Morgunblaðið - 17.04.2003, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 11
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
09
00
04
/2
00
3
Páskaliljur 20 stk.
990kr.
Páskatilboð
gle›ilega páska
990kr.
Sýpris 100-120 sm
Verð áður
2.790 kr.
Ný sending
Opið í Sigtúni:
Skírdag kl. 10-21
Föstudaginn langa lokað
Laugardag kl. 10-21
Páskadag lokað
Annar í páskum kl. 10-21
Hrífunes - Skaftártunguhreppi
Einn fallegasti hluti úr jörðinni Hrífunesi, Skaftártunguhreppi,
Vestur Skaftafellssýslu er til sölu.
Um er að ræða allar húseignir jarðarinnar ásamt vinsælu og vel búnu
tjaldsvæði. Miklir möguleikar fyrir áframhaldandi þróun ferðaþjón-
ustu. Á jörðinni er mjög gott sumarbústaðaland sem er kjarri vaxið,
auk ræktaðs lands. Þessi hluti jarðarinnar er um það bil 170 hektar-
ar. Aðeins fjársterkir aðilar koma til greina.
Upplýsingar gefa Ásgeir Mikaelsson í síma 820 8887 og Sigurður
Garðarsson í síma 0047-93051900.
Eignin verður til sýnis föstudaginn 18. og laugardaginn 19. apríl
frá klukkan 10.00 til 14.00.
Umsjón með sölu eignarinnar er í höndum Deloitte & Touche á Ís-
landi. Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
lögfræðingur í síma 580 3110.
nema ásættanleg lausn finnist fyrir
báða aðila, Reykjavíkurborg og Ís-
lensku óperuna.“
Nú hafa ný hótel nýverið bæst við á
höfuðborgarsvæðinu og fleiri vænt-
anleg, og aðstaða til ráðstefnuhalds
batnað að sama skapi. Sérðu fyrir þér
að sú staða geti komið upp að einka-
hlutafélag telji ekki fýsilegt að auka
enn frekar við hótel- og ráðstefnu-
rými í borginni?
„Það á eftir að reyna á það. Ég tel
að þær hugmyndir sem liggja til
grundvallar Tónlistarhúsi og ráð-
stefnumiðstöð, byggist á því að hér
rísi hótel í hærri gæðaflokki en hér
hafa áður risið, og að það sé verið að
tala um það að kalla þar með inn nýj-
an hóp viðskiptavina. Ég hygg að það
sé mikill vilji fyrir því að byggja slíkt
hótel, og hef sjálfur orðið var við slík-
an áhuga, og þá ekki síst í tengslum
við nýja ráðstefnumiðstöð.“
Hefur það verið rætt hvað yrði, ef
ekki verður talið fýsilegt að byggja
hótel og ráðstefnumiðstöð, – hvað
yrði þá um Tónlistarhús?
„Það yrði að taka afstöðu til þess ef
sú staða kemur upp. Það er ekki hægt
að ganga úr skugga um þetta fyrr en
við reynum þessa útboðsleið og sjáum
hvernig hagsmunaaðilar bregðast
við. Enn sem komið er er engin
ástæða til að reikna með öðru en að
áhugi sé fyrir hendi.“
Hver er þín persónulega sýn á Tón-
listarhúsið, – hvernig sérðu fyrir þér
að starfsemin verði?
„Ég hygg að þarna muni verða
mikil miðstöð tónlistar fyrir landið
allt, þar sem tónlist, allt frá einleik
upp í stóra sinfóníska tónleika og
popptónleika verða haldnir. Þetta
verði þar af leiðandi mikil lyftistöng
fyrir tónlist í landinu og það er löngu
orðið tímabært eins og allir eru sam-
mála um að slík aðstaða verði til. Ég
legg áherslu á það að hugmyndin á
bak við þetta er líka sú að bæta að-
stöðu fyrir ráðstefnuhald, og húsið er
hugsað til að mæta þeim þörfum, og
koma þar af leiðandi til móts við
þennan nýja markað sem við erum að
tala um að byggja hér upp. Hluti af
þörfum þess markaðar er einmitt að-
gangur að verðmætu menningarefni.
Sá hópur ferðamanna sem ætlast til
þess að fá mjög góða hótelþjónustu,
gerir líka kröfur til þess að fá aðgang
að menningu. Húsið getur því orðið
mikilvæg lyftistöng því sem við köll-
um menningartengda ferðaþjónustu.
