Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRENSÁSDEILD Landspítala Háskólasjúkrahúss á Grensási hefur starfað í þrjátíu ár um þessar mund- ir. Með sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi og Land- spítalans við Hringbraut, var end- urhæfing sjúkrahúsanna sameinuð undir eitt svið, endurhæfingarsvið. Þar starfa læknar, hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, fé- lagsráðgjafar, sálfræðingar, prest- ar, þroskaþjálfar, ritarar og ófag- lært starfsfólk eða 240 manns. Endurhæfingarsvið starfar á fimm stöðum, við Hringbraut, í Fossvogi, á Landakoti, í Kópavogi og á Grensási, þar sem legudeildirn- ar eru til húsa. Deildin sinnir fyrst og fremst frumendurhæfingu og í einstaka tilfellum langtíma endur- hæfingu. „Á Grensás eru tvær legudeildir þar sem áhersla er lögð á endurhæf- ingu sjúklinga með flókin líkamleg vandamál,“ segir Þórdís Ingólfs- dóttir sviðsstjóri hjúkrunar á end- urhæfingarsviði. „Þetta eru sjúk- lingar, sem þurfa mikla umönnun og markvissa meðferð sérstaklega í byrjun. Ein mesta ánægjan í starf- inu er að fylgjast með sjúklingnum ná aukinni færni og hvernig hann aðlagast oft á tíðum mjög breyttum aðstæðum í lífi og starfi.“ Þórdís segir að markmiðið sé að sjúklingurinn nái á ný eins góðri lík- amlegri, andlegri og félagslegri færni og unnt er. „Meðferðin felur í sér að öll þau úrræði, sem miða að því að draga úr áhrifum sjúkdóms- ins og/eða fötlunarinnar og þeim hindrunum sem hún veldur,“ segir hún. „Jafnframt þau úrræði sem gera einstaklingunum kleift að vera virkir þjóðfélagsþegnar.“ Flestir sjúklinganna koma inn á deildina af bráðadeildum spítalans. „Þetta er fjölbreyttur hópur og á öll- um aldri allt frá 13 ára en það heyrir reyndar til undantekninga,“ segir Þórdís. „Hingað koma margir með mænuskaða enda er endurhæfingar- deildin á Grensási eina deildin á landinu sem sinnir frumendurhæf- ingu mænuskaðaðra. Á síðustu ár- um hefur meðferð mænuskaðaðra sjúklinga tekið miklum framförum. Þeir koma yfirleitt á deildina um tíu dögum eftir slys og byrja fljótlega meðferðina. Undanfarin ár hafa tveir til fjórir mænuskaðaðir sjúk- lingar komið til okkar á ári að með- altali og þá aðallega eftir slys en einnig eftir veikindi. En frá því í haust höfum við fengið til okkar tíu sjúklinga með mænuskaða. Á Grensás koma einnig þeir sem hlotið hafa fjöláverka eftir bílslys, þeir sem hafa misst fætur, heilaskaðaðir og sjúklingar með taugasjúkdóma en í þeim hópi eru þeir fjölmennastir sem fengið hafa heilablóðfall.“ Heim sem fyrst Meðallegutími sjúklinga á Grensásdeildunum tveimur var 16,5 dagar árið 2002 en það sem af er þessu ári er hann 19,2 dagar. Legu- tíminn getur þó verið allt upp í sex til tólf mánuðir. Báðar deildirnar Markviss með- ferð frá byrjun Þórdís Ingólfsdóttir sviðsstjóri hjúkrunar á endurhæfingarsviði. Áslaug Sigurjónsdóttir og Guðrún Þorsteinsdóttir sjúkraliði, færa Henry Olsen yfir í „Bláa lónið“, en það er sérstakur búnaður sem gripið er til þegar baða þarf sjúklinga. Sjúkraliðarnir Kristbjörg Fríða Sigurgísladóttir og Þórhildur Jakobsdóttir nota sérstakan lyftu- búnað þegar Sigurrós M. Sigurðardóttir er færð úr hjólastólnum yfir í rúm. Gunnar Páll Ívarsson við tölvuna hjá talmeinafræðingunum en innan talmeina- þjónustunnar fer fram þjálfun í tjáskiptum, bæði munnlegum og skriflegum. Sem dæmi má nefna að mikið er unnið á forrit, sem varð til í norrænu sam- starfsverkefni, ARNIT. Hlutverk þess er að auðvelda einstaklingum með mál- stol aðgang að netpósti og vefsíðum. Tæp 20 ár eru síðan sundlaug Grensásdeildar var tekin í notkun og er hún ómetanleg þegar kemur að endurhæfingu. Endurhæfingarsvið Landspítalans, Grensásdeild, er þrjátíu ára um þessar mundir. Kristín Gunnarsdóttir heimsótti deildina ásamt Kjartani Þorbjörnssyni, ljósmyndara. Endurhæfingarsvið Landspítalans, Grensásdeild, 30 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.