Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 10
10 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tómas Ingi Olrich menntamála-ráðherra. Nú þegar ríki ogborg eru búin að stofna einka- hlutafélag um byggingu og rekstur Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðv- ar, hver verða þá næstu skref? „Nú tekur stjórn félagsins við mál- inu og vinnur að því í ljósi þeirrar verkáætlunar, sem fyrir liggur. Vinna þarf upplýsingaefni og útboðsgögn fyrir væntanlega fjárfesta. Að loknu útboði verða mannvirkin fullhönnuð og framkvæmdir hefjast. Í tengslum við samþykkt ríkisstjórnar og borg- arráðs, var sett fram tímaáætlun. Þar er reiknað með að ef allt fer að óskum og útboð heppnast vel gætu fram- kvæmdir hafist á árinu 2006. Þessar tímaáætlanir ber að skoða í ljósi þess að um útboð er að ræða. Það ræðst af tilboðum hvernig málin þróast.“ Það virðist vera mikil óánægja meðal tónlistarfólks með þá frestun á framkvæmdum sem felst í nýju verk- áætluninni. „Verkáætlunin var kynnt, með tímasetningum, bæði í ríkisstjórn og borgarráði og fjölmiðlar fjölluðu um hana þá. Hins vegar ber að athuga það að tímaáætlanir, bæði þær fyrri og þær síðari, þær eru í nánum tengslum við framvindu málsins. Það ber ekki að líta á slíkar áætlanir sem bindandi, heldur viðmiðanir, sem ráð- ast af því hvernig málið þróast við frekari vinnslu. Ekkert hefur komið fram sem breytir þessum áætlunum, en þær eru háðar ýmsum óvissuþátt- um.“ En hvað var það sem tafði, frá því verkáætlunin sem kynnt var í apríl í fyrra var samþykkt og þar til nýja verkáætlunin var samþykkt? „Í raun og veru er það fyrst og fremst það, að við gerum okkur betur grein fyrir því hvernig á að taka á málinu og upplýsingar um umfang málsins eru gleggri. Það tók líka tíma að ákveða hvernig best væri að standa að þessu og niðurstaðan var sú að best væri að stofna einkahluta- félag.“ Það hefur alltaf verið talað um að samráð verði haft við Samtök um byggingu tónlistarhúss. Hefði ekki verið heppilegra í ljósi viðbragðanna að láta þau vita um þessa nýju verk- áætlun? „Við birtum hana með samkomu- laginu, sem gert var milli ríkis og borgar um mánaðamótin febrúar- mars, og ég taldi að umfjöllun um það í fjölmiðlum hefði ekki farið framhjá neinum. Eflaust er æskilegt að hafa nánari tengsl við áhugafólkið sem hefur fylgt þessu eftir af mikilli festu.“ Vilji til að leysa jafnframt húsnæðisvanda Óperunnar Íslenska óperan hefur formlega óskað eftir aðild að Tónlistarhúsi. Hefur sú ósk verið rædd? „Já, það hefur verið rætt. Það er ljóst að ef þessari áætlun yrði breytt með þeim hætti að þriðji salurinn yrði stækkaður upp í það að vera óperu- hús, þá er það gjörbreyting á áætl- unum, og mér finnst líklegt að þá yrði að semja um málið að nýju. Ég er því smeykur um að slíkar hugmyndir myndu hafa í för með sér að málið frestaðist. Það sem mestu máli skiptir er þó það að Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því að láta skoða mögu- leika á breytingum á Borgarleikhús- inu, til þess að það geti nýst til óp- erusýninga. Þessi athugun stendur yfir, og menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að taka þátt í kostnaði við þessa athugun. Við bindum vonir við það að hún gæti fólgið í sér góða lausn fyrir Óperuna sem er vaxandi stofn- un, en býr við skilyrði sem við viljum að batni.