Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 37 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Vandaðar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsniðnar fyrir þinn bíl. Engin göt í mælaborðið. w w w .d es ig n. is © 20 03 Fyrir hörkukrakka! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 07 50 04 /2 00 3 Smáralind mán.-fös. kl. 11-19 lau. kl. 11-18 sun. kl. 13-18 Glæsibæ mán.-fös. kl. 10-18 lau. kl. 10-16 OPIÐ www.utilif.is Smáralind - Glæsibæ Sími 545 1550 og 545 1500 Buxur 3/4 sídd frá 3.990 kr. Bolir frá 1.990 kr. Sumarjakkar frá 5.990 kr. Skyrtur frá 2.990 kr. Sumarföt fyrir stelpur og stráka Opið í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 13-18. son söngvari og Steingrímur Guð- mundsson trommuleikari. Benóný Ægisson er framkvæmda- stjóri hátíðarinnar og hann segir að hugsunin sé að gera list fatlaðra sýnilegri en verið hefur og að hún njóti jafnréttis við aðra list. „Við höf- um einnig verið í samvinnu við aðra listamenn, t.d. voru hljómsveitin Land og synir og Rúnar Júlíusson með okkur á tónleikum á Gauk á Stöng í byrjun apríl.“ Að sögn Benónýs hefur listsköpun verið notuð markvisst í starfi með fötluðum í langan tíma en full ástæða sé til að koma henni á framfæri því heilmikið sé spunnið í þessa list. HÁTÍÐIN List án landamæra stendur að tveimur viðburðum í dag á Sumardaginn fyrsta. Í Iðnó verða haldnir kaffitónleikar með ljóðaupp- lestri og Leikfélag Sólheima frum- sýnir leikritið Sólstafir, sögur frá Sólheimum í leikstjórn Margrétar Ákadóttur. Frumsýningin hefst kl 14 og sýnt verður í íþróttahúsinu á Sól- heimum. Í Iðnó hefst dagskráin kl. 15 og munu leikkonurnar Nanna Kristín Magnúsdóttir og Þórunn Lárusdótt- ir lesa ljóð eftir Ásdísi Jennu Ást- ráðsdóttur, Jakobínu Þormóðsdótt- ur og Þóreyju Rut. Ólafur V. Lárusson leikur á harmóniku, M&M dúettinn leikur og hljómsveitin Plútó leikur og syngur. M&M dúettinn er skipaður þeim Magnúsi Korntop söngvara og Magnúsi Sigurðssyni gítarleikara og leika þeir bæði frum- samin lög og lög eftir aðra. Hljóm- sveitin Plútó hefur starfað átta ár undir handleiðslu tónlistarkennara á vegum fullorðinsfræðslu fatlaðra sem í dag heitir Fjölmennt. Hljóm- sveitina skipar fríður flokkur söngv- ara alls fimm að tölu, en það eru þær Elín Helga Steingrímsdóttir, Hildi- gunnur Sigurðardóttir, Inga Hanna Jóhannesdóttir, Rós María Bene- diktsdóttir og Dagbjört Þorleifsdótt- ir. Að auki leika á hljóðfæri þau Har- aldur V. Ólafsson trommuleikari, Ágústa V. Þorvaldsdóttir slagverks- leikari, og Jóhanna Geirsdóttir gít- arleikari. Sérstakir gestir Plútós á tónleikunum verða þeir Egill Ólafs- „Um mánaðamótin maí – júní ætl- um við að halda leiklistarhátíð þar sem fram koma 5–6 leikhópar fatl- aðra. Í sumar og fram á haustið verða sýningar hér í Reykjavík og á Sólheimum í Grímsnesi á myndlist og handverki sem mikið er til af og í haust verður síðan haldin vegleg 7– 10 daga hátíð með þátttöku allra list- greina. Það verður jafnframt há- punktur hátíðarinnar List án landa- mæra,“ segir Benóný. Listahátíðin List án landamæra er haldin í tilefni Evrópuárs fatlaðra 2003 og 10 ára afmælis Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Átak, í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp, Fjölmennt, fullorðins- fræðslu fatlaðra, Sérsveit Hins húss- ins og vinnustofuna Ásgarð, stendur fyrir hátíðinni þar sem listsköpun fólks með þroskahömlun er í brenni- depli. Ljóðaupplestur í Iðnó Morgunblaðið/Jim Smart Hljómsveitin Plútó á æfingu ásamt Agli Ólafssyni fyrir tónleikana í Iðnó. Kórar Breiðholtskirkju og Grafar- vogskirkju flytja Gloria eftir Anton- io Vivaldi í kvöld kl. 20 í Grafarvogs- kirkju. Unglingakór Grafarvogskirkju flyt- ur Misse bréve nr. 4 í C Dúr eftir Charles Gounod. Einsöngur: Arn- þrúður Ösp Karlsdóttir alt, Hulda Björk Víðisdóttir mezzosópran, Lovísa Sigfúsdóttir sópran, Margrét Grétarsdóttir sópran, Þórunn Elín Pétursdóttir sópran. Stjórnendur: Hörður Bragason, Oddný Jóna Þor- steinsdóttir, Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Miðaverð kr. 1.000, frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is GUNNAR Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari halda tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og munu Gunnar og Elísabet leika verk eftir A. Vivaldi, P. Hindemith, J.S. Bach, Ch. Gounod, L. Boccherini, Atla Heimi Sveinsson, G. Fauré, C. Saint-Saëns, F. Schubert. Selló og harpa í Gerðubergi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.