Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 32
LISTIR
32 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ ER sá árstími í Parísþegar hvað erfiðast erað hemja sig innandyra, jafnvel þótt það
sé til þess að fara í bíó. Það eru
alls konar blóm á trjánum, fugl-
arnir syngja, og hægt að stunda
útisetur fram á nótt.
Til þess að ná öllum mark-
miðum, njóta dagsbirtu og nýta
sólarhringinn, er ekki vitlaust að
skreppa í bíó kringum tíu og fá
sér útisnarl á undan eða eftir.
Mesti lúxus er auðvitað að hafa
þetta á sama stað svo maður megi
saddur slangra inn næstu dyr á
vel valda mynd. Einn allra indæl-
asti og frumlegasti staður fyrir
þetta er MK 2 Quai de Seine,
metró Stalíngrad, í vari fyrir bíl-
um og mannmergð.
Ég hef áður sagt frá þessu
kvikmyndahúsi við vatnið og veit-
ingastaðnum, en þá í vetrarham.
Með vori kemur nýr sjarmi. Ástin
blómstrar á stéttinni fyrir framan
veitingahúsið. Einkennileg borg-
arbörn með stórt safn af hundum,
og hvolpa í pappakassakerrum
stunda líka þessa stétt undir fullu
tungli, meðan vatnið gárast í ýms-
ar áttir.
Ein af nýju myndum vikunnar
er Frida, um listmálarann Fridu
Kahlo, með Salma Hayek í titil-
hlutverki. Mynd þessarar ægi-
fögru mexíkönsku leikkonu prýðir
borgina þvera og endilanga. Jú,
falleg var Fríða, en ekki eins fal-
leg og Salma, sagði útvarpsmað-
urinn. Samt er munnurinn á okk-
ur eins, sagði þá Salma. (Svo við
komum okkur nú að aðalatriðum.)
Jafnvel með þesssari fegurðardís
og sjarmatrölli í gervi Fridu þá
sýndist mér helst af sólar-
merkjum að hér væri verið að
sullast eitthvað í lífi og list þessa
stórkarakters og ég hafði ekki
hugrekki til að skoða málið að svo
stöddu.
Ég tók kúrsinn lengra í suður,
til Patagóníu, og sá Historias
Minimas, Smá sögur, eftir Arg-
entínumanninn Carlos Sorin. Hún
hefur verið til sýninga í um þrjár
vikur, við góðan orðstír, og það er
enn hægt að sjá hana víða um
borgina.
Þessi dýrlega mynd geristá strjálbýlli og hrjóstr-ugri Patagóníusléttunni.Leikstjórinn hirti leik-
endur upp af götu sinni til þess að
leika í þessari vegamynd. Hann
segir reyndar að þarna sé ekki
hægt að gera neitt annað en vega-
mynd, því íbúarnir hugsi ekki um
annað en að komast burt. Þar
skipti bílarnir meira máli en hús-
næði, því þeir vísi á langþráðar
undankomuleiðir.
Historias minimas er hvíld og
léttir frá hefðbundnu bíói og leik.
Umhverfið er líka
„óhefðbundið“ og
stórfenglegt í
eyðileika sínum
og það er hluti af
lífi fólksins en
ekki umgjörð og
mjög vel fest á
filmuna.
Hér er fléttað
saman sögu af
gamla manninum
sem ákveður að
drífa sig þrjú
hundruð kíló-
metra til að finna
aftur hundinn
sinn, af ungri móður sem leggur
land undir fót til þess að vera með
í sjónvarpslottói, og af sölumann-
inum sem ferðast með afmæl-
istertu, í stanslausum eftir-
þönkum um hvernig hefði átt að
skreyta hana. Hann fær ýmsa eft-
irminnilega karaktera til liðs við
sig til að bæta um betur.
Það er mjög athyglisvert hvað
fléttan er ljúflega gerð og
áreynslulaus. Kraftaverkið í þess-
ari mynd eru þó karakterarnir.
