Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ lýsingadeildar sýrlenska utanríkis- ráðuneytisins, svaraði þessum ásök- unum í gær og sagði, að hefði Bandaríkjastjórn áhyggjur af því, að gereyðingarvopn, efna-, kjarn- orku- eða lífefnavopn, kæmust í hendurnar á hryðjuverkamönnum, þá væru ályktunardrögin svarið við því. „Sýrlandsstjórn hefur stuðning annarra arabaríkja í SÞ og mun STJÓRNVÖLD í Sýrlandi ætla að leggja drög að ályktun fyrir örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hvatt verður til þess að Mið-Aust- urlönd verði lýst gereyðingarvopna- laust svæði. Skýrði talsmaður sýr- lenska utanríkisráðuneytisins frá því í gær. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu sakað Sýrlands- stjórn um að ráða yfir efnavopnum og einnig, að þau hafi skotið skjóls- húsi yfir menn úr stjórn Saddams Husseins í Írak sem nú er hrunin. Bussaina Shaaban, yfirmaður upp- leggja ályktunardrögin fyrir örygg- isráðið á næstunni. Þau eru liður í því að tryggja, að Mið-Austurlönd verði laus við öll gereyðingarvopn,“ sagði Shaaban. Neita að eiga sjálfir gereyðingarvopn Sýrlandsstjórn, sem hefur átt fulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna frá því í janúar í fyrra, neitar því harðlega að eiga nokkur gereyðingarvopn og segir jafn- framt, að eina ríkið í Mið-Austur- löndum, sem búi yfir þeim, sé Ísr- ael, eitt helsta bandalagsríki Banda- ríkjanna á öllu svæðinu. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði síðastliðinn mánudag, að Bandaríkjastjórn væri að íhuga að beita Sýrland efnahags- legum og stjórnmálalegum refsiað- gerðum. En var sagt síðar, að engin áform væru um að ráðast á annað ríki í Mið-Austurlöndum. SÞ samþykki að Mið-Austurlönd verði svæði án gereyðingarvopna Sýrlandsstjórn segir að núna sé slík vopn aðeins að finna í Ísrael Damaskus. AFP. SHÍA-múslímar í Kademiya- hverfinu í Bagdad minntust í fyrra- dag þeirra, sem liðið hafa píslar- vætti í nafni trúarinnar. Þetta var þó í fyrsta sinn í 26 ár, sem þeir halda daginn hátíðlegan, en þeim var bannað það í valdatíð Saddams Husseins. AP Píslarvotta minnst AÐ minnsta kosti fjórir biðu bana og nokkrir til viðbótar særðust þeg- ar skotið var af byssum nærri stjórnarbyggingunni í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær. Er þetta í annað skipti á tveimur dög- um sem mannfall verður í Mosul við svipaðar aðstæður. Vitni að atburðinum í gær sögðu að bandarískir hermenn hefðu skot- ið á hóp fólks sem hafði safnast saman í miðbænum. Þeim staðhæf- ingum neituðu Bandaríkjamenn hins vegar. Bandaríkjaher viðurkenndi hins vegar í gær að bandarískir hermenn hefðu skotið nokkra óbreytta íraska borgara til bana á mótmælafundi sem haldinn var í Mosul í fyrradag. Sagði Vincent Brooks undirhers- höfðingi að talið væri að sjö hefðu fallið og nokkrir særst til viðbótar. Læknar segja 15 hafa fallið Bandaríkjamenn neituðu því á þriðjudag að skotið hefði verið á óbreytta borgara. Sögðust þeir að- eins hafa skotið á byssumenn, sem hafið hefðu skothríð á hermennina. Í gær viðurkenndi Brooks hins veg- ar að óbreyttir borgarar, sem safn- ast höfðu saman í miðborg Mosul til að hlýða á Mashaan al-Juburi, sem Bandaríkjamenn hafa skipað hér- aðsstjóra í Mosul, hefðu beðið bana. Tildrög atburðarins voru með þeim hætti að óbreyttir borgarar, sem höfðu komið saman til að hlýða á al-Juburi, gerðust smám saman fjandsamlegir í hans garð en al-Jub- uri er hlynntur veru Bandaríkjahers í Írak. Læknar á sjúkrahúsinu í Mosul segja að fimmtán hafi fallið í skothríð Bandaríkjamanna og 28 særst. Bandarískir hermenn voru einnig sakaðir um að sært þrjá lögreglu- menn í gær en þeir höfðu farið inn í banka þar sem nokkrir menn létu greipar sópa. Segja vitni, að lög- reglumennirnir hafi skotið upp í loftið til að hræða ræningjana en þá hafi bandarísku hermennirnir, sem voru nokkuð fjarri, hafið skothríð á lögreglumennina og óbreytta borg- ara. Fjórir Írakar skotn- ir til bana í Mosul Bandaríkjaher játar að óbreyttir borgarar hafi fallið Mosul, As Saliya í Katar. AFP. Vincent Brooks undirhershöfðingi. BILL Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, fór