Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 39

Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 39
stæðisflokknum á tuttugu ára ferli eins og meðfylgjandi mynd gefur m.a. til kynna eru skýr. Á þessum tíma hefur flokkurinn aukið fylgi sitt hlutfallslega um 15% á lands- vísu. Þessi skilaboð eru hvatinn að þeim árangri sem náðst hefur að bættum kjörum og betri búskap- arháttum á Íslandi á undangengn- um árum. Þetta hafa því verið góð skilaboð. Það vekur hins vegar eft- irtekt að Austurland sker sig úr með fylgisaukningu því að á þess- um sama tíma hefur fylgi flokksins þar aukist hlutfallslega um 33%. Ég minni enn á ummæli Bjarna Benediktssonar hér að framan og áherslur Austfirðinga og árangur í framgangi góðra mála. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur svarað þeim af- dráttarlausu skilaboðum sem kjós- endur á Austurlandi hafa gefið flokknum með eindregnum stuðn- ingi við þau margháttuðu og stór- brotnu framfaramál sem þar hafa náðst. Vikuritið Vísbending birtir 28. febrúar sl. góða grein eftir Guð- mund Magnússon prófessor. Guð- mundur nefnir greinina „Til bjarg- ar Íslandi.“ Þar segir m.a.: „Í fámennu landi er fjármagnsfrek verðmætasköpun kostur. Við höf- um ekki búið nægilega í haginn fyrir virkjun hugvits og fyrir smá- fyrirtæki víðsvegar um landið til þess að þetta geti komið í staðinn. Hagvöxt í skjóli stóriðju má nýta til eflingar smáiðju.“ Auðlindir Austurlands til sjós og lands eru grundvöllur atvinnusóknar af þess- um toga en stóraukin menntun og þróunarstarf er einnig forsenda ár- angurs í þessum efnum. Hér þarf að taka til hendi svo atvinnuhættir og búseta geti þróast með eðlileg- um hætti um allt Austurland. Framgangur þessara mála mun ráðast af þeim skilaboðum sem Austfirðingar munu senda Sjálf- stæðisflokknum við næstu kosning- ar. Reynslan af samskiptum Sjálf- stæðisflokksins og Austfirðinga liggur fyrir. Áfram Austurland. Höfundur er fv. alþingismaður. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 39 Sunnudaginn 4. maí fylgir Morgunblaðinu ríkulega myndskreyttur blaðauki um sumarhús og garðrækt. Meðal efnis er: NÝJUNGAR Í GARÐRÆKT SÓLPALLAR OG VERANDIR RÆKTUN MATJURTA OG KRYDDJURTA ÖRYGGISMÁL SUMARHÚSA STEINSTÍGAR OG HLEÐSLUR Í GARÐA FRÁRENNSLI SUMARHÚSA Blaðið er prentað á 60 g pappír og skorið. Auglýsendum er bent á að nýta allan prentflötinn, þ.e. að láta auglýsingarnar „blæða“. Síðustærðin er 25,5 x 37 sm. Pantið tímanlega! Pöntunarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 25. apríl. Skilatími á fullunnum auglýsingum er til kl. 16:00 mánudaginn 28. apríl. Hafðu samband við sölufulltrúa auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Garður og sumarhús 2003

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.