Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Loforðasúpan er ljúffeng að sjá og lyktin er ekki til baga, en steinsmugu af henni flestir fá hún fer svo illa í maga. Ekki fær maður vatn í munn- inn við að hlýða á kosningavísu Ásjóns. En hvernig getur skissa frá vor- fundi Kvæða- mannafélags- ins Iðunnar hafist með öðru móti en í bundnu máli? Ég fæ mér sæti hjá hvíthærða öld- ungnum Ólafi Runólfssyni og virði fyrir mér sal Blindra- félagsins, þar sem fundir Iðunn- ar eru jafnan haldnir. Við hlið- ina á pontunni er stór og mikill hægindastóll. Þar dormar gam- all maður. – Hvað heitir hann? spyr ég. – Skúli Skúlason, Þing- eyingur, fæddur 1918, svarar Ólafur. – Situr hann alltaf þarna? – Nei, bara á fundum. Táningatríó kvenna á besta aldri kveður Sumarkvöld 1908 eftir Ólöfu frá Hlöðum. Tónar sumarsins eru mildir í söngnum og samhljómur í orðunum. Tón- listin finnur sér farveg í bundnu máli Bjarna Valtýs Guðjóns- sonar: Enn er vetur fallinn frá flestra horfinn tregi, því við fögnum öll hér á öðrum sumardegi. Sigurður Ingibergur Björns- son stígur í pontu og talar um drykkjuvísnabálk, sem reyndar „er meira við hæfi á fjöllum“. Hann treystir sér aðeins til að fara með eina vísu. Kvæðamenn eru viðkvæmar sálir eins og all- ir vita. Ekki verður langt mál úr einni vísu. Sigurður fer því einnig með rímur eftir sjálfan sig undir bragarhættinum stikluvik. Þar veltir hann fyrir sér þeim stjórnmálaflokkum sem bjóða fram, finnur þeim allt til foráttu og lýkur máli sínu á þessum nótum: Einn að kjósa er algjört slys auðum seðlum skilum; auðir salir Alþingis eru þjóð til hagræðis. Lesið er úr bókum, flutt tón- list, gestir kveða saman og margt fleira. Þegar líður á dag- skrána má sjá að salurinn tekur að ókyrrast. Fólk grípur serv- íettur, verðmiða, kreditkorta- nótur og annað lauslegt og byrjar að hripa á það. Allt sem gerist verður öðrum yrkisefni og endrum og sinnum heyrist pískur og bældur hlátur, dálítið eins og í barnaskóla þegar eng- inn mátti heyra. Bjargey Arn- órsdóttir rifjar upp beinkerl- ingavísu sem hún orti í hópferð Iðunnar yfir Kjöl. Ferðamenn í fjallageim fóru víf að skoða mörg er hola á meyjum þeim makleg í að troða. – Þarna voru sæðingamenn og ég sýndi einum þeirra vís- una, segir Bjargey brosandi. Hann sagði bara: Djöfull! Kaffibollinn fyllist þegar dag- skráin tæmist. Og boðið er upp á vöfflur með sultu og rjóma. Þegar slíkar veitingar eru ann- arsvegar, þá er hver sjálfum sér næstur. Ólafur yrkir: Teskeið Bjargey tók af Sigurgeiri til að geta sporðrennt vöfflu sinni; kraftur hennar varð þá miklu meiri máttinn yfir borðið held ég finni. Bjargey svaraði: Það var kominn tími til að taka hlýtt af borðum því hjartað fraus nú hér um bil hjá honum Óla forðum. Og klykkt var út með vísu um þau bæði: Er á sumrin ósköp kátt æði margir para sig; hafi Bjargey meiri mátt má hann Óli vara sig. Björn M. Loftsson er fasta- gestur á fundum Iðunnar og man tímana tvenna, enda segist hann hafa lifað meiri breytingar en allar kynslóðir samanlagt á undan sér. – Það er ekki langt síðan við notuðum orf og hrífu á tún- unum, segir hann. Ég er hræddur um að það þætti sein- legt nú til dags. – Er minni kraftur en áður í starfi Iðunnar? – Það er eins og ásóknin sé minni í öllu félagsstarfi en áður, segir hann. Þegar vélarnar komu var sagt að allir myndu hafa svo rúman tíma. En síðan hefur enginn tíma til neins. Að lokum lesa Steindór And- ersen og Birgir Stefánsson upp úr Skáldu, sem siglt hefur milli fundarmanna. Í einni vísunni er lagt út af því að Steindór end- aði pistilinn í nýju fréttabréfi á orðunum: „Þetta hlýtur að blessast allt einhvernveginn.“ Ásjón yrkir: Magnist upp og megi hressast með þér hópurinn; einhvern veginn allt mun blessast, elsku Steindór minn. Morgunblaðið/Golli Í siglingu með Skáldu SKISSA Pétur Blöndal fór á vorfund Iðunnar SIGURBJÖRN Sveinsson, formað-ur Læknafélagsins, segir það ákveð- in vonbrigði að erindi sem félagið lagði fyrir heilbrigðis- og trygginga- málanefnd Alþingis í vetur og varðar ofeldi og áhrif þess á lýðheilsu skyldi ekki fá afgreiðslu fyrir þinglok. Er- indið innihélt meðal annars tillögur um aðgerðir til að auka heilbrigði Ís- lendinga með hollara mataræði og aukinni hreyfingu, en rannsóknir benda til þess að ofeldi og sjúkdómar af þess völdum sé vandi sem Vest- urlandabúar muni glíma við í aukn- um mæli í framtíðinni. Sigurbjörn segir að ofeldi sé að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamál ríkari þjóða. „Við bendum á það í erindi okkar að margar þjóðir, þar á meðal Ís- lendingar, hafi það betur í viðurværi en þær þurfi á að halda, auk þess sem tækniframfarir hafa gert það að verkum að fólk þarf minna fyrir líf- inu að hafa, meðal annars þarf það minna að hreyfa sig. Þetta gerir það að verkum að orkuneyslan fer að virka öfugt við það sem hún ætti að gera. Hún viðheldur ekki heilbrigði og starfsgetu heldur vinnur hún gegn líkamanum,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn segir að ofeldi sé ekki heilbrigðisvandamál sem snerti af- markaða hópa heldur sé um að ræða lýðheilsu þjóðarinnar. „Við erum of þung að meðaltali og við gætum bætt heilsuna með því að létta okkur öll um nokkur kíló, með því að borða hollara fæði og með því að hreyfa okkur meira. Við vitum að ef við get- um fengið fólk til að lækka kólester- ólið um 2% með breyttu mataræði, má með því mæla breytingu á ákveðnum heilbrigðisþáttum um 1%,“ segir Sigurbjörn. Ofeldi getur ýtt undir þróun annarra sjúkdóma Hann segir að forvarnir á þessu sviði gætu skilað gríðarlega miklu til heilbrigðiskerfisins. „Ofeldi getur ýtt undir þróun annarra sjúkdóma, til dæmis er fylgni við hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki mjög mikil. Sem betur fer er þetta vanda- mál sem við getum haft áhrif á. Við getum ekki valið okkur foreldra, við getum ekki valið erfðirnar okkar, en þarna eigum við val.“ Sigurbjörn segir að Læknafélagið telji afar brýnt að málinu sé fundinn réttur farvegur en eðlilegast væri að ríkisstjórnin tæki það upp á sína arma enda snerti það hagsmuni þjóðarinnar allrar. „Þetta mál varðar fleiri ráðuneyti en heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið. Þetta varðar verðlags- pólitík sem meðal annars er hægt að hafa áhrif á með álögum sem ríkið stjórnar en þar myndu fjármála- og landbúnaðarráðuneyti koma að mál- inu. Þetta varðar líka menntamála- ráðuneytið því þetta er spurning um það að frá barnæsku hafi fólk upp- lýsingu og lifi í umhverfi sem er skynsamlegt að þessu leyti. Upplýs- ingin þyrfti að taka til námskrár, bæði í leikskóla og í grunnskóla,“ segir Sigurbjörn. Hann segir mikilvægt að þjóðin sé upplýst og hafi fjárhagsleg tækifæri til þess að velja hreyfingu og nauð- synlegt sé að efla almennings- íþróttir. „Það þarf að leggja áherslu á fleira en keppnisíþróttir. Það væri til dæmis skynsamlegt að styðja við dans sem bætir heilsufarið ekki síður en aðrar íþróttir. Þetta má allt skoða,“ segir Sigurbjörn. Formaður Læknafélags Íslands hvetur til hollara mataræðis Telur ofeldi ógna heil- brigði þjóðarinnar EINMUNA blíða hefur verið síðustu daga fyrir trillu- karla sem róa frá Snæfells- nesi. Fjöldi báta rær með handfæri, bæði aðkomu- menn sem hafa fjölmennt og svo heimabátar. Aflabrögð hafa verið með ágætum frá því að bátarnir máttu hefja veiðar aftur eftir páska. Á myndinni má sjá hvar Birgir Tryggvason fylgist stoltur með afa sínum og nafna, Birgi Vilhjálmssyni, hampa tveimur vænum þorskum, stutt frá Ólafsvík, en þeir róa á hand- færabátnum Sigga Brands SH. Einmuna blíða á skakinu Morgunblaðið/Alfons Finnsson „HÉR eru næg verkefni og mikil bjartsýni og hugur í fólki,“ segir Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík. Byggingu 612 fm íþróttahúss sem hófst á síðasta ári miðar vel. Húsið er nú fokhelt og þjónustubyggingin verður fokheld fyrir 1. júní næstkomandi en hún mun nýtast bæði við íþróttahúsið og sundlaugina sem verður steypt upp og dúklögð í sumar. „Við munum opna sundlaugina 1. september og íþróttahúsið vonandi á næsta ári.“ Á Hólmavík verður farið í nokkr- ar gatnaframkvæmdir á þessu ári. „Það á að taka veginn frá afleggj- aranum milli Djúpvegar og inn í kauptúnið yfir Kálfaneslæk að Höfðatúni. Jafnframt að setja þar lýsingu sem hefur sárlega vantað. Þá verða settir upp ljósastaurar á Djúpvegi beggja vegna vegamót- anna að kauptúninu.“ Ásdís segir að á Hólmavík eins og víða annars staðar úti á landi vanti störf fyrir háskólamenntað fólk. „Við höfum fullan hug á að fá fleiri verkefni hingað. Hér er gott mannlíf og ég hef heyrt það á yngra fólki að það langar að koma aftur heim en hér vantar sérhæfð störf. Það er nokkuð farið að bera á skorti á húsnæði á svæðinu og við þurfum að fara að huga að því hvernig þau mál verða leyst.“ Gott mannlíf og hugur í fólki Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir „Við munum opna sundlaugina 1. september og íþróttahúsið vonandi á næsta ári,“ segir Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík. Hólmavík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.