á þriðjudagskvöld hörðum orðum um þá utanríkis- stefnu sem ríkisstjórn George W. Bush hefði mótað eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Sagði Clinton að Bandaríkin gætu ekki einfaldlega drepið, fangelsað eða hernumið alla sína óvini, eins og núverandi ráðamenn virtust telja. „Viðmið okkar núna virðist eitt- hvað á þessa leið: dálítið hræðilegt kom fyrir okkur 11. september og það gefur okkur rétt til að túlka alla atburði á grundvelli þess að allar aðrar þjóðir verði að vera okkur sammála,“ sagði Clinton í ávarpi sem hann flutti í New York. „Séu þær það ekki þá geti þær farið til fjandans.“ Clinton sagði að Bandaríkin yrðu fyrr eða síðar að finna leið til að vinna með öðrum þjóðum. „Við get- um ekki hlaupið í burtu,“ sagði hann. „Þegar þjóðir heimsins eru allar tengdar og háðar hver annarri, og þú getur ekki drepið, fangelsað eða hernumið allar þínar óvinaþjóð- ir, þá verðurðu fyrr en síðar að ganga til samninga.“ Kvaðst Clinton telja að Banda- ríkjastjórn hefði brugðist of hart við andstöðu Frakka og Þjóðverja við hernaðaráform Bandaríkjanna í Írak og Clinton gaf einnig til kynna að hann teldi að núverandi ráða- menn í Washington réðu illa við að þurfa að taka á innanríkis- og utan- ríkismálum á sama tíma. Þá sagði Clinton að ef hann væri forseti núna þá myndi hann hætta við gífurlegar skattalækkanir sem Bush hefur boðað. Gagnrýnir utan- ríkisstefnu Bush New York. AFP. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. HERFÖRIN í Írak hefur þegar kostað Bandaríkin 20 milljarða doll- ara, um 1.520 milljarða ísl. króna, og gert er ráð fyrir því að kostnaðurinn verði meira en 2 milljarðar dollara, um 160 milljarðar ísl. króna, á mán- uði það sem eftir er þessa árs. Dov Zakheim, fjármálastjóri bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins, segir að gert sé ráð fyrir því að aukning fjárveitinga til varnarmála- ráðuneytisins, sem Bandaríkjaþing hefur þegar samþykkt, muni dekka kostnaðinn vegna stríðsins í Írak. Hann segir þessar tölur í samræmi við áætlanir, sem gerðar höfðu verið, um að stríðið myndi ekki vara mjög lengi, en að hart yrði barist. Séu þessar tölur skoðaðar betur kemur í ljós að beinar hernaðarað- gerðir hafa kostað meira en 10 millj- arða Bandaríkjadala, hergögn hafa kostað um 3 milljarða dollara og það hefur kostað meira en 7 milljarða dollara að halda næstum 300 þúsund manna herliði uppi við Persaflóann. Inni í tölunum er kostnaður eða greiðsla til ríkja eins og Pakistans og Jórdaníu fyrir ýmsa veitta aðstoð. Stríð í Írak Kostnaður nemur um 20 milljörð- um dollara Washington. AFP. Í MORGUNBLAÐINU í gær, miðvikudaginn 16. apríl, birtist grein um lífshætti Udays, son- ar Saddams Husseins, fyrrver- andi Íraksforseta. Þar segir m.a. að líf hans hafi snúist um „hraðskreiða bíla, áfengi og lauslátar konur“. Athugasemdir hafa verið gerðar við orðalagið „lauslátar konur“. Það var með öllu óvið- eigandi. Ýmislegt annað í þessari frá- sögn, sem unnin var á grund- velli fréttar Associated Press- fréttastofunnar, kann að orka tvímælis. Lesendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Ritstj. Óviðeigandi orðalag BANDARÍKJASTJÓRN hefur sett rúmlega 15 milljónir íslenskra króna til höfuðs Saddam Hussein Íraksfor- seta. Verður einnig greitt fyrir upp- lýsingar um aðra þá íraska frammá- menn, sem Bandaríkjamenn vilja handtaka. Kemur þetta fram á aug- lýsingaspjöldum, sem Bandaríkja- menn hafa dreift í Írak, en á þeim stendur: „Þessara manna er leitað vegna glæpa gegn írösku þjóðinni. Komið upplýsingum á framfæri við yfirmenn bandamannahersins og fyrir þær verða greiddar allt að 15 millj. króna.“ Fylgir með mynd af flestum mannanna en þeir voru 55 á lista Bandaríkjamanna. Við mynd af Ali Hassan Majid, frænda Saddams og ráðgjafa, sagði, að henn hefði fall- ið í átökum en þrír menn, þar á með- al Amir Saadi hershöfðingi og helsti vísindaráðgjafi Íraksstjórnar, hafa gefið sig fram. Auk þess heita Bandaríkjamenn fé fyrir upplýsing- ar um gereyðingarvopn en þau hafa engin fundist. 15 millj. kr. til höfuðs Saddam As-Sayliyah. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.