“ Óperan leggur mikla áherslu á tengsl sín við Sinfóníuhljómsveitina og óperustjóri hefur einnig nefnt þær breytingar í samfélaginu að risnir eru salir fyrir kammertónlist, og því rík- ari ástæða til að hafa óperusal í Tón- listarhúsinu en kammermúsíksal, þar sem þeirri þörf virðist fullnægt í bili. „Það er út af fyrir sig gilt sjónar- mið. Það mun koma í ljós, hvort sú starfsemi sem fer fram í Borgarleik- húsinu getur átt samleið með óperu- starfsemi. Ég held að það sé ekki hægt að svara því hver verður úr- lausnin fyrir Íslensku óperuna fyrr en viðræðum við Reykjavíkurborg er lokið. Ég sé ekki fyrir mér að farið verði í þá grunnvinnu sem ég hygg að það feli í sér að breyta áætlunum um Tónlistarhús, þannig að þar rísi einn- ig óperuhús. Ég sé fyrir mér að það gæti þýtt talsverða frestun.“ Í hverju yrði sú frestun fólgin? – Það er ekki byrjað að teikna húsið eða farið að skipuleggja nákvæmlega hvernig það á að vera að innan. „Nei, en það liggur fyrir samkomu- lag um það hvernig skuli unnið að þessu og þar eru ýmsir verkþættir sem fara nú í gang á þessu ári, og þeir eru miðaðir við það samkomulag sem fyrir liggur. Ég vil hins vegar taka fram að ég vil mjög gjarnan hlusta á rök Óperunnar og ástæðan fyrir því að ég tók jákvætt í að ræða við borg- ina um breytingar á Borgarleikhús- inu, var fyrst og fremst gerð í þeirri von að þar mætti finna lausn sem væri ásættanleg fyrir Óperuna og borgina sem hefur átt við mikla rekstrarerfiðleika að stríða í Borgar- leikhúsinu. Við þurfum að gæta að því að reyna að ná fram samlegðaráhrif- um til þess að auðveldara sé að reka þessar menningarmiðstöðvar sem Tónlistarhúsið verður og Borgarleik- húsið er. Það er öllum í hag að ná fram sem bestum rekstri og sem mestum tekjum af þessari stofnun, til þess að við getum látið listamennina fá meira úr að spila, en missum ekki of mikið af peningum í rekstrarkostn- að.“ Myndi það sama ekki eiga við um það ef Óperan og Sinfóníuhljómsveit- in deildu húsnæði? „Einhver samlegðaráhrif myndu eflaust nást, en það þyrfti þá að reka tónleikasalinn sérstaklega, og óperu- salinn sérstaklega.“ Það er ekki laust við að þetta hljómi eins og að nú eigi að leysa rekstrarvanda Borgarleikhússins með því að stoppa upp í götin með Óp- erunni. „Slíkt verður auðvitað ekki gert Löngu tímabært að þessi aðstaða verði til Morgunblaðið/Þorkell Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra „Verkáætlunin var kynnt með tímasetn- ingum og fjölmiðlar fjölluðu um hana.“ Á aðalfundi Samtaka umbyggingu tónlistarhúss ný-verið, var Egill Ólafssonkjörinn formaður samtak- anna. Fráfarandi formaður Stefán P. Eggertsson er áfram í stjórn, sem varaformaður. Önnur tíðindi af aðal- fundinum voru þau að Bjarni Daní- elsson óperustjóri var kjörinn í stjórn. Hlutverk Samtakanna gegn- um árin hefur verið að berjast fyrir byggingu hússins með því aðhaldi og stuðningi við yfirvöld sem þótt hefur þurfa. En hver er framtíð Samtak- anna og hver er staða þeirra í dag? Því svarar nýkjörinn formaður, Egill Ólafsson. „Ég lít svo á að ný staða sé uppi innan Samtakanna og að hún endur- spegli einlægan vilja tónlistarmanna í landinu, vilja sem gerir ráð fyrir því að í nýju tónlistarhúsi í Reykjavík sé miðað að því að allar tegundir tónlist- ar fái notið sín. Yngri kynslóðir tón- listarfólks átta sig á því að tónlistina á ekki að draga í dilka, flóran hefur aðeins stækkað með tilkomu hinnar svokölluðu rytmísku tónlistar á síð- ustu öld sem og raftónlistar af öllum gerðum og nauðsynlegt er fyrir hvern tónlistarmann að tileinka sér víðsýni og fordómaleysi ef hann ætl- ar að halda velli í framtíðinni. Ég skynja því meiri samstöðu meðal tón- listarfólks en ég hef fundið fyrir áður. Tónlistarunnendur og eins þeir sem stuðla að tónlistarflutningi og öðrum störfum tengdum tónlistinni telja það löngu tímabært að í höfuðborg landsins rísi hús sem með réttu má kalla tónlistarhús. Það er og mikil- vægt að nú eru Samtökin í góðu sam- bandi við ráðgjafa og hönnuði vænt- anlegs tónlistarhúss. Hönnuðirnir starfa innan vébanda bandarísks fyr- irtækis sem Artec heitir og hefur fyr- irtækið komið að hönnun margra helstu og bestu tónlistarhúsa á vest- urlöndum. Þetta góða samband má helst þakka fráfarandi formanni Samtakanna, Stefáni P Eggerts- syni.