Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 51

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 51 Frænka mín Helga Tryggvadóttir er látin og ég er vafalaust ekki ein um að finnast sjónarsviptir að henni. Það slitnar einhver strengur innra með manni þegar fólk hverfur sem alla tíð hefur sett svip á tilveru manns. Helga var slík manneskja að það fór ekki á milli mála að hún væri viðstödd ef hún á annað borð var á staðnum. Hún var allra kvenna fríðust og glæsilegust á sínum yngri árum og svo smart í öllum klæðaburði og framgöngu að til var tekið. Það var enda ekkert til sparað af hálfu foreldranna að gera hana vel úr garði. Hún fór á skóla til Ameríku og hún sagði mér síðar að skólastjórinn þar hefði skrifað sér til að minna á að ein skólasystra hennar hefði verið hin fræga Marilyn Monroe, sem þá hét raunar Norma Jane Baker. „Ég man því miður lítið eftir henni, hún var ekki áberandi þá,“ sagði Helga við mig þegar ég innti hana eftir endurminningum hennar um hina frægu Hollywood-leikkonu. Sjálf var Helga líklega fyrsta ljósmyndamódel okkar Íslendinga sem starfaði í Bandaríkjunum. Raunar var það starf allt óform- legt. Hún sagði mér að hún hefði eitt sinn ætlað að láta taka af sér mynd til þess að senda móður sinni, en mjög kært var alla tíð með henni og Láru móður hennar. „Þetta var þá ekki ljósmyndastofa sem ég fór inn í heldur módelskrif- stofa og mér var boðin þar íhlaupa- vinna við sitja fyrir í tískufötum og gerði svolítið af því meðan ég var úti, það gaf aukapening,“ sagði Helga mér hlæjandi. Hún var mjög hláturmild, glað- HELGA TRYGGVADÓTTIR ✝ Helga Tryggva-dóttir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1920. Hún lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 11. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 23. apríl. lynd og hress í bragði eins og hún átti kyn til. Ég kom mjög oft á Smiðjustíg 4 þegar ég var við nám í leiklist- arskóla í Þjóðleikhús- inu á árum áður. Lára Guðlaugsdóttir ömmu- systir mín og móðir Helgu var þá á lífi. Lára var afar skemmtileg kona og orðheppin. Það komu margir í kaffi til henn- ar og oft var mikið hlegið í eldhúsinu hjá henni og var Helga þar ekki sístur gleðigjafi. En Helga var ekki bara falleg og glaðlynd, hún var með eindæmum góðhjörtuð manneskja og fáa hef ég þekkt á lífsleiðinni sem svo ein- læglega báru hag hinna minni máttar fyrir brjósti. Hún mátti sannanlega ekkert aumt sjá. Ekki síst var hún dýravinur og ótaldar ferðirnar fór hún niður að Tjörn til að gefa fuglunum og oft gerði hún sér ferðir út í port til að gefa flæk- ingsköttum að borða sem hún sá bregða fyrir út um eldhúsgluggann hjá sér og tók þá jafnvel að sér. Helga var nokkur ár gift Loga Einarssyni síðar hæstaréttardóm- ara en þau eignuðust ekki börn. Eftir að þau skildu að skiptum bjó Helga lengst af á Smiðjustígnum, mitt í ættarsamfélaginu. Þar bjuggu ekki aðeins foreldrar henn- ar heldur líka föðursystir hennar Lára Siggeirs kaupkona, og síðar bjó bróðir Helgu með konu sína og börn í þeirri íbúð, sem og var fleira frændfólk í nágrenninu. Helga starfaði sem hlaðfreyja hjá Loftleiðum árum saman og síð- ar á skrifstofu hjá bæjarfógetanum í Reykjavík. Öll