Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL SPRENGING Mikil sprenging varð í vopna- geymslu í Bagdad í gær og er óttast, að á annan tug manna og jafnvel fleiri hafi farist. Nokkrir tugir manna slösuðust. Í geymslunni voru vopn, sem bandarískir hermenn höfðu safnað saman, og telja þeir, að einhver hafi skotið blossaljósi inn í hana. Gjöreyðilögðust nokkur hús er flugskeyti lentu á þeim. Grýttu íbú- arnir bandaríska hermenn er þeir komu á vettvang. Í geðmeðferð vegna stera Ungt fólk, jafnvel innan við tví- tugt, hefur þurft meðferð á geðdeild vegna geðraskana sem rekja má til notkunar á vefaukandi sterum sem gjarnan eru notaðir af vaxtarrækt- armönnum. Yfirlæknir á geðsviði Landspítalans segir að upplýsingar skorti um hversu útbreidd neyslan sé hér á landi. Breytingar í landbúnaði Breyta þarf styrkjakerfi landbún- aðarins vegna viðræðna um aukna fríverslun á vettvangi Heims- viðskiptastofnunarinnar og þarf hann að laga sig að framtíðarstefnu ESB, segir Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, í við- tali við Morgunblaðið. Kirkjan eigi prestssetrin Ríkið vill að þjóðkirkjan verði formlegur eigandi að prestssetrum og prestssetursjörðum en deilt er um þá fjárhæð sem ríkið ætti að leggja kirkjunni til vegna fyrri tíma. Þetta segir Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Hvatt til alheimsátaks WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin, hefur hvatt til alheimsátaks í að hafa uppi á öllum þeim, sem hugs- anlega hafa smitast af bráðu lungna- bólgunni. Annars sé hætta á spreng- ingu í útbreiðslu hennar.                            !!"!!                  #                                                                    !                        "        #$           #              %$          &    #  #    #  #$            '       $      #     $  (       $         %      !& !'! ( )  )  *  )  (      *  !    #$   +  ,$  -. -/- 0 #  121 ./// +   3 ,$ -. 3 -/1 0 # 3 4 121 ./// 3 564 121 .//-    Sveitarfélagið Árborg er í sókn enda er þar stöðug uppbygging og íbúa- fjöldi kominn í 6.200 manns. Verslun, þjónusta og iðnaður eru aðalatvinnugreinar sveitarfélagsins. Skólastarf er öflugt og ferðaþjónusta fer mjög vaxandi. Árborg er þjónustukjarni fyrir allt Suðurland. Tveir grunnskólar eru í sveitarfélaginu og nýr grunnskóli í byggingu. Sex leikskólar, tónlistar- skóli og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Góð almenn þjónusta. Sagan talar til okkar við hvert fótmál. Menningarlífið er fjölbreytt, umhverfið fagurt og fólkið skemmtilegt. Áhugavert starf er í boði hjá Sveitarfélaginu Árborg. Deildarstjóri stoðþjónustudeildar (nr. 3264) Ábyrgðarsvið: Málefni aldraðra og heimaþjónustu í Árborg, ásamt liðveislu og ferðaþjónustu. Helstu verkefni: Yfirumsjón með þjónustu við eldri borgara í Grænumörk, heimaþjónustu, liðveislu og ferðaþjónustu í Árborg. Samskipti við félög og stofnanir er tengjast starfssviði deildarstjóra. Undirbúningur fjárhagsáætlana og eftirlit með rekstri og ábyrgð á að samþykktri fjárhagsáætlun sé framfylgt. Menntun og hæfni: Háskólamenntun á félagsþjónustusviði. Reynsla af stjórnun og starfi við málaflokkinn. Lögð er áhersla á frumkvæði, skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum. Búseta: Skilyrði fyrir ráðningu í starfið er að viðkomandi sé eða verði búsettur í sveitarfélaginu. Á heimasíðu Árborgar www.arborg.is er að finna skipurit og aðrar upplýsingar sem að gagni geta komið fyrir umsækjendur. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Baldur Jónsson Netföng: thorir@hagvangur.is og baldur@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 10. maí nk. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is ÁRBORG Sölumaður fasteigna Fasteignasalan fasteign.is leitar eftir vönum sölumanni til starfa sem fyrst. Um er að ræða líflegt og ábyrgðarmikið starf í vel reknu fyrir- tæki. Allur aðbúnaður af nýjustu og vönduð- ustu gerð. Leitað er eftir aðila sem getur starfað sjálfstætt og sýnt frumkvæði í góðum og vel samsettum starfshópi. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Áhugasamir vinsamlegast hafið sambandi við Ólaf B Blöndal á skrifstofu fasteign.is Skólastjóri — kennari Okkur, nemendur Finnbogastaðaskóla, Árneshreppi á Ströndum, vantar skólastjóra og kennara. Þetta er fámennur skóli í fallegu umhverfi. Upplýsingar veita: Trausti Steinsson, skóla- stjóri, í síma 451 4026 eða 451 4031; Hjalti Guðmundsson, formaður skólanefndar, í síma 451 4012, og Gunnsteinn Gíslason, oddviti, í síma 451 4001 eða 451 4003. Sunnudagur 27. apríl 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 6.866  Innlit 13.156  Flettingar 59.470  Heimild: Samræmd vefmæling Í lífshættu við líknarstörf Allt frá stofnun hefur Rauði krossinn sinnt kalli um aðstoð við íbúa á átakasvæðum og í þeim löndum sem orðið hafa fyrir náttúruhamförum. Þorkell Diegó Þorkels- son segir Kristínu Gunnarsdóttur frá reynslu sinni af að starfa fyrir Alþjóða Rauða krossinn./B2 ferðalögSnæfellsnessælkerarOlían hans LorenzosbörnSumarstuðbíóKonunglegt bros Johannes Møllehave Prestur, húmanisti eða rithöfundur Yfirborðs- mennska mín ristir aldrei djúpt. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 27. apríl 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 48 Hugsað upphátt 27 Myndasögur 50 Listir 26/31 Bréf 50/51 Af listum 26 Dagbók 52/53 Birna Anna 28 Krossgáta 54 Forystugrein 32 Leikhús 56 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 56/61 Skoðun 36/37 Bíó 58/61 Minningar 40/45 Sjónvarp 62 Þjónusta 49 Veður 63 * * * Blaðinu í dag fylgir kynningarblað frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Blaðinu er dreift um allt land. EFSTU menn framboðslista í Norðvesturkjör- dæmi lýsa ánægju með það samkomulag sem gert hefur verið um uppbyggingu þriggja menningar- húsa á Ísafirði. Magnús Stefánsson, efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins í kjördæminu, segist fagna sam- komulaginu. „Ísfirðingar og Vestfirðingar allir hafa verið öflugir í menningarmálum og ég vona að þetta verði til að styrkja það enn frekar og bæta mannlífið á svæðinu,“ segir Magnús. „Þarna er verið að gera upp merk hús sem geta orðið bæjarprýði og starfsemin í þeim verður örugglega bænum og fólkinu í byggðunum til framdráttar,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, efsti maður á lista Frjálslynda flokksins. Guðjóni líst vel á þá uppbyggingu sem samkomulagið kveður á um, sem hann segir að muni efla menningarlíf á Vestfjörðum. Menningarsamningur fyrir Vesturland í burðarliðnum „Ég fagna þessu samkomulagi mjög og tel það mikilvægt,“ segir Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins. „Það skiptir miklu máli fyrir þessi svæði að gengið sé frá samningunum um menningarhúsin og menningarsamningunum sem hafa verið í gangi. Ég er afar ánægður með að þessu skuli vera lokið en framundan er að ljúka samningum varð- andi menningarhús á Egilsstöðum og í Skagafirði. Jafnframt er í burðarliðnum menningarsamningur fyrir Vesturland, sem er í ætt við þann sem gerður var á Austurlandi. Auk þessa má nefna að gerðir hafa verið samningar upp á síðkastið um menning- artengda ferðaþjónustu, og nú er verið að ganga frá samningi við Snorrastofu í Reykholti um menn- ingarvef, sem tengist menningartengdu ferðaþjón- ustunni,“ segir Sturla. Allt gott um þetta að segja „Það er allt gott um það að segja að menn styðji menninguna úti á landsbyggðinni,“ segir Jóhann Ársælsson, efsti maður á lista Samfylkingarinnar. Hann segist þó hafa ýmislegt að athuga við hug- myndina um menningarhús á landsbyggðinni, sem hafi sums staðar komið nokkuð skringilega út. Áð mati Jóhanns hefði e.t.v. verið skynsamlegra að leggja í ríkara mæli áherslu á stuðning við menn- ingu í öllum byggðum. „Þetta kemur alls ekki til góða nema á fáum stöðum á landinu eins og allt bendir til í dag, en ég hef ekkert nema gott um það að segja að menn styðji þetta og hafa heimamenn á svæðinu fengið að hafa áhrif á hvernig þessum hlutum er fyrir komið á Ísafjarðarsvæðinu,“ segir Jóhann. „Mér finnst mjög jákvætt að settir eru peningar í að halda þessum gömlu byggingum við,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir, efsti maður á lista Nýs afls. „Ég vil að gömul hús á Ísafirði fái að njóta sín,“ segir hún. „Ég tel ólíkt meira vit í því að byggja upp gömul menningarverðmæti sem fyrir eru, eins og t.d. gamla sjúkrahúsið á Ísafirði, sem er með fallegri og staðarlegri byggingum, heldur en að gera eins og kom fram í hinum upphaflegu kosningaloforð- um um menningarhúsin, að klastra upp einhverj- um gífurlegum steinsteypuhöllum út um allt land. Við vitum að fjöldi félagsheimila stendur tómur út um allt land og fjöldi menningarverðmæta um allt land er að grotna niður,“ segir Hildur Helga. Gert í samráði við heimamenn „Mér finnst hið besta mál að koma að uppbygg- ingu menningarhúsa út um land og að staðið sé að því í nánu samráði við og samkvæmt tillögum heimamanna, með framtíðarsýn í huga bæði hvað varðar starfsemi og rekstur,“ segir Jón Bjarnason, efsti maður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hann segir mikilvægt í þessu sambandi að ekki séu gerðir samningar nema menn telji sig vita að þeir geti staðið við þá. Hann tók jafnframt fram að hann hefði ekki séð nákvæmlega hvernig standa ætti fjárhagslega að verkefninu, sem skipti mestu máli í þessu sambandi. Jón bendir einnig á að ekki sé síður mikilvægt að huga vel að þeirri menningarstarfsemi sem fram á að fara í menning- arhúsunum og að rekstri þessara húsa. Lýsa ánægju með uppbygg- ingu menningarhúsanna TÆPLEGA 30 norrænir doktors- nemar munu taka þátt í námskeiði í vetnisfræðum sem haldið verður í sumar, dagana 10. til 14. júní. Það eru verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands sem efna til nám- skeiðsins, en styrkur fékkst frá Nor- ræna rannsóknaháskólanum, NorFA. Fjöldi fyrirlesara, íslenskra og erlendra, bæði frá Bandaríkjun- um og Evrópu, verður á námskeið- inu. Helgi Þór Ingason einn þeirra sem undirbúið hafa námskeiðið sagði að styrkur frá NorFA hefði gert kleift að bjóða norrænum dokt- orsnemum að taka þátt í námskeið- inu en alls munu 26 slíkir taka þátt í því. Námskeiðið er öllum opið og bjóst Helgi Þór við að áhugi yrði töluverður enda yrði fjallað um allar hliðar vetnisframleiðslu dagana sem námskeiðið stendur. „Það er ljóst að umheimurinn horfir mjög til okkar í þessum efn- um,“ sagði Helgi Þór og sagði fjöl- menna ráðstefnu um vetni sem hald- in var í Reykjavík fyrir helgina staðfesta það, en hún var haldin í tengslum við opnun fyrstu vetnis- stöðvarinnar á almenningsbensín- stöð í heiminum sumardaginn fyrsta við Select-stöð Skeljungs við Vestur- landsveg. HÍ að eflast á sviði vetnisrannsókna „Maður finnur fyrir gríðarlegum áhuga á þessum málum, bæði austan hafs og vestan, og þá einkum á því frumkvæði sem Íslendingar hafa tekið í þessum efnum. Ég lít svo á að þetta nám sem í boði verður í sumar sé einn liður í þessari þróun. Með þessu er Háskóli Íslands að stað- setja sig og vill efla sig á þessu sviði sem og að efla og þróa tengsl við fólk í rannsóknarumhverfinu og taka þátt í því þróunar- og rannsóknar- starfi sem við sjáum að verður á næstu árum,“ sagði Helgi Þór. Hann sagði að mönnum þætti mikið til frumkvæðis Íslendinga koma og það hefði vakið athygli. „Þessi hugmynd um vetnissamfélag hefur vakið gríðarlega athygli og hún er í sjálfu sér framkvæmanleg. Við getum í raun og veru búið til vetni með endurnýjanlegri orku, þetta er hægt en er spurning um kostnað og útfærslu á tækni,“ sagði Helgi en benti á að tekin yrðu smá- skref í einu. „Þetta þýðir að um- breyta þarf öllum innviðum sam- félagsins.