Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 64
verði þetta allt sett í flokk
með fjármagnstekjum og
greiddur af því aðeins 10%
skattur.
Þykir mönnum réttlátt að
efnað fólk sem lifir af fjár-
magnstekjum greiði aðeins
10% skatt meðan aldraðir,
öryrkjar og aðrir bótaþegar
eru krafðir um 38% skatt af
sinni hungurlús?
Jón Kjartansson
frá Pálmholti.
Léleg þjónusta
ÉG er með öll mín símavið-
skipti hjá Íslandssíma. Ný-
lega þurfti ég að athuga með
internetþjónustu fyrir föður
minn og gekk það ekki
greiðlega. Hringdi ég með
fyrirspurn til þjónustufull-
trúa sem ætlaði að hringja í
mig aftur þegar hann væri
búinn að athuga málið.
Þurfti ég að hringja 3 sinn-
um til að ítreka þetta og
fékk alltaf samband við nýj-
an þjónustufulltrúa. Enginn
þeirra hefur haft samband
til baka til að svara fyrir-
spurn minni. Finnst mér
þetta ekki góð þjónusta hjá
framsæknu fyrirtæki.
230461-2449.
Tapað/fundið
Hringar í óskilum
í Fjarðarkaupum
4 hringar eru í óskilum hjá
Fjarðarkaupum. Einn gift-
ingarhringur með nafni og
ártalinu 1952, einn karl-
mannshringur með áletrun,
einn hringur með steini og
lítill sérsmíðaður hringur.
Upplýsingar í síma
555 3500.
Svart drengjahjól
týndist
SVART drengjahjól, Track,
týndist frá leiksvæðinu við
Túngötu. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 562-
1643.
Jakki týndist
BLÁR stuttur gallajakki
týndist á Thorvaldsen bar
sl. laugardagskvöld 19. apr-
íl. Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 847 3813.
Dýrahald
Dísarpáfagaukur
týndist
SKÆRGULUR dísarpáfa-
gaukur týndist í Fellahverfi.
Þeir sem hafa orðið varir við
fuglinn hafi samband í síma
587 2431.
Fallegur fress
fæst gefins
8 mánaða fallega hvítur
fress, hvítur með svart skott
og annað eyrað svart, fæst
gefins. Þetta er mjög sér-
stakur köttur og gæfur.
Upplýsingar í síma 823 9398
og 587 2474.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Skemmtilegar
auglýsingar
MIG langar að koma því á
framfæri að þessar auglýs-
ingar sem hafa verið að birt-
ast frá Olís eru skemtilegar,
fyndnar og hitta í mark.
Þetta eru auglýsingar sem
renna ekki beint í gegnum
hugann heldur brosir maður
líka eftirá. Sem sagt til
lukku Olís með þessar
skemmtilegu auglýsingar.
Unnur.
Sóðaskapur
ÉG var að bíða eftir stræt-
isvagni í biðstöð hjá Kringl-
unni. Þar voru ungir menn
sem voru að bíða en gerðu
ekkert annað en að hrækja á
stéttina og var gangstéttin
orðin blaut eftir strákana.
Finnst þetta ógeðslegt því
fólk ber þetta í skónum
heim til sín.
Farþegi.
10% skatt af bótum
ÉG vil biðja menn að taka til
athugunar þá tillögu Guð-
jóns A. Kristjánssonar, for-
manns Frjálslynda flokks-
ins, að úr því örorkubætur,
ellistyrkur, atvinnuleysis-
bætur og annað sem Trygg-
ingastofnun greiðir fólki til
framfærslu, er ekki með-
höndlað sem laun og fylgir
t.d. ekki launavísitölu þá
Feðgin á hjólum við Nauthólsvík.
Morgunblaðið/Ómar
DAGBÓK
64 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Arina Arctica, Laug-
arnes, Alboran, Mána-
foss og Þerney koma í
dag. Helgafell, Detti-
foss og Haukur fara í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs er lokuð
vegna flutninga, hún
opnar aftur 6. maí að
Fannborg 8, áður hús-
næði Bókasafns Kópa-
vogs, lesstofa á jarð-
hæð.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrif-
stofa, s. 551 4349, opin
miðvikud. kl. 14–17.
Flóamarkaður, fataút-
hlutun og fatamóttaka
opin annan og fjórða
miðvikud. í mánuði kl.
14–17, s. 552 5277.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið Hraunsel verð-
ur lokað í dag, sum-
ardaginn fyrsta.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Glæsibæ. Fimmtudag-
ur: Brids kl. 13. Skrif-
stofa félagsins er í
Faxafeni 12, sími
588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Starfsfólk óskar þátt-
takendum og sam-
starfsaðilum fé-
lagsstarfsins gleðilegs
sumars með þakklæti
fyrir samstarfið í vetur.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Gullsmári, Gullsmára
13. Gleðigjafarnir
syngja inn sumarið
föstudaginn 25. apríl kl.
