Morgunblaðið - 17.04.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 17.04.2003, Síða 20
20 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ S ILFURSKEIÐAR hafa ákveðna merk- ingu – þær eru ekki aðeins til að borða með, þær bera vott um velgengni, það er stundum sagt að þessi eða hinn hafi fæðst með „silfurskeið í munni“, og þá átt við að hann hafi verið borinn til auðs og jafnvel valda. Ég horfi á mismunandi gerðir silfurskeiða sem til sölu eru í Antikhúsinu á Skólavörðustígnum og reyni að setja mér fyrir sjónir alla litlu munnana sem fæddust með þær milli tannlausra gómanna. Það gengur ekki vel, hins vegar á ég auðvelt með að ímynda mér að Fjóla Magnúsdóttir, sem á og rekur Antikhúsið, hafi alla tíð borðað með silfurskeiðum og hafi jafn- vel fæðst með eina slíka í munninum þegar hún leit dagsins ljós árið 1934, – en hún tekur því víðsfjarri. „Nei, elskan mín, það var öðru nær, foreldrar mínir voru fátækt fólk,“ segir Fjóla, „og fyrstu tíu árin mín í búskap með manninum mínum, Ólafi Steinari Valdemarssyni, síðar ráðuneytisstjóra, bjuggum við í einu herbergi og litlu eldhúsi í íbúð tengdaforeldra minna, sem líka voru fátæk af þessa heims gæðum. Tendamóðir mín Kristín Ólafsdóttir var klæðskeri að mennt og kenndi mér að sauma. Ég hafði keypt þykka kápu í Noregi og gengið í henni í 8 ár þegar hún hjálpaði mér að venda kápunni. Þá var mohair í móð og þann- ig var kápan á röngunni. Ég varð því hæstmóðins í gömlu kápunni. Á þess- um árum prjónaði ég allt á börnin og saumaði. Valdemar tengdafaðir minn stundaði verkamannastörf, en hann var mikill fagurkeri og leiddi mig fyrstu sporin til „antikhöndlunar“. Þetta byrjaði allt með gömlu Wilton- teppi sem við Valdemar fórum saman að skoða og ég keypti svo á góðu verði. Þá varð mér ljóst verðmæti gamalla og vel með farinna hluta, bæði peningaleg verðmæti, notagildi og söguleg þýð- ing,“ segir Fjóla. Við sitjum saman við gamalt lítið borð við kertaljós og drekkum úr gömlum og fallegum mokkabollum. Það skapast smám saman náið sam- band milli okkar, tveggja kvenna, í eld- húskróknum „bak við“, í antikbúðinni hennar Fjólu við Skólavörðustíginn. „Það kemur oft ekkert margt fólk á þessum tíma dags, svo við getum vel talað saman hér hjá mér í vinnunni,“ hafði hún sagt þegar ég ámálgaði að mig langaði að heyra hvernig hún hóf sinn verslunarrekstur, en Fjóla er í brautryðjendastétt antikkaupmanna á Íslandi og ég eins og fjölmargir fleiri hef keypt hjá henni ýmsa góða gripi. Það kemur í ljós að við fáum sæmi- legan frið, – að vísu er hann af og til rofinn af komu viðskiptavina. Er Fjóla fer frá til að afgreiða hugsa ég mitt á meðan og lít í kringum mig á alla fal- legu, gömlu hlutina sem við blasa úr öllum hornum, lofti og á veggjum. „Við Ólafur Steinar höfðum eins og fyrr sagði lengst af eitt herbergi og eldhús hjá tengdaforeldrum mínum í Þverholti 7,“ segir Fjóla og sest við eldhúsborðið eftir að hafa upplýst einn gamlan viðskiptavin um kommóðu, stóra og mikla sem stendur í framher- berginu. „Það var bara nokkru áður en við fluttum frá þeim að við fengum í