Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 6
6 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ sem mér er efst í huga á 75 ára afmæli nefndarinnar er hvað við Íslendingar erum enn ómeðvit- aðir um hversu mikil fátækt er í raun á meðal ákveðinna hópa í samfélaginu. Það virðist eins og stjórnvöld hverju sinni geri sér ekki grein fyrir vand- anum,“ segir Ás- gerður Jóna Flosadóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en hún hefur gegnt því starfi á fimmta ár en hún hefur starfað með nefndinni samanlagt á sjöunda ár. Á þeim tíma hefur orðið mikil aukning á skjólstæðingum nefndarinnar. Ásgerður Jóna seg- ist einnig sjá berlega hvað það eru mikil tengsl milli fátæktar og heilsu. „Fátækt getur valdið heilsu- tjóni og þá er ég einkum að tala um geðheilsuna. Það er í raun mann- réttindabrot að fá ekki að lifa ham- ingjusömu lífi en þurfa frá degi til dags að berjast fyrir nauðþurft- um.Verst finnst mér að sjá hvað fá- tæktin hefur niðurbrjótandi áhrif á börnin. Slíkar félagslegar aðstæður auka líkurnar á því að þau verði fyrir einelti.Við vitum að einelti hefur ekki aðeins alvarlegar afleið- ingar fyrir barnið í uppvextinum heldur geta áhrifin teygt sig fram á fullorðinsárin og eyðilagt lífsgæði einstaklingsins.“ Enn ómeðvituð um fátæktina Ásgerður Jóna tók við starfi for- manns Mæðrastyrksnefndar árið 1999 en þá hafði nefndin aðsetur á tveimur stöðum. Hafi verið af því mikið óhagræði fyrir skjólstæð- ingana. Matnum var úthlutað á Njálsgötu 3 og fatnaði á Sól- vallagötu 48. Það hafi því verið ákveðið að selja eignina á Njáls- götu og færa húsið á Sólvallagötu í það horf að öll starfsemi nefnd- arinnar kæmist þar fyrir. „Þessi breyting gerir það að verkum að nú þarf fólk ekki að fara nema á einn stað til að fá aðstoð.“ Ásgerður Jóna segir að ef þróun- in haldi áfram eins og hún hefur gert undanfarin ár, að beiðnum um aðstoð fer sífellt fjölgandi, þurfi Mæðrastyrksnefnd rýmra hús- næði, þar sem konurnar geti líka tekið á móti húsgögnum og öðrum stærri hlutum eins og barnavögn- um og kerrum sem velunnarar Mæðrastyrksnefndar vilja gefa nefndinni og fólk fengi endur- gjaldslaust. „Æskilegt væri að slíkt húsnæði væri nálægt stræt- isvagnastöð. Þá þyrfti fólkið ekki að norpa utandyra í biðröðum eins og nú gerist iðulega. Auðvitað vildum við þó helst sjá að hjálparstarf af þessu tagi þyrfti ekki að vera jafn umfangsmikið og raun ber vitni.“ Fyrirtækin skilja þörfina Það kemur fram í máli Ásgerðar Jónu að starf Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur byggist á 8–12 konum sem vinna í sjálfboðavinnu. „Kon- urnar hafa starfað fyrir nefndina í tugi ára og hafa eytt mest öllum frí- tíma sínum í þágu nefndarinnar. Þessar konur eru með mjög stórt hjarta. Þær leggja ýmislegt á sig fyrir þetta starf eins og að fara heim með óhreinan fatnað sem nefndinni er gefinn og þvo hann og gera við nýjan fatnað. Það er líka ánægjulegt að segja frá því að síðastliðin tvö ár hafa menntaskólanemar á Reykjavíkur- svæðinu boðið fram hjálp sína og aðstoðað í annasamasta mánuði ársins, desember, við úthlutun og fataflokkun hjá nefndinni.“ Ásgerður Jóna segir nefndar- konur leggja megináherslu á að hjálpa skjólstæðingum sínum um fatnað, matvæli eða aðstoða þá við að leysa út lyfin sín. „Þetta gætum við ekki gert nema vegna gjafmildi forsvarsmanna fyrirtækjanna í landinu. Þeir skilja best nauðsyn- ina fyrir starfsemi nefndarinnar og gefa mat og fjármuni. Án þeirra gæti nefndin ekki starfað. Við héldum upp á 75 ára afmælið opinberlega 17. mars sl. þegar for- setinn, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, bauð gefendum og skjólstæð- ingum okkar til Bessastaða. Það sem gleður okkur líka mikið á þessum tímamótum er að hátt í eitthundrað börn fá vikudvöl í sumarbúðunum Ævintýralandi að Reykjum í Hrútafirði. Velferðar- sjóður barna á Íslandi greiðir fyrir dvölina en Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sér um að velja börn- in. Er það í annað sinn sem sjóð- urinn styrkir börnin á þennan hátt.