Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 47
www.or. is
Í tilefni af opnun nýrra höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 bjóðum við gesti velkomna dagana
24.–27. apríl, frá kl. 14.–18.00.
Laugardaginn 26. apríl kynnum við fyrsta vetnisbílinn á Íslandi.
Hægt verður að skoða nýja húsið og fróðlega kynningu á starfsemi Orkuveitunnar. Sýnd eru tæki og tól,
tölvur og teikningar, – allt sem þarf til að sjá ykkur fyrir heitu og köldu vatni, rafmagni og gagnaflutningum.
Starfsmenn svara fyrirspurnum og við bjóðum að sjálfsögðu upp á besta vatn í heimi!
Verið hjartanlega velkomin í nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Stórbrotinn arkitektúr
og fróðleg kynning á starfsemi fyrirtækisins.
Spenna mótuð í form
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
6
7
8
5
ÞAÐ er erfitt að vinna á ríkis-
reknu sambýli í Reykjavík í dag.
Eftir að hafa fengið samþykkta til-
lögu á síðasta BSRB-þingi um lág-
markslaun hef ég ásamt fleirum í
Starfsmannafélagi ríkisstofnana
(SFR) og forstöðumönnum svæðis-
skrifstofa málefna fatlaðra unnið að
því að fá leiðrétt laun stuðningsfull-
trúa á sambýlum. Í gegnum tíðina
hafa þau verið skammarlega lág en
á síðustu tveimur árum hefur orðið
nokkur ávinningur sem skilar sér í
launaumslagið. Það skilar sér síðan í
minni starfsmannaveltu sem leiðir
til betri líðan starfsmanna og skjól-
stæðinga þeirra. Þetta þýðir líka
aukin útgjöld fyrir málaflokkinn og
fyrir það á að refsa okkur núna með
því að félagsmálaráðherra skipar
starfshóp sem á að leita allra leiða
til að lækka kostnað við rekstur
sambýlanna. Svæðisskrifstofa mál-
efna fatlaðra í Reykjavík er sem
sagt komin með niðurskurðarnefnd
á bakið. Þetta er ansi kuldaleg
kveðjugjöf frá félagsmálaráðherra
og það á „ári fatlaðra“. Í forsvari
fyrir nefndina er sá maður sem
markvisst skar niður faglegt starf
og þjónustu á sambýlum í Reykja-
nesi. Tók m.a. sjálfstæðið af þroska-
þjálfum eða svældi þá burt. Rétt er
að taka fram að Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra í Reykjanesi hefur
fengið á sig kæru vegna lélegrar
þjónustu við skjólstæðinga.
En lítum á nokkrar af þessum
niðurskurðarleiðum sem skósveinar
ráðherra leggja til:
Forstöðumönnum er meinað að
senda stuðningsfulltrúa á námskeið
sem gera þá hæfari í starfi og
hækka laun þeirra. Fólk með
reynslu er síður ráðið og fólk með
háskólamenntun er á bannlista.
Bannað er að kalla út „dýra“ starfs-
fólkið á aukavaktir þ.e.a.s. þá sem
eru með mestu starfsreynsluna. Á
sumum sambýlum er gengið enn
lengra og aukavaktir alveg bann-
aðar. Þannig að ef starfsfólkið er of
fáliðað þá skal það bitna á þjónustu
við skjólstæðingana en ekki á rík-
iskassanum. Starfsfræðsludagar eru
lagðir af og starfsmannafundum
fækkað. Í vaktavinnu eru slíkir
fundir afar mikilvægir fyrir starfs-
fólkið til að bera saman bækur sínar
og samhæfa vinnubrögðin. Það lítur
út fyrir að sumarleyfin hjá skjól-
stæðingum okkar verði með rýrari
móti á ári fatlaðra. Samkvæmt
kjarasamningi fær stuðningsfulltrúi
á sólarhringsferðalagi með íbúa
greitt 8 klst. í dagvinnu og 6 klst. í
yfirvinnu. Þetta höfum við sætt okk-
ur við í gegnum tíðina þrátt fyrir að
um sólarhringsvinnu sé að ræða. En
ekki er þetta ráðherra þóknanlegt
lengur því nú hefur það boð verið
látið út ganga að ekki sé heimilt að
senda stuðningsfulltrúa með í ferða-
lag nema hann afsali sér yfir-
vinnunni. Þ.e.a.s. íbúi á sambýli get-
ur ekki ferðast í sumar nema
starfsmaðurinn sé tilbúinn að gefa
vinnuna ... Rétt er að taka fram að
hér eru engir dagpeningar í boði
eins og ráðherra virðist upptekinn
af þetta misserið.
Nýjasta hugmynd nefndarinnar
er jafnframt sú alvarlegasta. Það er
að fækka starfsfólki á næturvöktum.
Láta einn starfsmann sinna starfi
tveggja og jafnvel tveim sambýlum
á nóttunni. Má vera að þetta líti vel
út í augum viðskiptafræðings en hér
er verið að stofna lífi fólks í hættu.
Ég skrifa þessa grein af því mér
er misboðið. Við höfum hist nokkrir
trúnaðarmenn SFR og trúnaðar-
maður fatlaðra til að bera saman
bækur okkar og niðurstaðan er
þessi. Það er markvisst verið að
skera niður þjónustu á sambýlum í
Reykjavík. Það er staðið á móti
ráðningu þroskaþjálfa. Það er verið
að brjóta á kjarasamningi starfs-
fólks. Það er verið að hrekja burt
starfsfólk með reynslu. Það er verið
að brjóta lög um málefni fatlaðra.
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra er
undirmönnuð og í fjárhagslegu
svelti. Starfsfólkið þar er undir sí-
felldu áreiti frá niðurskurðarnefnd
ráðherra, sífellt er krafist niður-
skurðar sem ekki er framkvæman-
legur. Svæðisskrifstofan sendir síð-
an þessar kröfur til forstöðumanna
sambýlanna vitandi að ekki er hægt
að verða við þeim. Þetta skapar
óánægju og pirring hjá forstöðu-
mönnum sem leiðir til togstreitu
milli þeirra og annarra starfsmanna
og skerðir öryggi og frelsi íbúanna.
Svo virðist sem ráðherra ætli að
halda upp á alþjóðlegt ár fatlaðra
með því að fara nokkra áratugi aftur
í tímann þegar þjónustan var lítil og
fólk meira og minna dópað upp og
læst inni.
Við trúnaðarmenn á sambýlum í
Reykjavík viljum vekja athygli þína
á þessu alvarlega ástandi sem er að
skapast. Stuðningsfulltrúar á sam-
býlum í Reykjavík eru um 400 tals-
ins og á landinu öllu eru um 750. Á
bak við okkur höfum við öflugt
stéttarfélag og saman munum við
berjast á móti þessari valdníðslu í
þeirri von og trú að málefni fatlaðra
fái meiri skilning hjá nýjum ráð-
herra á vormánuðum.
Kveðjugjöf félagsmálaráðherra
Eftir Valdimar Leó
Friðriksson
„Má vera að
þetta líti vel
út í augum
viðskipta-
fræðings en
hér er verið að stofna
lífi fólks í hættu.“
Höfundur er stuðningsfulltrúi á
sambýli fyrir fatlaða og fram-
bjóðandi fyrir Samfylkinguna í
Suðvesturkjördæmi.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.