Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 22
22 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„Það er nú ekki komið að því, það á
eftir að brjóta heilmikið niður áður,“
sagði múrarinn.
„Hvenær getur þú komið, kannski
á morgun?“ sagði Ólafur Steinar.
Nei, það gat múrarinn ekki, hafði
enda ekki trú á að Ólafur gæti rifið
það niður sem þurfti og losnað við það
á svo stuttum tíma.
„Getur þú komið núna klukkan
eitt,“ sagði Ólafur, þetta var nokkuð
snemma morguns. Múrarinn játaði
þessu, nokkuð langleitur. Ólafur
réðst umsvifalaust á vegginn með
höggbor, hjó hann svo niður og við
bárum úrganginn burt í gömlum bala.
Búið var meira að segja að sópa gólfið
þegar múrarinn mætti aftur á svæðið.
Svona liðu árin í annríki hversdags-
ins, skemmtilegum ferðalögum er-
lendis og góðum fríum. Börnin uxu
upp og fengu þá menntun sem þau
kusu, fóru að heiman og eignuðust
eigin fjölskyldur eins og gengur.
Það er ómetanlegt að eignast góð
tengdabörn.
Mér finnst það vera forréttindi
hverrar konu að fæða af sér börn.
Ástin á börnunum hverfur aldrei en
ást á maka getur verið hverful.
Ólafur veikist
Þar kom að Ólafur Steinar kallaði
okkur saman, mig og börnin okkar
fjögur og tilkynnti að hann ætlaði að
hætta störfum sem ráðuneytisstjóri
ekki seinna en 65 ára til þess að geta
átt góð ár í sumarbústað sem við
höfðum keypt af frú Din rétt utan við
Kaupmannahöfn og við antikversl-
unina með mér hér heima. Við áttum
raunar ekki að fá að kaupa bústaðinn,
okkur var neitað í tvígang vegna þess
að útlendingar urðu að hafa verið
fastbúandi í landinu í sjö ár til þess að
kaupa sumarhús. Ólafur benti loks á
að við hjónin værum bæði fædd undir
dönskum konungi og þar með fannst
lögleg smuga til þess að þessi við-
skipti gætu farið fram.
Við gerðum við bústaðinn og
stækkuðum hann og undum okkur
þarna vel.
En rétt um það bil sem Ólafur
Steinar hafði tekið fyrrgreinda
ákvörðun kom í ljós við læknisrann-
sókn að hann var veikur af krabba-
meini. Hann var skorinn við ristil-
krabbameini og fór í lyfjameðferð í
framhaldi af því árið 1993, hætti að
vinna skömmu síðar vegna veikind-
anna og dó af þeirra völdum 1997.
Þegar læknirinn hringdi til að segja
mér að það þyrfti að skera manninn
minn strax og hvað að væri leið mér
eins og mér hefði verið kastað út á
rúmsjó og ég næði ekki landi. Smám
saman komst ég þó niður á þá ákvörð-
un að leggja mikla áherslu á að
byggja mig upp eins og ég gæti til
þess að geta verið honum eins mikil
stoð og unnt væri. Ég synti hvern
morgun, fór í bakarí til að kaupa eitt-
hvað gott, kveikti kertaljós og hitaði
tesopa, – svo spjölluðum við saman
fram að hádegi, þá fór ég í búðina.
Hann gekk stundum til mín þangað
til að fá hreyfingu. Við borðuðum
kvöldmatinn saman og þannig leið
tíminn.
Erfið nótt
Þessi ár sem hann var veikur lét
hann ekki bugast, hann fór með mér
margar ferðir út til að kaupa inn,
þetta gladdi hann og uppörvaði, en
þetta voru oft erfið ferðalög. Við vor-
um samrýnd hjón og nutum lífsins
saman, líka eftir að veikindin komu til
sögunnar. Læknarnir sögðu að hann
skyldi fara ef hann gæti og ég treysti
mér til að hjálpa honum.
Síðustu ferðina fórum við um
páskana 1997. Hann var orðinn illa á
sig kominn en hugurinn var sá sami. Í
ferðinni fékk hann sýkingu en vildi
ekki verða eftir á sjúkrahúsinu, við
fórum því heim í bústaðinn eftir að
honum hafði verið sinnt eftir föngum
af lækni. Þetta var erfið nótt. Ólafur
var mjög veikur en ég náði sambandi
við íslenskan lækni sem útvegaði lyf
sem við gátum sótt um morguninn.
Alla þessa nótt sat ég hjá honum og
talaði um liðna daga til að dreifa huga
hans frá kvölunum og halda honum
við meðvitund. Morguninn eftir feng-
um við lyfin og hann hresstist við á
tveimur dögum.