“ Með stórt hjarta Hátt í eitthundrað börn fara í sum- arbúðir endur- gjaldslaust á vegum Velferðarsjóðs barna á Íslandi og Mæðrastyrksnefnd- ar Reykjavíkur. he@mbl.is Formaður Mæðrastyrksnefndar, Ásgerður Jóna Flosadóttir, segir nefndarkonur leggja megin- áhersluna á að hjálpa skjólstæðingum sínum um fatnað, matvæli eða aðstoða þá við að leysa út lyfin sín. Ásgerður Flosadóttir urinn rann til sumardvalarinnar, að sögn Þorgríms. Á stríðsárunum var það eitt af verkefnum nefndarinnar að vinna í barnsfaðernismálum kvenna sem höfðu verið í tygjum við hermenn sem hingað komu. Þá var ráðinn lögfræðingur til nefndarinnar, Auður Auðuns, sem starfaði hjá nefndinni um langt árabil. Aðal- starfsemi nefndarinnar var þessi ár þríþætt, blómasalan á mæðra- daginn, orlofsstarfið og úthlutun til skjólstæðinga um jólin. Auk þess brugðust konurnar við í ein- stökum tilfellum, þegar þörfin var knýjandi, eins og þegar sjóslys urðu og heimilin urðu af aðalfyr- irvinnu sinni. Safna peningum, mat og öðrum nauðsynjum Laust eftir 1950 var byrjað að ræða um að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur byggði eigið sumar- dvalarheimili, fyrir mæður og börn þeirra. Þær fengu land í Reykjadal í Mosfellssveit, og reistu þar hús sem þær nefndu Hlaðgerðarkot. Það var opnað sumarið 1957 og rekið á vegum nefndarinnar til ársins 1973. Mæðrastyrksnefndar- konur keyptu húseign á Hagamel fyrir andvirði Hlaðgerðarkots og leigðu hana Reykjavíkurborg, sem rak þar skólaathvarf fyrir Haga- skóla en fengu í staðinn húsnæði hjá borginni til fataúthlutunar. Meginstarf Mæðrastyrksnefndar er sem fyrr að safna fötum, pen- ingum, mat og nauðsynlegum vörum sem úthlutað er þeim sem eru hjálparþurfi. Áratugum saman var starfs- mönnum fyrirtækja sendur listi sem fólkið skráði sig á um leið og það lét fjármuni af hendi rakna. Fyrir nokkrum árum varð sú breyting að fyrirtækin sjálf fóru í vaxandi mæli að legga til fram- leiðsluvörur sínar eða peninga. Morgunblaðið/Golli Konurnar í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, talið frá vinstri: Steinunn Jónsdóttir, Halldóra Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna M. Guðjónsdóttir, Kristín Gísladóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Ragna Rósantsdóttir, Anna Auðunsdóttir. Sitjandi, t.v. Bryndís Guðmundsdóttir varaformaður, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður og Unnur Jónsdóttir, fyrrverandi formaður. Í BYRJUNmars las égfrétt í blaði,sem hafðiyfirskrift- ina „Hvergi skjól fyrir nútímanum“. Hún byrjaði svona: „Kannski þyrfti að skapa einhverja staði þar sem fólk getur komið saman, hist og hlustað hvert á annað án þess endilega að vera að gera eitthvað sérstakt,“ segir Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur. „Í nútíma- þjóðfélagi er svo mikil áhersla á skilvirkni og hraða, allar athafnir þurfa að miða að einhverju markmiði. Þess vegna þarf fólk kannski að geta staldrað aðeins við.“ Þessi orð komu upp í hugann fyrir skemmstu, þegar ég leit yfir föstutímann, sem hófst á öskudag og lýkur senn. Sá hluti kirkjuárs- ins nefnist raunar langafasta eða sjöviknafasta. Verið er að minna á þann tíma, sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, þ.e.a.s. dagana 40, eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni sið- ur, að reyna að halda sig frá neyslu kjöts á þessu tímabili, helgaðist af því að ekki þótti sæma manninum að lifa í vellyst- ingum, meðan frelsari heimsins píndist. Þetta er m.ö.o. undirbún- ingstími, þar sem kristinn söfn- uður íhugar af alvöru þá atburði, sem leiddu til aftöku meistarans á föstudaginn langa fyrir bráðum 2000 árum. Íslensk kirkja heldur enn þennan föstutíma í heiðri, þótt ekki sé lagst í beinan meinlæta- lifnað. Í stað þess er pínu Jesú og dauða sérstaklega minnst. En sterk hefð var einnig fyrir því á kaþólskum tíma að hugleiða efni píslarsögunnar; að sjálfsögðu. Hins vegar breyttist ýmislegt með tilkomu Passíusálmanna 50, sem voru ortir árið 1659 en fyrst prentaðir árið 1666 og hafa kom- ið oftar út en nokkurt annað rit á Íslandi, eða um 80 sinnum, og verið þýddir á dönsku, ensku, færeysku, hollensku, kínversku, latínu, norsku, ungversku og þýsku. Og þetta er sko engin venjuleg bók. „Í