Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 34
34 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Virðing — samvinna — árangur Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru eftirfarandi kennarastöður lausar til umsóknar frá 1. ágúst 2003: Danska heil staða. Raungreinar heil staða. Íslenska heil staða. Enska heil staða - afleysing í eitt ár. Þýska 75% staða. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal skila til skólameistara eigi síðar en 5. maí 2003. Leitað er eftir fram- haldsskólakennurum og laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags framhaldsskólakenn- ara. Upplýsingar um skólann má finna á heim- asíðu hans www.fss.is. Nánari upplýsingar veita Ólafur Jón Arnbjörns- son, skólameistari, olijon@fss.is og Oddný Harðardóttir, aðstoðarskólameistari, oddny@fss.is í síma 421 3100. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Skólameistari.                             !     "#   $% # %     # %  &      '                               !     "   "#            #     Hjúkrun - sumarvinna Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, hjúkrunarnema og starfsfólk í aðhlynningu óskast á hjúkrunar- deild fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu frá 25. apríl nk. til 1. sept. eða eftir samkomulagi. Leggum áherslu á góðan starfsanda, þar sem frumkvæði einstaklinga skiptir máli. Vaktavinna eftir samkomulagi. Upplýsingar veita Gerður Baldursdóttir í síma 695 9297 og Sigríður Pálsdóttir í síma 891 9053, netfang: siggap@centrum.is . Fiðlukennari Staða fiðlukennara (heil staða) er laus til umsóknar við skólann. Heimilt er að tveir kennarar skipti með sér stöðunni. Umsóknarfrestur er til 5. maí nk. Skólastjóri. Sveitarfélagið Árborg er í sókn enda er þar stöðug uppbygging og íbúa- fjöldi kominn í 6.200 manns. Verslun, þjónusta og iðnaður eru aðalatvinnugreinar sveitarfélagsins. Skólastarf er öflugt og ferðaþjónusta fer mjög vaxandi. Árborg er þjónustukjarni fyrir allt Suðurland. Tveir grunnskólar eru í sveitarfélaginu og nýr grunnskóli í byggingu. Sex leikskólar, tónlistar- skóli og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Góð almenn þjónusta. Sagan talar til okkar við hvert fótmál. Menningarlífið er fjölbreytt, umhverfið fagurt og fólkið skemmtilegt. ÁRBORG Áhugaverð störf á félags- og fræðslusviði hjá Sveitarfélaginu Árborg. Deildarstjóri grunnskóla- og menningardeildar (nr. 3265) Ábyrgðarsvið: Málefni grunnskóla (skólavist heyrir undir grunnskóla) og félagsmiðstöðva, einnig æskulýðs- og tómstundamál og menningarmál. Helstu verkefni: Fagleg umsjón og eftirlit með skólahaldi og fræðslu í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Tillaga og eftirfylgni með kennslukvóta. Eftirlit með ráðningu starfsmanna og sérúrræðum skólanna. Samskipti innan og utan sveitarfélags á sviði menningar- mála og æskulýðs- og tómstundamála. Fylgjast vel með framförum og nýjungum í skólastarfi og vera mótandi og leiðandi í þróunarstarfi skólanna. Undirbúningur fjárhagsáætlana, eftirlit með rekstri og ábyrgð á að samþykktri fjárhagsáætlun sé framfylgt. Menntun og hæfni: Kennarapróf eða sambærileg háskólamenntun Reynsla af skólamálum og stjórnun Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræða er æskileg Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Skólastjóri (nr. 3266) Skólastjóri við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Um er að ræða afleysingastarf í eitt ár. Ábyrgðarsvið: Skólastjóri er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum, veitir honum faglega forystu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn. Helstu verkefni: Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans. Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í starfi. Leiða samstarf kennara, nemenda, heimila og skólasam- félagsins í heild. Menntun og hæfni: Kennarapróf Þekking og reynsla á sviði stjórnunar Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræða er æskileg Í báðum störfunum er lögð áhersla á frumkvæði, skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum. Búseta: Skilyrði fyrir ráðningu í störfin er að viðkomandi sé eða verði búsettur í sveitarfélaginu. Á heimasíðu Árborgar www.arborg.is er að finna skipurit og aðrar upplýsingar sem að gagni geta komið fyrir umsækjendur. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Baldur Jónsson Netföng: thorir@hagvangur.is og baldur@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 3. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.