Morgunblaðið - 17.04.2003, Page 28
28 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Á SKÍRDAG verður ferming-
armessa kl. 14 þar sem Dómkórinn
syngur og báðir prestarnir þjóna
við messuna.
Að kvöldi skírdags kl. 20 verður
kvöldmessa. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson flytur hugleiðingu. Forsöng
og undirleik annast hjónin Þorvald-
ur Halldórsson og Margrét Schev-
ing. Sr. Hjálmar Jónsson annast alt-
arisþjónustuna.
Föstudaginn langa kl. 14 verður
helgistund við krossinn. Sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson leiðir þá stund.
Flutt verða sjö orð Krists á kross-
inum, Litanía sr. Bjarna Þorsteins-
sonar og ritningarlestrar. Dómkór-
inn mun syngja undir stjórn
Marteins H Friðrikssonar m.a. Ave
verum corpus eftir Mozart.
Biskupsmessa er kl. 8 að morgni
páskadags. Herra Karl Sigurbjörns-
son predikar og dómkirkjuprest-
arnir þjóna fyrir altari ásamt hon-
um. Söngvararnir Ólafur Kjartan
Sigurðarson, Anna Sigríður Helga-
dóttir og Þórunn Guðmundsdóttir
flytja „Páskadagsmorgun“ eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Á páskadag kl. 11 er hátíð-
armessa. Sr. Hjálmar predikar og
þjónar fyrir altari. Dómkórinn
syngur undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar. Söngvararnir Ólafur
Kjartan Sigurðsson, Anna Sigríður
Helgadóttir og Þórunn Guðmunds-
dóttir flytja „Páskadagsmorgun“
eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Æðruleysismessa
í Dómkirkjunni
ANNAN páskadag verður æðru-
leysismessa í Dómkirkjunni kl. 20.
Einhver mun segja þar af reynslu
sinni úr baráttunni við áfengissýk-
ina. Anna Sigríður Helgadóttir,
Hjörleifur Valsson, Birgir og Hörð-
ur Bragasynir, sjá um fjölbreytta
tónlist.
Sr. Hjálmar Jónsson flytur hug-
leiðingu. Sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir leiðir samkomuna og sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir leiðir alt-
arisgöngu.
Sjá heimasíðu Dómkirkjunnar
www.domkirkjan.is
Verið velkomin.
Prestarnir.
Fjölbreytt tónlist í
Bústaðakirkju
FJÖLBREYTT tónlist verður í Bú-
staðakirkju um bænadaga og páska.
Guðsþjónusta á skírdag verður nú
klukkan 18, sem er breyting frá
messutíma fyrri ára. Þá mun Kór
Bústaðakirkju flytja þætti úr sálu-
messu eftir Gabriel Fauré. Ein-
söngvarar eru úr röðum kórsins,
þau Alda Ingibergsdóttir og Ásgeir
Páll Ágústsson. Orgelleikari er
Douglas Brotchie og stjórnandi
Guðmundur Sigurðsson. Í messunni
verður gengið að borði Drottins.
Á föstudaginn langa verður guðs-
þjónusta kl. 14. Þá flytja þau Magn-
ea Tómasdóttir sópransöngkona og
Guðmundur Sigurðsson orgelleik-
ari íslensk þjóðlög við Passíusálma
Hallgríms Péturssonar. Útsetn-
ingar sálmanna annaðist Smári Óla-
son. Lesið verður úr Píslarsögunni.
Á páskadagsmorgun er hátíðar-
guðsþjónusta kl. 8 árdegis. Óbóleik-
ari er Peter Tompkins og organisti
Guðmundur Sigurðsson, sem stjórn-
ar félögum úr Kór Bústaðakirkju.
Á hádegi eða klukkan 12 verður
messað í Bláfjöllum en þar hefur
verið messað undanfarin 14 ár á
páskadegi með skíða- og útivist-
arfólki. Þar munu félagar úr Kór
Bústaðakirkju syngja undir stjórn
Guðmundar Sigurðarsonar.
Annan páskadag verður ferming-
arguðsþjónusta kl. 10.30 og er það
síðasti fermingarhópurinn á þessu
vori í Bústaðakirkju. Það eru allir
velkomnir að taka þátt í ferming-
arguðsþjónustunni og engin kvöð á
fjölda sem fylgir hverju ferming-
arbarni.