viðbót smákytru uppi á hanabjálka sem hafði verið leigð út um árabil. Við hófum bú- skapinn 1954 og þá var ég um tvítugt. Við höfðum eignast þrjú börn þegar við yfirgáfum húsnæði tengdaforeldra minna, en elsti sonur minn Magnús hafði þá um nokkurt skeið fengið að sofa á svefnstól inni hjá afa sínum og ömmu. Það var þegar Steinunn, yngri dótt- irin, fæddist, sem við fengum fyrr- nefnda kytru til afnota líka,“ segir Fjóla. En voru þetta ekki erfið ár? „Nei, ég skal segja þér að mér hefur líklega aldrei fundist eins „flott“ hjá mér og þegar ég var í þessu eina her- bergi. Ég hafði hvítar blúndugardínur fyrir gluggum og yfir þeim rauð dam- asktjöld. Valdemar tengdafaðir minn gerði það stundum að kaupa málverk eftir auglýsingum og selja aftur, sem og ýmsa aðra skemmtilega hluti. Við skoðuðum því alltaf vandlega auglýs- ingar í dagblaðinu Vísi. Mig langaði í teppi út í horn eins og þá var móðins, en það var of dýrt. Dag einn sá ég aug- lýst teppi til sölu. Í snarvitlausu veðri fórum við Valdemar sem sagt að skoða teppið vestur í bæ. Þetta var þá hið fyrrnefnda yndislega fallega Wilton- teppi og ég keypti það á 800 krónur, sem var ódýrt. Samskonar teppi var í Ráðherrabústaðnum í mörg ár. Árið 1955 keyptu tengdaforeldrar mínir eftir auglýsingu sófasett. Þetta var vandað sett, innflutt frá Dan- mörku, og fylgdi því útskorið borð. Við Ólafur Steinar fengum borðið því þau áttu eikarborð sem Valdemar hafði fengið í fimmtugsafmælisgjöf. Þetta borð var fyrsti antikhluturinn sem ég eignaðist. Seinna tók ég upp á því að láta gera það upp – en þá var það ekki lengur mitt borð, það fór af því „sjarm- inn, eins og af andliti manneskju sem farið hefur í andlitslyftingu og missir þar með hrukkurnar sem hún við margs konar lífssreynslu hefur áunnið sér. Það þarf að fara varlega í svona nokkuð, bæði hvað snertir fólk og hluti,“ segir Fjóla. Ég horfi í framhaldi af þessu tali grandgæfilega á andlitið hinum megin við borðið. Sé hvað það er lifandi og eftirtektarvert. Vissulega eru komnar í það línur hér og þar, en brosið er óvenjulega fallegt, augnsvipur hlýr og ber þó vakandi íhygli vitni. Skemmti- leg, góðviljuð og dugleg manneskja, fljót að hugsa, en veit líklega mjög vel hvað hún vill, hugsa ég. Þrátt fyrir þennan „innsæisdóm“ er ég óviðbúin því af hve miklum rausn- arskap hún gefur mér hlutdeild í lífi sínu. Í viðtölum sem á öðrum vettvangi eru menn misgjöfulir. Talið berst að námi; „Ég hafði grunnskólapróf, einn vetur var ég í gamla Ingimarsskólanum og annan vetur vorum við María Helgadóttir vinkona mín á Reykhólaskóla, en ég var í sveit hjá hálfsystur minni á Höllu- stöðum í Reykhólasveit í tíu sumur. Átján ára fór ég til Noregs,“ segir Fjóla. „Þar var ég með manninum mínum í eitt ár meðan hann lagði stund á hag- fræðinám, hann fékk svokallaðan stór- an styrk, hann var alls þrjú ár við nám í Noregi, hann var mikill námsmaður. Eftir að við komum heim tók hann lokapróf frá Háskóla Íslands. Ég var 19 ára þegar ég eignast elsta barnið okkar og eftir það langaði mig að læra ljósmóðurfræði. Ég sótti um og komst inn í