Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ erum mjög hamingjusöm með verkið og mjög hamingjusöm yfir því að hafa valið þetta tónskáld,“ segir Jón Stefánsson, organisti og stjórnandi Kórs Langholtskirkju, um Guðbrands- messu Hildigunnar Rúnarsdóttur sem frumflutt verður á föstudaginn langa, 18. apríl. Tónleikarn- ir, sem hefjast klukkan 20, eru liður í fimmtíu ára afmæli kórsins á þessu ári. Í tilefni afmælisins var ákveðið að panta viða- mikið verk fyrir kór og fullskipaða sinfóníu- hljómsveit til flutnings í dymbilviku og ákveðið að það yrði messa samin í minningu Guðbrands Þor- lákssonar, en Langholtskirkja er minningarkirkja hans, þar sem hinn sígildi, latneski messutexti yrði notaður. Og það er óhætt að segja að það sé tilkomumikið að hlusta á kórinn, ásamt Kamm- ersveit Langholtskirkju, sem Júlíana Elín Kjart- ansdóttir leiðir, og einsöngvurunum Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur, Mörtu Hrafnsdóttur, Birni I. Jónssyni og Eiríki Hreini Helgasyni flytja þetta glóðvolga, kraftmikla og undurfagra verk. Enda segir Jón verkið hafa farið langt fram úr vænt- ingum sínum og kórfélaganna. Kórinn hoppaði hæð sína „Það fyrsta sem við fengum í hendur var loka- kaflinn, Agnus dei. Það var í janúar og hann gaf strax góða vísbendingu um að við værum að fá mjög fallegt verk. Svo kom Sanktusinn. Hann var næsti hluti af barninu sem kom í ljós og við- brögðin voru þannig að kórinn hoppaði hæð sína í loft upp af hrifningu. Það er mikill kraftur í þess- um kafla og á köflum finnst manni vera í honum taktar frá suður-amerískri tónlist, með ljóð- rænum millikafla, Benediktus, sem er ákaflega fallegt alt sóló. Við vorum öll viss um að þetta væri hápunktur verksins, en þegar við fengum Glor- íuna, hélt ég að kórinn myndi tapa sér. Við erum öll viss um að þetta er verk sem á eftir að vera flutt víða – og ekki bara hér heima – um alla eilífð. Eitt af því sem er skemmtilegt við Messu Hildi- gunnar er að í henni eru kaflar sem hægt er að út- setja fyrir orgel og kór, því menn eru ekki alltaf með fjörutíu manna hljómsveit í vasanum og við eigum örugglega eftir að biðja hana að útsetja þá fyrir okkur, til þess að flytja við ýmis tækifæri.“ Hvernig myndirðu lýsa þessu verki? „Það er ákaflega glæsilegt, í senn nútímalegt og sígilt og gerir miklar kröfur til flytjenda – en er jafnframt aðgengilegt hlustendum. Á fyrstu æf- ingunni sem við vorum með allt samankomið, ein- söngvara, kór og hljómsveit, var fólk í salnum sem hafði fylgst með æfingum kórsins og sagði að það hefði verið hrein opinberun að hlýða á verkið í heild sinni.“ Úr kóraumhverfi og tónlistarfjölskyldu Hildigunnur Rúnarsdóttir lauk prófi frá tón- fræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1989, með tónsmíðar sem aðalgrein. Síðan nam hún tónsmíðar hjá prófessor Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaup- mannahöfn. Hún hefur starfað með ýmsum kór- um, þar á meðal sönghópnum Hljómeyki. Helstu verk Hildigunnar eru barnaóperan Hnetu-Jón og gullgæsin, Blandaðir dansar fyrir hljómsveit, Konsert fyrir orgel, strengi og slagverk og nú Messa, fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Einnig liggur eftir hana fjöldi kórverka og söng- laga. Sumrin 1994 og 1997 voru verk Hildigunnar, Syngur sumarregn, fyrir kór og sópran sóló, og Andvökunótt, fyrir kór og baritón sóló, valin á geisladiska