Verið velkomin í Bústaðakirkju í
dymbilviku og á páskum.
Pálmi Matthíasson
sóknarprestur.
Guðmundur Sigurðsson
organisti.
Kvöldvaka í
Fríkirkjunni í
Hafnarfirði
HIN hefðbundna kvöldvaka föstu-
dagsins langa verður í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði kl. 20.30 þar sem at-
burða föstudagsins langa er minnst
í tali og tónum. Eins og þeir þekkja
sem hafa mætt til þessarar kvöld-
vöku á liðnum árum er hér um afar
sérstæða og minnisstæða stund að
ræða.
Kertaljós eru tendruð undir
stórum krossi meðan sunginn er
sálmurinn Ég kveiki á kertum mín-
um við krossins helga tré. Lesið er
úr píslarsögunni og kórinn flytur
séræft efni. Að þessu sinni munu
Örn Arnarson og hljómsveit hans
sjá um alla tónlist og kór kirkjunnar
leiðir söng.
Í lok stundarinn lesa ferming-
arbörn síðustu orð Jesú á krossinum
og slökkva ljósin í kirkjunni. Kirkju-
gestir yfirgefa svo kirkjuna í kyrrð
og myrkri.
Friðarsamvera í
Fríkirkjunni í
Reykjavík
FRIÐUR við náungann og friður við
Guð.
Friðarsamvera í Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn langa, 18.
apríl kl. 20.30 – en tónlistarflutn-
ingur hefst kl. 20.15.
Eftirtaldir tónlistarmenn taka
þátt í samverunni: Carl Möller, pí-
anisti og orgelleikari, Anna Sigríð-
ur Helgadóttir, söngkona og söng-
stjóri og Kór Fríkirkjunnar í
Reykjavík.
Hugvekju flytja Njörður P.
Njarðvík prófessor, Guðrún Ás-
mundsdóttir leikkona og Hjörtur
Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur.
Fríkirkjan í Reykjavík var á sín-
um tíma stofnuð sem íslensk kirkju-
leg fjöldasamtök til eflingar sam-
félagslegu réttlæti og skapandi
endurnýjunar í anda Krists. Allir
eru hjartanlega velkomnir og að-
gangur er ókeypis.
„Job“ í Glerárkirkju
FÖSTUDAGINN langa kl. 16 mun
Arnar Jónsson leikari flytja þætti úr
samnefndu riti Gamla testament-
isins. Að flutningi loknum verða
umræður í safnaðarsal um mann-
lega þjáningu. Aðstandendur sýn-
ingarinnar eru auk Glerárkirkju
Félag áhugafólks um heimspeki á
Akureyri og Samhygð, sorg-
arsamtökin á Akureyri.
Boðið verður upp á léttar veit-
ingar. Allir velkomnir.
Föstudagurinn langi
í Neskirkju
DAGSKRÁ um þjáningu og lausn.
Kynnt verður starf Hjálparstarfs
kirkjunnar og Amnesty Int-
ernational. Sýnd verða stutt skeið
úr kvikmynd um ævi Jesú Krists
sem byggð er á Lúkasarguðspjalli.
Lesið verður úr Passíusálmum séra
Hallgríms Péturssonar. Þennan dag
minnist kristin kirkja þjáningar
Jesú. Enn þjáist fólk í heiminum og
því er verk að vinna fyrir vakandi
fólk. Samstarf við framangreinda
aðila á að minna á að leitað er
lausna á böli og þjáningu heimsins.
Leikararnir, Harald G. Haralds og
Ragnheiður Steindórsdóttir, flytja
frásögur af þjáðu fólki. Steingrímur
Þórhallsson organisti leiðir söng-
kvartett og verður sungin tónlist
m.a. eftir Orlando Di Lasso. Engin
ljós verða tendruð í kirkju eða á alt-
ari en þegar fólk kemur til kirkju
gengur það inn í rauðan ljósgeisla,
tákn fyrir blóðrás og hjartslátt
Krists. Um er að ræða myndlist-
arverk eftir Harald Jónsson mynd-
listamann. Séra Örn Bárður Jóns-
son leiðir dagskrána.
