Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 13
Þetta ætlum
við aðgera!
Loforð um jafnrétti kynjanna
Þrátt fyrir skýr ákvæði í jafnréttislögum er umtals-
verður launamunur kynjanna óþolandi staðreynd
og konur aðeins tæpur fimmtungur stjórnenda hjá
ríkinu árið 2003. Hjá Reykjavíkurborg hefur á
undanförnum árum tekist að minnka óskýrðan
launamun karla og kvenna um helming og fjölga konum í
stjórnunarstöðum úr innan við 10% í 50%. Loforð Samfylkingar-
innar í jafnréttismálum er einfalt – að endurtaka leikinn hjá hinu
opinbera. Konur eiga mikið inni.
Réttindi og virðing
í velferðarþjónustu
Samfylkingin boðar samábyrgð og samhjálp. Öflug
velferðarþjónusta er lykill að stéttlausu landi.
Samfylkingin vill efla heilsugæsluna og setja lög
um 3–6 mánaða hámarksbið eftir algengum
læknisaðgerðum. Við munum hækka barnabætur,
lækka skatta af lágum og millitekjum, og lækka matarverð.
Samfylkingin ætlar að bæta kjör aldraðra og öryrkja, og fjölga
félagslegum íbúðum. Allir eiga að hafa frelsi til að lifa með reisn.
Jafnræði og atvinnufrelsi
í fiskveiðum
Eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sjávar á að
tryggja í stjórnarskrá og innkalla fiskveiðikvóta í
smáum skrefum. Fiskveiðistefna Samfylkingarinn-
ar tryggir rétt strandbyggða til grunnslóðaveiða,
dregur úr hvata til brottkasts, eykur fiskvernd og
skapar jafnræði fólks og atvinnugreina.
Raunverulegar úrbætur í
byggðamálum
Byggðaröskun í tíð ríkisstjórnarinnar hefur kostað
samfélagið milljarðatugi. Nú er komið að raun-
verulegum úrbótum. Með uppbyggingu fram-
halds- og háskólanáms á landsbyggðinni, tvöföld-
un styrkja vegna náms fjarri heimahögum, jöfnum
aðgangi allra að fjarskiptum, skattaívilnunum til sprotafyrirtækja,
breytingum á þungaskatti og eðlilegri dreifingu verkefna á vegum
hins opinbera. Byggðirnar eiga að blómstra á ný.
Einörð Evrópustefna
Samfylkingin vill Evrópuverð á matvælum,
Evrópuvexti og stöðugt gengi. Íslendingar eiga að
skilgreina samningsmarkmið sín gagnvart Evrópu-
sambandinu, sækja um aðild þar sem full yfirráð
yfir Íslandsmiðum eru ófrávíkjanlegt skilyrði og
leggja niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Íslendingar eiga samleið
með Evrópu.
Menntun borgar sig!
Fjárfesting í menntun er forgangsverkefni á næsta
kjörtímabili. Nýtt námsefni, netvæðing allra skóla-
stofa og sérstök alúð við börn nýrra Íslendinga er
á dagskrá. Samfylkingin ætlar að endurreisa iðn-
og verknám, draga úr brottfalli nemenda og opna
símenntunarstöðvar. Háskólarnir munu fá nýtt blóð með nýju
fjármagni og verða skjól fyrir sprotafyrirtæki ungra vísindamanna.
Samfylkingin vill fjárfesta í fólki.
Sókn í íslensku atvinnulífi
Sóknarfærin eru mýmörg. Aukin ferðaþjónusta,
orkuvinnsla og fiskeldi við réttar aðstæður. En
bestu tækifærin liggja í hugviti, menntun og
hátækni. Samfylkingin ætlar að efla áhættu-
fjármögnun fyrir smáfyrirtæki, einfalda reglur og
eftirlit og örva útflutning á íslenskri list. Við viljum fleiri frum-
kvöðla og ætlum að byggja upp hvetjandi skattaumhverfi fyrir
vaxtarbrodda. Smátt er líka fagurt.
Nýtt lýðræði
Samfylkingin vill að landið verði eitt kjördæmi og
að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í mikilvægum
málum. Einstakt tölvulæsi landsmanna og net-
tækni á að nýta til að þróa milliliðalaust lýðræði
með beinum kosningum. Setja þarf lög um opnar
fjárreiður og tekjuöflun stjórnmálaflokka og um ábyrgð ráðherra,
fækka ráðuneytum og stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti.