Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 10.10. B.i. 12.Sýnd kl. 6 og 10.10. B.i. 16. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI kl. 8. B.i. 12. KRINGLANÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK  Radio X  Kvikmyndir.is  HL MBL Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Óskarsverðlaun Besti leikari í aukahlutverki Chris Cooper Sýnd kl. 4. ísl. tal.Sýnd kl. 3,50. Tiboð 500 kr. Fyrst var það Mr Bean. Nú er það Johnny English. Grín og fjör alla leið. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10. B.i.14 ára. SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.05. B.i. 14. Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! Sýnd kl. 4, 6 og 8. Kvikmyndir.com HJ MBL ÓHT RÁS 2  Radio X 3 Besti leikari í aðalhlutverk Adrien Brody Besti leikstjóri Roman Polanski Besta handritÓSKARS- VERÐLAUN Sýnd kl. 6. Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst 30 apríl. Sýnd kl. 5 og 8. Sýnd kl. 8.  Radio X  Kvikmyndir.is ÍUPPHAFI má segja að hip-hop hafi aðallega veriðskemmtitónlist þótt inn ámilli hafi verið listamenn sem fléttuðu trega saman við taktinn. Ákveðinn vendipunktur í hiphop- sögunni var sveitin Public Enemy sem beitti tónlistinni sem pólitísku eggvopni, skar á kýli kynþáttahat- urs og aldagamallar kúgunar. Skyndilega var hiphop ekki bara skemmtun heldur tónlist sem skipti máli, vettvangur þjóðfélagsgagnrýni og róttækni og einnig vegsömun of- beldis og kynlífs, svonefnt bófarapp. Tilefni er til að velta fyrir sér bóf- arappinu í kjölfar þess að nýlega voru helstu skífur NWA endur- útgefnar og einnig fyrstu fjórar plötur Ice Cube. Fyrsta plata NWA var reyndar ekki mikil bófarapps- kífa þótt þar væri að finna ýmis til- brigði við það, yfirleitt kímin. Næsta plata, Straight outta Comp- ton, sem kom út 1988, var aftur á móti gríðarlega umdeild og áhrifa- mikil plata sem er sannkallað tíma- mótaverk. Mestar deilur spunnust í kringum lagið Fuck tha Police þar sem þeir félagar sögðu frá við- skiptum sínum við lögreglumenn í Los Angeles sem voru samkvæmt lýsingunni uppfullir af kynþátta- hatri og fasískum kvalalosta. Lög- reglumenn um gervöll Bandaríkin tóku lagið óstinnt upp, nema hvað, og mótmæli þeirra og fjölmargra íhaldssamra frammámanna vest- anhafs kynntu plötuna svo rækilega að hún náði milljónasölu og NWA varð vinsælasta rappsveit Banda- ríkjanna. Straight outta Compton var ein- mitt endurútgefin um daginn með fjórum aukalögum, lengri útgáfum af Straight Outta Compton og Ex- press Yourself og tveimur sjald- heyrðum lögum, Bonus Beats og A Bitch Iz a Bitch sem gerir hana enn eigulegri. Menn gæti þó að því að kaupa ekki þá útgáfu sem búið er að hreinsa allt dónalegt af, en hana má meðal annars þekkja á því að lyk- illagið Fuck tha Police er ekki á henni(!). Plötufyrirtæki fyrir fíkniefnagróða Eric „Eazy-E“ Wright stofnaði plötufyrirtækið Ruthless Records fyrir fíkniefnagróða og síðan Niggaz With Attitude með þeim Andre „Dr. Dre“ Young, O’Shea „Ice Cube“ Jackson, Antoine „DJ Yella “ Car- raby og DOC en síðar slóst Lorenzo „MC Ren“ Patterson í hópinn. Þeir Dre og Ice Cube voru hæfi- leikamennirnir í sveitinni þegar textar og tónlist voru annars vegar, en Eazy-E sá aftur á móti um við- skiptahliðina með lögmanninn Jerry Heller sér við hlið, en Heller var umboðsmaður NWA. Í ljósi þess að þeir Ice Cube og Dr. Dre voru aðal- höfundar tónlistarinnar sem gerði NWA lands- og síðar heimsfræga kemur ekki á óvart að þeir hafi vilj- að fá stærri sneið af kökunni en þeim var skömmtuð. Svo fór að Ice Cube hætti með látum árið eftir að Straight Outta Compton kom út og eftir það má segja að lítið hafi verið spunnið í sveitina. Næsta skífa á eftir Straight Outta Compton, stutt- skífan 100 Miles and Runnin’, var þó þokkaleg, en á henni veitist Dr. Dre að Cube fyrir að hafa hætt