verk sín leysti hún vel af hendi. Helga elskaði móður sína afar heitt og sársauki hennar var mikill þegar hún lést. Bróðurbörnum sín- um var hún betri en engin og öðru frændfólki sínu var hún með ein- dæmum kærleiksrík. Mér er ógleymanlegt hve mikla umhyggju hún sýndi móðursystrum sínum, þeim Jóhönnu og Theódóru á þeirra efri árum. Ég er í hópi þeirra sem eiga henni gott að gjalda og naut hlýju hennar og frændsemi á ýmsan hátt, allt frá æskudögum og þar til yfir lauk. Helga var lengst af heilsugóð en í bráðum veikindum sínum sýndi hún eðlislæga óvílni svo minnis- stætt er. Ég og Móeiður dóttir mín heimsóttum hana á Landspítalann nokkru fyrir lát hennar og við undruðumst hve vel hún bar sig, svo veik sem hún var. Hún átti ekki langt að sækja óvílnina, þegar Lára móðir hennar lá banaleguna heimsótti ég hana eitt sinn sem oft- ar og spurði hvernig henni liði. „Ég hef það skítt – en hvað segir þú?“ svaraði hún og svo var ekki meira talað um heilsufar hennar. Helga erfði ýmsa kosti ættmenna sinna og leyfði þeim að blómgast í fari sínu. Víst er að ef fleira fólk hefði hjartahlýjuna hennar Helgu Tryggvadóttur og kæmi henni eins vel á framfæri og hún gerði þá væri heimurinn betri en hann er. Með þeim orðum kveð ég Helgu og votta um leið ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Guðrún Guðlaugsdóttir. Miðbærinn er stórum fátækari eftir fráfall frænku minnar, Helgu Tryggvadóttur. Hún setti svip á borgina og var ein af síðustu upp- runalegu íbúum miðborgarinnar. Rótgrónir miðbæingar muna eft- ir Helgu sem alla tíð átti heima á horni Laugavegs og Smiðjustígs. Þeir eldri muna eftir henni sem fal- legustu konu sem sést hefur á göt- um borgarinnar og þeir yngi sem virðulegri og velklæddri hefðar- dömu sem jafnframt því að vera aufúsugestur í betri verslunum miðborgarinnar var helsti vel- unnari flækingskatta og fugla og annara smælingja miðborgarlífsins. Þeir voru ófáir kettirnir í mið- bænum sem nutu aðstoðar hennar og hún lagði mikið á sig til að koma meiddum og veikum fuglum við Tjörnina til dýralæknis og heilsu áður en borgarstarfsmenn náðu þeim til aflífunar. Helga var af gömlum og rót- grónum ættum. Faðir hennar, Tryggvi Siggeirsson, var Reykvík- ingur í marga ættliði, en móðir hennar, Lára Guðlaugsdóttir, syst- ir Jónasar Guðlaugssonar skálds, var prestsdóttir ættuð frá Skarði á Skarðsströnd. Helga er alin upp á mannmörgu heimili, fyrst á Laugavegi 13, í húsi afa hennar, Siggeirs Torfasonar kaupmanns, og konu hans, Helgu Friðrikku Vigfúsdóttur, og síðar á Smiðjustíg 4 sem er sambyggt við Laugaveg 13. Siggeir Torfason var ötull kaupmaður sem átti hús og lóðir milli Laugavegs og Hverfis- götu frá Smiðjustíg upp undir Klapparstíg. Faðir Helgu, Tryggvi, systkini hans Siggeirsbörn, börn þeirra og barnabörn bjuggu lengi í húsum á svæðinu. Þetta var fjöl- breytt byggð litríkrar og sérkenni- legrar fjölskyldu í miðri Reykjavík þar sem allir nágrannar og leik- félagar voru þremenningar eða nánari. Við þetta bættist stór og samheldin fjölskylda Láru Guð- laugsdóttur, móður hennar, en börn séra Guðlaugs Guðmundsson- ar og Margrétar Jónasdóttur, heimasætunnar frá Skarði á Skarðsströnd bjuggu að miklum sameiginlegum