Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 28
LANDIÐ 28 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ áfram Ísland Til fundar vi› flig Daví› Oddsson Geir H. Haarde Daví› Oddsson og Geir H. Haarde Snæfellsbær Fimmtudagur 24. apríl Félagsheimili› Klif kl.15.00 Borgarnes Fimmtudagur 24. apríl Hótel Borgarnes kl. 15.00 Akranes Fimmtudagur 24. apríl Brei›in kl. 20.30 Á næstu dögum og vikum munu Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. fylgstu me› beinni útsendingu af fundinum á Akranesi á xd.is „ÉG lít á það sem sjálfsagt markmið að stefna sífellt að betri árangri,“ segir Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn í Skjaldfannardal en bú- ið var í efsta sæti yfir skýrslufærð fjárbú í fallþunga dilka á landinu öllu síðasta ár með 36,1 kg eftir ána. Á Skjaldfönn býr Indriði með konu sinni, Kristbjörgu Lóu Árna- dóttur, og undanfarin ár hafa þau í sameiningu verið að ná þessum góða árangri í sauðfjárræktinni. Skjaldfannarbúið hefur allt frá árinu 1988 verið efst eða í einu af efstu sætunum yfir afurðahæstu sauðfjárbúin á landinu, svo árangur síðasta árs er engin tilviljun. „Það hefur lengi verið metn- aðarmál mitt að sýna hvað íslenska sauðkindin getur mest skilað í af- urðum og ég hafði einsett mér það að ná 40 kg markinu fyrir árið 2000 en það tókst ekki alveg því við fór- um hæst í 39,5 kg árið áður.“ Lóa og Indriði eru bæði áhuga- söm um búskapinn. „Þó ég sé uppal- in í Reykjavík,“ segir Lóa, „var ég mörg sumur í sveit, bæði í Land- eyjum og Önundarfirði.“ „Lóa var alveg ótrúlega fljót að ná réttum tökum á fjölbreyttu lífi bóndans, til dæmis á sauðburði. Hún hefur al- gjörar töfrahendur þegar hjálpa þarf kindum, sem er að verða frek- ar regla en undantekning vegna mikillar inniveru ánna og hreyfing- arleysis fyrir burð,“ segir Indriði. Í þveröfuga átt við ríkjandi stefnu „Sauðkindur norðan Djúps hljóta að vera að rótinni til landnáms- stofn. Hér hafa aldrei orðið fjár- skipti vegna sjúkdóma eða gjörfell- ir vegna móðuharðinda. Þegar ég sem ungur maður fór að kanna leið- ir til að auka afurðir voru þær síst meiri hér en gekk og gerðist al- mennt,“ segir Indriði. Hann segir föður sinn hafa fengið hrút og tvær gimbrar frá Kálfavík í Ögurhreppi og þær kynbætur og fleiri hafi gjörbreytt afurðagetu fjárins. „Þessi fyrsta viðleitni til breytinga sýndi að skyldleikarækt- unin var orðin alltof mikil. Ég er nokkur einfari í ræktunarstefnu og reyni að fá fé þaðan sem það er vænt og samræmist mínum rækt- unarmarkmiðum og bætir þann stofn sem fyrir er.“ Indriði segir forskrift ráðunauta- þjónustunnar og ríkjandi stefnu vera að hafa stuttfætt fé, stuttan legg og búk, en hann hefur farið í þveröfuga átt og lagt allt kapp á að rækta háfætt fé og hafa það að markmiði að bæði sé féð frjósamt og hraðvaxta. Engu að síður hefur gerð falla líka verið að batna og var í haust 8,42 en fitufall vegna land- gæða er helsta vandamálið. „Það eru um 20 ár síðan ég fékk sæði úr Gámi, sem var þekktur kyn- bótahrútur hér á landi á þeim tíma. Ég ól undan honum þrjá hrúta og þeir gjörbreyttu frjóseminni, sem verið hafði 150–160 lömb eftir hverjar 100 ær upp í 190 lömb til nytja að hausti.“ Snjóþyngslin verja gróðurinn „Landgæðin hér eru einstök og afrétt víðlend. Ég tel mig geta talað af nokkurri þekkingu. Fjölbreytni gróðurflórunnar og síðast en ekki síst blessuð snjóþyngslin gera það að verkum að eftir venjulegan snjó- þungan vetur þá er gróðurinn var- inn á vissum svæðum. Eftir því sem skaflanna leysir stendur féð alltaf í nýgræðingi, gróðri sem er að vaxa allt sumarið þannig að vöxtur fjár- ins verður jafn og mikill allt til slát- urtíðar. Nú getur svo farið að þessi sérstaða sem maður hefur notið hér verði ekki til staðar eftir þennan snjólausa vetur. Það fylgist að, eftir snjóþunga vetur verða dilkar væn- ir.