Við áttum góða ævi saman við Ólaf-
ur Steinar, – annasama og fulla af lífi
og fyrirheitum. Hann var mjög dug-
legur, kom sér vel áfram en var þó
alltaf trúr uppruna sínum. Hann var
einn af fáum verkamannssonum í sín-
um bekk í menntaskóla. Hann vann
frá 10 ára aldri í vegavinnu 12 tíma á
sólahring á sumrin sem kúskur, vann
síðar á eyrinni og í grjótnáminu við
Markarfljótsbrú og þannig mætti
telja. Hann las námsefnið mennta-
skólaárin í skoti upp á háalofti, með
bækurnar ofan á heypoka sem
mamma hans hafði sett þar. Þetta var
eini staðurinn í húsinu sem hægt var
að hafa svolítið næði fyrir ótalmörg-
um íbúum þess. Þegar tengdafaðir
minn keypti þessa fjögurra herbergja
íbúð 1947 mátti ekki segja upp leigj-
endum.
Af hverju skellir þú þér ekki með?
Eftir að Ólafur Steinar var dáinn
hugsaði ég um tíma mikið til baka. Ég
kynntist honum fyrir tilstilli vin-
kvenna minna úr Skerjafirðinum, þau
Ólafur Steinar, María Helgadóttir og
Ásthildur Pétursdóttir, sem síðar
starfaði mikið í Sjálfstæðisflokknum,
voru systkinabörn. Þær María og
Ásthildur eru nú báðar látnar.
Í Skerjafirði var samheldni mikil
og þar ríkti gott samfélag. Við sem
voru þar krakkar þá komum enn
saman einu sinni á ári.
Ég hafði oft hitt Ólaf þegar ég fór
með vinkonum mínum í heimsókn í
Þverholtið þar sem hann bjó hjá for-
eldrum sínum. Mér fannst hann dálít-
ið merkilegur með sig, enda var hann
fimm árum eldri en ég.
Svo hitti ég hann um borð í Heklu,
ég var að kveðja Ástu vinkonu mína
var að fara í hringferð með Heklu en
um haustið ætlaði María vinkona okk-
ar til Noregs að vinna og Ólafur var
einnig á leið til Noregs í háskólanám.
„Sæl Fjóla, af hverju skellir þú þér
ekki með Maríu til Noregs?“ sagði
hann. Ég átti peninga í bók, 20 þús-
und krónur, ég var þá að vinna og
fékk 1.800 hundruð krónur á mánuði í
kaup. Af því fóru 50 krónur í sjúkra-
samlag, 250 krónur í eyðslu en en
1.500 krónur í bókina. Ég ákvað að
„skella mér“ til Noregs. Peningarnir
fóru svo í uppihald mitt þar ytra og að
kosta mig á þriggja mánaða kokka-
skóla þar.“
En hvernig skyldi svo líf Fjólu hafa
gengið eftir að hún missti maka sinn
og baráttufélaga eftir áratuga sam-
veru?
„Ég segi stundum: „Sama rósin
sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri
skreyti veginn þinn.“ Ég má þakka
fyrir öll góðu árin sem við Ólafur
Steinar áttum saman, slíkt er ekki
sjálfgefið.
Eftir að hann dó hef ég haldið mínu
striki og rekið mína búð. Ég hef unnið
mikið og þannig komst ég fram úr
sorginni sem óneitanlega sest að
þeim sem missa ástvini sína.
Eftir að Ólafur Steinar dó seldi ég
húsið okkar – sem ég er ekki enn bú-
inn að segja þér frá að við keyptum,“
segir hún.
Ég rek upp stór augu.
„Bjugguð þið þá ekki það sem eftir
var í Seljugerði?“ spyr ég.
„Ekki aldeilis. Við bjuggum nefni-
lega ekki þar nema í 6 ár. Við keypt-
um stórt gamalt hús í Þingholtunum
og gerðum það allt upp og útbjuggum
svo þriggja herbergja íbúð í kjallar-
anum sem við leigðum út,“ segir
Fjóla.
„Forsaga þess að við keyptum
þetta hús var sú að Axel Thorsteins-
son fréttamaður, þá kominn á níræð-
isaldur, kom í bankann til mín árið
1979 og sagðist vera að selja íbúð á
Flókagötu. Hann leitaði ráða hjá mér
og ég fyrir hann hjá fasteignasala.
