri tíma en raunin er og að veðrið hafi alltaf verið gott. Við krakkarnir brölluðum margt og oftast alveg meinlaust og án þess að eftir væri tekið. En stundum komst upp um asnastrikin okkar og þá átti Bíbí til að hlæja með okkur, þegar aðrir hefðu skammað. Hún var alltaf góð og stutt í sprellið og hláturinn. Hún var hörkudugleg við stjórn á mannmörgu heimili, börnin orðin fjögur og alltaf gestkvæmt í lækn- ishúsinu – þótt aldrei yrði hún al- vöru sveitakona. Hún naut dyggr- ar aðstoðar Rænku, eins og við kölluðum ávallt Rannveigu Helga- dóttur, frá Gvendarstöðum í Kinn. Á Breiðumýri kynntist ég mörgu mætu fólki, bæði á Breiðumýrar- bænum og bæjunum í kring. Fólki sem ég bast vináttuböndum og minnist með hlýju og mikilli vænt- umþykju. Síðar fluttu þau í Kristnes, þar sem Snorri var fyrst aðstoðar- læknir og síðan yfirlæknir. Þar fæddist svo Dansi. Bíbí og Snorri áttu góða vini á Akureyri og þar höfðu öll börnin þeirra sest að, með fjölskyldur sínar. Eftir á að hyggja hefur það ekki verið auðvelt skref að stíga fyrir unga Reykjavíkurmeyna, fædda og uppalda í Bankastræti 10, að ger- ast húsfreyja í sveit, langt frá öllu sínu fólki. Ekki að það hafi nokk- urn tíma verið á henni að merkja. Nei, Bíbí var alltaf kát og alltaf bálskotin í Snorra sínum. Bíbí var glæsileg og sjálfstæð, eflaust með fyrstu konum að taka bílpróf. Hún var afar góður bíl- stjóri og vílaði ekki fyrir sér að aka frá Reykjavík og norður, sem var nokkuð meiri bílferð þá en nú eins og vegirnir voru. Það var eftirsóknarvert að fá að fara með henni í bíltúr niður í bæ og þá alltaf von til þess að sjást með þessari flottu konu á flotta bílnum. Svo var það í kringum 1944 að hún kom til að sækja nýja drossíu í bæinn, grænan Ford. Til stóð að hún keyrði ein norður en það þótti aldeilis ótækt og var karlmaður fenginn til að sitja í. Ég fékk að fljóta með. Það vantaði svo auðvitað ekki að ferðin gekk eins og í sögu. Þónúværi! Ég kveð með þakklæti yndislega konu sem mér þótti ekki bara vænt um, mér þótti hún frábær. Nína. Okkur systur langar að minnast Valgerðar móðursystur okkar með örfáum orðum. Margar af okkar bestu bernsku- minningum tengjast henni og hennar fjölskyldu. Sem börn vor- um við oft í heimsókn hjá Bíbí frænku, eins og fjölskyldan kallaði hana, ýmist með fjölskyldu okkar eða það sem var mest spennandi, tvær einar. Í hvert sinn sem við komum norður var tekið höfðing- lega á móti okkur. Það besta við heimsóknir okkar systra til þeirra hjóna var að þeim fannst það ekki vera í þeirra verkahring að ala okkur upp. Eitt eftirminnilegt at- vik kemur upp í hugann þegar Snorri lofaði okkur systrum og Dansa frænda karamellum ef við vildum vera svo væn að vera óþæg. Það þurfti ekki að segja okkur frændsystkinum það tvisvar. Svona gott tilboð höfðum við aldrei fengið. Bíbí hafði jafn gaman af því að heyra okkur ærslast í stóra læknisbústaðnum í Kristnesi og bauð ævinlega upp á allt sem okk- ur þótti best. Það er erfitt að lýsa í orði hjartahlýju hennar og glaðværð. Hvort sem við sóttum hana heim eða hún kom suður. Hún hafði einnig lag á að sjá spaugilegu hlið- ar lífsins og hafði sérstakt lag á því að koma manni í gott skap, annað var ekki hægt þegar hún var nálæg. Eflaust hefur þetta ver- ið veganesti sem hún hlaut sjálf á æskuheimili sínu á Reykjum. Það var mannmargt og myndarlegt heimili, gestkvæmt og þær systur töluðu oft um að á heimili þeirra hafi ríkt mikil lífsgleði. Fáir