Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 80
Sími 588 1200
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
fyrir eftir
Grei›slufljónusta
fyrir fyrirtæki
N‡jung
!
SVO virðist sem eftirlíkingar af hinni íslensku fálka-
orðu gangi kaupum og sölum á uppboðsvefnum
ebay.com, en vitað er um tvö mjög nýleg dæmi um
slíkt. Annars vegar var um að ræða smækkaða út-
gáfu af orðu frá fimmta áratugnum og lýkur upp-
boði á henni í dag, sumardaginn fyrsta. Sölustaður-
inn er San Francisco í Bandaríkjunum og er orðan
metin á rúma 40 dollara eða um þrjú þúsund krónur.
Hitt tilvikið er eftirlíking af stórriddarakrossi frá
tímabilinu 1919 til 1938. Uppboðinu lauk á mánudag
og mun orðan vera frá Þýskalandi og seld Íslendingi
á 25 dollara. Tekið skal fram að seljendur reyndu
ekki að telja fólki trú um að orðurnar væru ekta.
Að sögn Stefáns L. Stefánssonar, forsetaritara og
ritara orðunefndar, hefur nefndinni ekki verið kunn-
ugt um þessa sölustarfsemi. Ekki mun vera bannað
að framleiða eftirlíkingar af fálkaorðunni en Stefán
segir það þó miður að þær skuli vera í umferð.
Eftirlíkingar af íslensku
fálkaorðunni seldar á Netinu
EKKI liggur fyrir frá hvaða bakaríi brauðbit-
inn var sem mávager slóst um yfir Elliðaár-
um fer af því hvernig leikar fóru og hvort sá
sem hnossið hreppti náði að halda því.
dalnum í gær en mikið var rifist og þráttað
með tilheyrandi gargi og látum. Engum sög-
Morgunblaðið/Ómar
Baráttan um brauðið
SÓLON R. Sigurðsson, banka-
stjóri Búnaðarbanka Íslands, segir
að tveir af þeim fjórum lykilstarfs-
mönnum sem sögðu upp störfum
sínum hjá Búnaðarbankanum síð-
astliðið mánudagskvöld geti ekki
hafið störf hjá Landsbankanum
fyrr en í fyrsta lagi hinn 1. júní
næstkomandi. Þá segir hann að
átta af þeim tíu starfsmönnum sem
til viðbótar hafa sagt upp störfum
sínum hjá bankanum í þessari viku
séu bundnir til 10. júní.
Að sögn Sólons geta þau S. Elín
Sigfúsdóttir, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
bankans, og Yngvi Örn Kristins-
son, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri verðbréfasviðs, ekki hafið
störf hjá Landsbankanum fyrr en í
fyrsta lagi hinn 1. júní næstkom-
andi. Hann segir að boðum þessa
efnis hafi verið komið til Lands-
bankans. Hins vegar segir hann að
það skipti ekki máli hvenær Sig-
urjón Þ. Árnason, fyrrverandi
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
bankans, og Ársæll Hafsteinsson,
fyrrverandi aðallögfræðingur,
hefja störf hjá Landsbankanum.
Þeir megi Búnaðarbankans vegna
byrja hvenær sem er.
Þessir fjórir fyrrverandi starfs-
menn Búnaðarbankans hafa allir
hafið störf hjá Landsbankanum.
Átta bundnir til 10. júní
Alls hafa fjórtán starfsmenn
Búnaðarbankans sagt upp störfum
sínum hjá bankanum frá því á
mánudagskvöld. Fyrst sögðu fjórir
lykilstarfsmenn bankans upp og
síðan hafa tíu bæst við. Þar af eru
átta af verðbréfasviði bankans og
tveir af fyrirtækjasviði.
Sólon segir að þeir átta starfs-
menn af verðbréfasviði bankans
sem sagt hafa upp í þessari viku
geti ekki hafið störf hjá samkeppn-
isaðila fyrr en í fyrsta lagi 10. júní
næstkomandi, samkvæmt ráðning-
arsamningum þeirra. Í ráðningar-
samningum þeirra tveggja starfs-
manna af fyrirtækjasviði sem
einnig hafi sagt upp séu hins vegar
ekki ákvæði svipaðs efnis.
Sólon sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi ekki geta
nefnt nöfn þeirra tíu starfsmanna
sem sagt hefðu upp störfum hjá
bankanum til viðbótar við þau fjög-
ur sem fyrst sögðu upp. Hann segir
að auðvitað hrikti í þegar helstu
starfsmenn á ákveðnum sviðum yf-
irgefi vinnustaðinn, en maður komi
í manns stað. Því sé ekki ástæða
fyrir Búnaðarbankann til að hafa
miklar áhyggjur af þessu máli.