menningararfi sem þau hlúðu vel að og heimili Tryggva og Láru á horni Lauga- vegs og Smiðjustígs var einn af hornsteinum þeirrar stóru fjöl- skyldu. Helga stundaði ballett og fim- leika sem ung stúlka og var um tíma í sýningarflokki á vegum fim- leikafrömuðarins Jóns Þorsteins- sonar. Eftir nám í Verslunarskólanum fór hún til Danmerkur og gekk í klausturskóla sem ekki átti við hana og fljótlega eftir að hún varð tvítug lá leiðin til Bandaríkjanna og þar gekk hún um stund í háskóla, Mills Collage í Kaliforníu. Á meðan á dvölinni í BNA stóð kynntist Helga fólki sem stóð henni nærri alla tíð síðan. Bæði Íslend- ingum, sem voru margir þar á þessum tíma og héldu vel hópinn, og útlendingum. Hún var hrókur alls fagnaðar og vakti mikla athygli hvar sem hún kom. Það rigndi yfir hana gylliboðum um störf sem ljós- myndafyrirsæta og nokkur þeirra þáði hún. Það birtust af henni myndir í þekktum tímaritum þar vestra og henni stóðu allar dyr opnar bæði í kvikmynda- og tísku heiminum en hún gat ekki hugsað sér framtíð annars staðar en á Ís- landi með sinni fjölskyldu. Margar af erlendu skólasystrum Helgu frá þessum tíma hafa æ síð- an staðið í bréfaskriftum við hana og eru bréfin, sem ná yfir tæplega 60 ára tímabil, bæði löng og mörg og sýna vel þá tryggð sem hún sýndi vinum sínum og ekki síður hversu vel hún er metin af þeim sem kynntust henni náið. Eftir heimkomuna til Íslands 1946 giftist Helga Loga Einars- syni, síðar hæstaréttardómara og fylgdi honum til náms til Stokk- hólms í Svíþjóð. Þeirra samvistir urðu ekki langar og Helga flutti aftur til foreldra sinna fljótlega upp úr 1950. Eftir skilnaðinn starfaði Helga fyrir Flugmálastjórn sem hlað- freyja á Keflavíkurflugvelli en hlaðfreyjur sáu um móttöku far- þega og áhafna þeirra fjölmörgu flugvéla sem á þessum tímum urðu að millilenda á Íslandi á leiðinni yf- ir Atlantshafið. Helga hætti störfum á Keflavík- urflugvelli og sinnti um árabil for- eldrum sínum í ellinni og um leið nutu frændur og frænkur okkar af eldri kynslóðinni góðs af þeirri atorku sem Helga lagði alltaf í umönnun sjúkra og þeirra sem minna mega sín. Eftir andlát móður sinnar 1972 hóf Helga störf hjá borgarfógeta og var þar svo lengi og hún mátti vegna aldurs. Helga eignaðist engin börn og er ég sem þetta skrifar elstur af fjór- um bróðurbörnum sem hún ætíð leit á sem sín og tók mikinn þátt í að reyna að koma til manns. Ég sakna Helgu mikið, við áttum margar góðar stundir saman en það var oft erfitt að vera alinn upp eiginlega hálf opinberlega, því við fengum fyrirmæli um tilhlýðilega hegðun oftar en ekki úr gluggum og svölum í miðbænum og á fjöl- förnum götum með skýrri rödd Helgu frænku. Hún lá aldrei á skoðunum sínum og hún sagði þær hátt og skýrt hvar sem var. Það var eitthvað suðrænt og framandi í fasi Helgu sem fékk mig til að trúa í bernsku að hún hefði verið drottning. Hún var fallegri en allar aðrar konur, hún ilmaði betur og hún var alltaf best klædd og hún var stöðugt að hjálpa öðrum. Þannig mun ég alltaf muna eftir henni. Sverrir Agnarsson. Nú þegar Rannveig Hafberg er kvödd hrannast upp minning- ar allt frá æsku. Fyrir sveitadrengi að koma í heimsókn til Reykjavíkur var alltaf