Íhugunarstöðvar Í kirkjunni
verður komið fyrir hlutum (tólum
og tækjum) sem minna á þjáningu
og valdbeitingu. Þátttakendur geta
gengið um kirkjuna og skoðað þessa
hluti og íhugað. Á einum stað verð-
ur vatn og brauð til neyslu.
Bibertónleikar. Að lokinni fram-
angreindri dagskrá flytja þeir Mart-
in Frewer fiðla, Dean Ferrell bassi
og Steingrímur Þórhallsson orgel
sónötur eftir Biber sem var tón-
skáld á 17. öld. Rósakranssónötur
hans þykja meistaraverk og fjalla
um ævi Krists. Þær sem fluttar
verða föstudaginn langa eru um
þjáningu hans og krossdauða. Flytj-
endurnir hafa þegar leikið són-
öturnar fyrir Ríkisútvarpið og fóru
upptökurnar fram í Neskirkju á
vordögum. Séra Örn Bárður Jóns-
son les ritningarlestra á milli són-
atanna.
Chagall í Neskirkju
EFTIR messu á skírdagskvöld, sem
hefst klukkan átta, sýnir sr. Frank
M. Halldórsson litskyggnur í safn-
aðarheimili kirkjunnar af steindum
gluggum eftir hinn fræga list-
armann Marc Chagall sem prýða
bænhúsið í læknadeild Hadassah-
háskólasjúkrahússins í Jerúsalem.
Þegar Chagall tók þetta verk að
sér hafði Biblían verið uppspretta
og innblástur margra mikilvægustu
verka hans. Vann hann í tvö ár að
rannsóknum og ýmiss konar könn-
unum áður en að lokaútfærslu
glugganna kom.
Myndverkið táknar tólf syni Jak-
obs en frá þeim eru allir tólf kyn-
þættir Ísraels komnir. Þá táknar
það einnig blessunina sem Jakob
veittir þeim.
Hverjum einum er í sjálfsvald sett
hvernig hann notar skáldlegt
ímyndarafl sitt til að skilja þetta
stórkostlega verk.
Sr. Frank mun í stórum dráttum
lýsa vinnuferlinu að gerð
glugganna svo fólk geti betur gert
sér grein fyrir því hvernig þetta
heimsfræga listaverk varð smám
saman til.
Fram verða bornar veitingar.
Páskanæturmessa í
Langholtskirkju
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ fyrir
páska, 19. apríl, verður páskanæt-
urmessa í Langholtskirkju. Hefst
stundin kl. 23.30 með ritning-
arlestrum í myrkvaðri kirkjunni.
Um miðnætti verður páskakertið
borið inn og páskalofsöngur fluttur.
Söfnuðurinn fær afhent kerti og
hver tekur sér ljós af páskakertinu.
Skírnarinnar er minnst en aðfara-
nótt páska var skírnarhátíð til
forna. Heilög kvöldmáltíð verður
síðan um hönd höfð.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson leið-
ir messugjörðina ásamt sókn-
arpresti og fleiri prestum og les-
urum. Margrét Bóasdóttir syngur.
Organgisti er Jón Stefánsson. Allir
eru velkomnir.
Sérstök altarisganga verður í
Langholtskirkju á skírdagskvöld kl.
20. Á föstudaginn langa verður
guðsþjónusta og kyrrðarstund kl.
11.
Hátíðarmessa verður á páska-
dagsmorgun kl. 8.
Blásarakvintett í
Hallgrímskirkju
Á SKÍRDAG mun norskur blásara-
kvintett leika í Hallgrímskirkju frá
kl. 19.40 og þar til messa hefst kl.
20. Um er að ræða kvintett úr lúðra-
sveitinni Osko Representasjons
Korps. Á efnisskránni eru kirkjuleg
verk, m.a. eftir J.S. Bach, Johannes
Brahms o.fl. Guðsþjónustan er í
umsjá séra Sigurðar Pálssonar og
lýkur henni að venju með Getsem-
anestund sem felst í því að afskrýða
altarið fyrir föstudaginn langa og
koma fyrir altarisklæði sem Unnur
Ólafsdóttir listakona gaf kirkjunni
og á sér ekki hliðstæðu hér á landi.
Klæðið er látið standa yfir föstu-
daginn langa sem myndræn íhugun.
Páskamessa
á Þingvöllum
við sólarupprás
EINS og undanfarin ár verður fram
haldið hinum forna sið að hefja
messu á í Þingvallakirkju á páska-
morgun um leið og sól rís og nýr
dagur stígur fram.