Ljósmóðurskólann. En þá þurftu nemendur að búa í skólanum, það gat ég ekki og undanþágu fékk ég ekki. Móðir mín og tengdamóðir voru báðar orðnar fullorðnar konur og gátu ekki tekið drenginn, ég hefði heldur ekki viljað láta hann svo lengi frá mér. Þá var ekki einu sinni hægt að fá pláss á leikskólum eða í dagvistun fyrir börn gifts fólks. Ólafur fór að vinna eftir að hafa lokið háskólaprófi. Hann var fyrst í Lands- bankanum, svo í Seðlabankanum og síðan í iðnaðar- og samgönguráðu- neyti, skrifstofustjóri fyrst og síðar ráðuneytisstjóri fram undir það að hann veiktist af krabbameini og dó 1997.“ Af fátækt spratt mikill metnaður Til að sjá er þetta nokkuð glæstur ferill verkamannssonar, en hann og hin unga kona hans þurftu að hafa fyr- ir hlutunum, það kemur í ljós þegar skyggnst er bak við þessar upptöldu staðreyndir. „Ég ólst upp í kjallara í Skerjafirð- inum og ég gat ekki hugsað mér að börnin mín myndu alast upp við slíkar aðstæður. Ég lagði metnað minn í að þau fengju það sem þeir vel settu fengju, lét þau öll læra í Barnamúsík- skólanum, þótt misjafn yrði árangur- inn og öll fóru þau líka í dans. Maður kveið stundum fyrir útgjöldunum á haustin, en þetta tókst. Ólafur hafði ekki mikið kaup í Landsbankanum en hann vildi ekki að ég ynni úti frá börnunum, það var heldur ekki til siðs. En ég tók til minna ráða, Ólafur vissi fyrst ekki hvað ég var að bauka þegar hann var sofnaður. Ég fór á fætur klukkan þrjú á næturn- ar og skúraði stiga í fjórum blokkum. Ég segi stundum að ég hafi skúrað mig upp eftir stigagöngunum og í óeig- inlegum skilningi upp metorðastigann. Einn stigagang skúraði ég að auki á kvöldin og svo skúraði ég í gamla Kennaraskólanum. Með þessum skúr- ingum öllum var ég með hærri laun en Ólafur hafði í Landsbankanum – og ekkert gefið upp. Mér tókst að kaupa litla Volkswag- en-bjöllu af Sölunefnd Varnarliðs- eigna, hún kostaði þá 94 þúsund krón- ur sem var mikill peningur þá – rúm árslaun Ólafs Steinars. Ólafur var ekki ánægður þegar hann komst að næturævintýrum mínum og vildi að ég hætti þessum þrældómi, en ég vildi leggja mitt af mörkum til að við kæmumst áfram. Ég bjó líka til teppi og seldi, teiknaði munstur í þau og flos- aði. Ég skilaði kannski fjórum slíkum teppum á mánudegi eftir helgar. Tíminn leið og í ljós kom að við Ólaf- ur unnum vel saman. Það lék allt í höndunum á honum. Þegar við fórum að gera upp íbúðir þá kom sá eiginleiki hans heldur betur í góðar þarfir. Allt sem hét sparsl og málning unnum við t.d. saman. Fyrsta reynsla okkar í íbúðabrans- anum var að Valdemar Kristinsson, samstarfsmaður Ólafs, benti Ólafi á að til stæði að byggja blokk í Austurbrún 4. Valdimar hvatti Ólaf til að ganga í Byggingarfélagið og lánaði okkur 360 krónur til að kaupa okkur inn í það, og síðan fór Ólafur á hverjum degi hjól- andi eftir vinnu upp í Austurbrún og vann þar í fjóra tíma á dag við bygg- Sama rósin sprettur aldrei aftur „Þetta er mjög snúningasamt en eftir því skemmtilegt og áhugi fólks á antikmunum hefur farið vaxandi,“ segir Fjóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.