Fleiri ráðnir til Landsbankans
Samkvæmt heimildum sem
Morgunblaðið telur áreiðanlegar
verða flestir ef ekki allir þeirra
starfsmanna Búnaðarbankans,
sem sagt hafa upp störfum sínum
hjá bankanum, ráðnir til starfa hjá
Landsbankanum. Sumir þeirra
munu hafa haft frumkvæði að því
að leita eftir starfi hjá Landsbank-
anum en aðra hafði bankinn sjálfur
samband við.
Fjórtán starfsmenn Búnaðarbanka á leið í Landsbanka
Tíu geta ekki byrjað
strax hjá Landsbanka
ÞRÍR bílar, sem stolið var af bílastæðum í
Breiðholti og Árbæ í fyrrinótt, fundust í
gærmorgun ofan í ánni Bugðu sem rennur í
Elliðavatn. Bílarnir eru með topplúgu sem
var í öllum tilvikum opin en það getur bent
til þess að bílunum hafi verið ekið ofan í ána
en ökumaður síðan smeygt sér upp um lúg-
una og stokkið í land.
Hestamaður sem átti leið þarna um til-
kynnti um bílana á ellefta tímanum í gær-
morgun. Lögregla og slökkvilið höfðu tals-
verðan viðbúnað og kalla þurfti á kranabíla
til að draga bílana upp úr ánni og síðan á
brott.
Nærri tuttugu ára bílar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu
eru bílarnir tæplega tuttugu ára gamlir,
tveir af gerðinni Mercedes Benz og einn
Saab 900. Annar Benzinn var ofan í ánni
skammt frá vaði en hinir tveir voru á kafi
neðan við göngu- og reiðbrú yfir Bugðu.
Þak annars Benzins var talsvert rispað og
virðist sem hann hafi rekið niður ána og
rekist upp undir brúna áður en hann sökk
til botns. Líklegt er að Saabinn hafi verið
látinn renna ofan í ána fyrir neðan brúna,
þar lá a.m.k. hljóðkútur úr bílnum. Í einum
bílnum voru dýr rafverkfæri sem skemmd-
ust við volkið. Að sögn lögreglu er talið
hugsanlegt að þeir sem stálu bílunum hafi
verið að taka upp myndband og aksturinn
verið þáttur í því. Málið er í rannsókn og
lýsir lögregla eftir vitnum.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Kafari slökkviliðsins kom böndum á Benz-
inn svo hægt væri að draga hann upp úr.
Stolnir bílar
fundust
ofan í Bugðu
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Fíkniefni
fundust í
Reykjavík
LÖGREGLAN í Reykjavík lagði í gær hald
á 150 grömm af hassi, nokkur grömm af
amfetamíni og þrjú grömm af kókaíni í
þremur óskyldum málum. Almenna deild
lögreglunnar fann hassið og amfetamínið
en í samstarfi við fíkniefnadeildina lagði
hún einnig hald á kókaínið.
Efnin fundust öll í heimahúsum og voru
tveir handteknir vegna hassmálsins og hvor
sinn aðilinn vegna hinna tveggja málanna.
Var þeim öllum sleppt að loknum yfir-
heyrslum og teljast málin upplýst.
Teikn um vaxandi
umsvif í efnahagslífinu
Veltuskatt-
ar skila nær
9% meiru
en í fyrra
TÖLUR fjármálaráðuneytisins um
greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrsta
fjórðungi ársins sýna vaxandi um-
svif. Tekjur af almennum veltu-
sköttum jukust um 11% á milli ára
eða um 8,7% að teknu tillliti til
verðbreytinga. Vörugjöld af bens-
íni og áfengi skiluðu einnig umtals-
vert meiri tekjum en á sama tíma í
fyrra og tekjur af vörugjöldum af
bílum jukust um 50% milli ára.
„Að öllu samanlögðu gefa inn-
heimtutölur í mars þannig enn
frekari vísbendingar um að innlend
eftirspurn sé að taka við sér á nýj-
an leik eftir samdrátt síðustu miss-
era,“ segir í nýútkomnu Vefriti
fjármálaráðuneytisins.
Heildartekjur ríkissjóðs hækk-
uðu um 23,2% eða um 12,9 millj-
arða en lunginn af auknum tekjum
eða 10,8 milljarðar komu vegna
sölu á hlutabréfum ríkisins í við-
skiptabönkunum tveimur. Ef litið
er fram hjá þeirri sölu jukust tekj-
urnar um 3,8%.