Leikstjóranum tekst að draga
fram kjarnann í manneskjunum
sem hann fjallar um og það er yfir
þeim ótrúlegur sjarmi og reisn.
Um leið er myndin alveg kostuleg.
Umfram allt er fjallað um fólkið
og líf þess af hlýju og virðingu, og
þannig umgengst fólkið í þessari
mynd líka hvert annað. Fyrir
áhorfandann er það einlæg
skemmtun með svolítið döprum
blæ að fylgjast með endalausu
bjástri þess við að ná markmiðum
sem eru ekki stór í sniðum en leið-
in að þeim er væntanlega það sem
er kallað lífið sjálft.
Bíókvöld í París
Smá sögur
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
Reuters
Jú, falleg var Fríða, en ekki eins falleg og Salma.
ÞAÐ er árlegur viðburður að
Stórsveit Reykjavíkur bjóði skóla-
stórsveitum víða að til veislu í Ráð-
húsi Reykvíkinga. Þær hafa aldrei
verið fleiri en nú og sýnir það þá
grósku sem ríkir í þessum geira og
ekkert skýtur sterkari stoðum undir
flaggskip íslenskrar djasstónlistar;
sjálfa Stórsveit Reykjavíkur.
Hér á árum áður voru lúðrasveitir
nær einasti vettvangur ungra blás-
ara til að öðlast reynslu í hljómsveit-
arleik. Innan þeirra voru oft reknar
einskonar léttsveitir til að koma til
móts við þarfir liðsmanna til að leika
rýþmískari tónlist en hina hefð-
bundnu lúðrasveitarmarsa eða
klassísk verk og söngdansa sem mis-
vitrir útsetjarar framleiddu fyrir
slíkar sveitir. Ein sú besta og fyrsta
var starfandi innan Svansins á
stjórnarárum Sæbjarnar Jónssonar
og hafði innanborðs einn af frum-
herjum Íslandsdjassins, Svein Ólafs-
son saxófónleikara. Sæbjörn var
einnig brautryðjandi í stórsveitar-
málum tónlistarskólanna með sveit
sína í Tónmenntaskóla Reykjavíkur
auk þess sem hann lyfti því grett-
istaki að stofna og stjórna Stórsveit
Reykjavíkur af þeim krafti og hug-
sjónaranda sem einkenndi allt hans
starf. Nú hefur Sæbjörn dregið sig í
hlé og reyndustu hljóðfæraleikarar
Stórsveitarinnar skiptasta á um for-
ustuna milli þess sem erlendir stór-
sveitarmeistarar sækja sveitina
heim og efla hana til stórvirkja.
Tónleikarnir í Ráðhúsinu hófust á
því að Sigurður Flosason taldi í út-
setningu Maríu Schneider á Lady
Bird Tad Damerons. Þetta var hefð-
bundin útsetning sem ekki bar sterk
höfundareinkenni Maríu, sem er
einn helsti stórsveitargúrú djass-
heimsins og stjórnaði Stórsveit
Reykjavíkur fyrir fáeinum árum.
Einn af ungu efnilegu trompetstrák-
unum úr FÍH, Kjartan Hákonarson,
sem hefur gert það gott allt frá
Bossa nóva-bandinu á Seltjarnar-
nesi til Jagúars, blés ágætan sóló í
anda Clifford Browns og þeirra fé-
laga og Ólafur Jónsson var traustur
að vanda í einleik sínum. Síðan brast
á með tætluhryn í Outrageous Moth-
er, ópusi Phil Wilsons sem var einn
af toppbásúnuleikurum Woody Her-
mans. Þar léku Ástvaldur Trausta-
son og Edward Frederiksen hefð-
bundna sólóa af miklum þokka.