Það hefur verið ákveðið að byggja
kynningu á Íslandi annars vegar á
náttúru landsins og hins vegar á
menningunni. Sem langtímamarkmið
gegnir þetta hús því einnig mjög mik-
ilvægu hlutverki fyrir ferðaþjón-
ustna. Ég vil hins vegar taka fram, að
þegar við erum að tala um að hlúa að
tónlistinni, á það að sjálfsögðu líka við
um óperustarfsemi sem hefur verið
mjög kröftug og þess vegna hlusta ég
grannt á þær raddir sem þaðan koma.
Ég vona að við getum eygt góða lausn
fyrir óperuna á næstu misserum.“
Nú er búið að samþykkja byggingu
menningarhúsa á Akureyri og í Vest-
mannaeyjum í þeirri viðleitni að flýta
ákveðnum framkvæmdum fyrir at-
vinnulífið. Hefur ekki komið til tals að
bygging Tónlistar- og ráðstefnumið-
stöðvar verði þannig flýtiverkefni?
„Það er í rauninni búið að ákveða
þessi tvö verkefni; – ríkisstjórnin tók
ákvörðun um þau fyrir nokkru og hef-
ur þegar fjármagnað þau. Það er þó-
nokkuð erfitt viðfangsefni að ganga í
málin af þeim hraða, og fyrir mér er
mest um vert að það fari saman, að
menn geti gengið hratt í verkefnin en
gæti þess jafnframt að húsin verði vel
hönnuð. Í menningarhúsinu fyrir
norðan þarf að vera fjölnota salur
sem nýtist vel undir mismunandi
starfsemi, leikhús og tónlist. Þar er
mest um vert, þrátt fyrir talsverðan
hraða á framkvæmdum, að menn gefi
sér tíma til þess að hugsa málin vel
frá grunni.“
skilningur nýrra kynslóða enn frekar
á mikilvægi tónlistarinnar í sam-
félaginu. Af þessum sökum á þetta
hús að rísa og ég lít á það sem fyrsta
skref okkar inn í nýja framtíð á Ís-
landi. Ég átta mig á því að það mun
kosta mikla peninga og enn er ekki
séð fyrir endann á því hvernig þetta
verður fjármagnað, en ég held að það
sé eins hægt að spyrja sig; hvað kost-
ar það samfélagið að fresta stöðugt
byggingu tónlistarhúss? Það gæti
haft afdrifaríkar afleiðingar. Varð-
andi starfsemi sem svona hús á að
rúma, þá er það geysi víðfeðmt svið.
Mér finnst eðlilegt að Sinfónían eigi
þar heimili, mér finnst sömuleiðis
eðlilegt að svokölluð rytmísk tónlist,
djass og popp eigi aðgengi að húsinu
og öll möguleg nýsköpun í tónlist. Til
þess að svo megi verða er nauðsyn-
legt að samfélagið styrki það starf
með líkum hætti og gert er gagnvart
Sinfóníu- og Óperurekstrinum. Mér
finnst mikilvægt að Óperan eigi
sömuleiðis heimili í húsinu. Starfsemi
óperu fylgir mikið líf og hún á í fram-
tíðinni að skapa margvísleg störf,
sem munu auka lífsmark og atorku
sem á að vera innan við og í nánasta
umhverfi hússins. Tónlistarfólk býr
ekki við aðstæður sem geta talist
eðlilegar og þegar þannig ástand
helst óbreytt til langs tíma er hætt
við að það ágæta fólk leiti annað. Er-
lendir listamenn veigra sér sömuleið-
is við að heimsækja landið með list
sína, þeir vilja ekki troða upp í vond-
um húsum, það eitt dregur og úr að-
gengi fólksins að menningunni og
það hefur sannað sig að fólkið flýr
þannig ástand, því það upplifir sig
einangrað og afskipt. Tónlistin á allt-
af erfitt uppdráttar í vondum húsum,
þar sem hljómburður kemst aðeins
að takmörkuðu leyti til skila. Enginn
veit það betur en tónlistarmaðurinn
hvað það hefur t.d. mikla þýðingu að
menn heyri vel innbyrðis hver í öðr-
um. Það skiptir sköpum ef tónlistin á
að berast hlustandanum óbrengluð.
Hljómburður í Háskólabíói og Laug-
ardalshöll er afleitur hvað þetta varð-
ar og því gerist það gjarnan í þessum
húsum að við njótum síður þess sem
þar heyrist, skilyrðin eru erfið og
engin ástæða til að við venjum okkur
við að heyra og sættast við brenglaða
tónlist. Þess vegna er nauðsynlegt að
samfélagið sameinist um að reisa
þetta hús.“
begga@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111