Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 30
LANDIÐ 30 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNAR vikur hefur danska verið bæði töluð og sungin jafnt meðal nemenda og kennara í Grunnskólanum í Borgarnesi. Ástæðan er heimsókn Hanne Frøslev sem er danskur gestakenn- ari á vegum danska menntamála- ráðuneytisins en samningur er á milli þess og hins íslenska um stuðn- ing við dönskukennslu hérlendis. Þetta skólaár hefur einn lektor við Kennaraháskólann og tveir gesta- kennarar verið kostaðir til að sinna dönskukennslu hérlendis. Hanne kom til Íslands í ágúst á síðasta ári og hóf skólaárið í Reykjavík, þar sem hún kenndi í Álftamýrar-, Hlíða-, Mela-, Laugalækjar- og Árbæjar- skóla til jóla. Í janúar og febrúar kenndi Hanne við grunnskólana á Akranesi og kom hingað í Borgarnes í marsbyrjun. Hún hefur starfað með 30 dönskukennurum 7.–10. bekkjar og alls kennt 1.600 íslenskum nem- endum í 79 bekkjum á Íslandi þenn- an tíma. Samstarfskennarar jákvæðir Hanne segist vera ánægð með dvölina á Íslandi og tekur fram að hún hafi verið sérstaklega heppin með samstarfskennara sem alls stað- ar hafi verið jákvæðir. Vel hefur ver- ið tekið á móti henni í hverjum skóla en erfiðast sé að þurfa að kveðja þeg- ar tímabilinu lýkur. ,,Mér leiðast kveðjustundir og þess vegna gæti ég ekki hugsað mér að starfa aftur sem gestakennari seinna,“ segir Hanne, ,,þótt ég gæti vel hugsað mér að koma aftur til Íslands.“ Vel hefur gengið að fá nemendur til að tala dönsku en áberandi finnst henni þó að nemendur úti á landi eru feimnari en í Reykjavík. Hanne finnst miður hversu neikvæðir íslenskir krakkar eru gagnvart dönskunámi. ,,Ég vildi óska að ég gæti fengið nemendur til að láta af andstöðu sinni við dönsku því hún er inngangurinn að öðrum Norðurlandamálum, fyrir utan að ég las einhvers staðar að um 10.000 Ís- lendingar séu í Danmörku í tengslum við nám að fjölskyldum þeirra meðtöldum. Þar fyrir utan er svo Ísland eina sjálfstæða landið í heiminum þar sem danska er kennd sem lögboðin kennslugrein.“ Danskur gestakenn- ari í grunn- skólanum Borgarnes SKÓGRÆKTARFÉLAG Skaga- fjarðar varð 70 ára 8. apríl sl. Í til- efni afmælisins bauð stjórn félags- ins til afmælisfagnaðar í Varmahlíð síðastliðinn sunnudag. Samkoman hófst á afhjúpun minnisvarða í samkomurjóðrinu í gamla skógarreitnum við Varma- hlíð. Voru það minnisvarðar um tvo frumkvöðla í skógrækt í Skagafirði, þær Ingibjörgu Jóhannsdóttur frá Löngumýri og Guðrúnu Þ. Sveins- dóttur frá Bjarnastaðahlíð. Að þeirri athöfn lokinni var drukkið afmæliskaffi í Hótel Varmahlíð. Undir borðhaldi fór fram dagskrá sem byrjaði á því að Ragnheiður Guðmundsdóttir for- maður Skógræktarfélags Skaga- fjarðar flutti ágrip af 70 ára sögu félagsins. Þá voru heiðraðir 5 fé- lagar í Skógræktarfélaginu og þeim þökkuð góð störf í þágu skóg- ræktar í Skagafirði. Það voru þau séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ, Marta Svavarsdóttir í Víðidal, Ósk- ar Magnússon og Herfríður Valdi- marsdóttir á Brekku og Haukur Hafstað í Hávík. Jóhann Már Jó- hannsson í Keflavík skemmti veislu- gestum með söng við undirleik Sól- veigar Einarsdóttur. Gestir komu víða að af landinu til að fagna með afmælisbarninu og fékk Skógrækt- arfélagið margar góðar kveðjur og heillaóskaskeyti í tilefni afmælisins, auk þess sem veislugestir fluttu ávörp og færðu félaginu gjafir. Morgunblaðið/Björn Björnsson Margir fögnuðu afmæli Skógræktarfélagsins. Frá vinstri Gunnar Gíslason, Marta Svavarsdóttir, Herfríður Valdimarsdóttir og Haukur Hafstað. Skógræktarfélag Skagafjarðar 70 ára Sauðárkrókur ÞAU atvinnuþróunarfélög landsins sem hafa samning við Byggðastofn- un funduðu á Hallormsstað fyrir skömmu. Einnig sóttu fundinn svæð- isbundin félög sem njóta ekki opin- bers fjármagns og ýmsir samstarfs- aðilar atvinnuþróunarfélaganna. Má þar telja Byggðastofnun, nýsköpun- armiðstöð Impru og