Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 49

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 49 UM orkumál verður ekki mikið fjallað án þess að umhverfismálin séu á næsta leiti. Þessir málaflokkar eru samtvinn- aðir og verða sífellt fyrirferðarmeiri í umræðunni hérlendis sem erlend- is. Tilvist okkar er að verulegu leyti háð orkunotkun frá orkugjöfum sem grípa inní umhverfi okkar með skaðlegum áhrifum. Málið þykir það alvarlegt að fjölþjóðastofnanir með- höndla það á heimsvísu. Við værum illa stödd ef orku- birgðir þrytu eða erfiðleikar sköp- uðust við að nálgast olíu til notk- unar á fiskiskip og flutningatæki. Einnig koma miklar verðsveiflur á olíu illa við atvinnulíf og stöðugleika í hagkerfi þjóðarinnar. Við nærri hóflausa notkun á bensíni og brennsluolíum verða um- ræður sífellt háværari um það að finna aðra orkugjafa sem eru um- hverfisvænir. Hér kemur vetnið til sögunnar eða vetnisrík sambönd svo sem met- anol. Talið er að orkumál framtíð- arinnar verði ekki leyst nema með tilkomu þessara efna. Vetnið sem orkugjafi eða orku- beri hefur þann kost að vera um- hverfisvænt, þannig að við notkun þess skaðar það hvorki loft, láð né lög. Við aðstæður hérlendis væri vetnið unnið með rafgreiningu úr vatni. Orkan sem til þess þarf kæmi frá endurnýjanlegum orkugjöfum svo sem fallorku vatns eða jarðhita. Þessi orka er því umhverfisvæn frá upphafi til enda. Orkuforðar í iðrum jarðar eru takmarkaðir. Helsta vandamálið stafar þó af notkun þeirra. Loft- hjúpur jarðar þolir ekki meira álag, hvorki á yfirborðinu né í háloftun- um. Frá miðri seinustu öld hefur koltvísýringsmagn í andrúmsloftinu vegna brennslu jarðefnaeldsneytis sexfaldast. Lofthjúpur jarðarinnar liggur undir skemmdum. Hitastig hækkar vegna gróðurhúsaáhrifa með óheillavænlegum afleiðingum. Svokallað súrt regn eykst einnig en það veldur tjóni á lífríki lands og vatna. Raunhæfar aðgerðir til úr- bóta eru afar áríðandi. Framþróun á þessu sviði er ekkert gæluverk- efni heldur staðreyndaleg lífsnauð- syn. Hér kemur vetnið til sögunnar. Með rafgreiningu vatnsins er orkan bundin í vetninu. Í svokölluðum efnarafala er því aftur breytt í raforku á notkunar- staðnum, t.d. fyrir rafmagnsdrif í farartækjum. Vetnið er því nokk- urskonar orkugeymsla eða orkuberi milli framleiðslustaðar og notkunar- staðar. Með þessu móti er hægt að nýta vindorku eða sólarorku þegar gefst, geyma framleidda orku í formi vetnis og nota hana síðan þegar þörf er á, þar sem hagstæð- ast þykir. Geymsla á vetni er ennþá talsvert vandasöm en þróunin er hröð og það sem áður þótti erfitt, er auðvelt í dag. Ein leið til að geyma vetnið er að binda það með kolsýrlingi svo úr verði metanol, en metanolið er vökvi við venjulegar aðstæður. Ýmsar leiðir eru fyrir hendi til að nálgast kolsýrlinginn. Við stóriðju- verin er td. hægt að fanga hann. Metanolið má nota til brennslu í brunahólfavélum með minniháttar breytingum. Með tilkomu vetnis og metanols mun þó hinum hefðbundnu vélum í bílum fækka og svokallaðir efnaraf- alar og rafmótorar koma í staðinn. Efnarafallinn er það tæki sem aftur gerir rafmagn úr vetninu með aðstoð súrefnis. Hinn fullkomni vetnisbíll er því rafmagnsbíll þar sem raforkan er gerð á staðnum. Hann er nánast alveg hljóðlaus, einnig þegar gefið er í. Framleiðslulega séð liggur raf- greining vatns til framleiðslu á vetni ljós fyrir. Þróun er hröð í tækninni og kostnaður við framleiðslu og tækja- búnað fer lækkandi. Áhugavert dæmi í vetnismálum er Ísland, eða öllu heldur Reykja- víkurborg, sem á þessu ári mun taka vetnisknúna strætisvagna í notkun. Þetta er brautryðjendaverkefni sem fylgst er með víða um heim. Svona tilfelli eru mikilvæg þar sem þau stuðla að því að tæknimálin og