“ Hvernig er samstarfi Samtakanna við ríki og borg háttað – hvað hafa Samtökin að segja um framvindu mála? „Því miður hefur samstarf Sam- takanna við ríki og borg verið harla lítið hingað til. Oftar en ekki hafa Samtökin fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum að trufla ekki málin, stjórnmálamenn séu að vinna í mál- inu, „málið sé í farvegi“. Það verður að segjast eins og er að því miður hef- ur það gerst allt of oft í sögu Samtak- anna að málið hefur þokast harla lít- ið. Við eygðum þó raunverulega von þegar á vordögum síðasta árs var ákveðið að borg og ríki stofnuðu með sér hlutafélag um byggingu hússins og samkomulag þess efnis var und- irritað í Háskólabíói að viðstaddri Sinfóníuhljómsveitinni og Vladimir Askenazy, auk ráðamanna og fjölda gesta. Þá var ráðgert að félagið yrði stofnað á haustdögum og stefnt að því að ná í fjárfesta og hefja verkleg- ar framkvæmdir árið 2004, sam- kvæmt þeirri áætlun sem lögð var til grundvallar samkomulaginu. Hér virðist því miður hafa verið um að ræða einhvers konar sviðsetningu fyrir væntanlegar sveitarstjórnar- kosningar sem fylgdu í kjölfarið. Ekkert hefur gerst í þessum málum fyrr en nú, rúmu ári síðar að áður- nefnt einkahlutafélag borgar og ríkis er stofnað. Stofnun þess er þó byggð á annarri framkvæmdaáætlun en þeirri sem lögð var til grundvallar við undirritun samkomulagsins í Há- skólabíói, en öllu hefur nú verið hnik- að aftur um tvö ár og áætlað að verk- legar framkvæmdir hefjist ekki fyrr en árið 2006. Það má mikið vera ef staðið verður við þá áætlun og tel ég öllu líklegra, miðað við reynsluna hingað til, að framkvæmdir frestist til 2007 eða jafnvel til 2010. Því miður er tónlistarmönnum haldið utan við umræðu stjórnmála- manna um málið, en ég tel sjálfsagt að við eignumst fulltrúa í stjórn ný- stofnaðs einkahlutafélags ríkis og borgar um byggingu hússins. Nýlega átti ný stjórn Samtakanna mjög góðan og gagnlegan fund með borgarstjóra, Þórólfi Árnasyni, um stöðu mála og mér fannst sá fundur lofa góðu um væntanleg samskipti Samtakanna við borgina. Mér sýnist að þar fari maður sem hefur til að bera víðsýni og skilning á þýðingu listanna fyrir íslenskt samfélag.“ Megum ekki hugsa smátt Verða einhverjar áherslubreyting- ar hjá Samtökum um byggingu tón- listarhúss í kjölfar þess að Óperu- stjóri er nú kominn í stjórn – munu Samtökin óska eftir því að Íslenska óperan fái inni í húsinu? „Stjórn samtakanna er nær ein- róma sammála um að nauðsynlegt sé að reisa nýtt hús fyrir tónlistina til langrar framtíðar, eins og ég hef áð- ur vikið að. Það er brýnt að þar eigi allar tegundir tónlistar aðgengi. Þess vegna fögnum við Bjarna Daníels- syni í stjórn Samtakanna. Við erum að stórefla vettvang fyrir tónlistar- menn og aðra þá sem vinna fjölmörg störf er tengjast tónlistarstarf- seminni í landinu, með tilkomu þessa nýja húss. Við höfum ekki lengur efni á því að hugsa smátt, ef við viljum að búseta haldist í landinu. Okkur er það ljóst að búsetuskilyrði eru alltaf í beinu samhengi við aðgengi fólks að menningu í hverju samfélagi og það er ótækt að Óperan starfi áfram við þau skilyrði sem hún býr við í Gamla bíói þar sem ómögulegt er að reka fyrirtækið. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir einum meginsal húss- ins, sem í fyrstu var ætlað að rúma allt að 1.300 manns í sæti, þar af 200 manns í sæti uppsviðs, sem annars voru ætluð kór í þeim tilfellum sem það ætti við, en átti að henta áheyr- endum sem vildu njóta þess að sjá framan í stjórnanda þegar enginn var þar kórinn. Þetta teljum við að takmarki notagildi salarins og því er það okkar tillaga að horfið verði frá þessu og þá um leið verði salurinn stækkaður þannig að hann rúmi 1.800 sæti, 1.100 sæti á fyrsta gólfi og 700 sæti á tvennum svölum þar fyrir ofan. Þessi meginsalur hússins er fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og alla aðra stórviðburði í tónlistinni eins og djass og popptónleika og ekki síst viðburði á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hér verður um fjölnota sal að ræða, með tilheyrandi ljósa- og hljóðbúnaði um leið og hann ætti að verða ómþýður fyrir sinfóníska tón- list. Salurinn getur þó ekki rúmað stærstu nöfnin í rokkinu, sem krefj- ast þess að leika fyrir ákveðið lág- mark áheyrenda, en hann rúmar flest annað og alla þá listamenn sem setja hljómburð og aðstöðu ofar pen- ingainntektinni og þeim fjölgar stöð- ugt sem þannig hugsa. Hugmyndir okkar eru og að nauðsynlegt sé að reisa sérstakan óperusal, sem rúmar 750–800 áheyrendur. Þessum sal á að vera hægt að breyta í sal sem hentar fyrir kammertónlist. Við höfum rætt þetta við ráðgjafana frá Artec og þeir hafa leyst svona mál mjög vel með einföldum lausnum, sem breytir slíku rými úr óperuhúsi í góðan kammer- sal. Með einföldum snúningi veggjar, sem situr utarlega á hringsviði, lokast af turnar ofan við svið (ætlaðir fyrir leiktjöld á rám) og hliðarrými sem nauðsynleg eru óperuhúsi, en eru oftast fjandsamleg hljómburði fyrir kammertónlist. Þannig að leik- húsi, óperuhúsi er breytt í „skókassa formið“, sem þykir henta best þegar órafmögnuð tónlist er annars vegar. Báðir þessir salir eiga svo að henta fyrir stórar og miðlungsstórar ráð- stefnur. Ennfremur er ráðgerður 3. salur sem hentaði minni ráðstefnum og minni tónleikum, en mér finnst að þennan sal mætti endurskoða og jafnvel hugsa sem svo kallað black- box sem er fjölnota rými sem hentað getur við margvísleg tækifæri, allt frá litlum ráðstefnum til margmiðl- unartónleika, tilraunatónlistarflutn- ings, æfingarými fyrir Sinfóníu- hljómsveitina í þeim væntanlega fáu tilfellum þegar stærsti salurinn er upptekinn vegna stórra atburða, sem yfirtaka salinn dögum saman.“ Þú hefur lýst hér þinni sýn á húsið, en hvaða væntingar hefðurðu til framtíðargildis þess fyrir íslenskt tónlistarlíf? „Mér finnst nauðsynlegt að þetta hús verði reist af þeim stórhug sem t.d. einkenndi byggingu Þjóðleikhúss á sínum tíma. Þá skildu menn mik- ilvægi þess að til væri hús sem með réttu mætti kalla musteri tungunnar. Nú reisum við hús sem með réttu á að kalla musteri tónanna. Fyrir löngu er orðin til í landinu stétt tón- listarmanna á öllum sviðum tónlistar, sem vakið hafa athygli út fyrir Ísland og skapað af þeim sökum aukinn áhuga heimsbyggðanna fyrir Íslandi. Fyrir löngu höfum við eignast fyr- irtaks tónlistarfólk sem starfar í landinu og auðgar lífið með tónleik- um af öllu tagi og leggur á sig ómælda og oft á tíðum ólaunaða vinnu til að almenningur megi njóta þessa í formi margvíslegra afurða. Almenningur metur þetta starf í æ ríkari mæli og þegar og ef tónlistin verður gerð að stærri uppeldisþætti í skólanámi barnanna okkar, eykst Húsið verði reist af stórhug Morgunblaðið/Ásdís Egill Ólafsson tónlistarmaður „Það verður að segjast eins og er, að því miður hefur það gerst allt of oft í sögu Samtakanna að málið hefur þokast harla lítið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.