tilhlökkunar- efni. Dvalarstaðurinn var alltaf Spítalastígur 1. Þar tók móðurfjöl- skyldan á móti okkur opnum örm- un. Þegar við hófum menntaskóla- nám varð Spítalastígur heimili okkar og skjól. Í Rannveigu áttum við ekki aðeins ömmu heldur skiln- ingsríkan vin og félaga sem fylgdist með okkur af miklum áhuga og bar velferð okkar fyrir brjósti. Hún gætti þess að við fengjum stað- góðar og reglulegar máltíðir en allt- af fylgdu borðhaldinu innihaldsrík- ar og uppbyggjandi samræður. Hún var Vestfirðingur með sterkar taugar þangað og kenndi okkur að meta ýmislegt í matargerð þaðan svo sem hnoðmör og siginn fisk. Hún leið okkur ærsl og hávaða og opnaði heimili sitt fyrir vini okkar og félaga. Hún hafði mikla ánægju af því að umgangast fólk og að RANNVEIG HAFBERG ✝ Rannveig G. Haf-berg fæddist á Markeyri í Skötu- firði við Ísafjarðar- djúp 6. desember 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 12. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 23. apríl. fylgjast með og taka þátt í lífinu í kringum sig. Samhliða heimilis- störfum vann Rann- veig við saumaskap og þótti hún mjög fær á því sviði en það átti raunar við um allt sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún var vinnusöm og samviskusöm svo eftir var tekið. Rann- veigu gafst ekki tími eða tækifæri til tóm- stunda framan af á meðan hún þurfti ung ekkja að koma börnum sínum á legg. Þegar um hægðist gafst henni tækifæri til ferðalaga sem veittu henni mikla ánægju. Hún var mikil áhugamanneskja um landafræði og sögu og gáfu ferðalög hennar bæði innanlands og til útlanda henni mikla ánægju. Hún gerði víðreist og ferðaðist til fjarlægra landa og heimsálfa. Rannveig hafði það geðslag að lifa lífinu lifandi. Hún gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín. Þetta geðslag hennar vann með henni eft- ir að hún fékk heilablóðfall fyrir 19 árum og lamaðist að hluta. Eftir það lagði hún allt kapp á að þjálfa sig og auka færni sína til þess að bjarga sér sem best sjálf. Í þeirri baráttu gafst hún aldrei upp og dró sig aldrei í hlé. Mætti alltaf þegar fjölskyldan fagnaði saman. Hún hélt reisn sinni til hins síðasta. Hún var sannkölluð hvunndagshetja og tók öllu sem að höndum bar af æðruleysi. Við kveðjum Rannveigu með þakklæti fyrir allt sem hún gaf okk- ur. Engilbert Ó. Hafberg og Jón H. Snorrasynir. Skötufjörður er fallegur, hvort heldur að hausti, vetri, vori eða sumri. Fjörður þessi er mér mjög kær, kannski að hluta til vegna þess að þann fjörð þekki ég einna best af fjörðunum í Inndjúpinu eftir að hafa átt þess kost að smala hann undanfarin haust með vinafólki mínu í Ögri og Strandseljum. En það gefur þessum fallega firði enn meira vægi í mínum huga að þar fæddist hún Rannveig amma og bjó fyrstu ár ævi sinnar, n.t.t. á Mark- eyri. Á mörgum ferðum mínum um fjörðinn, akandi eða gangandi læt ég oft hugann reika um löngu horfna daga. Þannig hugleiði ég hvernig það hafi verið hjá Rann- veigu ömmu að alast upp á þessum stað. Ég trúi því, eftir að hafa búið á Vestfjörðum síðustu 20 árin, að Rannveig amma hafi verið að mörgu leyti öfundsverð að hafa fæðst og alist upp á þessum fallega og friðsæla stað, Skötufirði. Rannveig amma var líklega