Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrst bjóðum við upp einstæða móður með litla kútinn sinn, síðan manninn með þá „bláu“, og þá Gauja goggara, Neijara-Grím og að síðustu the Saddams-killer. Búa börn við fátækt á Íslandi? Örbirgð eða allsnægtir? SPURNINGIN hvortfátækt sé á Íslandihefur verið áleitin í umræðunni hin síðustu misseri og eru skoðanir á því ýmsar. Málþing verð- ur haldið á vegum Ís- Forsa á Grand hóteli á mánudaginn og stendur milli kl. 13 og 16.15. Yf- irskrift málþingsins er Örbirgð eða allsnægtir – búa börn við fátækt á Ís- landi? Sigríður Jónsdótt- ir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík, er meðlimur í Ís-Forsa og sat í undirbúningsnefnd þingsins, auk þess að vera einn fyrirlesara. Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir hana. – Hver heldur málþingið, þ.e.a.s. hvað er Ís-Forsa? „Málþingið er haldið á vegum Ís-Forsa, sem stofnað var í apríl 2002. Meginmarkmið Ís-Forsa er að styðja við og efla rannsóknir á sviði velferðar og félagsráðgjaf- ar. Ís-Forsa meðlimir eru nú um 50 talsins. Ís-Forsa á systurfélög á hinum Norðurlöndunum. „Forsa Norden“ er samstarfs- vettvangur norrænu félaganna og heldur m.a. norræna ráð- stefnu annað hvert ár. Næsta Forsa ráðstefnan verður haldin í Norrköping í nóvember.“ – Um hvað verður fjallað á málþinginu? „Á málþinginu verður velferð- arhugtakið í brennidepli út frá íslenskum og alþjóðlegum veru- leika, en sjónum verður sérstak- lega beint að aðstæðum barna. Varpað verður fram þeirri spurningu hvort börn búi við fá- tækt á Íslandi.“ – Hvert verður hlutverk mál- þingsins og hverju verður helst leitast við að svara? „Málþingið er liður í því að efla faglega og fræðilega umfjöll- un um áleitið og viðkvæmt mál eins og fátækt í nútímavelferð- arsamfélagi og þá sérstaklega um áhrif fátæktar á börn. Leit- ast verður við að svara ýmsum spurningum, svo sem þeirri hvernig íslenska velferðarkerfið er að þróast og þá sérstaklega m.t.t. hagsmuna barna og barna- fjölskyldna. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir barnafjölskyldur að búa við kröpp kjör og þá sér- staklega með tilliti til uppvaxt- arskilyrða barnanna. Hvaða áhrif hefur það á möguleika barna að búa í fjölskyldum með lágar tekjur og takmarkaða tekjumöguleika? Hvaða áhrif hefur það á möguleika þessara barna í nútíð og framtíð? Eru fá- tæk börn dagsins í dag fátækir foreldrar framtíðarinnar?“ – Hverjir munu taka til máls á málþinginu og um hvað munu þeir helst fjalla? „Stefán Ólafsson, prófessor í Háskóla Íslands, mun fjalla um einkenni íslenska vel- ferðarkerfisins í fjöl- þjóðlegum saman- burði, þróun þess og breytingar á kerfinu á liðnum árum. Guðný Björk Eydal, lektor við Háskóla Íslands, beinir athyglinni að fátækt barna í velferðarríkjum og gerir grein fyrir samanburðarrannsóknum á fátækt barna í vestrænum lönd- um, eðli og umfangi hennar. Harpa Njáls, skrifstofustjóri og sérfræðingur á Borgarfræða- setri, dregur fram skyldur ís- lenskra stjórnvalda til að tryggja öllum börnum velferð. Ég mun fjalla um þróun fjárhagsaðstoðar í Reykjavík með sérstakri áherslu á stöðu barnafjöskyldna í Reykjavík sem ekki ná endum saman. Sigurður Snævarr, borg- arhagfræðingur í Reykjavík, fjallar um tekjudreifingu í sam- félaginu og leitar svara við því hvort barnafólk búi fremur við fátækt en aðrir þjóðfélagsþegn- ar. Gefn Baldursdóttir og Sig- urður H. Sveinsson munu fjalla um það hvernig það er að lifa af lágum tekjum í íslensku sam- félagi nútímans. Lára Björns- dóttir, félagsmálastjóri í Reykja- vík og stjórnarmaður í Ís-Forsa, verður fundarstjóri málþingsins. Í upphafi málþingisns mun Guð- rún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands og for- maður Ís-Forsa, ávarpa mál- þingsgesti og Halldór Gunnars- son, fyrrum Þokkabótarmaður, núverandi formaður Þroska- hjálpar og stjórnarmaður í Ís- Forsa, mun galdra fram ljúfa tóna.“ – Verður leitað eftir einhvers konar niðurstöðu eða ályktun í málþingslok? „Hinn góðkunni útvarps- og dagskrárgerðarmaður Ævar Kjartansson mun í lok málþings- ins reifa þá þætti sem fram komu og draga fram helstu nið- urstöður málþingsins.“ – Fyrir hverja er þetta mál- þing helst og er það öllum opið? „Þetta málþing er opið öllum og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. Hins vegar er rétt að geta þess að að- gangseyrir er 2.500 krónur og nauðsynlegt er að skrá sig til þingsins. Það er hægt að gera hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík eða á netföngin aud- urv@fel.rvk.is og valgerdurs- @fel.rvk.is“ – Hvað ef fólk vill forvitnast frekar um Ís-Forsa? „Upplýsingar um Ís-Forsa er að finna á Netinu á slóðinni http://starfsfolk.khi.is/gkrist/.“ Sigríður Jónsdóttir  Sigríður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 1950. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1970 og BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands 1974 og MA-próf í félags- legri stefnumótun og stjórnsýslu frá Háskólanum í Manchester 1979. Hefur mest starfað við Fé- lagsþjónustuna í Reykjavík og er þar framkvæmdastjóri þróunar- sviðs. Starfar einnig við Háskóla Íslands. Sigríður á tvö uppkomin börn, Jón Óskar og Halldísi, en maki er Ólafur Örn Thoroddsen. Eru fátæk börn í dag fá- tækir for- eldrar fram- tíðarinnar? Sjálfstæ›isflokkurinn í Kópavogi www.solidea.com Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.