Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 55
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 55 áfram Ísland xd.is Sjálfstæ›isfélögin í Reykjavík eru me› opnar kosningaskrifstofur um allan bæ. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 17.00 til 21.00. Kosningaskrifstofan, Austurstræti - Sími 551 0919 Kosningaskrifstofan, Hjar›arhaga 47 - Sími 551 1306 Kosningaskrifstofan, Miklubraut 68 - Sími 561 1500 Kosningaskrifstofan, Glæsibæ - Sími 553 1559 Kosningaskrifstofan, Hraunbæ 102b - Sími 567 4011 Kosningaskrifstofan, Álfabakka 14a - Sími 557 2576 Kosningaskrifstofan, Hverafold 1-3 - Sími 557 2631 Kíktu í kaffi og spjall vi› frambjó›endur. Allir velkomnir. Komdu í heimsókn Gu›laugur fiór fiór›arson Katrín Fjeldsted Helga Gu›mundsdóttir Pétur H. Blöndal Sólveig G. Pétursdóttir Birgir Ármannsson Lára Margrét Ragnarsdóttir Gu›rún Inga Ingólfsdóttirr Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson Kolbrún Baldursdóttir Helga Árnadóttir Frambjó›endur Sjálfstæ›isflokksins í Reykjavík Björn Bjarnason Geir H. Haarde Daví› OddssonSigur›ur Kári Kristjánsson Ásta Möller Ingvi Hrafn Óskarsson Soffía Kristín fiór›ardóttir Vernhar› Gu›nason Lilja StefánsdóttirGu›mundur Hallvar›sson Au›ur Björk Gu›mundsdóttir Vilborg Anna Árnadóttir Jóna Lárusdóttir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 börn, vikuferð, flug, gisting, skattar. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, vikuferð, 14. maí, flug, gisting, skattar. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Benidorm þann 14. maí á einstökum kjörum. Þú bókar núna flug og gistingu, í eina eða tvær vikur og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir. Benidorm er einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Spáni og hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta við frábæran aðbúnað í sólinni. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 14. maí frá kr. 39.962 Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé- lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13-15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefn- um má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há- degi á mánudögum. Stúlknastarf fyr- ir 11-12 ára kl. 17-18. Æskulýðs- starf fyrir 8.-10. bekk á mánu- dagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fund- ur fyrir stelpur 9-12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Unglingar 16 ára og eldri kl. 20-22. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðs- starf fyrir 9-12 ára drengi í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30- 18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3, 3. hæð. Allir vel- komnir. Mánudagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Ármannsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-5 ára og 6-12 ára börn á sama tíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf BOÐIÐ er til kyrrðardaga í Skál- holti um næstu helgi, 2.–4. maí. Dagskráin hefst á föstudags- kvöldið um sexleytið og lýkur um hádegisbil á sunnudegi. Hins vegar gefst þátttakendum kostur á að koma þegar á fimmtudeginum, sem er almennur frídagur, og njóta dvalarinnar í kyrrðinni í Skálholti án þess að um sérstaka dagskrá sé að ræða. Á fimmtu- dagskvöldið er boðið upp á mið- aldakvöldverð en hann er byggður upp á mataruppskriftum frá mið- öldum. Segja má að stef þessara kyrrð- ardaga sé æðruleysi enda eru þeir tengdir tólf spora starfinu sem fer fram í mörgum söfnuðum landsins. Hins vegar eru allir velkomnir til kyrrðardaganna hvort sem þeir hafa kynnst tólf spora vinnunni eða ekki. Séra Jakob Ágúst Hjálm- arsson annast leiðsögn en umsjón með kyrrðardögunum hafa að vanda rektorshjónin í Skálholti, Rannveig Sigurbjörnsdóttir og Bernharður Guðmundsson. Á kyrrðardögum er farið í hvarf, fólk dregur sig í hlé frá áreiti hins vanabundna daglega lífs og nýtur andlegrar og líkamlegrar hvíldar. Kyrrðin sem skapast af hinni hlýju þögn sem ríkir á kyrrðardögunum, gefur tækifæri til að takast á við þær spurningar sem oftast sitja á hakanum í erli dagsins, til að mæta sjálfum sér og Guði. Þetta verða síðustu kyrrðardag- arnir í vor, fyrir utan kyrrðardaga hjóna sem verða um miðjan maí. Vegna mikillar umferðar ferða- manna um sumartímann, er óger- legt að bjóða til kyrrðardaga í Skálholti þá mánuði en starfið hefst aftur með haustinu og verða kyrrðardagar hálfsmánaðarlega frá ágústlokum. Kyrrðardagarnir tengdir tólf spora starfinu verða sem fyrr segir haldnir í Skálholti dagana 2.–4. maí. Nánari upplýsingar og skrán- ing er í Skálholtsskóla, sími 486 8870, netfang skoli@skalholt.is. Svövusjóður styður þá til þátttöku sem þess þurfa. Öllum er velkomið að nýta þetta tækifæri til and- legrar og líkamlegrar uppbygg- ingar. Síðasta Tómasar- messan að sinni ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fjórðu messunnar á þessu ári í Breiðholts- kirkju í Mjódd í kvöld, sunnudag- inn 27. apríl, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fast- an sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu fimm árin. Verður þetta því síðasta Tómasarmessan að sinni, en þær hefjast síðan vænt- anlega að nýju í haust. Það er a.m.k. von okkar, sem að Tómasar- messunni stöndum, að hún megi áfram sem hingað til verða mörg- um til blessunar og starfi íslensku kirkjunnar til eflingar. Messan einkennist af fjölbreyti- legum söng og tónlist og sömuleið- is af virkri þátttöku leikmanna. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Kyrrðardagar tengdir tólf spora vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.