“ Frá árinu 1835 hefur sama ættin í beinan karllegg búið á Skjaldfönn. Foreldrar Indriða voru Aðalsteinn Jóhannsson sem nú er látinn og Hólmfríður Indriðadóttir, skálds og ættfræðings á Ytra-Fjalli í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún kom að Skjaldfönn árið 1940 og hófu þau Aðalsteinn búskap árið eftir. „Móðir mín er mikil rækt- unarkona og hún byrjaði á að setja hér niður trjáplöntur og hélt að þær næðu vexti eitthvað í líkingu við það sem hægt var í Aðaldalnum. Það var náttúrlega allt annað en að koma gróðri eitthvað áleiðis í þess- um tröllabotnum hér. Hún er nú að verða 97 ára gömul og hefur fram að þessu komið hing- að heim á hverju sumri og grípur þá enn í hrífu.“ Frístundirnar eru ekki margar á Skjaldfönn og það styttist í sauð- burð. Lóa er í fullri vinnu utan heimilis og er virka daga á Hólma- vík þar sem hún er leikskólastjóri á leikskólanum. En eru kindurnar kannski eina áhugamálið? „Maður er svona þjóð- málafíkill og vísnasmiður og gefinn fyrir að gera sig merkilegan, enda Þingeyingur,“ segir Indriði að lok- um. Er einfari í ræktunarstefnu Sauðfjárræktun og „blessuð snjó- þyngslin“ voru m.a. til umræðu í heimsókn á Skjaldfönn Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Hjónin á Skjaldfönn í Skjaldfannardal, Indriði Aðalsteinsson og Kristbjörg Lóa Árnadóttir, í fjárhúsunum. Hólmavík NÝ saumastofa hefur tekið til starfa í Stykkishólmi undir nafninu Saumastofa Íslands. Það eru hjónin Stefanía María Aradóttir og Sævar Berg Gíslason sem reka fyr- irtækið ásamt börnum sínum. Í þessu nýja fyrirtæki eru sameinaðar þrjár saumastofur sem áður störfuðu í Reykjavík og framleiddu fatnað undir þekktum vöru- merkjum. Aðalframleiðsla Saumastofu Íslands eru náttsloppar og náttfatnaður undir merkinu Artemis og íþróttafatn- aður undir merkinu Splitt. Önnur vörumerki saumastof- unnar eru Virgo, Smá og Star. Öll þessi merki eru þekkt og hafa góða viðskiptavild. Saumastofan framleiðir einn- ig unglinga- og barnafatnað. Þá verða framleidd fortjöld fyrir fellihýsi og fer sú framleiðsla fljótlega af stað því það styttist í sumarið. Stefanía María hefur starfað við saumastofurekstur í 10 ár á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að að mörgu leyti séu aðstæður til reksturs betri úti á landi og skiptir þar mestu húsnæðiskostnaður. Húsnæði Saumastofu Íslands er 170 fm og var áður notað undir fiskvinnslu, en hefur verið gjörbreytt til að þjóna nýju hlutverki. Stefanía er bjartsýn á reksturinn og liggur fyrir fjöldi verkefna og fyrsta verkefnið sem saumastofan skilaði frá sér voru glímubúningar fyrir Glímufélagið á Reyðarfirði. Saumastofa Íslands tekur til starfa Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Sævar Berg Gíslason og Stefanía María Gísladóttir, eigendur Saumastofu Íslands, sem nýlega hefur hafið rekstur í Stykkishólmi. StykkishólmurÞórshöfn VEÐURBLÍÐAN í apríl ruglar fólk í ríminu og litla Karen Ósk Björnsdóttir hef- ur líklega haldið að hún væri enn í fríi á Kanarí. Hún lagði af stað á evuklæðum einum yfir í næsta garð, til nágrann- anna. Svipað hita- stig var á Íslandi og Kanarí á föstu- daginn langa og börn og fullorðnir komu varla í hús allan daginn. Veður- blíðan ruglar fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.