Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 29
menningur hafi aðgang að upplýs- ingum sér til gagns og gamans, eins og segir í samþykkt um safnið.“ Anna segir megináhersluna sem höfð er til grundvallar við val á safnkosti Borgarbókasafns Reykja- víkur vera að bjóða upp á sem mesta breidd, ekki sé reynt að sér- hæfa á einu sviði umfram annað. „Fólk getur líka sjálft komið með tillögur um innkaup og það eru mjög margir sem nýta sér það. Yf- irleitt er farið eftir þeim þar sem þær eru oftast mjög skynsamlegar.“ Hún segir sífellda aukningu vera í aðsókn og útlánum. Í fyrra var um 20% aukningu að ræða milli ára og 28% aukningu árið þar áður, og gestakomur á Borgarbókasafnið í fyrra voru um 750.000. „Þegar gerð var könnun fyrir tveimur árum á því hvort Reykvíkingar hefðu sótt Borgarbókasafnið á síðustu 12 mán- uðum, svöruðu um 65% aðspurðra játandi, sem við erum mjög ánægð með,“ segir hún. Barnastarf hefur líka alltaf verið ríkur þáttur í starfsemi Borgar- bókasafns Reykjavíkur. „Við erum með lestrarhvetjandi verkefni, rit- smiðjur, sögustundir og reynum að hlúa sérstaklega að börnunum – þau eru auðvitað upprennandi not- endur safnsins. Eins þekki ég mörg dæmi þess að rithöfundar hafi sótt bókasöfn stíft sem börn og ungling- ar, þannig að uppeldisgildi þeirra fyrir verðandi rithöfunda er aug- ljóslega mikilvægt,“ segir Anna. Bókmenntavefir Borgarbókasafns, bokmenntir.is og literature.is, eru verkefni sem safnið hefur ráðist í til að leggja sitt af mörkum til að styðja íslenskar nútímabókmenntir. Anna bendir á að bókasöfn séu mikilvæg fyrir nýja Íslendinga og að Borgarbókasafnið leggi mikla áherslu á að koma til móts við þá, enda noti þeir sér þjónustu þess mikið. „Við getum auðvitað ekki boðið upp á úrval bóka á mjög mörgum tungumálum, þó að vissu- lega séum við með erlendar bækur. En við bjóðum til dæmis upp á lest- ur erlendra dagblaða á Netinu, það er alltaf ein tölva frátekin í hverju safni bara fyrir það, og eins leggj- um við áherslu á barnaefni í þessu samhengi. „Nýbúar“ hafa oft á tíð- um ekki sama stuðningsnet og þeir sem eru „síbúar“ – vini og fjöl- skyldu. Reynsla erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sýnir að bókasöfnin hafa getað hjálpað þessu fólki mjög mikið við að átta sig á og láta sér líða vel í nýja samfélaginu.“ Jákvæðar breytingar á húsakynnum Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á húsakynnum Borgarbók- safns Reykjavíkur á undanförnum árum, en safnið flutti úr Bústaða- kirkju í Borgarleikhúsið í Kringl- unni árið 2001 og aðalsafnið úr gamla húsinu við Þingholtsstræti í Grófarhús við Tryggvagötu árið 2000. Bókasöfnin í Reykjavík eru því sex talsins í dag: við Tryggva- götu, í Gerðubergi, í Kringlunni, í Grafarvogskirkju, í Sólheimum og í Hólmaseli. Til stendur að opna nýtt útibú í Árbænum á næsta ári og flytja Grafarvogssafnið í Spöngina á komandi árum. „Það breytir mjög miklu að komast í góð húsakynni og það höfum við fundið mjög vel. Fólk sættir sig ekki lengur við þrengsli og takmarkaða aðstöðu. Samsetning á gestum hefur breyst eftir að við fluttum aðalsafnið hingað í Grófar- hús, til dæmis sækja karlmenn í auknum mæli hingað. Eins hefur lengri afgreiðslutími um helgar hreinlega laðað að sér nýja mark- hópa,“ segir Anna. Ljóst er að vegur Borgarbóka- safns Reykjavíkur hefur farið vax- andi á undanförum 80 árum og að bókasöfn hafa síður en svo misst gildi sitt í nútímasamfélagi. Borg- arbókavörður tekur undir það og bætir við að safnið leitist enn við að vera í takt við tímann líkt og árið 1923. „Annars er þessi vestræna bókasafnahefð – að bókasöfn séu opin almenningi – svolítið sérstök. Við hugsum kannski sjaldan út í það því okkur er farið að finnast það sjálfsagt, en það að fólk geti komið inn í almenningsbókasafn og fengið lánað til dæmis bækur og geisla- diska, sem eru heilmikil verðmæti, og sé treyst fyrir þeim, er nokkuð sérstakt. Að mínum dómi styrkir þetta samfélagskenndina á vissan hátt og þetta er nokkuð sem er mik- ilvægt að ekki tapist,“ segir Anna Torfadóttir borgarbókavörður að síðustu. ingamaria@mbl.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 29 3. grein Tilgangur safnsins er að efla almenna mentun með því fyrst og fremst að veita mönnum kost á að lesa góðar bækur, svo og á ýmsan hátt annan eftir því sem ástæður leyfa. Safnið stendur öllum opið til notkunar eftir þeim reglum sem hjer greinir. 6. grein Rjett til að fá lánsskírteini án ábyrgðar hefir hver sá, sem er fullra 16 ára að aldri og sannar að hann sje búsett- ur í Reykjavík, nema hann hafi fyrirgert þeim rjetti. Allir aðrir verða að fá skrif- lega ábyrgð manns, er geld- ur til sveitar í Reykjavík, eða gefa safninu 10 krónur að veði fyrir fullum skilum. Úr 9. grein Lánskírteini skal sýna í bókasafninu í hvert sinn, er bækur skal fá að láni. Gefur það eigandanum rjett til tveggja bóka að láni sam- tímis, en aðeins önnur þeirra má vera skáldrit. Úr 10. grein Enginn fær bækur að láni nema einu sinni sama dag- inn. 12. grein Lánþegi eða ábyrgð- armaður er að lögum skyld- ur að bæta safninu að fullu, ef bók í ábyrgð hans glatast eða skemmist (að frátöldu sjálfsögðu sliti). Með skemd- um telst að draga strik, merki eða stafi í bækurnar eða brjóta blöð í þeim. Allar bækur skulu fluttar frá safn- inu og til þess í sæmilegum umbúðum. Úr reglugerð fyrir Alþýðu- bókasafn Reykjavíkur frá 1923
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.