Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ mála um að þjóðkirkjan þjónaði afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sólveig Pétursdóttir, kirkjumála- ráðherra og fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sagði þjóðkirkjuna gegna mikilvægu hlutverki meðal íslensku þjóðarinnar. „Það er ekki á stefnu- skrá Sjálfstæðisflokks að aðskilja ríki og kirkju,“ sagði Sólveig. Hún sagði að hins vegar þyrfti að draga verulega úr samstarfinu og að nauð- synlegt væri að auka fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar. Hún sagði þjóðkirkjuna gegna menningarhlut- verki og þjóna öllum. Sólveig sagði íslensku þjóðkirkjuna eina þá sjálf- stæðustu á Norðurlöndunum og mikilvægt væri að hún héldi áfram að þróast á sömu braut án þess að til aðskilnaðar við ríki kæmi. Hún sagði aðskilnað ríkis og kirkju flókinn, breyta þyrfti lögum, prestar yrðu ekki ráðnir af hinu opinbera, breyt- ingu yrði að gera á samningum um eignir, endurskoða guðfræðinám við Háskóla Íslands, athuga varðveislu menningarlegu hliðar kirkjunnar og skoða mál kirkjugarðanna. Aðskilnaður ekki á stefnuskrá Framsóknarflokksins Jónína Bjartmarz talaði fyrir hönd Framsóknarflokksins og tók að mestu undir það sem Sólveig sagði. „Framsóknarflokkurinn styð- ur áframhaldandi samstarf við kirkj- una um ókomna tíð. Við hljótum að spyrja hvað kirkjan vilji sjálf,“ sagði Jónína og tók það fram að aðskiln- aður væri ekki á stefnuskránni. Hún sagði að gildismat kristinnar trúar væri hornsteinninn að íslensku þjóð- félagi. Jónína sagði einnig að kirkjan ætti að koma sterk inn í líf fólks, sér- staklega í ljósi þess ofbeldis og klámvæðingar sem hún sagði nú ein- kenna þjóðfélagið. Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, sagði kirkjuna jákvæða uppsprettu siðferðilegra gilda og að samferð ríkis og kirkju í 1.000 ár samþætta þjóðfélaginu. Össur sagði að eitt af helstu hlut- verkum ríkisvaldsins væri að flytja verkefni frá ríki yfir á frjáls félaga- samtök, og taldi kirkjuna þar með. Hann sagði að kirkjan ætti að taka sífellt meiri þátt í starfi úti í þjóð- félaginu eins og t.d. að sinna öldr- Á FUNDI sem Kirkjuráð boðaði til með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Hallgrímskirkju í gær kom fram að Frjálslyndi flokkurinn vill algeran aðskilnað ríkis og kirkju en Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur vilja áframhaldandi samstarf. Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa ekki tekið form- lega afstöðu til aðskilnaðar, en Vinstrihreyfingin telur hann þó tímaspursmál. Fulltrúar flokkanna voru sam- uðum. Hann sagði Samfylkinguna þó ekki hafa mótað formlega afstöðu til sambands ríkis og kirkju. Drífa Snædal, fulltrúi Vinstri grænna, sagði flokkinn ekki hafa tekið formlega afstöðu til aðskilnað- ar ríkis og kirkju en að flokkurinn hefði lagt fram frumvarp til breyt- inga þar sem lagt var til að allar kirkjur yrðu gerðar jafnar. Hún sagði aðskilnað þjóðkirkj- unnar og ríkis mundu efla kirkjuna. „Það er bara tímaspursmál hvenær aðskilnaður ríkis og kirkju verður að veruleika. Í framtíðinni sé ég að öll- um kirkjum verði gert jafnhátt und- ir höfði,“ sagði Drífa. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslyndra, sagði að stefna ætti að aðskilnaði ríkis og kirkju. Hann sagði flokkinn hafa lagt fram frumvarp sem vinna ætti á næstu fimm árum um að allar kirkjudeildir og trúarsöfnuðir skyldu njóta jafn- réttis að lögum. Hann sagði að lög um aðskilnað ættu þó ekki að taka gildi fyrr en að lokinni þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi flokksins, sagði að þrátt fyrir að flokkurinn væri hlynntur aðskilnaði hefði hann ekkert á móti þjóðkirkj- unni. Hún sagðist telja að aðskiln- aðurinn myndi ekki veikja þjóðkirkj- una, heldur styrkja hana. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagði að trúin væri límið sem héldi góðu samfélagi saman. Hann sagði kirkjuna hafa unnið að miklu stefnumótunarstarfi undanfarin ár. Mikilvægt væri að börn lærðu kristi- leg gildi í skólum ásamt því að læra um öll trúarbrögð. Hann sagði að- skilnað alls ekki óhjákvæmilegan og nefndi að boðorðin væru til að mynda grundvöllur íslenskra laga. Sr. Halldór Gunnarsson, sem sæti á í kirkjuráði, fjallaði um vanda þjóðkirkjunnar varðandi prestsetr- in, en kirkjuþingsmenn lýstu yfir óánægju á síðasta kirkjuþingi með 150 milljón króna tilboð kirkjumála- ráðherra vegna uppgjörs og afhend- ingar prestsetra. Halldór sagði að enn bæri mikið í milli en að hann vonaði að hægt væri að leysa málin fljótt. Sólveig Pétursdóttir sagðist vera bjartsýn á sameiginlega lausn. „Vilji stendur til þess að þjóðkirkjan verði formlegur eigandi en ekki aðeins umráðamaður þessara prestsetra og prestsetursjarða sem munu vera um 80 talsins. Ég er vongóð um að þess- ar viðræður haldi áfram innan skamms,“ sagði Sólveig. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna eru sammála um mikilvægi þjóðkirkjunnar Frjálslyndir vilja algeran aðskilnað ríkis og kirkju Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jónína Bjartmarz, Framsóknar- flokki, Drífa Snædal, Vinstrihreyfingunni, Guðjón A. Kristjánsson og Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum, Halldór Lárusson, Fram- sóknarflokki, og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni. BÖÐVAR Guðmundsson og Steinþór Agnarsson, fé- lagar í flugmódelfélaginu Þyt, voru að prófa þyrlu- módel sín á svæði félagsins á Hamranesflugvelli sunn- an við Hafnarfjörð í veðurblíðu. Í Þyt eru um 120 félagar, fimm þeirra sérhæfa sig í smíði þyrlumódela, en þegar hafa tíu slík verið smíðuð af félagsmönnum. Morgunblaðið/RAX Smáar þyrlur komnar á flug FYRIRTÆKIÐ Impregilo hef- ur keypt vinnubúðir Íslenskra aðalverktaka sem hafa verið á Kárahnjúkasvæðinu síðasta misserið og rúma 50 manns. Þá hefur Impregilo fest kaup á vinnubúðum í Noregi. Rúma þær um 120 manns. Fleiri vinnubúðir koma svo víðar að eftir því sem starfsmönnum fjölgar á svæðinu en sem kunn- ugt er áformar Impregilo að reisa hálfgert þorp við Kára- hnjúkavirkjun fyrir hátt í þús- und starfsmenn. Reiknað er með að fjölskyldur um 50 starfsmanna fylgi þeim til landsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru vinnubúðirnar mismunandi að gæðum, allt eft- ir því hverja þær eiga að hýsa. Hærra settir starfsmenn munu búa í rúmbetri húsakynnum, svo dæmi sé tekið. Impregilo kaupir vinnubúð- ir af ÍAV NOKKUR stúdentsefni frá Mennta- skólanum við Sund báru vörur sem tengdust tveimur bjórheildsölum í nýafstaðinni dimmisjón og fengu í öðru tilvikinu afslátt af bjór fyrir en í hinu fjárhagslegan styrk. Fyrir- tækin voru Ölgerðin Egill Skalla- grímsson og Austurbakki. Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Öl- gerðarinnar, segir að hér hafi verið um mistök af hálfu fyrirtækisins að ræða. „Það er skýr stefna hjá okkur að taka aldrei þátt í neinu með framhaldsskólum sem tengist bjór eða léttöli. Hingað komu nemendur sem höfðu útbúið búninga sem tengdust persónu úr léttölsauglýs- ingu okkar og báðu um fjárhags- legan stuðning sem við veittum. Þetta voru mistök sem gerð voru í hita leiksins og við munum tryggja að þetta gerist aldrei aftur.“ Hann bætir við að fyrirtækið hafi oft átt samstarf við framhaldsskóla en ein- göngu í tengslum við óáfenga drykki eins og gosdrykki. Arnar Ottesen, deildarstjóri vín- deildar hjá Austurbakka, segir að stúlka frá MS hafi átt frumkvæði að því að fá afslátt af bjór frá fyrirtæk- inu. „Það hafði samband við mig stúlka sem hafði náð aldri til að drekka áfengi. Hún vildi fá lánaðan borða með bjórauglýsingu frá fyr- irtækinu sem henni fannst sniðugt að ganga um með í dimmisjóninni. Hún fór síðan í ÁTVR og keypti bjór sem við flytjum inn, kom með kvittunina og fékk endurgreidda ákveðna prósentu af upphæðinni.“ Hann segir að þessi háttur sé gjarn- an hafður á til að fá fólk til að kaupa vörur fyrirtækisins og að ekkert sé athugavert við það. „Stúlkan sem ég ræddi við hafði náð aldri til að drekka áfengi enda gerum við aldrei neitt af þessu tagi fyrir fólk sem hefur ekki náð lög- aldri. Hvort aðrir hafa síðan drukk- ið bjórinn með henni veit ég hins vegar ekki enda erfitt að fylgjast með því.“ Stúdentsefni höfðu samstarf við bjórfyrirtæki Fengu fjár- styrk og af- slátt af bjór

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.