“ Helgi Þór taldi að sú breyting að nota vetni sem orkugjafa myndi eiga sér stað á næstu áratugum. „Ég held sjálfur að eftir 10 ár munum við sjá ökutæki í umferð hér sem ganga fyr- ir vetni sem hægt er að kaupa má á almenningsbensínstöðvum.“ Mikill áhugi á námskeiði í vetnisfræðum í sumar Frumkvæði Íslendinga vekur athygli erlendis SKIPULAGNING er lykilatriði í lífi þriggja 11 ára stráka sem ásamt 200 öðrum bráðgerum grunnskóla- nemum sýndu afrakstur sinn í Há- skólabíói í gær að loknum vornám- skeiðum fyrir 11–15 ára börn hjá Háskóla Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, HÍ og Heim- ilis og skóla undir yfirskriftinni Bráðger börn – verkefni við hæfi. Þeir Jón Hlífar Geirfinnsson, Matthías Páll Gissurarson og Sig- urður Örn Ragnarsson hafa setið námskeið í ljósfræði hjá Ara Ólafs- syni, dósent við raunvísindadeild HÍ, og sögðu að um áhugavert fræðasvið væri að ræða. „Við lærðum m.a. um tvíbrot, ljósleiðara, alspeglun og fleira,“ segir Jón Hlífar, sem er í Laugar- nesskóla. „Við gerðum allskyns til- raunir sem lýsa þessu og höfðum mjög gaman af. Við fengum með þessu innsýn í ljósið, sem áður var ekki annað fyrir manni en ljósa- pera.“ Meðal annarra verkefna sem kynnt voru, má nefna verkefni í lögfræði, heimspeki og tungu- málum. Að sögn Sigurðar Arnar, sem er í Lágafellsskóla, var ljósfræðinám- skeiðið mjög lærdómsríkt en hann hefur líka fleiri járn í eldinum. „Ég er á 3. stigi í klarínettunámi, æfi sund og frjálsar íþróttir,“ segir hann. Að hans mati er mikilvægt að skipuleggja tímann vel og félagar hans samsinna því. Jón Hlífar er t.d. að læra á gítar og píanó og æfir fótbolta að auki. Matthías Páll er líka í tónlistinni og lærir gítarleik af föður sínum. Er hann ákveðinn í að leggja fyrir sig eðlisfræði í fram- tíðinni, en hinir eru ekki eins ákveðnir. Jón Hlífar segist þó ætla að gera „margt á mörgum sviðum“ og Sigurður Ragnar er óákveðinn varðandi framtíðina. Bráðger börn á háskólanámskeiðum Mikilvægt að skipu- leggja tímann vel Morgunblaðið/Sverrir Ungir háskólamenn með ljósfræðiverkefni: Sigurður Örn Ragnarsson, Jón Hlífar Geirfinnsson og Matthías Páll Gissurarson. BEIN gjöld atvinnulífsins vegna op- inberrar eftirlitsstarfsemi nema 1,6 milljörðum króna á ári og hafa hækkað um 30% á sl. tíu árum, sam- kvæmt nýrri athugun Samtaka at- vinnulífsins. Í frétt á vefsíðu SA er greint frá niðurstöðunum og þar kemur einnig fram að óbeinn kostn- aður fyrirtækja vegna opinberrar eftirlitsstarfsemi er talinn vera margfalt meiri, m.a. vegna þess að fyrirtæki þurfa að ráða starfsfólk vegna „eftirlitsiðnaðarins“. Talið hefur verið á vettvangi ESB að meta megi heildarkostnað at- vinnulífs vegna eftirlitsiðnaðarins sem jafnvirði 2–5% af þjóðarfram- leiðslu. „Ef sú tala væri yfirfærð beint á Ísland væri heildarkostnaður samfélagsins vegna eftirlitsiðnaðar- ins hér á bilinu 15 til 40 milljarðar króna. En jafnvel þótt hlutfallið væri einhverra hluta vegna helmingi lægra hér er ljóst að um verulega fjármuni er að ræða eða um sjö til tuttugu milljarða króna og því eftir miklu að slægjast í skyni hagræð- ingar,“ segir í frétt SA. Bein gjöld nema 1,6 milljörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.