14. Gleðigjafarnir eru
fólk sem hittist annan
hvern föstudag og
syngur og hlustar á
söng saman. Allir vel-
komnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krumma-
kaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ,
Síðumúla 3–5, og í
Kirkju Óháða safnaðar-
ins við Háteigsveg á
laugardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis.
Fundir mánudaga kl. 20
að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
OA-samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
í síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10 og
110 ganga að Kattholti.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á Höfuðborg-
arsvæðinu. Félags-
heimilið, Hátúni 12.
Aðalfundurinn verður
laugardaginn 26. apríl
kl. 14. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vestfjörðum:
Jón Jóhann Jónsson,
Hlíf II, Ísafirði, s.
456 3380 Jónína
Högnadóttir, Esso-
verslunin, Ísafirði, s.
456 3990 Jóhann Kára-
son, Engjavegi 8, Ísa-
firði, s. 456 3538 Kristín
Karvelsdóttir, Mið-
stræti 14, Bolungarvík,
s. 456 7358.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588 7555
og 588 7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi), 2.
hæð, s. 552 2154. Skrif-
stofan er opin miðvi-
kud. og föstud. kl. 16–
18. Einnig er hægt að
hringja í síma 861 6880
og 586 1088. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Minningarkort MS-
félags Íslands eru seld
á skrifstofu félagsins,
Sléttuvegi 5, 103 Rvk.
Skrifstofan er opin
mán.–fim. kl. 10–15.
Sími 568 8620. Tölvu-
póstur ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533 1088 eða í
bréfas. 533 1086.
Í dag er fimmtudagur 24. apríl,
114. dagur ársins 2003, sumar-
dagurinn fyrsti. Orð dagsins: Ég
kann að búa við lítinn kost, ég
kann einnig að hafa allsnægtir. Ég
er fullreyndur orðinn í öllum hlut-
um, að vera mettur og hungraður,
að hafa allsnægtir og líða skort.
(Fil. 4, 12.)
Í heilsíðuauglýsinguSamfylkingarinnar er
úrklippa úr Morgun-
blaðinu, með frétt þess
frá 12. apríl, um nið-
urstöður Hörpu Njáls
hvað varðar stuðning
hins opinbera við barna-
fjölskyldur á Íslandi.
Undir úrklippunni stend-
ur stórum stöfum: „Þessu
þarf að breyta!“
Fyrirsögn Morgunblaðs-fréttarinnar er:
„Minnsti stuðningur við
barnafjölskyldur á Ís-
landi“. Birt er tafla yfir
útgjöld hins opinbera á
Norðurlöndunum vegna
barnafjölskyldna, sem
hlutfall af vergri lands-
framleiðslu.
Þar sést, að árið 2000námu þessi útgjöld
2,3% af vergri landsfram-
leiðslu á Íslandi, en á
bilinu 3,1-3,7% á hinum
Norðurlöndunum. Árið
1993 var hlutfallið 2,4% á
Íslandi. Af þessum tölum
dregur Samfylkingin þá
ályktun, að hækka verði
barnabætur um þrjá
milljarða á ári, auk ým-
issa breytinga á skatt- og
velferðarkerfinu.
En hér ber að staldraaðeins við. Er stærðin
„útgjöld hins opinbera
vegna barnafjölskyldna
sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu“ mark-
tækur mælikvarði?
Þessi mælikvarði segirlítið um hver þessi út-
gjöld eru í raun, því hann
breytist eftir því sem
landsframleiðsla breytist.
Ef hagvöxtur er mikill,
þ.e. aukning á vergri
landsframleiðslu, þurfa
þessi útgjöld að vaxa mik-
ið til að vera sama hlutfall
af landsframleiðslu. Þar
að auki sýna rannsóknir
að aukinn hagvöxtur
veldur aukinni velsæld og
því ætti þörf á slíkum út-
gjöldum að minnka við
slíka þróun.
Þannig verða útgjöldinað hækka um 5% ef
hagvöxtur er 5%, til að
vera áfram sama hlutfall
af landsframleiðslu. Á ár-
unum 1993-2000 var hag-
vöxtur á Íslandi tæplega
33%. Það þýðir, að út-
gjöld hins opinbera vegna
barnafjölskyldna hafa
vaxið um 27% á þessu
tímabili!
Á sama tíma hefur hlut-fallið, kannski eðli-
lega, lækkað hjá hinum
þjóðunum. Í Svíþjóð voru
þessi útgjöld 5,7% af
vergri landsframleiðslu
árið 1993, en 3,6% árið
2000. Í Danmörku lækk-
uðu þau úr 3,9% í 3,7%. Í
Finnlandi lækkuðu þau úr
4,7% niður í 3,1% og í
Noregi úr 4,2% í 3,2%.
Ef Samfylkingin vill„breyta þessari þró-
un“ er hún þá ekki að
leggja til að framlög hins
opinbera til barnafjöl-
skyldna verði lækkuð?
