Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 53 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Afmælisbörn dagsins eru óvenjulega hugrökk og for- vitin. Þau eru einnig sögð staðföst og áreiðanleg. Af þeim sökum eru þau vinamörg. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert í skapi til þess að eyða tíma með fólki og skemmta þér. Þessi dagur hentar sér- staklega vel til þess. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er hugsanlega rétti tím- inn til þess að kynnast nýj- um hlutum, fara á sýningar, söfn eða listviðburði. Margir vilja hins vegar eyða tíma með fjölskyldu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú skiptir máli að rækta vin- skap við vini eða tengsl við ættingja. Hittu fólk og njóttu dagsins með því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú kann að vera rétti tíminn til þess að sinna fjármálum, fjárfestingum eða ýta undir feril þinn í starfi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur mikinn áhuga á framandi löndum og mikla þörf til þess að ferðast. Enn- fremur kæmi menntun í öðru landi til greina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hyggst huga að fjár- málum þínum næstu daga. Að minnsta kosti hefur þú í hyggju að fá lán, veð eða koma reglu á fjármál þín með einhverjum hætti. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er kjörið tækifæri til þess að kynna nána vini þína hvorn fyrir öðrum. Samræð- ur við maka ganga ein- staklega vel um þessar mundir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur þörf fyrir að ræða áhyggjur þínar við einhvern en skalt varast að gera það við hvern sem er. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Afmælisbörn hafa í hyggju að njóta dagsins til afþrey- ingar eða samskipta við vini. Rómantík er til staðar og samskipti við annað fólk ganga vel fyrir sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver sem er þér náinn gefur þér hlut sem er fyrir heimilið eða fjölskyldu þína. Þú telur næstu daga henta vel til þess að afla fjármuna fyrir ákveðið verkefni sem þú hefur í undirbúningi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert í skapi til að kynnast nýju fólki og sjá hvað það leiðir af sér. Hafðu samt all- an vara á þér við fyrstu kynni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú sérð tækifæri framundan í fjárfestingum sem tengjast ferðalögum, listum eða af- þreyingu. Nú ríður á hvort þú vilt grípa tækifærið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VORKVEÐJA Ég veit þú ert komin, vorsól. Vertu ekki að fela þig. Gæstu nú inn um gluggann. Í guðs bænum kysstu mig. Þeir eru svo fáir aðrir, sem una sér hjá mér. Já, vertu nú hlý og viðkvæm. Þú veizt ekki, hvernig fer. - - - Jóhann Gunnar Sigurðsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 27. apríl, er sjötug Helga Jóna Guðjónsdóttir. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, Þúfubarði 10, Hafnarfirði, kl. 16 á afmælisdaginn. EINN feitasti biti Ís- landsmótsins er þessi grandslemma úr fimmtu um- ferð: Norður ♠ Á82 ♥ ÁG7 ♦ 9543 ♣D109 Vestur Austur ♠ 10 ♠ G9753 ♥ K10643 ♥ D85 ♦ 7 ♦ D1086 ♣G87653 ♣4 Suður ♠ KD64 ♥ 92 ♦ ÁKG2 ♣ÁK2 Slemma var spiluð á 8 borðum af 10, ýmist sex tígl- ar eða sex grönd. Báðar slemmurnar eru slæmar, en tígulslemman heldur skárri. Hún vinnst ef austur á Dx eða Dxx í trompi, en líkur á því eru tæplega 34%. Í sex gröndum þarf fleira gott að gerast – spaðinn að falla, hjartað að skila aukaslag og/ eða einhvers konar þvingun. Sex sagnhafar fengu makleg málagjöld og fóru niður, en sex grönd unnust á tveimur borðum. Þar voru á ferð Karlar tveir, annar Sig- urhjartarson og hinn Al- freðsson. Hvorugur fékk þó út hjarta. Karl Sigurhjartarson og sonur hans Snorri spila í sveit Skeljungs. Þeir urðu efstir í svokölluðum „butler“ reikningi mótsins, þar sem árangur para er borinn sam- an í öllum leikjum. Spilið kom upp í töfluleik Skelj- ungs og Íslenskra að- alverktaka. Sævar Þor- björnsson og Matthías Þorvaldsson voru í AV. Sæv- ar kom út með lauf, sem Karl tók heima og spilaði strax hjartaníu! Þetta er nettur millileikur, sem ekkert kost- ar. Sævar lét smátt hjarta og nían dró fram drottningu Matthíasar. Þar með hafði Karl byggt upp möguleika á hjartaslag ef með þurfti. Og það reyndist full þörf á þeim slag. Karl kannaði litina, svínaði tígulgosa og svo hjartagosa þegar legan sýndi sig. Í lokastöðunni var austri um megn að valda bæði spaðann og tígulinn og Karl fékk síðasta slaginn með þvingun. Hjartanían var því tveggja slaga virði. Aðrir feðgar, Alfreð Vikt- orsson og Karl Alfreðsson af Skaganum, spiluðu sex grönd gegn Subaru- mönnunum Þorláki Jónssyni og Sverri Ármannssyni. Þor- lákur kom líka út með lauf og Karl Alfreðsson fór fyrst í tígulinn og sá þar leguna. Spilaði svo hjartaníu og lét hana fara. Vissulega gátu bæði Sæv- ar og Þorlákur hnekkt slemmunni með því að leggja tíuna á níuna, en það er ekk- ert sjálfgefið í þeim efnum. Sagnhafi gæti til dæmis ver- ið að þreifa fyrir sér með D98x. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 SUMARNÁMSKEIÐ Í YOGA MAÍ OG JÚNÍ Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir barnshafandi konur Verð 9.500 – Því ekki að prófa! MORGUNVERÐARFUNDUR LÝÐHEILSA OG SAMFÉLAGSHEILL ÞRIÐJUDAGINN 29. APRÍL 2003 Á HÓTEL SÖGU SUNNUSAL KL. 8:00-10:00 8:00-8:25 Skráning. 8:25-8:30 Geir Gunnlaugsson, formaður Félags um lýðheilsu: Morgunverðarfundurinn settur. 8:30-9:05 Finn Kamper-Jörgensen, forstjóri Dönsku lýðheilsustofnunarinnar: Lýðheilsa og samfélag - Pólitísk þýðing lýðheilsu í Evrópu og í alþjóðlegu samhengi. 9:05-9:15 Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra: Lýðheilsa og samfélagsheill. 9:15-9:25 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi til Alþingis: Lýðheilsa og samfélagsheill. 9:25-10:00 Umræður með þátttöku stjórnmálamannanna og allra viðstaddra. Morgunverðarfundurinn er opinn öllu áhugafólki um lýðheilsu! Þátttökugjald kr. 1.800 greiðist við komu og er morgunverður innifalinn. Skráning er á lydheilsa@strik.is. Skráning er æskileg og auðveldar undirbúning en einnig er hægt að koma og skrá sig á sjálfum fundinum. Stjórn Félags um lýðheilsu. Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. OFANGREIND orð eru í málfræði kölluð aftur- beygt fornafn. Þetta for- nafn (fn) er ekki til í nefni- falli (nf) og er eins í öllu kynjum og báðum tölum, svo sem segir í málfræði- bókum. Notkun þessa for- nafns, ekki sízt þolfallsins sig, getur í ákveðnum til- vikum verið nokkuð vandasöm, enda tek ég eft- ir, að menn fara ekki alltaf rétt með það í máli sínu. Verður það því til umræðu að þessu sinni. Aftur- beygða fornafnið vísar aft- ur til þriðju persónu (t.d. fornafns eða nafnorðs). Dæmi: Maðurinn talar um sig, Stúlkan flýtti sér heim. Mennirnir nutu sín ekki. Hér rugla menn þessu fornafni oft saman við 3. persónufornafnið hann. Tökum dæmið um manninn og setjum fn. hann í staðinn. Hann talar um sig. Ef við setjum hann í stað sig og segjum: Mað- urinn talar um hann, hlýt- ur hann að vera að tala um annan en sjálfan sig, þ.e. einhvern þriðja mann. Hér kemur svo nýlegt dæmi, sem ég rakst á í DV 7. þ. m.: Jóhann Ársælsson upplýsti þar að honum (feitletrað hér) hefði ekki komið til hugar fyrr en í vetur að o.s.frv. Hér hefði átt að segja og skrifa: að sér hefði ekki komið til hugar, enda er Jóhann að tala um sjálfan sig, en ekki einhvern þriðja mann. Annað dæmi: Hann sagði, að honum hefði ekki dottið betra ráð í hug. Eftir orðanna hljóðan hljóta menn að skilja þetta sem svo, að hann væri að tala um annan mann en sjálfan sig. Svo mun samt ekki vera, því að hann mun hafa átt við sjálfan sig. Þá hefði átt að segja: Hann sagði, að sér hefði ekki dottið betra ráð í hug. Þá var ekki um að villast, við hvern átt var. Ég vona, að þessi dæmi séu öllum auð- skilin. – J.A.J. ORÐABÓKIN Sig – sér – sín 1. c4 c6 2. d4 d5 3. Bf4 dxc4 4. e3 Be6 5. Rf3 Rf6 6. Re5 Rd5 7. Bg3 b5 8. Be2 f6 9. Rf3 Rd7 10. O-O Bf7 11. a4 a6 12. e4 R5b6 13. Rc3 e6 14. d5 cxd5 15. exd5 exd5 16. a5 Rc8 17. He1 Be7 18. Rxd5 Ha7 19. Rxe7 Rxe7 20. Dd4 Hb7 21. Rh4 Re5 22. Bxe5 fxe5 23. Dxe5 O-O 24. Bf3 Hd7 25. Bg4 Rc6 26. Dc5 Hd4 27. Rf5 Hxg4 28. Dxc6 Hf4 29. Re7+ Kh8 30. Dxa6 Dd2 31. Db6 Bh5 32. De3 Dxb2 33. a6 Hxf2 34. Dh3 Dd4 35. De3 Staðan kom upp á danska meistaramótinu sem er ný- lokið í Horsens. Sune Berg Hansen (2537) hafði svart gegn Karsten Rasmussen (2423). 35...Hf1+! 36. Hxf1 Dxe3+ 37. Kh1 Hxf1+ 38. Hxf1 Dxe7 39. a7 Bf3 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Peter Heine Nielsen (2625) 7 vinn- inga af 9 mögulegum. 2. Da- vor Palo (2483) 6½ v. 3. Ni- colai Vesterbaek Pedersen (2508) 5½ v. 4.-5. Lars Schandorff (2563) og Sune Berg Hansen (2537) 5 v. 6. Jens Ove Fries-Nielsen (2448) 4½ v. 7. Karsten Rasmussen (2423) 4 v. 8. Erling Mortensen (2453) 3½ v. 9. Steffen Pedersen (2443) 3 v. 10. Carsten Hoi (2406) 1 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Hann sparkaði í sjálfsala sem gaf ekki til baka! Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.