Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 C 21 inguna. Hann fékk 24 krónur á tímann og vann líka um helgar og helgidaga nema föstudaginn langa og jóladag. Við áttum að borga 5.000 krónur á mánuði en vinnan gekk upp í og þannig tókst honum á þremur árum að vinna fyrir lítilli stúdíóíbúð í þessari blokk,“ segir Fjóla. Mig brestur orð, – þvílík vinna sem ungt fátækt fólk þessara tíma varð að leggja á sig til að eignast þak yfir höf- uðið. „Við ákváðum að flytja ekki í íbúð- ina, við tókum þvert á móti húsgögnin okkar úr herberginu og settum í nýju íbúðina og leigðum hana í nokkurn tíma með húsgögnum því leigan var hærri fyrir bragðið, “ heldur hún áfram. „En nokkru seinna keyptum við íbúð í Bollagötu 14. Ég hafði farið á stúfana að leita að stærri íbúð sem við réðum við að kaupa ef við seldum hina. Ég lenti hjá Baldvini Jónssyni fast- eignasala í Kirkjuhvoli. Hann var ekki með neitt sem hentaði þá stundina. „En ég fæ líklega íbúð við Bollagötu í haust,“ sagði Baldvin. Þetta hljómaði spennandi. Ég vildi vera nálægt tengdaforeldrum mínum í Þverholti. Ég fór fram á að fá að skoða íbúðina en hann taldi það ekki tíma- bært því hún átti sem sagt ekki að fara í sölu fyrr en um haustið en þetta var í mars. Ég fór þá til húsráðenda og fékk að skoða íbúðina. Elskuleg kona tók á móti mér og ég sá í sjónhendingu hvernig ég gæti gert þessa íbúð eins og ég vildi með nokkrum breytingum. Eftir það fór ég aftur til Baldvins og sagðist vilja fá þessa íbúð. Við seldum íbúðina í Austurbrún, hún fór eins og skot, og keyptum hina á 675 þúsund krónur sem var gott verð. Nú vorum við komin með 120 fer- metra hæð með tvennum svölum og samliggjandi stofum sem við settum hurðir með slípuðu gleri á milli, ekki sandblásnu gleri eins og þá var í tísku. Við endurbættum íbúðin alla og höfð- um hálfan garðinn. Þetta var yndisleg tilvera og árið var 1964. Við fórum beint í þetta úr herberginu hjá tengda- foreldrunum. Þegar við fluttum var allt tilbúið nema eldhúsinnréttingin, og við áttum fyrir henni. En þá bauðst okkur að fara í siglingu. Eftir nokkra sálarbaráttu ákváðum við að fara í fimm vikna siglingu og létum innrétt- inguna bíða – og það var þess virði. Svo hress vorum við eftir siglinguna að við seldum íbúðina nýju og keyptum aðra stærri á Bollagötu 3. Hún var fimm herbergi og með bílskúr. Þannig klifruðum við upp eftir „húsnæðisstig- anum“. Í seinni íbúðinni hafði eldri sonurinn sérherbergi, dæturnar tvær voru sam- an í herbergi en yngsta barnið, sonur, var inni hjá okkur. Ekki létum við hér staðar numið. Nokkru síðar sóttum við um ofaná- byggingarrétt en fengum synjun sem okkur þótti ósanngjarnt þar sem víða var búið að byggja ofan á hús í Norð- urmýrinni. Þá sóttum við um lóð og fengum úthlutað í Seljugerði, sem þá var raunar mjög eftirsóttur staður. Við byggðum þar hús 1973. Við vor- um mjög praktísk í öllum þeim fram- kvæmdum, fengum t.d. staðlaða teikn- ingu sem við breyttum lítilsháttar meðan aðrir létu teikna fyrir sig fyrir mikið fé. Og svo unnum við eins og við gátum við bygginguna sjálf. Ég minn- ist þess t.d. að eitt sinn þurfti Ólafur að fara á fund erlendis, hann fór kvöldið áður og reif allt mótatimbrið utan af hæðinni, – vikuna sem hann var úti var ég öll kvöld og helgar að naglhreinsa timbrið og stafla því upp eftir stærð- um. Þetta var í september, á