fullorðnir hafa lag á því að setja sig inn í hugarheim og lang- anir barna. Bíbí virtist ekki bara vita hvað við vildum og hvað okkur langaði, heldur bar hún virðingu fyrir okkur sem börnum, sem var óvenjulegt á þessum tíma. Æskuheimili okkar fékk nýjan blæ þegar Bíbí kom í heimsókn. Þegar þær hittust systurnar var alltaf líf og fjör. Alltaf kom hún færandi hendi og gaf okkur eitt- hvað, oft var það peningaseðill og þegar við þökkuðum fyrir okkur, var svarið alltaf „fyrirgefðu“. Bíbí og mamma voru alltaf afar nánar. Þær voru í raun bestu vin- konur. Við veikindi og andlát mömmu okkar átti Bíbí afar erfitt, því þær máttu ekki hvor af annarri sjá. Veikindi Bíbíar voru þá þegar farin að setja sín spor á hana en þau leiddu til þess að samskipti okkar voru minni en ella. Við heimsóttum hana alltaf þegar við fórum norður en í raun eru mörg ár síðan við kvöddum hana. Sú Bíbí sem við þekktum og elskuðum er fyrir nokkru farin, en minning hennar er enn sterk í hugum okk- ar. Okkur langar til að kveðja hana hinstu kveðju og þakka fyrir okk- ur. Kæru frændsystkin, við færum ykkur samúðarkveðjur okkar. Minning um góða konu lifir áfram. Birna og Auður Einarsdætur. VALGERÐUR ÓSK BJÖRNSDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ✝ Bergþóra Þor-geirsdóttir fædd- ist á Helgafelli í Helgafellssveit 28. apríl 1914. Hún lést á Sankti Franciskus- spítalanum í Stykkis- hólmi sunnudaginn 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgeir Jónasson frá Helga- felli, f. 1. apríl 1881, d. 15. febrúar 1961, og Ingibjörg Björns- dóttir frá Stykkis- hólmi, f. 28. ágúst 1885, d. 22. júlí 1971. Bergþóra var fjórða af sjö börnum foreldra sinna en þau voru: Bergþóra, sem lést ungbarn, Ragnheiður, sem er látin, Sigurður, sem einnig er lát- inn, Björn, Snorri og Njáll. 1941, gift Kristni Ólafi Jónssyni, f. 8. ágúst 1940. Börn þeirra eru: Kristborg, í sambúð með Agli Eg- ilssyni og eru synir þeirra Kristinn Ólafur og Egill; Magnús Þór, synir hans eru Kristjón og Guðmundur Kristinn; Fanný, gift Patrick Wel- ter, dætur þeirra eru Alexandra og Emma; Hjalti, unnusta hans er Izabela Renata Sycz. 3) Guðrún Erna, búsett í Stykkishólmi, f. 21. janúar 1957, gift Pálma Ólafssyni, f. 24. október 1956. Dætur þeirra eru Margrét, í sambúð með Sig- urþóri Smára Einarssyni; og Berg- hildur. Magnús og Bergþóra bjuggu all- an sinn búskap í Stykkishólmi, þar sem hún vann hin ýmsu störf þó aðallega við saumaskap. Bergþóra var félagslynd kona og tók meðal annars virkan þátt í starfi Kven- félagsins Hringsins. Hún spilaði á harmoniku og skemmti oft við hin ýmsu tækifæri, aðallega meðal aldraðra. Útför Bergþóru fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hinn 26. desember 1936 gekk Bergþóra að eiga mann sinn Magnús Ísleifsson, f. 3. janúar 1907, d. 7. nóvember 1985. Dæt- ur þeirra eru: 1) Níelsa, býr á Álfta- nesi, f. 16. desember 1937, gift Jóni Lárusi Bergsveinssyni, f. 13. ágúst 1936. Börn þeirra eru: Bergþóra, gift Þóri Gíslasyni og er sonur þeirra Gísli Jón; Vilborg, gift Daða Hilmari Ragn- arssyni og eru börn þeirra Árný Lára, Jón Ragnar og Elsa Sólveig; Bergsveinn, kvæntur Þórleifu Sig- urðardóttur og eru börn þeirra Ýr og Jökull. 