Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUMARDAGINN fyrsta síðastlið- inn varð Borgarbókasafn Reykja- víkur 80 ára. Safnið var stofnað árið 1923, kallaðist þá Alþýðubókasafn Reykjavíkur og telst ein elsta menningarstofnunin í Reykjavík. Miklar breytingar hafa átt sér stað í starfsemi safnins á þessum átta ára- tugum eins og von er og hefur það farið sívaxandi, bæði hvað varðar safnkost, húsakynni og gestafjölda, en meginmarkmið þess er þó ávallt hið sama – að miðla almenningi út- gefnu efni í sem fjölbreyttastri mynd. „Upphaflegur safnkostur var 933 bækur, sem var til húsa í einu her- bergi við Skólavörðustíg,“ segir Anna Torfadóttir borgarbókavörður þegar hún sest niður með blaða- manni daginn eftir afmælið, annan sumardag ársins 2003. „Þá var einn bókavörður og „tvær unglingsstúlk- ur“ honum til aðstoðar, og eins og segir í fyrstu reglugerðinni um safnið mátti ekki fá lánað á safninu oftar en einu sinni á dag – ég man sjálf eftir þessum reglum þegar ég sótti bókasafnið við Þingholtsstræti sem barn.“ Þetta og fleiri áhugaverða punkta úr reglugerðinni frá árinu 1923 má lesa í dálkinum hér á síðunni. Síðan hún kom út fyrir áttatíu árum hafa margvíslegar breytingar verið gerð- ar er varða starfsemi safnsins og eru starfsmenn nú á annað hundað í sex bókasöfnum víðs vegar um Reykjavík, auk þess sem bókabíll- inn hefur nálægt fjörutíu viðkomu- staði á ferðum sínum um borgina. Og hægt er að fá lánað á safninu eins oft á dag og hver og einn vill! „Safnið hefur auðvitað stækkað í takt við stækkun borgarinnar og er nú úti um alla borg, eins og við segj- um. Við höfum haft til hliðsjónar að það sé aldrei lengra en einn kíló- metri að næsta viðkomustað bóka- bíls eða safni,“ segir Anna. Úr tæpu þúsundi bóka í upphaflega Alþýðu- bókasafninu hefur safnkosturinn fimmhundruðfaldast, en um hálf milljón eintaka tilheyrir Borgar- bókasafninu nú. „Þetta eru auðvitað ekki bara bækur nú til dags, hér má finna DVD-diska, geisladiska, myndbönd, tímarit, hljóðbækur – það má segja að allt það efni sem er útgefið passi inn í bókasöfn, á hvaða formi sem það er, prentað eða raf- rænt. Ennfremur stendur aðgangur að Netinu gestum til boða í öllum bókasöfnum borgarinnar.“ Anna bendir á að bókasöfnum í hefðbundinni mynd hafi verið spáð dauða fyrir um fimmtán árum, eins og raunar bókinni – þá hafi fólk tal- ið að allt yrði aðgengilegt á Netinu. Sú hafi þó ekki orðið raunin að öllu leyti. „Oft er talað um að bókasöfn nútímans séu eins konar blendingar af því sem kallað er raunbókasöfn og sýndarbókasöfn,“ segir hún og bendir á nokkur dæmi þess að sýnd- arbókasafn sé hluti af starfsemi Borgarbóksafnsins. Þar má nefna leitarsíðuna hvar.is, sem veitir að- gang að margs konar rafrænum gagnasöfnum frá ýmsum löndum, og bókasöfn landsins greiða fyrir aðgang að. „Í sífellt auknum mæli er efni gert aðgengilegt á Netinu, en það sýndi sig að það þurfti þá þekkingu sem var til á bókasöfnum við að skipuleggja allar þessar upp- lýsingar sem þar eru til staðar. Bókasöfnin hafa staðið mjög fram- arlega í flokkun rafræns efnis og að setja eigin safnkost á Netið, og það er orðið hluti af safnkostinum sem bókasöfn nútímans bjóða upp á.“ Einnig stendur til að gera sameig- inlegan gagnagrunn allra bókasafna á landinu, Gegni, aðgengilegan á Netinu nú í maí. „Þegar þetta tvennt, gegnir.is og hvar.is, er orðið aðgengilegt á Netinu, verður það mjög mikilvægt skref í aðgengi að upplýsingum fyrir landsmenn.“ Aukning í aðsókn og útlánum Markmið Borgarbókasafns Reykjavíkur er að bjóða upp á sem fjölbreyttastan safnkost fyrir gesti sína. „Við hugsum fyrst og fremst um að veltan sé mikil – það er ekki okkar hlutverk að varðveita. Við höfum nánast engar bókageymslur og lokaður lestrarsalur er ekki leng- ur til. Meginmarkmið okkar er að safnið sé opið öllum og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Al- Enn í takt við tímann Borgarbókasafn Reykjavíkur er 80 ára um þessar mundir og telst því ein elsta menn- ingarstofnun Reykja- víkur. Inga María Leifs- dóttir ræddi við Önnu Torfadóttur borg- arbókavörð um breyttar áherslur í starfsemi safnsins. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Að sögn Önnu Torfadóttur borgarbókavarðar hafa margvíslegar breyt- ingar orðið á starfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur síðan það tók til starfa árið 1923, þá í einu herbergi á Skólavörðustíg með 933 bækur og einn bókavörð á sínum vegum. Styrkur til tónlistarnáms Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2003-2004 Veittur er styrkur að upphæð kr. 600.000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.