fertugs- afmælinu mínu. Um þetta leyti var ég fyrir nokkru byrjuð að vinna í lögfræðideild Bún- aðarbankans, ég hóf þar störf 17. maí 1971 og þaðan á ég mjög góðar minn- ingar og eignaðist marga vini þau 17 ár sem ég vann þar. Áður en ég fór að vinna úti hafði ég sótt hin og þessi námskeið og endaði með Dale Carnegie-námskeiði sem uppörvaði mig mikið þótt ýmsir gerðu góðlátlegt grín að því. Það þótti nokkur fásinna að hætta í bankanum, vera komin á deildarstjóra- laun og komin yfir miðjan aldur. Mér finnst það umhugsunarvert hve fáar konur komast til æðri metorða í banka- kerfinu, því innan þess starfa margar mjög vel hæfar konur. Ég er þó þeirr- ar skoðunar að konur eigi hvorki að njóta þess eða gjalda að þær séu kon- ur. Antikverslun verður að veruleika Þegar þarna var komið sögu kom „antíkin“ að marki inn í líf mitt. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leik- kona var vinkona mín, en Magnea Bergmann móðir hennar bjó í Dan- mörku. Við Þórunn höfðum stundum rætt um að hefja innflutning á antik- munum en skorti fjármagn. Það var svo þjóðhátíðarárið 1974 að innflutningurinn hófst í kjölfar fjáröfl- unar sem átti sér stað þjóðhátíðardag- inn. Við Þórunn fengum leyfi til að hafa tjald í Lækjargötu og selja brauð, sam- lokur og aðra hressingu. Við seldum svo mikið að við urðum að láta sækja samlokur sem við áttum í frysti um nóttina – salan hélt áfram fram undir morgun. Við fengum 120 þúsund í aðra hönd og þar var komið „startkapítalið“ fyrir hina nýju búð sem okkur hafði dreymt um að koma á fót. Við fengum einnig lán í banka og áttum þar með fyrir heilum gámi af antikmunum. Mest höfðum við keypt að borðum og stólum en einnig ótal margt annað góðra gripa. Salan gekk ágætlega en m.a. vegna þess að ég var í fullu starfi með stórt heimili og önnum kafin við að ljúka ásamt manninum mínum við byggingu hússins í Seljugerði þá dró ég mig þó fljótlega út úr þessum rekstri í bili. Draumurinn um að stofna antikbúð hafði ræst en móðir Þórunnar kom í minn stað við reksturinn. Eftir þetta blundaði hins vegar alltaf í mér að láta til skarar skríða síðar þegar aðstæður leyfðu. Ég fór í margar ferðir með Ólafi Steinari þegar hann þurfti að fara á fundi starfs síns vegna til útlanda. Oft vorum við í Kaupmannahöfn. Ég hafði þá lítið annað að gera en skoða mig um og þá urðu heimsóknir í antikverslan- irnar mjög oft fyrir valinu. Keypt húsnæði undir antikverslun Árið 1986 gerðist það að við hjónin keyptum jarðhæðina í Þverholti 7 þar sem tengdaforeldrar mínir höfðu átt efstu hæðina og við lengi búið. Mágur minn, fatlaður, bjó nú í þeirri íbúð, hann var eina systkini mannsins míns. Markmið okkar með kaupunum var að koma þarna á fót antikverslun. Til þess breyttum við gluggunum. En áður en verslunin komst á fót 1987 kom annað mál á dagskrá. Steinunn dóttir okkar hafði verið í Póllandi með bekknum sínum í Leiklistarskólanum. Einn dag- inn var hringt í hana og henni sagt að hér á Íslandi væru fimm ungmenni frá Póllandi hrakin og blaut í tjaldi í Laug- ardal en stolið hafði verið frá þeim pössum og fjármunum. Við mæðgurn- ar sóttum þetta fólk og hýstum það í hinni nýkeyptu íbúð. Ég útvegaði því vinnu við skúringar og endaði með að gerast bílstjóri og aðstoðarmaður þess á ýmsan hátt meðan það var undir mínum verndarvæng. Nokkru síðar fór fólkið í fiskvinnu