2) Þórhildur, býr í Stykkishólmi, f. 30. nóvember Nú er hún Begga mín dáin. Ekki hvarflaði það að mér þegar ég heimsótti hana síðast á sjúkrahús- ið að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn. Hún var með hressara móti og ég sagði við hana að hún yrði betri þegar ég kæmi til baka frá Englandi. Þú segir það, sagði hún. Svo hringdi dóttir mín í mig þegar ég hafði verið í burtu í þrjá daga og tilkynnti mér að hún væri dáin. Það er sárt að fá svona frétt þegar maður er langt í burtu og getur ekki verið við jarðarför kærrar vinkonu, hugurinn er heima. En minningarnar eru margar og hugur manns fyllist gleði og hlýju þegar þær eru rifjaðar upp. Ég tók við starfi Beggu fyrir rétt 23 árum í Þórsnesi ehf. þar sem hún sá um að laga kaffi, annaðist ræst- ingu og o.fl. En hún varð að hætta vegna veikinda eiginmanns sem hún vildi sem lengst hafa heima við. En hún hélt lengi tryggð við gamla vinnustaðinn, kom og fékk sér kaffisopa og spjallaði við gamla vinnufélaga. Seinna lágu leiðir okkur saman þegar hún fluttist á dvalarheimilið, þangað kom ég til að heimsækja móður mína og var þá venjan að líta inn til Beggu í leiðinni. Við spjölluðum saman og oft var hún með harm- onikuna við höndina og við tókum lagið. Einnig spilaði hún oft fyrir vistmenn á dvalarheimilinu við ýmis tækifæri. En nú er komið að kveðjustund. Við Steinar kveðjum Beggu okkar með söknuði og þakklæti. Guð blessi minningu hennar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við sendum dætrum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Guðný og Steinar, Falmouth, Englandi. Á laugardaginn kveðjum við elskulega ömmu mína og góða vin- konu. Það er sárt að horfa á eftir Beggu ömmu og vita að ég get ekki hringt í hana eða farið í heim- sókn til hennar að spjalla, en það gátum við amma sko gert, og það var svo gaman að vera með ömmu, hún tók stundum bakföll af hlátri og sló sér á lær og var þá engum lík. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru frá því að ég var lítil og var í heimsókn hjá henni og afa í Stykkishólmi, ég var að fela mig í hjallinum á Skólastígnum vegna þess að ég vildi ekki fara heim. Það var alltaf heilt ævintýri að vera í Hólminum hjá þeim. En amma og afi áttu yndislegt heimili á Skólastígnum og síðan í Árna- túninu. Afi veiktist uppúr 1980 og hugsaði amma um hann heima af einstakri umhyggju og natni til hans dauðadags. Ég sé ömmu fyrir mér alltaf á fullu, bakandi kleinur, flatkökur og formkökur. Einnig var hún algjör galdrakona á saumavélina og gat saumað hvað sem maður bað hana um. Það voru margar flíkurnar sem hún saumaði á okkur barna- börnin sín. Hún hélt saumanám- skeið fyrir konurnar í bænum sem var vel tekið og frábært framtak hjá henni. Amma var einnig vel liðtæk á harmoniku og elskaði harmonikutónlist. Árið 1990 kom amma í heimsókn til mín í Svíþjóð og þar áttum við alveg yndislegan tíma saman. Við fórum meðal annars og skoðuðum Lýðháskólann sem mamma var á og það þótti ömmu mikil upplifun og sagði mér að hún hefði aldrei trúað því að hún myndi lifa það. Minnisstæðast er mér þegar hún stóð á planinu hjá mér eftir langt ferðalag og það fyrsta sem hún sagði við mig var: ,,Jæja, Vilborg og hvernig eru svo áttirnar hérna góða?“ En svona var hún, alltaf til í smá grín og vildi hafa allt á hreinu. Amma var skýr og falleg kona og fylgdist vel með öllu til hinstu stundar. Hún var glæsileg hún amma mín þegar hún mætti í brúðkaup Bergsveins og Þóru en þannig mun ég ávallt minnast hennar. Hún var mér einkar kær og mun ég sakna hennar sárt og við öll. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Vilborg. BERGÞÓRA ÞORGEIRSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.