viðskiptaþjón- ustu utanríkisráðuneytisins. Markmið fundarins var að efla samskipti og upplýsingaflæði milli atvinnuþróunarfélaganna. Þau eru mörg hver lítil, en vinna mikilvægt starf með frumkvöðlum og starfandi fyrirtækjum að nýsköpun og verk- efnum tengdum rekstri. Þróunarstofa Austurlands kynnti á fundinum margfeldisáhrif virkj- ana- og stóriðjuuppbyggingar sem nú er undirbúin í fjórðungnum. Elísabet Benediktsdóttir er fram- kvæmdastjóri Þróunarstofu Austur- lands. Atvinnuþróunarfélögin bera saman bækur sínar Egilsstaðir BÆNDASAMTÖK Íslands hafa nú haldið seinna námskeið sitt í gæða- stýringu í sauðfjárrækt, það fyrra var haldið fyrir tveimur árum. Þetta er einn liður í að koma nýja búvöru- samningnum í fullt gildi en þar er ákvæði um að bændur fái ekki fullar beingreiðslur eins og verið hefur heldur verði þeir að fara inn í svokall- aða gæðastýringu til að eiga mögu- leika á að fá álagsgreiðslur á kjötið. Sauðfjárbændur eru misánægðir með þetta nýja kerfi því að fyrir þá sem ekki hafa verið með fjárbókina skráða hjá búnaðarfélaginu er tölu- vert verk að skrá allt sauðféð inn í hana. Einnig þarf að skrá lyfjanotk- un og áburðargjöf, heyfeng o.fl. Margir bændur hafa þó árum sam- an skráð þetta allt hjá sér og falla því nánast fyrirhafnarlaust inn í kerfið, en eini óvissuþátturinn er landnýt- ingarþáttur verkefnisins sem Land- græðslan tekur að sér að meta. Á Höfðabrekku í Mýrdal var hald- ið gæðastýringarnámskeið og sóttu það bændur úr Mýrdal og Álftaveri. Leiðbeinendur þar voru Árni Braga- son frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og Berglind Guðgeirs- dóttir frá Búnaðarsambandi Suður- lands og kenndu þau bændum útfyll- ingu á svokallaðri gæðastýringar- handbók og einnig að fylla út umsóknareyðublöð. Í lok námskeiðs- ins fengu svo allir þeir sem höfðu mætt á bæði námskeiðin viðurkenn- ingu og geta þeir sótt um aðild að gæðastýringarverkefninu. Gæðastýringarnámskeið í sauðfjárrækt í fullum gangi Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sauðfjárbændur fá sér kaffi á námskeiðinu. F.v. Kjartan Magnússon, bóndi Fagurhlíð, Ólafur Steinar Björnsson, bóndi Reyni, Ásmundur Sæmunds- son, bóndi Hryggjum, og Einar Guðni Þorsteinsson, bóndi Sólheimum. LEIKFÉLAG Hólmavíkur sýnir gamanleikinn Sex í sveit eftir Marc Camoletti í íslenskri þýðingu og staðfærslu Gísla Rúnars Jónssonar, í dag, skírdag. Leikstjóri er Skúli Gautason. Sex leikarar taka þátt í uppfærslunni, þrír karlmenn sem allir hafa komið við sögu leikfélags- ins nokkrum sinnum áður og þrjár konur sem eru að stíga í fyrsta sinn á fjalirnar, a.m.k. hér á Hólmavík. Ásamt leikurum hefur annar eins fjöldi aðstoðarfólks komið að upp- færslunni. Æfingar hafa staðið yfir í sex vikur en samlestur og annar undirbúningur frá áramótum. Verkið gerist eitt laugardagskvöld í sumarbústað við Eyjafjörð þar sem húsráðendur eru hin vel stæðu og huggulegu hjón Þórunn og Benedikt. Þau eru ekki við eina fjölina felld og brátt drífur að við- höld þeirra beggja ásamt mat- sveinum frá veisluþjónustu Sax- bautans á Akureyri. Eins og venja er í góðum farsa gerast hlutirnir mjög hratt og leysast upp í eina allsherjar ringulreið áður en kvöld- ið er úti. Þetta leikrit naut mikilla vinsælda er það var sett upp í Borg- arleikhúsinu fyrir fáeinum árum. Það hefur einnig verið sýnt hjá Leikfélagi Dalvíkur. Sýningar verða í Bragganum á Hólmavík en rúm tíu ár eru liðin síðan síðast var leikið þar. Frum- sýningin hefst klukkan 20 en einnig verður sýnt laugardaginn 19. apríl, mánudaginn 21. apríl og fimmtu- daginn 24. apríl. Sýningarnar hefj- ast allar kl. 20. Eftir sýningarnar á Hólmavík eru áformaðar 10 aðrar sýningar víða um land. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Gamanleikurinn Sex í sveit hefur hvarvetna fengið góðar viðtökur. Leikfélag Hólmavíkur sýnir Sex í sveit Hólmavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.