átta ára gömul þegar hún fluttist með fjölskyldu sinni í Hnífsdalinn og þar bjó hún fram til 17 ára aldurs, er hún flutti til Reykjavíkur. Í samtölum okkar Rannveigar ömmu fann ég glöggt hversu vænt henni þótti um Skötufjörð og Hnífs- dalinn. Ég man hvernig innilegt og fallegt bros færðist yfir andlit Rannveigar ömmu, þegar talið barst að Vestfjörðum og einkum þessum stöðum tveimur. Ég veit og fann að henni þótti afar vænt um að ég skyldi hafa valið Ísafjörð sem heimili mitt og fjölskyldu minnar. Hún fylgdist vel með, þrátt fyrir háan aldur, og spurði margs héðan að vestan. Það var Rannveigu ömmu mikils virði að fá að sækja heimahagana árið 1988 með Eysteini frænda og Ellu. Þá heimsótti hún okkur á Ísa- fjörð og fór með Eysteini og Ellu að Markeyri í Skötufirði og loks í Hnífsdalinn. Þá hafði Rannveig amma ekki átt þess kost að heim- sækja heimahagana í 64 ár eða svo. Í Hnífsdalsheimsókninni urðu fagn- aðarfundir, en þar hitti Rannveig amma eina skólasystur sína úr barnaskólanum í Hnífsdal. En þær höfðu ekki hist eftir að amma flutti til Reykjavíkur, misst hvor af ann- arri í rúma hálfa öld. Þetta er dæmi um þann ævintýraljóma sem mér hefur alltaf fundist vera yfir Rann- veigu ömmu og ævi hennar. Rannveig amma var ákaflega vel gerð og greind kona sem reyndist móður minni, Olgu Hafberg, ákaf- lega vel, en mamma missti móður sína aðeins nokkurra mánaða göm- ul. Rannveig giftist afa þegar mamma var 11 ára gömul. Nú þeg- ar ég kveð Rannveigu ömmu er mér efst í huga þakklæti til hennar, fyrir alla hlýjuna og velvildina í minn garð, konu minnar og barnanna minna. Hafðu þökk fyrir allt og allt Rannveig amma. Hlynur Snorrason. Elsku amma. Takk fyrir öll þau ár sem við fengum að njóta með þér. Dugnaðurinn og krafturinn sem í þér bjó var hreint frábær, þú lést aldrei neitt aftra þér og þú gafst aldrei upp. Mér finnst skrýtið að ég skuli ekki fá að sjá þig aftur og ég mun sakna þín. Kveðja. Hafdís. Elsku amma Rannveig. Eftir að mamma og pabbi sögðu mér að þú værir dáin og farin til Guðs langaði mig að skrifa svolítið til þín. Mér fannst alltaf gaman að koma til þín á Eir þar sem þú áttir heima, því þú leyfðir mér alltaf að fara fram á gang og skoða mig um. Og svo gafst þú mér alltaf uppá- haldssúkkulaðið þitt og oft og mörgum sinnum kláruðum við það bara – við vorum báðar svo miklar súkkulaðistelpur. Þar sem þú ert komin til Guðs veit ég að þú átt alltaf eftir að fylgj- ast með mér og litla bróður mínum, honum Eysteini Birni. Þín Þórunn Dís Hafberg. Elsku amma. Um leið og ég kveð þig í hinsta sinn langar mig að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég minnist þeirra stunda þegar við komum til þín á Spítalastíginn, alltaf fékk maður eitthvað gott í gogginn. Og ef þú áttir ekkert til þá var maður bara sendur út í búð til að kaupa eitthvað með kaffinu. Spítalastígurinn var eins konar miðstöð þar sem ættingjarnir hitt- ust, við krakkarnir lékum okkur og þið, fullorðna fólkið, drukkuð kaffi og töluðuð um daginn og veginn. Þetta voru góðir dagar og ég veit að þú saknaðir Spítalastígsins eins og við hin. Elsku amma, takk fyrir allt. Steinar Björn Hafberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.