hálfa þriðju öld hefur Hallgrímur lagt fyrstu hendingarnar á varir barnsins og Passíusálmarnir verið lagðir á brjóst flestra Íslendinga þegar líkaminn var nár. Vaggan og gröfin hafa helgast af stefjum hans og munu enn gera meðan kristni helst í landinu,“ ritaði Sig- urbjörn Einarsson biskup í for- mála Passíusálma 1943. Og vissu- lega eru það orð að sönnu. Orðið „passía“ er annars komið úr latínu og merkir „þjáning“. Af því orði er heiti sálmanna dregið; í þeim er rakin píslarsaga meist- arans. Því má kannski segja, að hin líkamlega fasta kaþólskra manna hafi vikið eða breyst með tilkomu evangelísk-lútherskrar kristni og orðið meira á and- legum nótum, með aðalfæðu í áð- urnefndu snilldarverki Hallgríms Péturssonar frá 17. öld. Óaðskiljanlegur hluti þessa ferlis alls hefur frá árinu 1944 verið lestur passíusálmanna á Rás 1. Frumkvæði að því átti Magnús Jónsson, prófessor og þáverandi formaður útvarpsráðs. Fyrstur til að lesa Passíusálmana þar var Sigurbjörn Einarsson, þá dósent við guðfræðideild Háskól- ans og síðar biskup Íslands. Út- varpslesturinn miðast reyndar við níuviknaföstu og lýkur að kvöldi laugardags fyrir páska. Að þessu sinni er það Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur í Reykjavík, sem les. Hugmynd Sigrúnar, áð- urnefnd, er afbragð. Reyndar var hún að fjalla um veraldlegt af- drep, en þörfin fyrir andlegt „kaffihús“ er síst minni, á þessari öld hraðans og tímaleysins. Og vitanlega eru kirkjur landsins þessi griðastaður, og hafa alltaf verið. Í ár verða Passíusálmar Hallgríms lesnir upp víðar en áð- ur, og tilvalið þreyttum huga og sál að líta inn í einhvern helgi- dómanna á föstudaginn langa, hverfa um stund aftur til fortíðar og hlýða á þessa mikilfenglegu sögu, bundna í ljóð, í 26 mismun- andi bragarháttum. Við opnun vefsíðu um Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar, hinn 9. febrúar árið 1998, í Þjóð- arbókhlöðu, komst Margrét Egg- ertsdóttir, sérfræðingur á Árna- stofnun, svo að orði: Meginhugsunin í hugleiðslu Hallgríms er að allt sem Jesús leið og þoldi var gert af kærleika til mannanna, í þeim tilgangi að vera þeim til björgunar, þannig að hver og einn sem trúir á hann er laus frá refsingu og dómi …Í hverjum sálmi er eins og skáldið hafi valið ákveðin orð eða hugtök til að hugleiða og útleggja á ýmsan hátt, í 8. sálmi eru það t.d. hugtökin myrkur, vald og tími. Í sálminum er meðal annars fjallað um þann tíma sem Jesús þurfti að þjást, það var afmarkaður tími og á sama hátt er þjáning hvers manns innan ákveðins tíma, svo og sá tími sem hverjum manni er gef- inn, umfram allt er lögð áhersla á að Guð er sá sem ríkir yfir tímanum. Jesús var of- urseldur mannlegu valdi en er þó sá sem valdið hefur, á sama hátt hafa valdsmenn þessa heims takmarkað vald. Síðan tengir skáldið saman vald og myrkur og segir valdstjórnendum til syndanna, varar þá við að beita órétti í skjóli myrkurs og minnir síðan í næsta erindi á að í myrkri dauðans muni enginn sjá muninn á höfðingjum og alþýðufólki. Um leið áminnir hann alþýð- una að treysta ekki á hylli höfðingjanna vegna þess að vald þeirra er tengt myrkr- inu. Í lok sálmsins er beðið fyrir yfirvöld- unum og Jesús ávarpaður sem lífsins ljós, augljós andstæða við myrkrið. Honum er þakkað fyrir að hafa gengist undir vald myrkursins og komið því til leiðar að ljóð- mælandi og um leið hver sem trúir á Krist verði aldrei ofurseldur ystu myrkrum kval- anna … Passíusálmarnir eru mikil uppspretta túlk- unar og umhugsunar. Þeir eru byggðir á kristnum lærdómi sem á sér rætur langt aftur í aldir en jafnframt er þeim ætlað að vera spegill fyrir samtíðina. Sú staðreynd að Íslendingar hafa lesið þessa sálma, sungið þá, vitnað til þeirra og lært þá ut- anað kynslóð eftir kynslóð er til marks um að þetta verk á erindi enn þann dag í dag. Passían Í dag er skírdagur, upprunadagur heilagrar kvöldmáltíðar, og á morgun föstudagurinn langi. Sigurður Ægisson hvetur landsmenn til að hægja aðeins á ferðinni og nota tækifærið og sækja kirkju þessa síðustu daga helguviku. sigurdur.aegisson@kirkjan.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.