Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                          !"#$ % &        ' ( )   %   ' &"(  %     '         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR nokkrum dögum fullyrti ung móðir við bréfritara að hér á landi væru 9.000 einstæðar mæður með 20.000 börn á framfæri sínu. Hvort þetta eru alveg „réttar“ töl- ur eða þær eru hærri eða lægri skiptir ekki öllu máli. Vandamálið er alla vega mjög stórt og þúsundir þessara barna búa við skertan hlut og njóta á margan hátt ekki eðli- legra mannréttinda í okkar þjóð- félagi. Þau eru afskipt og vantar margt sem aðrir telja sjálfsagða hluti. Okkur er sagt að hér sé í dag svo- kallað „góðæri“. Það er kostað og rekið áfram með meiri og meiri er- lendum lántökum og innflutningi er- lendra peninga, sem borga á seinna til baka til útlanda. Við þessar að- stæður er búið til þjóðfélag eða hag- kerfi sem gerir of lítið ráð fyrir víð- tækum vandamálum þúsunda einstæðra mæðra sem eru oft alein- ar með samtals þúsundir barna á framfæri. Einstæðar mæður með börn vilja gleymast. Byrja ekki mörg fyrirtæki á því að spara og hagræða með því að segja upp þvottakonunni sem oft er einstæð móðir? Svo er ræstingin boðin út. Annars er þetta vandamál svo stórt og hópur hálfvanræktra barna svo fjölmennur hjá fátækum og jafn- vel ríkum líka að nokkur orð í blaða- grein duga skammt. Bréfritari leggur til að í næstu rík- isstjórn verði sérstakur barnamála- ráðherra sem eingöngu vinnur að rétti barna. Geri ekkert annað. Verði í því í fullu starfi sem ráðherra. Hætta verður að líta á börnin sem ósjálfstætt viðhengi við foreldra sína. Líta verður meira á sjálf börnin sem alveg sjálfstæða einstaklinga sem eiga sinn fulla lögvarða rétt í þjóðfélaginu. Í dag eru barnabætur greiddar sem hálfgerður fátækra- styrkur til foreldra. Öll börn fátæk sem rík eiga að fá barnabætur burt séð frá fjárhag foreldra. Það á að vera þeirra fulli persónulegi réttur. Ef við fáum nýtt ráðuneyti sem eingöngu hefði betri hag barna sem eina verkefni sitt þá er hálfur sigur unninn. Síðan ætti þessi nýi barnamála- ráðherra að taka upp þá einföldu og föstu reglu að fara t.d. einu sinni í viku í heimsókn til einstæðrar móð- ur með börn og spyrja þá beint börn- in sjálf hver væri hagur þeirra og hlutur í þessu þjóðfélagi góðæris. Hvort þau sjálf teldu sig líða skort eða vera sett ómaklega til hliðar í okkar þjóðfélagi allsnægta. Ef börnin opnuðu sjálf sál sína þá kæmi marg óvænt í ljós. Að óbreyttu fara mörg þessi börn seinna út í lífið og þjóðfélagið „kalin á hjarta“. Ný og ný þjóðfélagsvandamál eru búin til. Oft að óþörfu. LÚÐVÍK GIZURARSON, hrl. Grenimel 20, 107 Reykjavík. Er réttur barna okkar vanræktur? Frá Lúðvík Gizurarsyni hæstaréttarlögmanni: Lúðvík Gizurarson NÚ STANDA kosningar fyrir hönd- um og mikill hiti í mönnum. Margir vilja breyta breytinganna vegna, en er það skynsamlegt? Í fótbolta er regla sem sjaldan er brotin og þá venjulega með hörmulegum afleið- ingum, en reglan hljóðar svo: „Aldr- ei að breyta vinningsliði“ („Never change a winning team“ á ensku), en frá Englandi er fótboltinn kominn og allar skráðu og óskráðu reglurnar. Fólk sem ekki vill ræða málefni og framtíðarsýn Frónbúa, en ræðst með skítkasti, dylgjum og hálfsögð- um sögum að æru manna og mann- orði sér til pólitísks ávinnings, vill fá atkvæði okkar, en er þetta fólk trú- verðugt? Öðrum megin höfum við núverandi stjórnarflokka, sem hafa skapað hér auð og velmegun, greitt niður ríkisskuldir og komið skikki á fjármálasukk liðinna áratuga Stein- gríms og kratanna. Þeir hafa staðið við allt sem þeir hafa lofað og gott betur. Þeir eru að eyða eignarskatt- inum, hafa minnkað tekjuskatt um 4 prósentustig og hafa eflt lítil og með- alstór fyrirtæki með lækkun tekju- skatts fyrirtækja úr 50% í 18% með þeim árangri að meira hefur komið í ríkiskassann vegna bjartsýni og dugnaðar fólksins í landinu. Þeir hafa tryggt stöðu Lánasjóðs náms- manna og Íbúðalánasjóðs. Nú lofa þeir að lækka skatta enn frekar, auka barnabætur án tekjutenginga og margt fleira. Samfylkingin lofar gulli og grænum skógum, en trúir einhver því að þeir standi við loforð sín frekar en fyrri daginn? Hver eru fyrri afrek Samfylkingarmanna? Lækkuðu þeir skuldir Reykjavíkur? Lækkuðu þeir skatta á Reykvík- inga? Þetta getur hver reiknað fyrir sig. Eigum við ekki bara að hafa þetta „status quo“ = óbreytt ástand? ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík. „Að breyta vinningsliði“ Frá Ólafi H. Hannessyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.