Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 54
MINNINGAR
54 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag kveðjum við
hana Olgu Gísladótt-
ur. Minningarnar streyma fram í
hugann og þau eru mörg minning-
arbrotin sem birtast. Enda sam-
ferðatíminn langur reyndar svo
lengi sem ég man eftir mér.
Þau Olga og Sigurður voru frum-
byggjar í Kópavogi og fluttu þang-
að upp úr 1950 og byggðu sér hús í
Melgerði 6 sem var á fyrsta svæð-
inu sem skipulagt var í bænum.
Frumbýlingsárin voru að mörgu
leyti erfið og það þurfti kjarkmikið
fólk til að nema land í Kópavogi í
þá daga en samheldnin og sam-
hjálpin var mikil og sameiginlega
tókst þessu fólki að koma yfir sig
þaki. Það var t.d. viðtekin hefð að
þegar var verið að steypa upp hús
eða hluta af húsi, því oft voru húsin
byggð í áföngum, þá mættu allir
sem vettlingi gátu valdið og hjálp-
uðust að og ég held að það hafi
aldrei nokkrum dottið i hug að
greiða ætti fyrir þessa vinnu. Það
var líka alveg sjálfsagt að allir
legðu eitthvað af mörkum til að
hjálpa nágrönnum ef eitthvað bját-
aði á og þótt þessir frumbýlingar
ættu oft bara rétt til hnífs og skeið-
ar þá gat fólk látið eitthvað af
hendi rakna ef á þurfti að halda.
Það var m.a. kona eins og Olga
sem sköpuðu þetta samfélag sem
við börnin vorum svo heppin að fá
að kynnast og alast upp í. Þar sem
manngildið var í fyrsta sæti og
mannkærleikurinn sat í öndvegi.
OLGA
GÍSLADÓTTIR
✝ Olga Gísladóttirfæddist á Stóru-
Þúfu í Miklaholts-
hreppi 7. maí 1912
en ólst upp í Viðey.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð 8. apríl síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Digraneskirkju 15.
apríl.
Ég var ekki há í
loftinu þegar ég fór að
venja komur mínar í
Melgerði 6 og ég man
að það kom sér vel að
á tröppunum var sjáv-
argrjót – ávalur steinn
sem ég gat prílað upp
á svo ég gæti hringt á
dyrabjöllunni. Já, við
Álfheiður dóttir Olgu
vorum líklega aðeins á
þriðja ári þegar við
tengdumst vináttu-
böndum sem eru
órjúfanleg því við er-
um enn í dag nánar
vinkonur. Alltaf var mér tekið opn-
um örmum á þessu heimili. Og ég
varð að sumu leyti eins og ein af
fjölskyldunni. Ég kynntist líka
systkinum Olgu og fannst þó nokk-
uð til þessa systkinahóps koma því
þetta var glaðlynt fólk.
Ég minnist líka ófárra laugar-
dagskvölda þar sem Olga og Sig-
urður komu heim til foreldra
minna til að gera sér dagamun og
spila vist.
Í mörg ár vann svo Sigurður hjá
föður mínum og þá bættust við
samverustundir í skemmtiferðum á
vegum fyrirtækisins bæði útilegur,
berjaferðir og svo spilakvöld og
jafnvel kóræfingar.
Það mæddi mikið á heimili mínu
og mikið álag var á mömmu þar
sem fyrirtækið var rekið í kjallara
og skúrum á lóðinni okkar og svo
var nú öll félagsstarfsemin sem
þurfti að sinna til að viðhalda góð-
um vinnuanda og þá var hún Olga
góður granni sem var komin til að
létta undir án þess nokkurn tíma
að það þyrfti að biðja um það hún
bara kom og sagði: „Jæja, Bogga
mín, nú skulum við hjálpast að.“
Olga var bæði velgerð og velgef-
in kona sem allt lék í höndunum á.
Ég vissi líka að hún var hamhleypa
til vinnu og vel metin alls staðar.
Hún hafði þann gullna eiginleika
að vera trúr og tryggur vinur vina
sinna og afskaplega orðvör kona.
Ég man aldrei eftir því að Olga
segi hnjóðsyrði um nokkurn mann
og aldrei brást hún trúnaðartrausti
þess sem trúði henni fyrir sínum
hugrenningum eða vandamálum.
Þessir mannkostir sem prýddu
Olgu eru okkur sem vorum svo lán-
söm að fá að kynnast henni og vera
henni samferða ómetanlegur sjóð-
ur sem okkur ber að varðveita.
Olga var létt og kát í lund og
hafði dæmalaust gaman af að
syngja og spila og hún var á 90.
aldursári þegar hún heimsótti mig
síðast og sátum við þá heila kvöld-
stund og rifjuðum upp margt
skemmtilegt frá uppvaxtarárum
okkar Álfheiðar og að sjálfsögðu
tókum við lagið.
Mig langar að kveðja góða vin-
konu með ljóði eftir hann pabba
minn sem mér finnst eiga svo vel
við lífsviðhorf Olgu.
Æskan er að baki og ellin dyra knýr,
ævihjóli sínu ei neinn til baka snýr.
Auðna mun því ráða hve ævin
verður löng.
Ég ætla mér að lifa við gleði, spil
og söng.
(S.A.S.)
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Grétars, Álfheiðar
og Gísla og þeirra fjölskyldna og
votta þeim mína dýpstu samúð.
Ólína M. Sveinsdóttir.