og kallar hann Benedict Arnold (bandarískur föðurlandssvikari). Niggaz4life sem kom út 1991 var þó þokkaleg skífa, ef ekki fyrir ann- að er útsetningar Dr. Dre, en hann hætti ekki löngu eftir að sú skífa kom út, fór að vinna með öðrum fyrrverandi fíkniefnasala, Marion „Suge“ Knight, en sagan segir að hann hafi losað Dr. Dre undan samningi sínum við Ruthless með því að hóta Heller lífláti. Meiri pólitík og hvassari Segja má að NWA og Public Enemy hafi verið algjörar and- stæður því á meðan síðarnefnda sveitin barðist fyrir pólitískri vakn- ingu meðal blökkumanna og sam- eiginlegu átaki til að brjóta hlekki kynþáttakúgunar og fáfræði voru NWA menn á kafi í lífsnautna- hyggju, kvenfyrirlitningu og kæru- leysislegu ofbeldi. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar Ice Cube leit- aði til Bomb Squad, upptökugengis Public Enemy, að taka upp með sér plötu. Sú plata, AmeriKKKa’s Most Wanted, var og er hreint afbragð, ekki bara framúrskarandi útsetn- ingar heldur einnig frábærar rímur vel fluttar. Textarnir eru beittari en forðum, meiri pólitík og hvassari og minna um óbeislaðan hedónismann sem einkenndi fyrstu NWA skíf- urnar. Sama ár kom svo út önnur plata, stuttskífan Kill at Will, en lögin sjö af henni eru aukalög á end- urútgáfu AmeriKKKa’s Most Wan- ted sem gerir þá frábæru plötu enn betri. Helsta einkenni AmeriKKKa’s Most Wanted var grimmileg heift hans og brennandi reiði, en á næstu skífu, Death Certificate, er hann ekki bara að blása út, heldur hefst platan þar sem hann segir að ríkjandi sé neyðarástand meðal blökkumanna og á skífunni séu tvær hliðar, dauðahliðin, sem segi frá því hvernig málum sé háttað þegar skíf- an kemur út og lífhliðin sem segi hvert eigi að stefna. Annað einkenni textanna er áhrif frá músl- imahreyfingunni Nation of Islam sem boðaði meðal annars að hvítir menn væru djöflar, en einnig birtist á skífunni hatur á gyðingum, snar þáttur í kenningum Nation of Islam, og einnig fá Bandaríkjamenn af kór- eskum uppruna og japönskum til te- vatnsins. Meðal krassandi laga á skífunni eru tvö sem voru ekki á út- gáfum Death Certificate sem feng- ust hér á landi á sínum tíma, Black Korea og No Vaseline, bæði svo harkaleg að þeim var sleppt af bresku útgáfunni sem fékkst hér á landi, en í seinna laginu veitist Cube mjög harkalega að fyrrum félögum sínum í NWA og Jerry Heller, svar við Benedict Arnold-skeytinu. Á endurútgáfu af plötunni er lagið How To Survive In South Central sem var í kvikmyndinni. Vonleysi og vantrú Death Certificate kom út 1991 og þegar óeirðirnar vegna Rodney King málsins blossuðu upp vorið 1992 kom glöggt í ljós hve forspár Cube hafði verið og átti sinn þátt í því hvað skífan The Predator seldist vel, en mestu réð þó að á henni var vinsælasta lag Cubes til þessa, It Was a Good Day. Þrátt fyrir létt yf- irbragð þess og jákvæðni á yf- irborðinu er grunnstef lagsins og plötunnar allrar þó vonleysi og vantrú á að hægt verði að bæta að- stöðu litra íbúa Los Angeles og Bandaríkjanna almennt. Síðasta platan í endurútgáfu- pakkanum sem hér er gerður að umtalsefni, er Lethal Injection sem kom út 1993. Um það leyti var Cube kominn á kaf í bíómyndir sem leik- ari, handritshöfundur og leikstjóri og hafði ekki tíma fyrir hiphopið lengur. Fyrir vikið var óvenju lítið spunnið í skífuna miðað við fyrri verk, reiðin virkaði eins og uppgerð og hann hafði litlu við það að bæta sem þegar hafði verið sagt. Það liðu líka fimm ár þar til hann tók upp þráðinn í tónlistinni að nýju, en ekki má gleyma laginu Natural Born Kil- laz sem Cube gerði með Dr. Dre 1993, vissulega sögulegar sættir sem áttu að leiða til breiðskífunnar Helter Skelter sem kom aldrei út. Grimmileg heift og brenn- andi reiði Fyrstu fjórar plötur Ice Cube hafa verið endurútgefnar. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.