Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 61
OD
DI
H
F
J
50
58
...vísa þér veginnwww.lmi.is
Ómissandi í ferðalagið
Ferðakort 1:250 000
Vesturland og Suðurland
Annað kortið af þremur í flokki nýrra vandaðra ferðakorta
í mælikvarða 1:250 000 er komið út. Mjög handhægt brot
sem hentar vel á ferðalögum. Mikil skörun á milli korta.
Byggt á nýjum stafrænum gögnum.
Kort sem ættu að vera til á hverju heimili
Ný ferðakort
Ferðakort 1:500 000
Vandað nýtt heildarkort af Íslandi með hæðarskyggingu
og þjónustutáknum. Glæsileg og mikið breytt útgáfa af
þessu vinsæla korti. Nýjustu upplýsingar um vegi
landsins, vegalengdir og veganúmer, auk mikilvægra
upplýsinga um ferðaþjónustu, svo sem bensínafgreiðslur,
gististaði, söfn, sundlaugar, golfvelli og fleira. Kortinu
fylgir nafnaskrá með yfir 3000 örnefnum. Skýringar á
fjórum tungumálum.
• Hæðarskygging og 50 metra hæðarlínubil
• Vegir, vegalengdir, veganúmer og bensínafgreiðslur
• Gisting, tjaldsvæði, sundlaugar og golfvellir
• Söfn, friðlýstar minjar, hringsjár og áningarstaðir
• Bæir í byggð, eyðibýli og rústir
• Yfir 6000 örnefni
• Upplýsingamiðstöðvar, bátsferðir og margt fleira
• Skýringar á íslensku, ensku, frönsku og þýsku
Útgefið
2002
Væntanlegt
2003
Fundir B-listans í Norðvestur-
kjördæmi. Magnús Stefánsson,
frambjóðandi B-listans Norðvest-
urkjördæmi, verður með fund á
Lýsuhóli á morgun, föstudaginn 25.
apríl kl. 11. Einnig verður opinn
fundur á Hofsósi á morgun, kl. 20.30.
Sumargleði VG. Vinstrihreyfingin -
grænt framboð heldur upp á sum-
ardaginn fyrsta með fjölskylduhátíð
í Nauthólsvík kl. 14, í dag. Stein-
grímur J. Sigfússon heldur ræðu.
Andlitsmálning og sandkastala-
keppni. Frambjóðendur kjördæm-
anna keppa í reipitogi og spákonur
spá fyrir um framtíðina. Boðið upp á
veitingar og allir velkomnir.
Vöfflukaffi hjá VG á Akureyri.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
býður öllum í vöfflukaffi á sum-
ardaginn fyrsta í kosningamiðstöð-
inni, Hafnarstræti 94 á Akureyri kl.
14–17. Einnig verður opið á kosn-
ingamiðstöðvum VG á Siglufirði,
Ólafsfirði, Húsavík og á Egils-
stöðum þennan fyrsta sumardag.
Samfylkingin opnar þrjár kosn-
ingaskrifstofur í Húnavatns-
sýslum. Í dag kl. 14.30 verður opn-
að á Blönduósi, í Blöndubyggð 1.
Opið verður til að byrja með frá 16–
19. Kl. 17 í dag, verður opnuð kosn-
ingaskrifstofa á Hvammstanga, að
Strandgötu 6a. Opið verður kl. 17–19
fyrstu dagana en lengur þegar nær
dregur kosningum. Boðið verður
upp á léttar veitingar fyrir börn og
fullorðna en auk þess verður harm-
onikkuleikur og fleira á dagskrá.
Frambjóðendur verða á staðnum og
spjalla við kjósendur. Í gær opnaði
Samfylkingin kosningaskrifstofu á
Skagaströnd, í Miðnesi 2.
Ungir jafnaðarmenn á Norðurlandi
vestra verða með pitsukvöld með
ungum kjósendum í dag, 24. apríl kl.
20, á Hvammstanga; á morgun, 25.
apríl kl. 19, á Blönduósi og kl. 21 á
Skagaströnd. 3. maí verður pitsu-
kvöld eftir fótboltamót ungliða-
hreyfinganna. Pitsukvöldin eru í
kosningaskrifstofum á hverjum stað
og verða ungir frambjóðendur á
staðnum.