kórahátíðarinnar Europa Cantat. Þótt Hildigunnur hafi samið messur áður, er þetta í fyrsta sinn sem hún semur hefðbundna messu, það er að segja með kór og fullskipaðri sin- fóníuhljómsveit – enda í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi. Hún segir það meiri háttar að hafa fengið tækifæri til þess að semja þetta verk og hún sé mjög sátt við útkomuna. Það er ekki hægt að segja að textinn hafi verið henni fram- andi, því hún hefur áður samið messur fyrir átta kóra. „Ég kem úr kóraumhverfi,“ segir hún, „og hef unnið mikið með þennan texta.“ Og hún ætti að vita hvað hún er að gera, því hún er alin upp í fjölskyldu þar sem tónlistin er í öndvegi, öll systk- ini hennar eru söngvarar og sjálf er hún að ljúka söngnámi – auk þess að vera tónlistarkennari og þriggja barna móðir. Kannski ekki skrítið að Guð- brandsmessa sé eins kraftmikil og raun ber vitni. Það sem er nýtt á tónsmíðaferli Hildigunnar er að í þetta sinn semur hún verk fyrir kór og hljóm- sveit, auk einsöngsradda. Hún segir mjög mikinn mun á því að semja fyrir raddir og hljóðfæri. „Það eru svo margir litir í hljóðfærunum og það er afar skemmtilegt að fá að leika sér að þeim.“ Og alls staðar í verkinu má heyra kafla þar sem ýmis hljóðfæri fá að leika sólóhlutverk, ekki síst blást- urshljóðfærin. Mig dreymdi stefið í lokakaflanum Þegar Hildigunnur er spurð hvernig hún beri sig að því að byrja á svo viðamiklu verki, er óhætt að segja að svarið komi á óvart: „Mig dreymdi stefið í síðasta kaflanum. Ég vaknaði og var með það í höfðinu,“ segir hún og aðspurð um áhrif, bætir hún við: „Ég sæki mér innblástur hingað og þangað en ég er sjálf með mjög ákveðið tónmál. Hrinunin kemur frá sjálfum textanum. Í Glor- íunni og Credóinu er hún til dæmis mjög óreglu- legur vegna þess að það er einfaldlega fremur erf- itt að búa til formfasta tónlist úr þeim texta. Verkið er hvorki í dúr né moll eða kirkjutónteg- und, heldur er það lagrænt og mjög aðgengilegt.“ Ertu ánægð með heildina núna þegar allt er komið heim og saman? „Já, þetta hefur verið sérlega skemmtileg vinna og ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri.“ Meðal einsöngvaranna er rödd sem ekki hefur heyrst áður hér á landi. Það er altröddin Marta Hrafnsdóttir, og nokkuð víst að hún verður varla atvinnulaus stúlkan sú. Marta var félagi í Kór Langholtskirkju frá 1993, útskrifaðist tón- menntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík 1997, auk þess sem hún lauk prófi í söng þar sem kennari hennar var Elísabet Erlingsdóttir. Árin 1997 til 2000 stundaði hún söngnám við Kon- unglega tónlistarskólann í Brussel hjá Dinu Grossberg og síðan við Opera Studio van Vland- eren in Gent hjá Guy Jossten, þaðan sem hún lauk meistaraprófi í fyrra. Frá þeim tíma hefur hún starfað í Brussel. „Ég hef verið að syngja í La Monnaie-óperunni í Brussel,“ segir Marta, „þar sem ég hef meðal annars sungið Nornina í Dido og Eneas, auk þess að koma mikið fram á tónleikum.“ Hún hefur mest verið að syngja barokkverk og nútímatónlist í tón- leikum sem skipulagðir hafa verið af Opera Stud- io, sem og á vegum ýmissa kirkna. Síðastliðið vor tók hún þátt í sviðsettum konsert sem haldinn var í La Monnaie-óperunni, undir leikstjórn Janick Moisan, sem byggist á íslenskum verkum, bæði þjóðlegum og nútímaverkum, sem eru útsett fyrir altrödd, píanó og selló. „Um þessar mundir er ég að æfa þetta verk með Þorsteini Gauta píanóleik- ara og Stefáni Erni sellóleikara og við erum að skipuleggja tónleikahald og ferðalög með það. Auk þess er ég að æfa fyrir tónleika sem haldnir verða í Belgíu í haust, þar sem ég flyt barokkverk ásamt semballeikara og þýskri sópransöngkonu.