Morgunblaðið - 17.04.2003, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 15
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Músík í
Mývatnssveit verður haldin í sjötta
sinn um páskana. Tvennir tónleikar
eru á dagskrá. Þeir fyrri verða í
Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn
langa, en þeir síðari í félagsheim-
ilinu í Skjólbrekku á laugardaginn.
Sjö tónlistarmenn, sem allir starfa
með Sinfóníuhljómsveit Íslands,
taka þátt í hátíðinni ásamt Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur söngkonu. Þeir eru
Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Þórunn
Ósk Marinósdóttir, víóla, Bryndís
Björgvinsdóttir, selló, Hávarður
Tryggvason, kontrabassi, Kjartan
Óskarsson, klarinett, Brjánn Inga-
son, fagott og Þorkell Jóelsson,
horn.
Að sögn Laufeyjar Sigurðardótt-
ur, sem komið hefur að skipulagn-
ingu tónlistarhátíðarinnar undanfar-
in ár, verður efnisskrá fyrri
tónleikanna, sem fram fara á föstu-
daginn langa, helguð tónlist sem
hæfir þessum tiltekna degi. „Við
flytjum meðal annars sálmana Ég
kveiki á kertum mínum og Maríu-
vers í útsetningu Kjartans Óskars-
sonar fyrir hópinn. Þar fyrir utan
verða fluttir hægir kaflar úr nokkr-
um verkum eftir Mozart og Schu-
bert og Sigrún syngur Laudamus te,
einnig eftir Mozart,“ segir hún í
samtali við Morgunblaðið.
Á efnisskrá seinni tónleikanna,
sem fram fara á laugardag, kveður
við annan tón. „Þá munum við flytja
hinn þekkta Septett Beethovens,
sem er eiginlega þungamiðjan á tón-
listarhátíðinni, en einnig flytjum við
nokkrar óperuaríur, sem Kjartan
hefur jafnframt útsett fyrir Sigrúnu
og hópinn, og vinsæl íslensk sönglög
á borð við Svaninn og Hamraborg-
ina.“
Laufey segir verkefnavalið hafa
að nokkru helgast af þeirri hljóð-
færaskipan sem hópurinn saman-
stendur af. „Okkur fannst skemmti-
legra, úr því að við höfðum kost á
því, að hópurinn léki undir söng-
verkunum sem Sigrún flytur í stað
píanós eða orgels. Við erum svo
heppin að eiga Kjartan að, sem get-
ur svo auðveldlega útsett fyrir okk-
ur.“
Annars konar afþreying
Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin
er haldin og hefur gengið vel und-
anfarin ár. „Markmiðið hefur verið
að bjóða upp á annars konar afþrey-
ingu en þegar er boðið upp á í Mý-
vatnssveit, en þar hefur verið í boði
ýmis útivistarafþreying,“ segir
Laufey. „Áheyrendahópurinn hefur
bæði verið skipaður heimamönnum
og ferðamönnum, sem eru fjölmarg-
ir fyrir norðan um þessar mundir,
og aðsókn hefur verið ágæt þessi
síðustu ár sem hátíðin hefur verið
haldin.“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Hluti hópsins sem stendur að tónlistarhátíðinni Músík í Mývatnssveit.
Mozart og Beethoven
í Mývatnssveit
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060