Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 41 Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur samúð vegna andláts föður okkar og vinar, ÞORGEIRS JÓNSSONAR læknis, Sunnubraut 29, Kópavogi. Fyrir hönd ættingja og vina, María Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Margrét Sigurðardóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURGEIRS GÍSLASONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Björg Margrét Sigurgeirsdóttir, Gísli Sigurgeirsson, Hjördís Þorsteinsdóttir, Marín Sigurgeirsdóttir, Konráð Breiðfjörð Pálmason, Jenný Sigurgeirsdóttir, Sigfríður Sigurgeirsdóttir, Torfi Smári Traustason, Egill Þór Sigurgeirsson, Sigurgeir Ari Sigurgeirsson, Soffía Katrín Sigurgeirsdóttir, Grétar Þór Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, HRAFNHILDUR KJARTANSDÓTTIR sjómaður/bryti, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 13. apríl, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ellen Ó. Jóhannsdóttir, Ármann G. Hrólfsson, Rannveig Oddsdóttir, Jónína G. Kjartansdóttir, Finnur S. Kjartansson, Emilía S. Sveinsdóttir, Ágúst O. Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Jóhannsson, Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir, Helga Kjartansdóttir, Aðalsteinn Jörgensen. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður míns og bróður okkar, ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR, Svartagili, Norðurárdal. Adda Magný Þorsteinsdóttir, Magnús Magnússon, Sigurlaug Magnúsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Davíð Magnússon, Hrafnhildur Sveinsdóttir. Amma mín, SIGURÁSTA ÁSMUNDSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 18. apríl, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ester Sigurásta Sigurðardóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föðursystur okkar, ELÍSABETAR MAGNÚSDÓTTUR, áður til heimilis á Hrísateigi 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli fyrir alúð og umönnun. Gyða Ólafsdóttir, Þórdís Ólafsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR JÓHÖNNU MATTHÍASDÓTTUR, Boðahlein 12, Garðabæ. Guð blessi ykkur. Sigurður Ólafsson, Rut Sigurðardóttir, Bjarni Sigurðsson, Sigurður Ólafsson, Sonja Granz, Sigurjón M. Ólafsson, Guðrún Sunna Egonsdóttir, Frímann Dór Ólafsson, Ágúst Óli og Rut. ✝ Runólfur HákonEinarsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 1. mars 1913. Hann lést á Landa- koti hinn 10. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Einar Runólfsson og Krist- ín Traustadóttir. Systkini hans eru Trausti og Guðrún, sem bæði eru látin, og Þórhallur, sem lif- ir systkini sín. Hákon kvæntist Hönnu Guðrúnu Jónsdóttur hinn 16. mars 1946. Börn þeirra eru Einar Örn, kvæntur Margréti Björnsdóttur. Börn þeirra eru Björn; kvæntur Sigríði Björk Þormar. Synir þeirra eru Sigurður Hrannar og Tómas Atli; Hanna Margrét; í sambúð með Björg- úlfi Ólafssyni; Unnur Dóra; gift Bergi Þór Þórðarsyni. Börn þeirra eru Einar Freyr og Arna Ýr. Jón Haukur, kvænt- ur Önnu Sigurjóns- dóttur. Synir þeirra eru Hákon Róbert og Ásgeir Örn. Kol- brún, gift Kjartani Erlingssyni. Börn þeirra eru Hannes Örn; dóttir hans er Ester Inga; Ingunn Heiða; unnusti henn- ar er Sigþór Árnason; Kristín Erla. Hákon lærði skipasmíði og rak fyrirtæki sitt Bátanaust ásamt öðrum til ársins 1988. Útför Hákonar fór fram í kyrr- þey 16. apríl. Hagur og fagur. Þetta eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann þegar við minnumst Konna afa okkar. Afi var fagur maður, jafnt utan sem innan. Hann hafði fallega og slétta húð, fagurskapaðar hendur, skörp augu, var alltaf teinréttur og bar sig einstaklega vel. Þannig var hann til síðasta dags. Það var sagt um afa að hann væri maður sem kæmi til dyranna eins og hann væri klæddur. Sem lítið barn velti maður því fyrir sér hvað þetta þýddi eig- inlega. Eina skýringin hlaut að vera sú að afi gat farið hvert sem var hvernig sem hann væri klæddur. Hann bar nefnilega öll föt svo vel. Afi var sólskinsmaður. Hann hafði létta og góða lund og elskaði sólina sem gerði hann fagurbrúnan á hör- und. Alltaf átti hann til bros, léttan hlátur og mjúka hönd, sem strauk um hár og vanga okkar barnanna um leið og hann spurði hvað við segðum nú gott í dag. Undir lokin þegar afi átti við sjúkdóm að stríða, sem gerði það að verkum að hann þekkti okkur stundum ekki, hlýnaði okkur um hjartarætur þegar hann tók um hönd okkar og sagði kannski: „Er þér nokkuð kalt, elskan?“ Umhyggja hans var ætíð fyrir hendi. Áhugi hans fyrir umhverfi sínu, fallegum hlutum, smíði og hönnun gerði það líka að verkum að hugur hans var ætíð vakandi fyrir því hvað hægt væri að gera sem prýða myndi umhverfið, sumarbústaðinn eða heimilið enn frekar. Honum féll sjaldan verk úr hendi en þegar hann hvíldi sig eftir matinn fletti hann hin- um sígildu Bo Bedre blöðum sem hann átti í bunkum og sótti kveikjur að hugmyndum í ný verk. Fyrir utan að smíða báta, var sumarbústaður- inn í Kjósinni hans mesta hönnunar- verk. Hann og amma áttu þar sælu- reit. Afi og amma voru ung þegar þau hófu smíði sumarhúss við Meðalfells- vatn. Bústaðurinn var lítill í fyrstu en stækkaði eftir því sem árunum og börnunum fjölgaði. Amma dvaldi þar á sumrin og afi kom með rútunni um helgar eftir langa og stranga vinnu- viku. Þegar fram liðu stundir og við barnabörnin litum dagsins ljós varð þetta sælureitur okkar allra. Þegar við komum í bústaðinn stóð afi iðu- lega í hliðinu og tók á móti okkur glaður í bragði. Efst á stórri lóð í kringum bústaðinn var smiðjan hans afa. Þar stóð hann öllum stundum og smíðaði fagurgerða hluti sem við höfum nú til minningar um hann. Afi var iðulega í brúnum buxum og oft- ast ber að ofan ef veðrið var gott. Þegar maður sér afa fyrir sér í smiðjudyrunum finnst manni að það hafi alltaf verið gott veður. Í smiðj- unni hjá afa gátum við leikið okkur og skoðað allt það sem við vildum. Aldrei lét hann skammaryrði falla, heldur sýndi okkur allt sem hann vann að á sinn hlýlega og góða hátt. Við máttum skoða allt og smíða sjálf bara ef við pössuðum okkur vel og vandlega. Lyktin í smiðjunni er okk- ur enn svo minnisstæð. Síðar smíðaði afi hús við hlið smiðjunnar. Í fremri helmingi þess var gróðurhús með fallegum rósum en í innri helmingi hússins átti að koma gufubað. Við hlið þessa húss hlóð afi svo útigrill (kannski hugmynd úr Bo Bedre) með skápum og hurðum með kop- arlæsingum. Þar mátti einnig heyra nið árinnar sem rann utan við lóðina. Einungis fagurkerar og listunnend- ur hafa áhuga á og geta skapað svo fallegt umhverfi. Öll hans verk báru vott um haga hönd fagmanns. Gluggar voru út- skornir, kistur með koparlömum og koparhnífar voru meðal þess sem prýddu þennan fallega bústað. Það var ekki ósjaldan sem bílar stoppuðu á brúnni til að dást að þessu fallega húsi sem hafði svo mikinn hlýleika og sjarma. En það var einmitt vegna þess að þar var hver stund nýtt til hins ýtrasta til að fegra og dytta enn betur að. Nú þegar við sjálf höfum um heimili að sjá, skiljum við varla hvernig þau amma og afi höfðu orku til að halda þessu alltaf svona fínu og fallegu, auk þess að eiga myndarlegt heimili í bænum. Minningin um ömmu í eldhúsinu og afa í smiðjunni mun ætíð fylgja okkur. Við erum þakklát fyrir að hafa átt afa sem var svo fagur og hagur. Við trúum því að hann gangi nú hnar- reistur og glaður mót sólu. Léttur hlátur hans og fegurð lifir með okkur um ókomna tíð. Björn, Hanna Margrét og Unnur Dóra Einarsbörn. Elsku afi, nú ert þú horfinn frá okkur. Erfitt er að sætta sig við það að geta ekki komið og knúsað þig og séð þig brosa til okkar aftur eins og þú varst vanur að gera. En minning- arnar eru sem betur fer sterkar og eiga ávallt eftir að varðveitast í huga okkar allra. Við eigum alltaf eftir að muna eftir því hversu yndislegur og góður afi þú varst. Þú varst alltaf svo glaður og kátur. Oftast þegar maður kom í heimsókn varst þú að horfa á fótboltann eða dýralífsþættina en þrátt fyrir að sitja stjarfur í stólnum þínum varstu alltaf tilbúinn til að taka á móti okkur og bjóða öðrum sætið þitt. Þú hafðir alltaf svo gaman af börnum og dýrum. Þegar þú umgekkst börn varstu alltaf orðinn eins og einn af þeim og þú gast veitt þeim endalausa athygli. En einnig eru sterkar minning- arnar úr Kjósinni. Þegar við komum í heimsókn í sumarbústaðinn. Alltaf gast þú dundað þér allan daginn, lag- að bústaðinn, snyrt garðinn eða farið út á bát. Þau voru ófá skiptin sem við fórum með þér út á bát að sigla á Meðalfellsvatni og höfðum alltaf jafn gaman af. Þú átt alltaf eftir að eiga stað í hjarta okkar sem enginn annar fær að taka frá þér. Nú ert þú á leið til himnaríkis og vitum við að þar á þér eftir að líða vel. Þar verður hugsað vel um þig og þú átt eftir að ná heilsu þinni þar á ný. Við eigum eftir að muna allar þær ómetanlegu stundir sem við átt- um saman og vonum að þær verði miklu fleiri þegar við hittumst á ný. Elsku afi við söknum þín. Guð geymi þig. Ingunn Heiða, Kristín Erla, Hannes Örn og Sigþór. HÁKON EINARSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.