framleiðsla vetnis hætta að bíða hvort eftir öðru. Nú eru jarðarbúar um 6 millj- arðar. Gert er ráð fyrir að þeim fjölgi í 12 milljarða á þessari öld. Notuð orka gerir meira en að tvö- faldast á tímabilinu. Þar sem órjúf- anlegt samhengi er á milli umhverf- is og orkumála verður stærsta vandamálið að halda gróðurhúsa- áhrifunum í skefjum og draga úr öðrum mengunarvöldum. Þróunina í vetnistækninni er að finna um allan heim. Ekki er hægt að halda aftur af þeirri stefnu. Jafn- framt er í grundvallatriðum ekki rétt að láta markaðsöflunum einum eftir þróun þessara mála. Þessa fjölþjóða grundvallarstefnu ber að styrkja til að ná árangri sem fyrst. Alþjóðasamkeppni um árangur hefur þegar myndast í vetnis- tækninni. Annars vegar í Evrópu og hinsvegar bæði í Bandaríkjunum og Japan. Fjölþjóðasamtök m.a. á sviði bílaframleiðslu eru þegar farin að taka þátt í þessari þróun af fullum þunga. Vafalaust grípur pólitíkin sterkar inní þessi málefni innan tíðar. Fram til þessa hafa stjórnvöld litið á vetn- isorkumálin sem seinnitíma tæki- færi. Þetta fellur að þeim hugsana- gangi stjórnmálamanna að vera stilltir inná skammtíma úrlausnir og orka þeirra fer í að bjarga málum fyrir horn. Nefna má nýlegar yf- irlýsingar Bush Bandaríkjaforseta um að setja 150 milljarða dollara til þróunar þessara mála á allra næstu árum. Ef til vill er þetta m.a. vegna óöryggis í framtíðarorkumálum þeirra. Því er ljóst að áherslubreytingar eru að koma fram með langtíma- markmið í huga. Auk orkuöflunar snýst málið fyrst og fremst um umhverfið sem við lifum og hrærumst í og nauðsyn þess að halda mengun í skefjum. Það er talin staðreynd að umhverfið liggi undir varanlegum skemmdum af mannavöldum og að tilvist mannsins og annarra lífvera til framtíðar litið sé háð umgengni okkar við móður jörð. Nýir orkugjafar og umhverfið Eftir Ágúst Karlsson „Framþróun á þessu sviði er ekk- ert gælu- verkefni heldur staðreyndaleg lífsnauðsyn.“ Höfundur er tæknifræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum. Á NÆSTU misserum eru fyr- irhuguð jarðgöng á milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar annars vegar og Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar hins vegar. Samtals eru þetta framkvæmdir upp á rúma 10 milljarða. Byggðaaðgerðir fyrir hvern? Þar sem ekki hefur verið farið í grafgötur með að þetta sé gert í nafni byggðastefnu, saknar maður mótvægisaðgerða fyrir höfuðborg- ina. Á þeim þremur þéttbýlisstöð- um þar sem jarðgöng eru fyrirhug- uð búa samtals tæplega 3.000 manns. Hvað með okkur öll sem búum á höfuðborgarsvæðinu? Hvað veldur þessari stefnu? Eru þingmenn með samviskubit yfir að hafa flust á mölina? Er mannlíf í dreifbýli borgarlífi æðra? Þing- menn verða einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að 2⁄3 landsmanna búa á suðvesturhorni landsins, og þannig mun það verða áfram, þrátt fyrir uppbyggingu eystra. Flest fólk vill búa í borg- um, og ekki í dreifbýli eða fámenn- um byggðarlögum. Fyrir skömmu voru kynntar að- gerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við atvinnuleysi. Af sex milljörðum var u.þ.b. einn ætlaður höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ann- að dæmi um algjöra firringu þegar kemur að fjárveitingum. Ótal tæki- færi buðust til uppbyggingar hér á suðvesturhorninu, til að mynda með því að flýta byggingu fyr- irhugaðs tónlistar- og ráðstefnu- húss. Mótvægisaðgerð fyrir miðborgina? Bygging tónlistarhúss er búin að vera draumur tónlistaráhugafólks lengi. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur starfað við léleg skilyrði allt frá stofnun hennar árið 1950 en síðastliðin 40 ár hefur Háskólabíó verið starfsvettvangur hennar. Líkja mætti veru hljómsveitarinn- ar í kvikmyndahúsi við það ef skrifstofur Alþingis væru í skemmu út á Nesi, hálf vatnsþéttri og með dragsúg. Starfsaðstæður sem þessar eru hrein og klár móðgun við alla þá tónlistarmenn í hljómsveitinni sem lagt hafa á sig langt háskólanám og gert það að köllun sinni og ævistarfi að þjóna tónlistinni hér á Íslandi. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikil starfsemi hljómsveitarinnar er. Sinfóníuhljómsveitin heldur yf- ir 60 tónleika ár hvert, og voru tónleikagestir á síðasta ári rúm 40.000. Hljómsveitin yrði í húsinu á hverjum degi. Gert er ráð fyrir æfingasal fyrir hljómsveitina, þannig að nægt rúm yrði fyrir aðra aðila, popp- og djasstónlistarmenn, svo eitthvað sé nefnt. Húsið myndi nýtast Listahátíð í Reykjavík feiknavel, enda eðlilega verið skortur á viðunandi húsnæði fyrir stærstu tónlistarviðburði hennar. Margir þeirra heims- þekktu listamanna sem starfað hafa með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hafa oftar en ekki afþakkað frekari viðkynni af harmonikku- skemmunni við Hagatorg. Með tónlistarhúsinu mætti byggja upp allskyns starfsemi á heimsmæli- kvarða, sem laða að myndi ferða- menn. Það er nefnilega ekki svo að ferðamenn komi til Íslands til að skoða jarðgöng, uppistöðulón og álver. Oft eru tónlistarhús erlendis eitt aðalaðdráttarafl viðkomandi borga og tákn öflugs menningar og mannlífs. Nægir þar að nefna Carnegie Hall í New York og Berl- ínar Fílharmoníuna sem dæmi, svo maður tali ekki um óperuhúsið í Sydney. Það er auk þess ógleym- anlegt að hafa hlýtt á tónleika í slíkum húsum. Þau mannvirki sem prýða miðborgir hafa mikil áhrif á skynjun ferðamanna á borginni og mannlífi hennar. Bygging tónlist- arhússins myndi breyta ásýnd mið- borgarinnar verulega. Framtíðarsýn fyrir Reykjavík Fyrirhugað hús mun þó ekki einungis hýsa starfsemi tónlistar- gyðjunni til dýrðar. Hin þunga- miðja hússins mun verða ráð- stefnuhald. Í húsinu verður sérhannaður ráðstefnusalur, auk þess sem stóri salurinn mun nýtast fyrir stærri ráðstefnur. Gríðarlegir möguleikar eru fyrir Reykjavík á þessu sviði. Stefna ætti að því að gera Reykjavík að áhugaverðum fundastað, þar sem saman fer öfl- ugt mannlíf og menningarlíf ásamt hinni einstæðu íslensku náttúru. Það mun ekki einungis leiða af sér ótalmörg ný störf í hinum ýmsu greinum heldur einnig skapa Reykjavík sérstöðu sem borg. Íslendingar sýna oftar en ekki staðfastan vilja til að vera fremstir á sínu sviði, hvort sem það er í íþróttum eða á sviði verkfræði- legra hálendisundra. Til þess að Sinfóníuhljómsveit Íslands geti blómstrað og rækt hlutverk sitt, að auðga tónmenningu Íslendinga, eins og segir í lögum um hljóm- sveitina, og verið flaggskip ís- lenskrar menningar á erlendri grundu þarf tónlistarhús að rísa. Samkvæmt samkomulagi sem ríki og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir ári síðan átti framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhús að ljúka árið 2007. Gera verður þá kröfu til ráðamanna þjóðarinnar að þeir standi við það samkomulag sem undirritað var með viðhöfn af borgarstjóra, menntamálaráð- herra, fjármálaráðherra og sam- gönguráðherra. Alstaðar erlendis er öflug menn- ingarstarfsemi þungamiðja borgar- lífsins. Mikið var rætt um vanda og hnignun miðborgarinnar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Hér er komið kjörið tækifæri fyrir alla stjórnmálaflokka á Alþingi og framtíðarþingmenn Reykjavíkur til að sameinast um að gera eitthvað fyrir miðborgina og mannlíf á höf- uðborgarsvæðinu. Tónlistarhús og framtíð Reykjavíkur Eftir Hrafnkel Orra Egilsson „Með tón- listarhúsinu mætti byggja upp allskyns starfsemi á heims- mælikvarða, sem laða að myndi ferðamenn.“ Höfundur er sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.