“ Hvernig er að koma heim og taka þátt í frum- flutningi á Messu Hildigunnar? „Það er mjög spennandi. Þetta verk er alveg ótrúlega flott.“ Sem fyrr segir verður frumflutningur Mess- unnar á föstudaginn langa klukkan 17 og verður hún einnig flutt sunnudaginn 27. apríl klukkan 20. Verk sem verður flutt víða Kór Langholtskirkju frum- flytur Messu tileinkaða Guð- brandi biskupi á föstudaginn langa. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Jón Stefánsson kór- stjóra og höfundinn, Hildi- gunni Rúnarsdóttur, um verk- ið, auk þess að spjalla við Mörtu Hrafnsdóttur – unga altsöngkonu sem ekki hefur sungið hér á landi áður. Morgunblaðið/Golli Kór og hljómsveit æfa hér Guðbrandsmessu undir styrkri stjórn Jóns Stefánssonar. ANNA Áslaug Ragnarsdóttir píanó- leikari heldur tónleika í Hömrum, Ísafirði, kl. 20 í kvöld, fimmtudags- kvöld. Anna Áslaug hefur víða komið fram sem einleikari, m.a. nokkrum sinnum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og á tónleikum á vegum Tón- listarfélagsins í Reykjavík, Myrkra músíkdaga og Norrænna músík- daga. Hún hefur leikið inn á upptök- ur fyrir Ríkisútvarpið og Íslensk tónverkamiðstöð hefur gefið út hljómplötu þar sem hún leikur verk íslenskra höfunda. Á efnisskránni er Sónata KV 333 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Fimm prelúdíur eftir Hjálmar H. Ragnarsson, lagaflokkurinn „Við grónar götur“ eftir tékkneska tón- skáldið Leos Janacek og að lokum Fantasía í f-moll eftir Frédéric Chopin. Píanótónleikar í Hömrum ÍSFIRSKU listamennirnir Dagný Þrastardóttir og Reynir Torfason opna samsýningu í Edinborgarhús- inu á morgun, föstudag, kl. 17. Reynir Torfason starfaði um ára- bil sem sjómaður og síðar hafnar- vörður á Ísafirði. Hann hefur málað lengi og haldið sýningar reglulega. Að þessu sinni sýnir hann olíumál- verk, bæði gömul og ný. Dagný Þrastardóttir, húsgagnasmiður og hagleikskona, hefur rekið Ramma- gerð Ísafjarðar um árabil en síðustu árin hefur glerið einkum verið henni hugleikið viðfangsefni. Mun Dagný sýna handgerðan borðbúnað úr gleri sem hún hefur í hyggju að leigja út fyrir sérstök tækifæri. Einnig sýnir hún nýjar útfærslur á glerljósum. Samsýning í Edinborg- arhúsinu SARI Maarit Cedergren opnar fjórðu einkasýningu sína í Slunkaríki á Ísafirði kl. 16 á laugardag. Að þessu sinni sýnir hún nokkrar steyptar lágmyndir. „Síðustu ár hef ég verið að skoða samspil ljóss og skugga í þrívíddarverkum þar sem veðrabrigði og íslenskt landslag eru lögð til grundvallar,“ segir Sari um verk sín. „Grunnhugmyndin er að endurspegla þann mikla fjölbreyti- leika sem býr í veðrabrigðunum, og þá sérstaklega breytingarnar sem eiga sér stað í hreyfingunni.