Morgunblaðið - 17.04.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 17.04.2003, Síða 36
36 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lausar kennarastöður Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir eftir kennurum skólaárið 2003-2004 í eftirfar- andi bóknámsgreinar:  Íslensku (2 stöður).  Raungreinum og stærðfræði (1½ staða).  Viðskiptagreinum (stundakennsla). Umsóknarfrestur er til mánudagsins 28. apríl 2003. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 6. gr. laga nr. 86/1998 um leyfi til þess að nota starfsheitið framhaldsskólakennari. Starfskjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og KÍ frá 7. janúar 2001. Allar nánari upplýsingar veita Ólína Þorvarðar- dóttir, skólameistari, og Jón Reynir Sigurvins- son, aðstoðarskólameistari, í síma 450 4402. Skólameistari. = allt er framkvæmanlegt Þú + Opin kerfi = allt er framkvæmanlegt Opin kerfi ehf. er framsækið fyrirtæki sem starfar á upplýsingatæknimarkaði. Fyrirtækið er byggt á traustum grunni, er í góðum rekstri og hefur skýr markmið. Það er þróttmikið og ört vaxandi og hefur á að skipa úrvals starfsfólki. Opin kerfi leggja höfuðáherslu á búnað frá HP, Cisco Systems og Microsoft og eru í beinum samskiptum við þá framleiðendur. Mikið er lagt upp úr samheldni starfsfólks, góðri vinnuaðstöðu og umbun fyrir vel unnin störf. Lögð er áhersla á að dreifa ábyrgð til hvers starfsmanns, sveigjanleika í vinnu- brögðum og opið skrifstofuumhverfi. Hvatt er til símenntunar starfsmanna til þess að tryggja að starfsmenn viðhaldi og endurnýji þekkingu sína og nái sér í viðeigandi tæknilegar prófgráður. Hjá Opnum kerfum ehf. eru nú 77 starfsmenn. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Liðsauka eða á www.lidsauki.is. Nánari upplýsingar gefur Sigrún Ólafsdóttir, milli kl. 09.00 og 12.00 í síma 562 1355. Sölumaður í söludeild Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að ganga til liðs við harðsnúinn hóp viðskiptastjóra í síbreytilegu tækniumhverfi. Starfssvið • Sala á tæknibúnaði • Ráðgjöf til viðskiptavina • Aðstoða viðskiptastjóra við að loka samningum • Önnur tilfallandi verkefni eftir nánara samkomulagi Hæfniskröfur • Þekking á tölvum og tæknibúnaði • Áhugi á sölumennsku • Kraftur og metnaður í starfi Ráðgjafi í söludeild Við erum að leita að einstaklingi sem er tilbúinn að vera leiðandi innan fyrirtækisins í þekkingaruppbyggingu á netlausnum svo og í vali, markaðssetningu og sölu á netlausnum. Starfssvið • Vera leiðandi í sölu á netlausnum • Samskipti við birgja • Viðskiptastjórnun á lykilviðskiptavinum Hæfniskröfur • Reynsla í ráðgjöf og sölu á tæknilausnum • Háskólamenntun á tæknisviði æskileg • Áhugi á söluráðgjöf og sölumennsku • Kraftur og metnaður í starfi Bókasafnsfræðingur Félagsþjónustan í Reykjavík óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing í 50% starf í bóka- og skjala- safn. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upp- lýsingafræði  Þekking og reynsla í skjalastjórnun  Reynsla og hæfni í stjórnun og mannlegum samskiptum Starfssvið:  Umsjón með bóka- og skjalasafni  Skjalastjórnun og umsjón með verklagsregl- um skjalastjórnunar  Ráðgjöf við allar starfseiningar  Fræðsla um skjalastjórnun Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Stéttarfélags bókasafns- og upplýs- ingafræðinga. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2003. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, í síma 535 3034, netfang: sigridurj@fel.rvk.is . Starfsmaður í móttökueldhús Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 óskar eftir að ráða starfsmann í móttökueldhús. Starfið felur í sér móttöku og framreiðslu á mat, kaffi og annað tilheyrandi. Starfshlutfall er 60%, framtíðarstarf. Einnig vantar okkur starfsmann til sumarafleysinga í móttökueldhús. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðu- maður, Lilja Sörladóttir, í síma 568 3132, netfang lilja@fel.rvk.is Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.