Afurá móti minnti útsetningin á það
sem Ellington var að leika á böllum
þegar verst lét. Annað var uppá ten-
ingnum í Space Shuffle Pat LaBarb-
era, sem skrifað var fyrir Buddy
Rich-bandið, en Stórsveitin hélt fína
Rich-tónleika í fyrra undir stjórn
Greg Hopkins. Verkið var fautavel
leikið af sveitinni og Jóel óvenju
coltrenískur í sóló sínum og enn einn
hörku ungliðinn á trompetinn, Ívar
Guðmundsson, sem einnig leikur í
Stórsveit Tónlistarskóla FÍH.
Þá var komið að hlut gestanna og
var gaman að fylgjast með leik
þeirra því þar var margt vel gert þó
hafa beri í huga að þetta eru skóla-
sveitir. Þarna eru fleiri hljóðfæra-
leikarar en Ívar Guðmundsson sem
eiga mikla athygli skilda. Fyrst lék
eldri sveitin frá Reykjanesbæ, en
Karen Sturlaugsson hefur af mikilli
elju staðið fyrir sveiflunni þar í bæ
um langt árabil. Þar var í hópnum
efnilegur söngvari, Jón Marinó Sig-
urðarson, sem söng All Of Me í stíl
Armstrongs í Mílanó 1956. Þá lék
sveit Tónmenntaskólans og Sigur-
sveins undir stjórn Sigurðar Flosa-
sonar. Þetta eru ungir krakkar og
var stórskemmtilegt að hlusta á þau
leika Four, sem oft er ranglega eign-
að Miles Davis, en er eftir eftir Edd-
ie Cleanhead Vinson einsog Tune
Up, annar ópus eignaður Miles.
Krakkarnir úr Hafnarfirði og Garða-
bæ renndu sér á sveifluskriði gegn-
um bæði Nestico og Niehause og
yngri deildin í Reykjanesbæ, sem
byrjaði fyrst í haust, tók hressilega á
í blúsnum. Þessir krakkar eru efni-
viðurinn fyrir Stórsveit FÍH sem
afturá móti hefur skilað mörgum
mætum liðsmönnum til Stórsveitar
Reykjavíkur. Edward Frederiksen
hefur lengstum stjórnað FÍH-band-
inu, lunkinn stjórnandi og sjóaður
stórsveitarmaður. Útsetning bari-
tonsaxófónleikarans Ronnie Cuber á
Nostalgia In Time Square lifnaði þó
aldrei við en bandið lék Basie
Straight Ahead af miklum krafti og
setti þar endapunktinn við ánægju-
lega tónleika. Það verður gaman að
heyra þessar sveitir að ári því Stór-
sveit Reykjavíkur ræktar sam-
bandið við uppeldisstöðvarnar.
Framsækinn hefðardjass
Kvintettinn Motif hélt dúndurtón-
leika í Kaffileikhúsinu í fyrra og í
hitteðfyrra var sveitin kjörin besta
ungliðadjasssveit Norðurlanda á
djasshátíðinni í Kaupmannahöfn.
Sveitin var stofnuð af bassaleikaran-
um Ole Morten haustið 1999 og voru
drengirnir fimm þá við tónlistarnám
í Þrándheimi. Síðan er mikið vatn
runnið til sjávar og þeir allir í
fremstu röð ungdjassista á Norður-
löndum þó á engan þeirra sé hallað
að nefna trommarann Håkon
Mjåsted fremstan meðal jafningja.
Sá drengur kemur manni alltaf jafn
mikið á óvart er hann leikur og hing-
að hefur hann komið með tveimur
öðrum hljómsveitum; hinu firna-
skemmtilega tríói Urban Connection
og sveitinni Come Shine þar sem ein
eftirtektastaverða söngkona Evr-
ópudjassins þenur raddböndin ljúf-
lega: Liv Marie Roggen.