Er hér minnst atburða hins fyrsta
páskadags í kristninni er konurnar
biðu sólaruppkomu og nýs dags svo
að þær gætu farið að gröf Jesú og
gert líki hans til góða. Þær urðu síð-
an fyrstu vitnin að upprisu Jesú
Krists er þær komu að hinni tómu
gröf og engillinn tjáði þeim að
Kristur væri upprisinn. Síðan hefur
því verið fagnað um allan hinn
kristna heim á hverjum páskum,
enda er upprisan grundvöllur krist-
innar trúar.
Samkvæmt upplýsingum Veð-
urstofunnar verður sólarupprás á
Þingvöllum um kl. 5.45 á páska-
morgun. Hins vegar þarf sólin að
klífa upp fyrir fjallahringinn í austri
áður en geislar hennar ná til þeirra
er bíða komu nýs dags. En strax og
það gerist hefst guðsþjónustan í
Þingvallakirkju eða um kl. 6.
Það eru konur í kirkjunni, sem
standa að guðsþjónustunni í sam-
vinnu við sóknarprestinn eins og
undanfarin ár. Þessi hópur hefur
um árabil gengist fyrir fjölsóttum
kyrrðardögum kvenna í Skálholti
tvisvar á ári og það er einmitt Skál-
holtsrektor, sr. Bernharður Guð-
mundsson sem predikar og þjónar
fyrir altari við þessa óvanalegu og
hátíðlegu guðsþjónustu á sjálfum
Þingvöllum.
Allir eru að sjálfsögðu hjart-
anlega velkomnir en þar sem brugð-
ið getur til beggja vona um veð-
urfar, er fólk hvatt til að klæða sig
samkvæmt veðri!
Dymbilvika
og páskar í
Laugarneskirkju
ÞAÐ er sérstök reynsla að eiga sam-
leið með mörgu fólki í gegnum at-
burði píslarsögunnar og páskanna.
Laugarneskirkja opnar dyr sínar og
býður öllum að taka þátt um bæna-
daga og páska.
Fyrst komum við saman í kvöld-
messu á skírdag kl. 20.30, þar sem
að lokinni altarisgöngu fer fram hin
árvissa afskrýðing altarisins, þar til
ljósin slokkna og þögnin tekur við
og fólk gengur hljóðlega út í myrk-
ur Getsemanegarðsins án þess að
messunni ljúki. Enda komum við svo
saman að nýju kl. 11 að morgni
föstudagsins langa til að halda
áfram að hugleiða píslir Jesú og
gildi krossins í eigin lífi.
Á páskadagsmorgni kl. 8 komum
við loks til kirkjunnar til að fagna
sigri lífsins við hátíðarguðsþjón-
ustu. Allir mæta á fastandi maga og
koma svo saman yfir í safn-
aðarheimilið á eftir til að neyta
morgunverðar í boði safnaðarins
þar sem sóknarnefndarmenn ganga
um beina.
Einnig viljum við vekja athygli
barnafólks á því að annan dag
páska er haldinn sunnudagaskóli
með hátíðarbrag kl. 11. Þar mun
Barnakór Laugarness syngja, saga
páskanna verður endursögð með
myndum og sungið af hjartans lyst.
Verið velkomin í Laugarnes-
kirkju.
Staða kristniboðs
í nútímanum
UM þetta ofanskráðaefni mun
Kjartan Jónsson kristniboði fjalla í
morgunfræðslu Íslensku Krists-
kirkjunnar, Bíldshöfða 10, milli kl
10 og 12 laugardaginn fyrir páska.
Kjartan starfaði mörg ár sem
kristniboði í Kenýu á vegum Sam-
bands íslenskra kristniboðsfélaga
og hefur því miklu reynslu af
kristniboði. Hann hefur auk þess
aflað sér framhaldsmenntunar á
þessu sviði og er eflaust einn fróð-
asti maður hérlendis um hver er
staða kristniboðs í nútímanum og
hvernig gengur að boða heiðnum
þjóðum fagnaðarerindið. Allir eru
velkomnir á fræðsluna og aðgangur
ókeypis.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dómkirkjan
um bænadaga
og páska
Dómkirkjan í Reykjavík.