“ Sari er einnig þátttakandi í far- andsýningunni Ferðafuða. Sýningin í Slunkaríki stendur til 4. maí og er opin fimmtudag til sunnu- dags kl. 16 -18. Sari Maarit á vinnustofu sinni. Steyptar lágmyndir í Slunkaríki ÞEGAR Páll Ísólfsson hleypir heimdraganum, var sá heimur er hann þekkti með öllu ósambærilegur við það sem við honum blasti í Leipzig og er á engan hallað, þó Páll sé nefnd- ur til sögu sem einn fyrsti alþjóðlega menntaði tónlistarmaður okkar Ís- lendinga. Staða hans var að því leyti til erfið, að hér heima vantaði allt til alls, bæði hljóðfæri og kunnáttu og táknrænt að 1930 er fyrsti tónlistar- skólinn formlega stofnaður hér í Reykjavík, skóli sem ekki hafði lengi vel í neitt annað hús að venda en Hljómskálann, eina tónlistarhúsið, sem byggt hefur verið í Reykjavík. Það kom því í hlut Páls og samstarfs- manna hans að byggja upp tónlistar- lífið hér á landi og þegar litið er til dagsins í dag, verður ekki annað sagt en að Páll og félagar hafi á löngum starfsdegi skilað góðu verki. Þá er ótalið það sem Páll lagði komandi kynslóðum til varðveislu og fyrir utan margvísleg tónverk, eru sönglög hans mikill listasjóður, sér kapítuli í sögu íslenskrar tónlistar og gott til þess að vita, að unga tónlistarfólkið, sem á til arfs að sækja í menningu þjóðarinnar, skuli taka sig til og helga sér það sem þeim var gefið og hlúa að því til varð- veislu um ókominn tíma. Nína Margrét Grímsdóttir hefur áður dregið sér öll píanóverk Páls og hljóðritað með einkar glæsilegum hætti og nú kallar hún til samstarfs við sig tvo unga söngvara, Hönnu Dóru Sturludóttur og Finn Bjarna- son, til að flytja öll sönglög Páls á tón- leikum í Salnum í gærkveldi. Lög Páls spanna vítt svið, allt frá einföld- um sálmalögum og kvæðalögum til stórra tónverka eins og Fjallið Einbúi, Þið sjáist aldrei framar, Að baki blárra heiða, Heimþrá, Söngur völvunnar, Sökn- uður og lagaflokk- inn við texta úr Ljóðaljóðunum. Ásamt þessu voru söngvar sem búa yfir því sem fáum er gefið, laglínum er grópast í huga manna, eins og þeir hafi ávallt kunnað lögin og má þar nefna lög eins og Í dag skein sól, Vögguvísuna, Nú sefur jörðin, Kossavísur, Úr útsæ rísa Ís- landsfjöll, Sáuð þið hana systur mína, Hrosshár í strengjum, Blítt er undir björkunum og Máríuvers og ekki síst barnasöngvana sem allir kunna, Litla kvæðið um litlu hjónin og Snata og Óla. Flutningurinn var í alla staði bor- inn upp af listfengi, bæði söngur og túlkun Hönnu Dóru og Finns, ásamt hófstilltum samleik Nínu Margrétar og óþarft er að telja nokkuð það til sérstaklega, sem hver og einn gerði, nema helst lagaflokkinn við Ljóða- ljóðin, sem Hanna Dóra og Nína Mar- grét fluttu af glæsibrag, því flutning- urinn var slík heild, að telja verður tónleikana mikinn listviðburð. Það að flytja öll 42 sönglög Páls og með slík- um glæsibrag sem hér varð raunin á, er afrek, en það sem einnig gaf þess- um tónleikum mikið gildi, er hversu margbreytileg söngverk Páls eru. Í hléinu var afhjúpuð brjóstmynd af Páli, sem er gjöf ættingja hans til Salarins og fer vel á, að þar á stalli séu brjóstmyndir af tveimur miklum listamönnum, Páli Ísólfssyni og Sig- valda Kaldalóns, sem báðir gáfu þjóð- inni söngva, sem þjóðin geymir sér hjarta nær. TÓNLIST Salurinn Óperusöngvaranir Hanna Dóra Sturlu- dóttir, Finnur Bjarnason og píanóleik- arinn Nína Margrét Grímsdóttir fluttu öll einsöngslög Páls Ísólfssonar. Mið- vikudagurinn 16. apríl 2003. SÖNGTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Páll Ísólfsson Söngvar sem þjóðin geymir sér hjarta nær Digraneskirkja kl. 17 Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi, halda hina árlegu vortónleika sína. Stjórnandi kórsins er Kjartan Sigurjónsson organisti. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.