Nú er kvintettinn enn einu sinni á
tónleikaferðalagi og hafði leikið
þrenna tónleika í Noregi áðuren
stefnan var tekin á föðurland hljóm-
borðsleikarans, Davíðs Þórs frá
Akranesi. Stúdentakjallarinn var
troðfullur og tónleikarnir enn magn-
aðri en þeir í fyrra og ekki verra að
Davíð Þór sæti við rafpíanó – þótt
gaman hefði verið að hafa hinn göf-
uga flygil á stundum. Fresh Fish hét
upphafsópusinn og var eftir Ole
Morten einsog allir ópusar kvöldsins
utan einn; undurfögur ballaða með
norrænum blæ er Mathias Eick
trompetleikari hafði samið. Þetta
var sannkallaður framsækin hefðar-
djass. Hljómsveitin skipuð að hætti
djassendiboða Art Blakeys, uppfull
af krafti harðboppsins, en nútíma-
legri í hljómum og taktegundir fjöl-
breyttar. Stundum af ætt hins hefð-
bundna djass en oftar með viðkomu
á Balkanskaga og í fönki nútímans. Í
hrynsveitinni var akkeri hljómsveit-
arinnar, einn af fremstu trommurum
yngstu kynslóðarinnar evrópsku
Håkon Måset Johansen. Hann minn-
ir um margt á Elvin Jones þó stíll
hans sé mun léttari – en einsog Elvin
keyrði hann bandið áfram af sjald-
heyrðri hörku og gaf engum eftir.
Hann var stundum einsog í sóló í
hrynleiknum án þess að skyggja
nokkurn tíma á meðleikarana, sem
Elvin gerði alltof oft eftir að hann
varð hljómsveitarstjóri. Samvinna
Håkons og Davíðs Þórs var aðdáun-
arverð, en því miður heyrðist oft of
lítið í Ole Morten, sem er þó kraft-
mikill rýþmaspilari og spilaði hug-
myndaríka sólóa. Þegar Davíð Þór
er með góðum mönnum og hugar-
flug hans og frumkraftur rétt virkj-
að er leikurinn ævintýri líkastur og
þannig var það oft þetta kvöld eins-
og í næstsíðasta ópusi tónleikanna,
Nine. Þar var grúfið í sólói hans á
stundum nær óbærilegt meðan Hå-
kon Mjåset fór hamförum á tromm-
urnar. Matthias Eick er fínn tromp-
etleikari af skóla Clifford Browns og
þeirra félaga og stundum brá fyrir
eldridgeískum hlaupum og tungu-
skotum – kannski ættuðum frá
Hardgrove. Hann er fínn ballöðu-
spilari og segir það fleira en mörg
orð. Alte Nymo er pottþéttur blásari
með allt á tæru, en einsog hjá alltof
mörgum tenóristum djassins er
coltraneisminn oft of ágengur í
leiknum einsog í fyrrnefndri ballöðu
Mathiasar af norrænu ættinni þegar
dúett hans og Håkons með léttum
bassatónum minnti fullkomnlega á
svipaðar uppákomur hjá Trane og
Elvin – en skemmtilegur var hann
og notaði meirað segja austurlenska
djassfrasa af ætt svígarana í einum
sóló sínum.
Að lokum er bara að þakka fyrir
að fá að eiga þessa stund eins fátæk-
legt og djasslífi Reykjavíkur hefur
verið undanfarið en nú er vonandi
betri tíð í vændum. Motif á eftir að
vekja mikla athygli í hinum norræna
djassheimi á næstu árum. Við bíðum
bara eftir diskum. Framsækinn
hefðardjass ungra manna gerist
ekki betri um þessar mundir.
StórsveitarhátíðDJASSRáðhús Reykjavíkur
Stórsveit Reykjavíkur undir forustu Sig-
urðar Flosasonar; Stórsveit Tónlistar-
skóla FÍH, stjórnandi Edward Frede-
riksen; Stórsveit Tónmenntaskóla
Reykjavíkur og Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar, stjórnandi Sigurður Flosa-
son; Léttsveitir Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar, eldri deild stjórnað af Karenu
Sturlaugsson og yngri deild stjórnað af
Eyþóri Kolbeins; Samvinnustórsveit
Tónlistarskóla Hafnafjarðar og Tón-
listarskóla Garðabæjar, stjórnað af Ed-
ward Frederiksen í samvinnu við Stefán
Ómar Jakobsson. Laugardaginn 12. apríl
2003.
