Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁGÚSTA M. HRÓBJARTSDÓTTIR, Hjallaseli 55, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 13. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Blessuð sé minning hennar. Þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug við andlát hennar. Ólöf S. Ágústsdóttir, Eysteinn Sveinbjörnsson, Bjarghildur M. Jósepsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Ingibjörg Eysteinsdóttir, Sigurður Steinarsson, Sjöfn B. Eysteinsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Sveinbjörn Eysteinsson, Ágústa Ólafsdóttir, Bjarni Stefán Konráðsson, Soffía Ólafsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Hildur Ólafsdóttir, Ómar Örn Jónsson, Harpa Ólafsdóttir, Haukur Snær Hauksson, langömmu- og langalangömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR V.H. EGILSSON verkstjóri, áður til heimilis á Grettisgötu 45, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 18. apríl. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðju- daginn 29. apríl kl. 13.30. Sævar Haraldsson, Sæmundur Haraldsson, Jenný Heiða Björnsdóttir, Egill Haraldsson, Bylgja Ragnarsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR, Rauðalæk 67, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánu- daginn 5. maí kl. 15.00. Jón Erlendsson, Ingileif Jónsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Erlendur Jónsson, Anna Jóna Hauksdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, tengdafaðir og afi, ÞRÁINN LÖVE jarðvegsfræðingur og fyrrv. konrektor Kennaraháskóla Íslands, lést þriðjudaginn 8. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arthur Löve, Lovísa H. Löve, Elizabeth Ósk Anjie Löve, Helena Vigdís Anhui Löve, Arndís Sue-Ching Löve, Kolbrún Þóra Löve. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, GRÉTA HERMANNSDÓTTIR þroskaþjálfi, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Styrktarfélag vangefinna njóta þess. Jón S. Sigurþórsson, Kristrún J. Steindórsdóttir, Þórður A. Marteinsson, Jóna D. Steinarsdóttir, Alvar Óskarsson, Berglind Þ. Steinarsdóttir, Ævar Sveinsson, Gunnbjörn Steinarsson, Ragnheiður Dóra Ásgeirsdóttir, Sigurþór Jónsson, systkini og barnabarn. ✝ Ágústa MargrétHróbjartsdóttir fæddist í Skuld á Eyrarbakka 31. mars 1909. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Bjarghildur Magnúsdóttir, f. 25.7. 1861, d. 3.2. 1949 og Hróbjartur Hróbjartsson, f. 20.10. 1858, d. 10.12. 1934. Ágústa var yngst af níu systkin- um, sem öll eru látin. Þau voru: Sigurbjartur, Lúther, Kristinn, Magnús, Jónína Helga, Magnea Ingibjörg, Sólveig Kristjana og Ágúst. Ágústa trúlofaðist Joseph Unglo. Leiðir þeirra skildu. Dóttir þeirra er Bjarghildur María, f. 12.10. 1944, maki Ólafur Ingólfs- son, f. 11.9. 1943. Dætur þeirra eru: a) Ágústa, maki Bjarni Stefán Konráðsson. Synir þeirra eru Birnir, Ernir og Brynjar Óli. b) Soffía, sambýlismaður Þorsteinn Gunnarsson. Sonur þeirra er Ólaf- ur Gunnar. c) Hildur, sambýlis- maður Ómar Örn Jónsson. d) Harpa, sambýlismaður Haukur Snær Hauksson. Langalangömmu- börn Ágústu eru Kristján Örn, Ingibjörg Louisa og Sigurður Steinar. Ágústa fluttist til Reykjavíkur 18 ára gömul og bjó þar alla tíð síð- an. Hún vann við ýmis störf, þó lengst af hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Ágústa var mjög fé- lagslynd og var virkur þátttakandi í félagsstörfum fram til síðasta dags. Síðustu æviárin bjó Ágústa í Seljahlíð og undi hag sínum vel. Útför Ágústu fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. Ágústa giftist Ágústi Ólafssyni. Þau skildu. Saman áttu þau tvö börn, þau eru: 1) Ólöf Sigurbjörg, f. 12.4. 1931, maki Ey- steinn Sveinbjörns- son, f. 19.1. 1929. Börn þeirra eru: a) Ingi- björg, maki Sigurður Steinarsson. Börn þeirra eru: Ólöf og Bjarni. b) Sjöfn Bjarg- hildur, maki Valdimar Gunnarsson. Börn þeirra eru: Eygló Hulda og Gunnar Há- mundur. c) Sveinbjörn. Börn hans eru: Jón Ingi, Margrét og Ey- steinn. 2) Eiður, f. 11.12. 1932, d. 19.11. 1965. Hann var ókvæntur og barnlaus. Elsku besta mamma mín. Ég vil þakka þér fyrir að hafa átt þig fyrir móður og vinkonu. Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir mig og mína fjölskyldu. Guð blessi þig og varðveiti. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Þín dóttir, Bjarghildur. Kveðja til yndislegrar tengdamóð- ur minnar: Nú sit ég hérna’ er sólin skín og sál mín full af trega. Leitar hljóðum hug til þín sem hvarfst svo skyndilega. Þú fylltir líf mitt ást og yl, svo aldrei bar á skugga. Hvort á nú lífið ekkert til sem auma sál má hugga? Það friðar, gleður, léttir lund og lokar hjartans undum, að eiga’ í hug sér helgan fund, með horfnum ævistundum. Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. (Ágúst Böðvarsson.) Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig. Ólafur Ingólfsson. Nú þegar elskuleg amma okkar er dáin langar okkur að minnast henn- ar með örfáum orðum. Við fráfall hennar er höggvið stórt skarð í fjöl- skyldu okkar sem aldrei verður fyllt. Amma var einstaklega hjartahlý og góð kona. Það eru forréttindi að hafa kynnst henni og fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur. Flestar okkar minningar tengjast ömmu á einn eða annan hátt því hún var svo stór hluti af fjölskyldu okkar. Hún vissi alltaf hvað var að gerast hjá okkur, jafnt í gleði og sorg. Amma var fyrirmynd okkar allra. Við minnumst hennar sem glæsi- legrar og tignarlegrar konu sem bar aldurinn einstaklega vel. Alltaf var hægt að leita til hennar því hún var umfram allt vinkona okkar og leit á okkur sem jafningja. Hún var mjög dugleg, ósérhlífin og mátti hvergi aumt sjá. Eitt af því sem einkenndi ömmu var mjög góð nærvera. Það veitti okkur ómælda gleði að hún var ætíð tilbúin að verja tíma sínum með okk- ur, hvort sem var heima eða að heim- an. Ógleymanlegar eru samveru- stundir okkar með henni í útlöndum, bíltúrum, gönguferðum og sumar- húsum. Amma var ein af þeim sem þótti betra að gefa en þiggja en þó var stærsta gjöfin hún sjálf. Hún var mikil listakona í höndunum og á heimilum okkar eru ómetanlegir hlutir sem bera handbragði hennar fagurt vitni. Hún var mjög fróð og minnug, kunni margar vísur og ljóð og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þótt söknuðurinn sé mikill vitum við að hún mun vaka yfir okkur og veita okkur styrk. Minningin um bestu ömmu í heimi mun ávallt lifa í hjarta okkar. Við og fjölskyldur okk- ar þökkum fyrir allt. Ágústa, Soffía, Hildur og Harpa. ÁGÚSTA M. HRÓBJARTSDÓTTIR Mig langar með ör- fáum orðum að minn- ast heiðurskonunnar Sigríðar Kristinsdótt- ur sem 94 ára gömul og södd lífdaga hefur lotið í lægra haldi fyrir elli kerlingu. Kynni okkar hófust þegar mér tókst á sínum tíma að krækja í barnabarn hennar, Steinunni, eig- inkonu mína og lífsförunaut í tæp 30 ár. Strax við fyrstu kynni var mér ljóst að amma hennar Steinu var engin meðalmanneskja. Löngu fyrir okkar kynni hafði Sigga misst manninn sinn og hafði því um langa hríð séð sér og sínum farborða ein og óstudd. Ég minnist hennar sitjandi með prjónana dag- inn út og inn nánast falin bak við hrauka af nýprjónuðum ullarsokk- um, vettlingum og grifflum. Sjó- menn ÚA, BÚR og fleiri útgerða nutu þessarar framleiðslu. Margri góðri ullarflíkinni læddi hún í sjó- SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR ✝ Sigríður Krist-insdóttir fæddist á Kerhóli í Sölvadal í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 23. septem- ber 1908. Hún and- aðist á Kristnesspít- ala 8. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju 15. apríl. pokann minn í gegn um árin og hélt þar með á mér hita með sínu lagi á köldum vetrarnóttum. Þetta var ekkert tóm- stundagaman hjá Siggu heldur hörku- vinna sem hún snéri sér að af krafti eftir að hefbundinni starfs- ævi lauk. Einhvern- tíma spurði ég hana hvort hún fengi ekki í axlirnar með þessari rosalegu keyrslu í prjónaskapnum. Hún svaraði því til að verkurinn kæmi bara þegar hún stoppaði og þar af leiðandi væri betra að herða sig og bæta frekar við snúning. Annars eru það algjör öfugmæli að tala um hefðbundna starfsævi hjá þvílíkum dugnaðarforki sem hún alla tíð var. Það nægði henni ekki að vinna 10-12 tíma á dag í Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson, heldur stormaði hún þaðan upp á Símstöð og skúraði þar og þreif. Þaðan arkaði hún niður í versl- unina Alaska sem var ein af kjör- búðum KEA og skúraði þar svona rétt á heimleiðinni. Sigga var ein af þessum hvunndagshetjum sem unnu myrkranna á milli alla sína löngu ævi. Fyrir utan dugnaðinn þá fannst mér hún alveg einstök að því leyti að segja umbúðalaust það sem henni bjó í brjósti og lét menn, háa sem lága, hafa það óþvegið. Stundum var það að sumra mati óþarflega beinskeytt en þannig var hún alla tíð, sam- kvæm sjálfri sér, hrein og bein. Ég þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þessari kjarnorkukonu sem stóð sína pligt með sóma sem móðir, amma og langamma við misjafnar aðstæður. Minningin lifir meðal fjölskyldunn- ar, um merka konu sem með atorku sinni lagði þungt lóð á vog- arskálina til betra lífs okkur til handa sem eftir stöndum. Guð blessi minningu Sigríðar Kristins- dóttur. Árni Bjarnason. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.