STAKSTEINAR
Vill Samfylkingin lækka
útgjöld til barnafjöl-
skyldna?
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI mælir meðþví að fólk fari inn á
vefsvæðið www.hagur.is
áður en það tekur neyslu-
lán. Á vefnum má nefnilega
reikna út hversu miklu
hagkvæmara það er að
spara en að taka lán.
Dæmi: Sá sem á 50.000
krónur en ákveður að
kaupa sófasett á 400.000
krónur á raðgreiðslusamn-
ingi til 18 mánaða greiðir
tæplega 100.000 krónum
meira fyrir sófasettið en
maður sem leggur 50.000 krónurnar
í banka og sparar fyrir sófasettinu á
18 mánuðum. Mismunurinn er m.a.
vegna þess að sparnaðurinn safnar
innlánsvöxtum. Aldrei ætlar Vík-
verji að kaupa nokkurn skapaðan
hlut með raðgreiðslum.
x x x
ÍRÚMLEGA tvö ár hefur vinn-ingstalan í aðalúrdrætti Happ-
drættis Háskóla Íslands aldrei end-
að á sjö. Hún hefur á hinn bóginn
fjórum sinnum endað á einum, þrisv-
ar á tveimur, fjórum sinnum á þrem-
ur, tvisvar á fjórum og fimm, fimm
sinnum á sex, þrisvar á átta og níu
og tvisvar á núlli. Víkverji veit þetta
vegna þess að hann er í rauðvíns-
happdrættisklúbbi í vinnunni en sá
hlýtur vinninginn sem er handhafi
síðustu tölunnar. Vinningurinn er
ein flaska frá hverjum klúbbfélaga.
Víkverji er með sjöuna. Hann tók við
henni fyrir rúmlega tveimur árum
eftir að hafa verið fullvissaður um að
hún væri þvílík lukkutala. Víkverji
var hóflega bjartsýnn en taldi ekk-
ert fjarri lagi að líkurnar á að hljóta
vinning væru um það bil 1:10. Síðan
þá hefur hann látið vinnufélögum
sínum 28 rauðvínsflöskur í té og
kostað til þess um 35.000 krónum en
aldrei unnið sjálfur. Ekki að Víkverji
sjái eftir þessum flöskum, þannig
séð. Það liggur hins vegar við að
þessi sjöuskortur sé
grunsamlegur. Kannski er
sjöan ryðguð föst. Maður
veit aldrei.
x x x
VÍKVERJI hugðist sjáheimildarmyndina Keil-
að fyrir Columbine á annan
í páskum, kíkti í Moggann
og sá að hún var sýnd
klukkan 8. Var kominn
stundvíslega í Regnbogann
en var þá tjáð að myndin
væri sýnd klukkan 10. Þeg-
ar afgreiðslustúlkunni var bent á
auglýstan tíma í Morgunblaðinu
svaraði hún með því að segja að sá
tími hafi verið auglýstur í Sunnu-
dagsmogganum. Nú væri mánudag-
ur og þá væri annar sýningartími.
„Og hvernig í ósköpunum átti ég að
vita það,“ spurði Víkverji en fékk
ekkert svar. Vita Regnbogamenn
ekki að á Íslandi koma ekki út dag-
blöð á annan í páskum? Víkverja
finnst með ólíkindum hjá bíóinu að
breyta sýningartímanum án þess að
hafa möguleika á að tilkynna það
væntanlegum bíógestum með full-
nægjandi hætti. Varla er hægt að
ætlast til að fólk hringi á undan sér
eða athugi sýningartímann á Netinu.
Morgunblaðið/Golli
Það borgar sig að spara fyrir sófanum.
LÁRÉTT
1 lyfta, 4 plönturíki,
7 fiskúrgangur, 8 tuskan,
9 ávinning, 11 kven-
mannsnafn, 13 þrjóskur,
14 krús, 15 hörfa,
17 galdratilraun, 20 nóa,
22 lélegrar skepnu,
23 laun, 24 að inn-
anverðu, 25 drykkju-
maður.
LÓÐRÉTT
1 ómjúka, 2 fálætið,
3 siga, 4 gaffal, 5 stór-
sjór, 6 fífl, 10 dinguls,
12 keyra, 13 þekja,
15 líti, 16 lauslæisdrósin,
18 endurbót, 19 koma
skapi við, 20 sleif,
21 bút.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 tónsmíðin, 8 glæða, 9 aflát, 10 Rán, 11 teikn,
13 syrpa, 15 hvarf, 18 safna, 21 róm, 22 miðli, 23 áferð,
24 tungutaks.
Lóðrétt: 2 ónæði, 3 skarn, 4 Írans, 5 illur, 6 ógát, 7 ótta,
12 ker, 14 yla, 15 híma, 16 auðnu, 17 Frigg, 18 smátt,
19 flekk, 20 arða.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16