SEX STÓRSVEITIR
Stúdentakjallarinn
Mathias Eick trompet, Atle Nymo ten-
órsaxófón, Davíð Þór Jónsson rafpíanó,
Ole Morten Vågan bassa og Håkon
Mjåset Johansen trommur. Fimmtudags-
kvöldið 3.4.2003.
MOTIF
Vernharður Linnet
NEMENDUR Tónlist-
arskóla Kópavogs
frumflytja óperuna
Orfeo eftir Claudio
Monteverdi í Salnum
undir stjórn Gunnsteins
Ólafssonar á morgun
föstudag kl. 20. Leik-
stjóri og söngkennari er
Anna Júlíana Sveins-
dóttir. Þetta er í fyrsta
sinn sem ópera eftir
Monteverdi er sett á
svið hér á landi.
Sýningin er liður í há-
tíðahöldum vegna 40
ára afmælis Tónlistar-
skóla Kópavogs.
Aðalhlutverkið er í höndum Unn-
ars Geirs Unnarssonar en auk hans
taka sextán ungir söngvarar þátt í
sýningunni. Þrír þeirra eru fengnir að
láni úr Nýja tónlistarskólanum.
Fimmtán manna hljómsveit núver-
andi og fyrrverandi nemenda úr Tón-
listarskóla Kópavogs leikur undir
ásamt félögum úr Skólahljómsveit
Kópavogs. Þá mæðir mikið á fjögurra
manna barokksveit sem leikur á lútu,
orgel, sembal og hörpu.
Óperan fjallar um gríska hálfguð-
inn Orfeif og för hans til
undirheima að endur-
heimta konu sína Evri-
dísi úr ríki dauðra. Þar
mæta honum guðir og
illir andar sem hyggjast
koma í veg fyrir að hon-
um takist ætlunarverk
sitt.
Óperan Orfeo var
frumsýnd í Mantova á
Ítalíu árið 1607 og er
jafnan talin fyrsta full-
gilda ópera sögunnar.
Hún markar straum-
hvörf í tónlistarsögu
Vesturlanda: endur-
reisnartíminn er að baki
og barokktónlistin að ryðja sér til
rúms. Í stað þess að syngja eingöngu í
kór stígur söngvarinn fram á sviðið
sem sjálfstæður túlkandi tónlistar. Á
endurreisnartímanum var textinn oft
fyrir borð borinn en með tilkomu bar-
okkóperunnar varð hann að þunga-
miðju verksins. Sjálfstæðir hljóð-
færakaflar heyrast og orðið sinfónía
eða samspil kemur í fyrsta sinn fyrir.
Óperan Orfeo verður endurtekin á
laugardag, kl. 16. Miðasala er í Saln-
um.
Orfeo á svið
í Salnum
Gunnsteinn Ólafsson
Hafnarhús
Á sunnudag er komið að sýninga-
lokum í öllum sýningarsölum Lista-
safns Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Af
þeim sökum verður húsið lokað þar
til útskriftarsýning nemenda
Listaháskóla Íslands verður opnuð
þar 10. maí. Þær þrjár sýningar
sem nú eru að renna sitt skeið á
enda í Hafnarhúsinu er fastasýning
hússins á verkum eftir Erró sem
ber yfirskriftina Erró og listasag-
an. Einnig er komið að lokum sýn-
ingar norska listamannsins Patriks
Huse, Penetration. Heilbrigði,
hamingja og friður – sovésk vegg-
spjöld frá sjöunda og áttunda ára-
tugnum er yfirskrift sýningar sem
einnig lýkur á sunnudaginn. Þar
eru til sýnis sovésk veggspjöld í
eigu safnsins.
Hafnarhúsið er opið daglega frá
kl. 10–17. Leiðsögn er um sýningar
Hafnarhússins alla sunnudaga kl.
15.
Sýningum lýkur