Um leið spurði ég fasteignasalann
hvort hann ætti ekki eitthvað
skemmtilegt í Þingholtunum fyrir
mig. Jú, hann vissi um hús á horninu
á Njarðargötu og Laufásvegi sem
yrði senn selt, húsið hans Þorsteins
heitins Þorsteinssonar hagstofu-
stjóra. Við hjónin urðum mjög áhuga-
söm, Ólafur hafði verið þarna í skrift-
arkennslu sem barn hjá Guðrúnu
Zoëga konu Þorsteins.
Þetta var vel byggt hús, frá 1926,
en þarfnaðist endurbóta. Við keypt-
um þetta hús 1980 og seldum þá húsið
í Seljugerði. Við seldum það á 5 millj-
ónum króna hærra verði á gamla
genginu en við keyptum gamla húsið
á og höfðum því fé til að gera hinar
nauðsynlegu endurbætur.
Eftir að Ólafur Steinar dó fannst
mér ég ekkert hafa við svona stórt
hús að gera. Ég seldi það því og
keypti mér íbúð hér yfir búðinni
minni við Skólavörðustíg og hef
breytt henni mikið. Skömmu síðar
keypti ég miðhæðina í Þverholti 7,
þar áttum við sem áður sagði jarð-
hæðina og efstu hæðina fékk Ólafur í
arf. Húsið er því allt á einni hendi nú
og er leigt út að mestu. Ég hef alltaf
fylgst vel með fasteignamarkaðinum
en verðbréfamarkaðinn hef ég ekki
sett mig inn í. Synir mínir báðir
hvöttu mig til að kaupa verðbréf en
ég held mig við fasteignirnar.
Að breyta og bæta er mitt líf og yndi
Ég hresstist við þessi viðskipti öll
og er nú full framkvæmdavilja. Ég
hafði á sínum tíma keypt húsnæðið
sem búðin er í og við sitjum í núna,
nýlega keypti ég svo götuhæðina hér
við hliðina á mér á Skólavörðustíg
sem ég ætla að nýta mér sem lager-
pláss, – þannig að þú sérð að ég er alls
ekki hætt að breyta og bæta, þetta er
nú einu sinni mitt líf og yndi í bland
við antikverslunina,“ segir Fjóla og
skenkir mér meira kaffi í gamla
mokkabollann.
„Þú hefur aldeilis verið dugleg og
hugmyndarík, þú létir nú víst ekki
húsnæði standa óinnréttað árum
saman, þótt lítið væri,“ segi ég.
„Ertu með slíkt húsnæði?“ svarar
Fjóla og það kemur glampi í augu
hennar.
Þegar ég játa treglega teygir hún
sig umsvifalaust eftir símanum og
hringir í vin sinn, iðnaðarmann sem
oft hefur verið henni betri en enginn í
öllu framkvæmdaannríkinu. Áður en
við er litið er ég komin í slagtog með
þessum ágæta manni, farin að ráðs-
laga við hann í símann um mögulegar
framkvæmdir, sem Guð má vita hvar
og hvernig enda.
„Þú lætur mig endilega fylgjast
með,“ segir Fjóla við mig full áhuga
meðan ég tygja mig til farar.
„Heldur þú að allan þinn fram-
kvæmdavilja megi rekja til þess að þú
ólst upp í kjallara,“ segi ég áður en ég
kveð.
„Það var ekki bara kjallarinn. Við
vorum í sannleika mjög fátæk. Faðir
minn var sextugur ekkjumaður og
móðir mín fertug þegar þau kynntust.
Pabbi hafði þá komið upp fjórum
börnum sínum af fyrra hjónabandi og
einu fósturbarni en móðir mín átti
tvær eldri dætur áður en hún eign-
aðist okkur tvær alsysturnar. Ég var
sú yngri þeirra, móðir mín var 44 ára
þegar ég fæddist og faðir minn 64
ára.
Pabbi var áður bóndi á Dverga-
steini í Álftafirði en stundaði verka-
mannavinnu eftir að hann flutti hing-
að suður. Hann vann við flugvallar-
gerðina og reri líka með frændum
sínum til fiskjar. Við höfðum því oft-
ast fisk, – ekki veitti af.
Við leigðum og móðir mín fór á fæt-
ur um miðjar nætur til að þvo þvotta
fyrir nokkrar fjölskyldur hér í borg.
Fátækt er ekki góð þegar hún er orð-
in sár.
Nýtnin hefur fylgt mér
Pabbi var skemmtilegur maður
sem sagði vel frá. Hann var verulega
vandaður maður til orðs og æðis.
Aldrei man ég eftir að það hafi fallið
styggðaryrði milli foreldra minna alla
tíð sem þau voru saman, heimilis-
bragurinn hjá okkur var alltaf hlýr og
notalegur. Foreldrar mínir urðu bæði
langlíf, hann varð níræður og hún 95
ára.
Móðir mín var annáluð dugnaðar-
kona mjög þrifin, vandvirk og nýtin
og reglusemin á heimilinu mikil. Ég
lærði þetta allt saman og krakkarnir
mínir hafa stundum skemmt sér yfir
nýtni minni. Þetta hefur fylgt mér.
Það var stundum hlegið að því í
bankanum þegar maður einn kom og
kvartaði yfir að geta ekki borgað
skuldir sínar.
„Ég á svo stóra fjölskyldu, fimm
börn,“ sagði hann.
„Af hverju takið þið ekki innúr?“
sagði ég.
„Taktu inn úr sjö, þá færðu blóð-
mör og lifrarpylsu, svið, hjörtu og
nýru, þú átt þetta allan veturinn.
Byrjaðu á þessu,“ sagði ég og mað-
urinn fór með það.
Ég tók alltaf innúr áður fyrr og bar
slátrið heim, við áttum þá ekki bíl og
hefði ég tekið leigubíl hefði ágóðinn
orðið rýr.“
Ég er ánægð núna
„Ég er ánægð núna, ég hef gert
margt af því sem mig langaði til,“ seg-
ir Fjóla.
„Sjálfsbjargarviðleitnin hefur skil-
að mér langt. Hún magnast með þeim
sem búa við kröpp kjör. Þegar aðrar
stelpur ýttu á undan sér fallegum
dúkkuvögnum dró ég á eftir mér skó-
kassa sem ég lét lokið snúa upp á og
setti svo einhverja tusku yfir. Vinkon-
ur mínar eignuðust allar hjól, ég fékk
ekki sjálf hjól, en systir mín var í vist
og gat keypt sér hjól fyrir sumarlaun-
in sín, ég fékk það lánað. Þetta bjarg-
aðist. Ég vil taka fram að við syst-
urnar vorum alltaf fallega klæddar
hjá móður okkar.
En ég viðurkenni að ég þurfti oft að
vera úrræðagóð á þessum árum og
stundum varð ég líka fyrir sárum
vonbrigðum. Kona ein bað mig einu
sinni að hjálpa sér að gera hreint í
stað móður minnar sem var veik. Ég
beið eftir að fá borgað eins og
mamma fékk fyrir sín verk. Ég var
búin að horfa mikið í gluggann hjá
K.Einarsson &Björnsson, á spjald
með hlutum á sem mig langaði til að
eignast, – en peningarnir komu aldrei
og spjaldið ekki heldur,“ segir Fjóla.
„Það er langt á milli þess að vera
nískur og útsjónarsamur. Fátæktin
gerði mig sem betur fer ekki beiska
eða níska, hún gerði mig útsjónar-
sama og hugmyndaríka og fyrir það
er ég þakklát. En ég hef alltaf átt ansi
erfitt með að þiggja, það er sennilega
stoltið frá fátæktarárunum sem ég
hef aldrei alveg gleymt. Ég gæti sagt
þér margt, Guðrún mín …“
Mér bregður þegar ég sé að þessi
glaðlega og sterka kona er við það að
vikna þegar hún lætur hugann reika
inn í kjallarann í Skerjafirðinum, þar
sem allt var vissulega hreint, – það
litla sem til var.
„Auðvitað hefði ég viljað hafa sumt
öðruvísi þá en núna finnst mér hins
vegar að það sem ég fékk hafi verið
mikilvægt þegar upp er staðið,
– og það var auðvitað líka oft mjög
gaman.
Við bjuggum skammt frá Tívolí og
þangað leitaði hugur minn og Ástu
vinkonu minnar. Til að komast þar
frítt inn útbjuggum við Ásta kaffi-
brauð og kaffi á brúsa og gáfum vörð-
unum, svona vorum við sniðugar. Við
æfðum íþróttir og vorum stofnfélagar
þegar Halldór fisksali stofnaði Þrótt,
við Ásta spiluðum þar handbolta. Við
syntum líka í sjónum á sumrin í
Skerjafirðinum – og margt fleira var
skemmtilegt hjá okkur vinkonunum.
Það er gleðilegt til þess að hugsa að
allar komumst við ágætlega áfram í
lífinu, vinkonurnar þrjár. Ég er
ánægð með mitt hlutskipti í lífinu, –
þó erfði ég ekki neitt nema gleraugun
hennar móður minnar – og þau nota
ég enn.“
Morgunblaðið/RAX
Fjóla Magnúsdóttir í verslun sinni Antikhúsinu við Skólavörðustíg.
Fjóla þarf oft að láta gera við húsgögnin sem hún kaupir.
gudrung@mbl.is