Samfylkingin í Mosfellsbæ opnar
kosningaskrifstofu á morgun,
föstudaginn 25. apríl, kl. 17, á 1. hæð
í verslunarmiðstöðinni Kjarna.
Skrifstofan verður opin á virkum
dögum kl. 15–18.
STJÓRNMÁL
Opið hús endurhæfingardeildar
á Grensási. Um þessar mundir
eru liðin 30 ár frá því að starfsemi
hófst á endurhæfingardeild Land-
spítalans áGrensási. Af því tilefni
verður efnt til afmælisdagskrár á
morgun, föstudaginn 25. apríl, í
húsakynnum deildarinnar við Álm-
gerði. Húsið verður opið almenn-
ingi kl.15–16.30. Þar gefst kostur á
að kynnast starfsemi deildarinnar
og aðstöðu. Þjálfunaraðstaða,
ásamt sundlaug og hluti legu-
deildar á þriðju hæð verða opnar.
Á MORGUN
Skátamessa í Hallgrímskirkju í
dag, sumardaginn fyrsta, kl. 11.
Fyrir messu munu skátar standa
heiðursvörð fyrir utan kirkjuna.
Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar til
altaris. Ræðumaður verður Sveinn
Guðmundsson, formaður Skáta-
sambands Reykjavíkur. Skátakór-
inn undir stjórn Arnar Arnars-
sonar mun leiða sönginn. Að
lokinni messu verður selt kaffi í
safnaðarheimilinu.
Jörvagleði 2003 verður sett í dag,
fimmtudaginn 24. apríl, kl. 20 í
Dalabúð. Þar verður m.a. hagyrð-
ingamót og Þorrakórinn syngur. Á
morgun, föstudaginn 25. apríl,
verður ostakynning í Mjólk-
ursamlaginu í Búðardal og Brids-
mót verður í Tjarnalundi. Leik-
klúbbur Laxdæla verður
leiksýningu og Halli Reynis
trúbador leikur. Laugardaginn 26.
apríl kveður Steindór Andersen á
Eiríksstöðum rímur, opnuð verður
sýning að Vesturbraut 12, þar sýna
Björg Thorlacius og Unnur Mjöll
S. Leifsdóttir myndlistarnemar.
Tónlistarveisla verður í Árblik þar
sem m.a. koma fram Sophie
Schoonjans hörpuleikari, Guttarnir,
blues og jazzhljómsveitin „Hob“
o.fl. Dansleikur verður í Dalbúð,
þar sem Stuðmenn leika fyrir
dansi. Sunnudaginn 27. apríl verð-
ur bíósýning í Dalabúð, sagnastund
verður í gamla kaupfélaginu og um
kvöldið verður kvikmyndin Hringa-
dróttinssaga sýnd í Dalabúð.
Í DAG
FIMMTUDAGINN 10. apríl sl. um
kl. 19.30 varð árekstur á gatnamót-
um Sæbrautar og Langholtsvegar í
Reykjavík. Þar var bifreið ekið um
Langholtsveg í norður og beygt til
vinstri í veg fyrir UE-210 sem er
Ford Fiesta, en þeirri bifreið var ek-
ið austur Sæbraut. Við þetta nauð-
hemlaði UE-210 og hafnaði bifreiðin
VZ-742 aftan á þeirri bifreið. Þeir
sem hugsanlega hafa orðið vitni að
árekstrinum og geta upplýst hver
umrædd bifreið er sem ók Lang-
holtsveginn eru beðnir um að hafa
samband við lögregluna.
Lýst eftir vitnumStaða úrgangsmála á Íslandi.Félag heilbrigðis- og umhverfisfull-
trúa (FHU) mun standa fyrir ráð-
stefnu undir yfirskriftinni „Staða
úrgangsmála á Íslandi“ mánudag-
inn 28. apríl kl. 9–12.40 í Norræna
húsinu. Ráðstefnan er öllum opin
og aðgangur ókeypis. Á meðal
framsögumanna verða sérfræð-
ingar frá opinberum aðilum, at-
hafnamenn og frjáls félagasamtök.
Markmið ráðstefnunnar er að
skýra stöðu úrgangsmála á Íslandi
og greina frá nýjum lögum á því
sviði. Dagskrá fundarins er að
finna á heimasíðu Heilbrigðiseft-
irlits Suðurnesja, www.hes.is.
Á NÆSTUNNI
alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