Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 9
RÁÐIST verður í endurbætur á
Þjóðleikhúsinu um leið og fram-
kvæmdum við Þjóðminjasafn lýkur.
Þetta kom fram í máli Tómasar
Inga Olrich menntamálaráðherra
þegar Þorsteinn Gunnarsson, for-
maður húsafriðunarnefndar rík-
isins, færði honum að gjöf í fyrra-
dag upplýsingarit sem nefndin
hefur gefið út um steinuð hús og
viðhald þeirra.
Steining eða skeljun er gömul
séríslensk aðferð þar sem útveggir
steyptra húsa eru húðaðir með
mulningi úr bergi eða skeljum.
Þjóðleikhúsið er fyrsta húsið þar
sem notast var við steiningu en að
sögn Þorsteins er leikhúsið ein af
þeim opinberu byggingum sem
nefndin hefur lagt til að verði frið-
aðar. „Þetta er sérstaklega falleg
bygging og eitt af höfuðverkum
Guðjóns Samúelssonar en hann var
einn af forvígismönnum þeirrar að-
ferðar að steina hús,“ segir Þor-
steinn. Steining var mikið notuð á
Íslandi frá fjórða áratugnum og
fram á þann sjöunda og einkenna
steinuð hús heilu hverfin í Reykja-
vík, til að mynda Hlíðahverfi og
Melahverfi. Þorsteinn segir að
mörg hús sem hafi verið steinuð í
upphafi séu nú komin til ára sinna
og kominn tími á endurbætur og þá
komi rit sem þetta að góðu gagni.
Ritið er hluti af ritröð húsafrið-
unarnefndar ríkisins um viðhald
bygginga og endurbætur á þeim og
eru helstu textahöfundar bók-
arinnar Ari Trausti Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur og Flosi Ólafs-
son múrarameistari.
Upplýsingarit um steinuð hús kemur út
Steining á Þjóðleikhús-
inu lagfærð á næstunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra tekur við bók um steiningu úr
höndum Þorsteins Gunnarssonar (í miðið) og Magnúsar Skúlasonar.
UM 48 Íslendingar munu taka
þátt í Alþjóðasumarleikum
þroskaheftra, sem nefndir eru
Special Olympics á ensku.
Leikarnir verða haldnir í
Dublin á Írlandi í júní en
þetta er í fjórða skiptið sem
Íslendingar taka þátt í leik-
unum.
Sextán fararstjórar og um
40 aðstandendur munu fylgja
keppendum til Írlands en auk
þeirra verður forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, við-
staddur leikana.
Anna K. Vilhjálmsdóttir,
framkvæmdastjóri Special
Olympics á Íslandi, segir að
undirbúningur sé þegar haf-
inn hér heima og tilhlökkun
farin að færast í hópinn.
Allir fá tækifæri
„Þetta eru alltaf mjög
skemmtilegar ferðir. Þetta er
ekki afrekskeppni og þar af
leiðandi myndast ekki of mikil
spenna í kringum sjálfa
keppnina heldur er dagskráin
öll mjög fjölbreytt, í hvaða
formi sem hún er. Það er líka
svo gefandi fyrir alla að taka
þátt í þessu. Þarna fá allir
tækifæri, líka einstaklingar
sem aldrei væru valdir í svona
ferðir ef aðeins væri miðað við
árangur,“ segir Anna.
Alþjóðasumarleikarnir eru
nú í fyrsta sinn haldnir utan
Bandaríkjanna en Special
Olympics-samtökin voru
stofnuð þar árið 1968.
Íslendingar
taka þátt í
sumarleik-
um þroska-
heftra
KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
yfirlýsing um að búið sé að full-
raðgreina erfðamengi mannsins sé
merkingarlaus og í raun röng, því
óendanlega mikið af upplýsingum
eigi eftir að ná út úr erfðamenginu.
Hins vegar sé skilgreindu verkefni
lokið, verkefni sem miðaðist við það
að varpa ljósi á hvernig erfðameng-
ið sé sett saman. Merkilegum kafla
sé því lokið og mjög mikilvægum
áfanga náð, en mikið verk sé óunnið.
Nýlega var gefin út yfirlýsing
þess efnis að hinu fjölþjóðlega sam-
vinnuverkefni vísindastofnana
(Human Genome Project) væri lokið
og búið væri að fullraðgreina erfða-
mengi mannsins, en verkefnið hófst
árið 1990. Greint var frá þessu í net-
útgáfu The New York Times í síð-
ustu viku og haft eftir Kára Stef-
ánssyni, forstjóra Íslenskrar erfða-
greiningar, að það væri stórkostlegt
að hafa aðgang að þeirri röð sem
væri til staðar. Hún væri geysilega
mikilvægt tæki fyrir ÍE í þeirri
vinnu sem fyrirtækið væri að vinna
og ÍE hefði lagt svolítið af mörkum í
þessu efni, því þegar sá hópur sem
hefði raðgreint erfðamengið hefði
fengið aðgang að erfðakorti ÍE, sem
hefði verið birt í fyrra, hefðu gæðin
eða nákvæmnin á því hvernig erfða-
mörkin hefðu verið sett inn á röðina
aukist úr 93% í 99%. Hins vegar
væri bjánaskapur að segja að búið
væri að fullraðgreina erfðamengi
mannsins.
„Það er svo óendanlega mikið af
upplýsingum beint úr erfðamenginu
sem á eftir að ná út,“ segir Kári en
áréttar að vísindamennirnir hafi
lokið myndarlega fyrirfram skil-
greindu verkefni og þannig þjónað
vísindasamfélaginu geysilega vel.
Kári Stefánsson gagnrýnir yfirlýsingu
um lok raðgreiningar á erfðamengi
Mikilvægur áfangi
en ekki búið
Kringlunni - sími 581 2300
GLEÐILEGT
SUMAR
Danskar
leðurtöskur
Stærsta töskuverslun landsins,
Skólavörðustíg 7, sími 551 5814.
Gæðavara
NÝJAR VÖRU Í HVERRI VIKU
MIKIÐ ÚRVAL
GOTT VERÐ STÆRÐIR 34-48
HLIÐARGANGINUM
SMÁRALIND
TOPPAR OG SKYRTUR
Í MIKLU ÚRVALI
GOTT VERÐ
STÆRÐIR 34-56
Kringlunni, sími 588 1680.
Seltjarnanesi, sími 5611680.
tískuverslun
iðunn
Glæsilegt
úrval af
yfirhöfnum
Gleðilegt
sumar
SUMARTILBOÐ
Nú er tækifæri til að koma og gera
frábær kaup hjá Sissu
20-50% afsláttur af völdum vörum fram
að mánaðamótum
Opið virka daga frá kl. 10.30-18 • Laugardaga 10-16