og síðar til Pól- lands, þá var loks lag að opna búðina. Í tilefni af því fór ég til Danmerkur til að kaupa inn. Ég hafði í tengslum við auglýsingu um gömul borðstofuhúsgögn kynnst manni sem verslaði með antikmuni á Sjálandi. Húsgögnin keyptum við ekki en viðskipti fyrir búðina átti ég við hann árum saman, einnig verslaði ég mikið við konu í Kaupmannahöfn sem ég hafði kynnst á ferðum okkar Ólafs Steinars þangað á árunum milli 1970 og 1980. Við hjónin höfðu fundið forkunnar fallegan eikarskáp og endirinn varð sá að við borguðum 300 krónur inn á hann í antikverslun sem var beint á móti Stúdentakjallaranum í Kaupmanna- höfn. Þar með kynntist ég frú Din. Hún vildi endilega selja okkur Ólafi þennan skáp og kvað ekkert gera til þótt við værum frá Íslandi og kæmum ekki endilega fljótlega til Danmerkur. „Þið eruð heiðarlegt fólk, ég sé það, ég sendi ykkur þá bara skápinn.“ Og það gerði hún. Annars var ekki heiglum hent þá að fá leyfi til innflutnings á gömlum hús- gögnum, maður þurfti að gera grein fyrir hvernig maður hefði eignast gjaldeyrinn, ég fór vel með og við átt- um oft afgang af ferðapeningunum okkar. Leyfi til gjaldeyrisyfirfærslu var líka mjög erfitt að fá. Við greiddum upp skápinn á einu ári og í framhaldi af kynnum okkar við frú Din þá bauðst hún til að hjálpa mér og veita mér ráðleggingar, ef ég setti upp antikverslun, hún fann hvað ég hafði mikinn áhuga á þessu fagi. Ég sló til og hóf verslunarreksturinn 1988, þegar ég var hætt í bankanum. Þá byrjaði nú ballið! Þá byrjaði nú ballið! Ég var 54 ára gömul og orðin antikkaupmaður í Þverholti. Við áttum húsnæðið nær skuldlaust og við áttum fyrir því sem kom í fyrsta gámnum frá frú Din, – við byrjuðum sem sagt á réttum enda. Ég var líka útsjónarsöm, þótt ég segi sjálf frá. Ég keypti koparinn kol- svartan og hafði hann í kassa við sjón- varpið og vann við það á kvöldin og um helgar að fægja hann. Bóndi minn lag- aði allar læsingar, lamir og fleira, hann var svo natinn og bóngóður. Þetta gekk allt mjög vel þótt mikil vinna væri. Það þarf meira og minna að gera við þessi gömlu húsgögn sem ég kaupi að utan. Ég hef verið í góðu sambandi við afburða flinkan fagmann vegna þessa, það þarf að smíða, líma, bólstra, klæða og þannig mætti telja. Þetta er því mjög snúningasamt en eftir því skemmtilegt og áhugi fólks á antik- munum hefur farið vaxandi, það er eitt sem víst er. Með höggbor að vopni Ólafur Steinar erfði hlut í tveimur gömlum risíbúðum og fyrr en varði vorum við komin á kaf í framkvæmdir þar. Enginn samerfingja vildi kaupa þetta svo við keyptum íbúðirnar sam- kvæmt mati, brutum niður og breytt- um þeim og gerðum þarna tvær góðar íbúðir sem síðar voru seldar. Mig minnir að í þessum fram- kvæmdum hafi Ólafur haft samband við múrara til þess að fá hann til að pússa upp í op sem átti að stækka milli stofa. Morgunblaðið/RAX Yngsti sonur Ólafs Steinars Valdemarssonar og Fjólu Magnúsdóttur skírður. Skírnarbarnið situr í fangi móður sinnar en hin börnin eru Steinunn leikkona, Magnús hagfræðingur og Kristín félagsfræðingur. Vinkonurnar Fjóla og María á götu í Osló 1953. Úlpurnar voru mikið í tísku á þeim tíma. Helgi faðir Maríu gaf Fjólu eins úlpu og dóttur sinni, henni til mikillar gleði. Ólafur Steinar og Fjóla á trúlofunardaginn 17. maí 1953 í Osló.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.