Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 45
ÁRIÐ 1977 birti íslenskur pró-
fessor, Bragi Árnason, hugleiðingar
um orkumál og framtíðarmöguleika
Íslendinga í orkumálum. Í Morg-
unblaðsgrein setti hann fram hug-
myndir um að nýta vetni sem orku-
miðil í stað bensín og olíu. Hann
færði fyrir þessum hugmyndum sín-
um gagnmerk rök og sá fyrir sér að
Ísland gæti framleitt alla þá orku
sem þyrfti á bíla og skip landsins.
Sem áhugamaður um umhverfismál
varð ég heillaður og fannst hreint
frábært að til væri maður sem hefðu
djörfung og þor til að setja fram
jafn byltingarkennda hugmynd. Ís-
lendingar höfðu á sínum tíma sýnt
fram á dug og hugvit til að koma
upp hitaveitu sem var stórkostlegt
átak. Ég, heillaður af hugmynd
Braga, ræddi við ýmsa menn um
þessar hugmyndir prófessorsins.
Þar á meðal voru ráðherra og for-
stjóri í stóru bílainnflutningsfyrir-
tæki. Viðbrögð þeirra fannst mér
einkennileg. Þeir grínuðust og
sögðu sem svo að þetta væru
draumórar í rugluðum prófessor.
Mér virtist sem hvorki stjórnvöld né
stórfyrirtæki vildu styðja við þessa
hugmynd. En prófessor Bragi hélt
sínu striki og skellti skollaeyrum við
svartsýnisrausi og úrtölum landa
sinna.
Bragi setti af stað rannsóknir á
möguleikum þess að brenna vetni á
bílvélum. Fyrsta tilraunin fór fram í
húsnæði Raunvísindastofnunar Há-
skóla Íslands við Dunhaga. Þar var
gangsettur Volkswagenmótor á
ammoníaki. Hann var ræstur
nokkrum sinnum, íbúum Haga-
hverfis til armæðu því lyktin af út-
blæstri vélarinnar var skelfileg. Síð-
ar var haldið áfram og tilraunir
gerðar á Caterpillar díselvél sem
breytt var til að brenna vetni í stað
díselolíu. Bragi ásamt prófessorun-
um Þorsteini Sigfússyni, Páli Valdi-
marssyni og Valdimar K. Jónssyni,
vann ötullega að þeim rannsóknum.
Þegar Ballard fyrirtækið í Kan-
ada kynnti efnarafala, sem gat um-
breytt vetni í rafmagn, jókst áhugi
fyrir nýtingu vetnis verulega. Und-
anfarin ár hafa fjölmiðlar streymt
til Íslands til að taka viðtöl við rugl-
aða prófessorinn og eru stærstu
ljósvakafjölmiðlar heims búnir að
senda út þætti um Braga og starf
hans og draumsýn. Þar má telja
BBC News, BBC World, Reuters,
CNN, Discovery og CBC en einnig
flestar stærstu sjónvarpsstöðvar
Þýskalands, Sviss, Frakklands og
Bretlands. Ríkissjónvarp Íslendinga
hefur hinsvegar ekki sýnt þessu
máli mikinn áhuga þrátt fyrir að
maðurinn, sem er innst í hringiðu
vetnisumræðunnar, er Íslendingur.
Hundruð milljóna manna hafa hlust-
að á prófessorinn lýsa hugmyndum
sýnum, greina frá baráttu sinni og
framtíðarsýn. Það er ekki bara ver-
ið að tala um að gera litla tilraun
með strætisvagna hér á Íslandi.
Nei, það er verið að tala um tækni
sem gerir farartæki eins og skip,
flugvélar og bíla mengunarfrí. Ekki
bara á Íslandi heldur, ef vel tekst
til, á allri jarðarkringlunni. Tækni
sem mun hugsanlega snúa við þróun
gróðurhúsaáhrifa og minnka meng-
un. Við Íslendingar munum kannski
verða sjálfum okkur nógir með elds-
neyti á bíla og skip. Það er þjóð-
hagslega séð ákaflega spennandi.
Erlendis er Bragi kallaður „pro-
fessor hydrogen“. Í erlendum blöð-
um eins og Times, Economist,
Newsweek og Wallpaper hefur hon-
um og hugmyndum hans verið
hampað. Árið 2001 var Bragi til-
nefndur til verðlauna sem kölluð eru
„World Technology Award“ sem
veitt eru þeim mönnum í heiminum
sem taldir eru skara framúr. Þar
var prófessor Bragi settur við hlið
manna eins og Steve Jobs frá Apple
fyrritækinu, John Chambers frá
Sisco og Geoffrey Ballard sem
hannaði efnarafala þann sem verður
notaður í vetnisvagna þá sem munu
koma hingað til lands í sumar. Ball-
ard var valinn en viðurkenning sú
sem fellst í tilnefningu er geysimik-
il. Í Háskóla Íslands var opnuð
Bragastofa, rannsóknarstofa kennd
við Braga Árnason.
Bragi hefur haldið fjölda fyrir-
lestra víða um heim og hefur hann
verið fenginn sem lykilfyrirlesari
(Keynote Presentation) á ellefu al-
þjóðlegum ráðstefnum síðastliðin 3
ár um framtíðarorkumál og nýtingu
vetnis í alþjóðasamfélagi. Það að
vera fenginn sem lykilfyrirlesari er
mikill heiður og hlotnast vísinda-
mönnum, t.d. hérlendis, kannski
tvisvar til þrisvar á ævinni. Bragi
situr einnig í fjölþjóðlegri nefnd vís-
indamanna sem fjallar um alheims-
orkumál og hann hefur einnig unnið
fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofn-
unina.
Með stuðningi samstarfsmanna
sinna hjá Háskóla Íslands og djörfu
framtaki ríkisstjórnarinnar, manna
sem þora að taka ákvarðanir, eru
fyrstu skref vetnisvæðingar heims-
byggðarinnar að fara fram á Ís-
landi. Það er ljóst að þeir sem hlógu
að prófessornum á sínum tíma
hlæja ekki í dag. Atburðir dagsins í
dag sanna að prófessorinn ruglaði
hafði rétt fyrir sér. Fyrsta vetn-
isstöðin opnuð og hliðið inn í vetnis-
væðingu alþjóðasamfélagsins er að
opnast mun fyrr en bjartsýnustu
menn þorðu að vona. Íslenska þjóð-
in er fámenn og þarfnast manna
sem hafa djörfung og þor til að
koma fram með ævintýralegar hug-
myndir og hrinda þeim í fram-
kvæmd. Öll heimsbyggðin horfir til
Íslands í von um að það takist að
snúa við mjög svo alvarlegri þróun
mengunar í heiminum. Litla Ísland
er á kortinu.
Fremstur meðal jafningja
Eftir Valdemar Gísla
Valdemarsson
„Það er
ljóst að þeir
sem hlógu
að prófess-
ornum á
sínum tíma hlæja ekki
í dag.“
Höfundur er kennari.
Skarthúsið
s. 562 2466, Laugavegi 12.
Fermingargjafir
Fermingarhárskraut
Fermingarskartgripir