Litla herbergið, svo hlýtt og
notalegt, græni beddinn, kommóð-
an og skartgripaskrínið hennar
ömmu. Þarna gátum við dundað
okkur tímunum saman við að máta
hringa, hálsmen og nælur, lásum
og sváfum. Hjá ömmu lærðum við
að drekka te, leggja kapal og biðja
bænirnar okkar. Við héldum að
amma yrði alltaf til staðar, þrátt
fyrir mikil veikindi þá náði hún sér
alltaf aftur. Við vorum sannfærðar
um að hún yrði að minnsta kosti
100 ára. En henni þótti víst nóg
komið og að tími væri kominn til að
kveðja. Við viljum kveðja hana nú
með einni af bænunum sem hún
kenndi okkur systrum:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Minninginn um hana ömmu Olgu
á eftir að lifa með okkur alla tíð.
Blessuð sé minning þín.
Olga Björg, Svanhildur
og Hjördís Unnur.
Það voru ekki mörg ár liðin af
minni ævi þegar Olga amma var
orðin sjúklingur. Hún hefur þó allt-
af reynt að fá eins mikið út úr líf-
inu og frekast er unnt miðað við
aðstæður. Eftir því sem hún varð
eldri því lífsglaðari og jákvæðari
varð hún. Hin allra síðustu ár hef-
ur hún mikið sungið og ef hún hefði
getað þá hefði hún dansað líka.
Olga amma var partíljónið í Sunnu-
hlíð. Hún var alltaf tilbúin til að
taka þátt í öllu sem þar var að ger-
ast og fór mikið í heimsóknir og
veislur. Vikulega fór hún í mat til
barnanna sinna og aldrei mátti
missa af því hvernig sem heilsan
var. Þrátt fyrir heilsuleysið hefur
hún amma mín sem betur fer lifað
lífinu lifandi og með bros á vör.
Fyrir tveimur vikum fór amma í
eina af öllum þeim veislum sem
hún mátti ekki missa af og lenti í
því að meiða sig á fæti. Það varð til
þess að hún komst ekki til Álfheið-
ar dóttur sinnar í mat helgina á
eftir. Það var eins og Olga amma
hefði þá ákveðið að nú væri komið
að því að kveðja því ekki ætlaði
hún að lifa við það að vera rúmföst
og komast ekki þangað sem hún
vildi. Það var gott að geta kvatt
ömmu með þá vissu að hún væri
sátt við aðstæður og tilbúin til að
yfirgefa okkur og hitta afa. Elsku
amma mín, takk fyrir allar góðu
stundirnar með þér. Hvíl þú í friði.
Þín
Hildur.
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina
www.solsteinar.is sími 564 4566
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓNAS JÓHANNSSON
fyrrv. verkstjóri Ísaga hf.,
Sigtúni 27,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju á
morgun, föstudaginn 25. apríl, kl. 15.00.
Sigríður Aðalheiður Jónsdóttir,
Jóhann Jónasson, Sigríður B. Jónsdóttir,
Benedikt Jónasson, María B. Jóhannsdóttir,
Björk Elva Jónasdóttir, Kjartan Kjartansson,
Atli Viðar Jónasson
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall
og útför elsku móður okkar,
JÓHÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Guð blessi ykkur öll.
Ólöf Gunnarsdóttir,
Reynir Gunnarsson
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir fyrir samúð ykkar og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og bróður,
STEINÞÓRS GUÐMUNDAR
HALLDÓRSSONAR,
Langholtsvegi 4,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á
Landspítalanum við Hringbraut.
Lilja Bára Steinþórsdóttir, Kristinn Gunnarsson,
Guðrún Steinþórsdóttir Kroknes, Ásvaldur Jónatansson,
Ágústa Steinþórsdóttir Kroknes, Ágúst Rafn Kristjánsson,
Benedikt Steinþórsson Kroknes, Jóhanna Árnadóttir,
Ásgerður Helga Kroknes, Sigurður Enoksson,
barnabörn, barnabarnabarn
og systkini.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MARÍA STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR,
Hrafnagilsstræti 32,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 25. apríl kl. 13.30.
Þorvaldur Kristján Jónsson,
Bryndís Ármann Þorvaldsdóttir, Örlygur Ívarsson,
Ásdís Ármann Þorvaldsdóttir, Kári Árnason,
Stefán Þorvaldsson, María Guðmundsdóttir,
Heiðdís Ármann Þorvaldsdóttir, Bergþór Erlingsson,
Valdís Ármann Þorvaldsdóttir, Sigurður Lárusson,
Hafdís Ármann Þorvaldsdóttir, Tómas L. Vilbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON,
lést miðvikudaginn 23. apríl.
Útför hans verður auglýst síðar.
Erling Þ. Ólafsson, Helga Pálsdóttir,
Álfheiður Ólafsdóttir, Ólafur Jóhannsson,
Einar Ólafsson, Erla Marinósdóttir,
Ólafur Þ. Ólafsson, Anna H. Hjaltadóttir,
Rannveig S. Ólafsdóttir, Árni Sörensen,
Ásgeir Ólafsson, Ásta S. Jósefsdóttir,
Kristján H. Ólafsson, Bjarnrún Júlíusdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
STELLA SIGURLEIFSDÓTTIR,
Þinghólsbraut 5,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
aðfaranótt þriðjudagsins 22. apríl.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 2. maí kl. 13.30.
Pétur Guðfinnsson,
Ólöf Kristín Pétursdóttir, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson,
Pétur Leifur Pétursson, Maite Pueyo,
Elín Marta Pétursdóttir, Sigurgeir Örn Jónsson,
Luis Peña Moreno
og ömmubörn.