Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 39 Um er að ræða 143,6 fm raðhús, þar af er bílskúr 18,6 fm. 3 góð svefnherbergi, rúmgóð stofa, bílskúrinn er með vatni, hita og raf- magni. Halldóra tekur á móti ykkur með bros á vör í dag á milli kl. 14 og 16. Áhv. ca 7,7 millj. Verð aðeins 16,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG Álfhólsvegur 137b Skúlagata 17, Rvík  595 9000 Hlíðasmári 15, Kóp.  595 9090 holl@holl.is • www.holl.is Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 12-14. Um er að ræða 158,6 fm íbúð á 2. hæðum, 5 stór svenherbergi stofa og sjónvarpshol, parket á gólfum, glæsilegar innréttingar, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Þetta er eign í sérflokki .Ekki skemmir útsýnið. áhv ca 8 millj verð 17,4 millj. Kristín og Hilmar taka á móti ykkur í dag á milli kl 14 og 16. OPIÐ HÚS Í DAG Fífulind 13 Flétturimi 4, íbúð 0301 Opið hús í dag frá kl. 15-17 Glæsileg 4ra herbergja 114 fm íbúð á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli. Húsið er nýlega viðgert og mál- að að utan. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Rúmgóðar stofur, stórar sólríkar svalir, verðlaunagarð- ur og örstutt í alla þjónustu. Verð 14,8 m. Áhv. 3,0 m. 6084. Áhugasamir velkomnir frá kl. 15-17 í dag, bjalla 301. Nánari upplýsingar á skrifstofu í síma 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Glæsilegt 240 fm raðh. á þessum frábæra stað. Mikið endurnýjuð eign í tappstandi. 100 fm timburverönd í garði. Sjón er sögu ríkari. Verð 27,5 millj. Ingólfur og Inga Brá bjóða gesti velkomna Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Bollagarðar - Seltjnesi endaraðhús Opið hús í dag frá 14-17 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali, Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Njálsgata 30 Opið hús frá kl. 14-16 Fallegt og mikið endurnýjað járn- klætt einbýlishús sem er kjallari, hæð og ris. Á aðalhæð eru forst., 2 samliggjandi stofur auk borðstofu og eldhúss, uppi eru hol og 3 svefn- herbergi og í kjallara er sér 2ja herb. íbúð auk þvottaherbergis. Falleg viðarborð á gólfum. Húseign í góðu ástandi. Afgirtur bakgarður með timburskjólveggjum mót suðri. Góð staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. Áhv. húsbr./lífsj. 10,4 millj. Verð 18,5 millj. Húsið er til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Glæsilegt 164 fm raðhús á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað í Árbænum. Séríbúð á jarðhæð sem er ekki inn í heildarfmtölunni. Glæsilegt eldhús með kirsuberja- innréttingu, gaseldavél og must- angflísum á gólfi. Stórar svalir. Stutt í alla þjónustu. Björn og Laufey taka vel á móti væntan- legum kaupendum frá kl. 13:30– 15:00 í dag. Verð 23,5 millj. VIÐARÁS 3 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15 OPIÐ HÚS - Tómasarhagi 42 Heimilisfang: Tómasarhagi 42 Stærð eignar: 102 fm Bílskúr: 0 fm Byggingarár: 1955 Brunabótamat: 10 millj. Áhvílandi: 8 millj. Verð: 15,2 millj. Til sölu falleg 3 herbergja íbúð á þriðju hæð (risi) í fjórbýli með útsýni yfir Ægisíðuna. Stofa og herbergi parketlögð en forstofa og baðherbergi með flísum. Fallegur garður og stutt er á gott leiksvæði. Guðrún Elín, fasteignamiðlari RE/MAX, tekur á móti gestum frá kl. 16-18 Guðrún Elín Guðlaugsdóttir, Símar 820 9508/590 9508 gudrune@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali MÁLEFNI aldraðra eru ávallt mikilvæg og hagur aldraðs fólks í samfélaginu sífellt til umræðu. Tals- menn aldraðra hafa lyft grettistaki og vil ég sérstaklega nefna Ólaf Ólafsson, fv. landlækni, sem verið hefur vakinn og sofinn yfir velferð aldraðs fólks. Nauðsynlegt er að meta hag þessa þjóðfélagshóps og rétta af þær skekkjur sem eru á færi ríkisvalds og Alþingis. Samstarfs- hópur um málefni aldraðra var skip- aður af ríkisstjórninni sl. haust og skilaði tillögum í desember 2002. Þar var komizt að samkomulagi um breytingar á almannatryggingalög- um og endurskoðun á lífeyris- greiðslum er komi til framkvæmda á næstu árum. Einnig var fjallað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, styttingu biðlista og eflingu á heima- þjónustu fyrir aldraða því æskilegt er að fólk geti verið heima hjá sér svo lengi sem það getur og vill. Sam- komulagi af þessu tagi ber að fagna. Miklu skiptir að vinna saman, eyða tortryggni og ná sameiginlegri nið- urstöðu. Hvað ungur nemur gamall temur Fólk sem komið er á efri ár er eins misjafnt og það er margt, því hvað ungur nemur, gamall temur. Lengi býr að fyrstu gerð. Margir halda því fram að mótun manns eigi sér fyrst og fremst stað á fyrstu fimm æviár- unum. Sá sem elst upp við ást og ör- yggi er líklegri til að verða ham- ingjusamur á fullorðinsárum. Útivera, hollt mataræði og hreyfing, svo og áhugamál fólks hafa einnig mikil áhrif á það hvernig gengur að vinna úr því sem að höndum ber á lífsleiðinni, svo ekki sé minnst á kímnigáfuna. Hún, eins og kynþokk- inn, á uppruna sinn í heilabúinu og fyrnist ekki þótt líði á ævikvöldið. Hvort tveggja lengir lífið og gerir það mun skemmtilegra hvað sem annars kann að henda. Í komandi kosningum leggja stjórnmálamenn verk sín í dóm kjós- enda. Við sjálfstæðismenn óskum eftir að vera metin að verðleikum. Heilbrigðisáætlun Í heilbrigðisáætlun sem Alþingi samþykkti vorið 2001 og gildir til ársins 2010 eru m.a. eftirfarandi markmið hvað varðar eldra fólk:  Yfir 75% íbúa yfir 80 ára geti verið heima með viðeigandi stuðningi og tekið virkan þátt í daglegu lífi.  Bið eftir vistun á hjúkrunarheimili í mjög brýnni þörf verði ekki meiri en 90 dagar.  Ríkið mun því verja 150 mKr til viðbótar á næstu þremur árum til að efla heimaþjónustu við aldraða,  auk þess verður 170 mKr varið til þess að fjölga dagvistarrýmum og auka framboð á rýmum fyrir hvíldarinnlagnir. Það er ekki sama hverjir stjórna og það vita engir betur en aldraðir sem muna tímana tvenna! Stöðug- leiki og traust eru lykilatriði og það veit aldrað fólk. Kaupmáttur hefur aukist á hverju ári á síðustu níu ár- um og er það einsdæmi hjá okkar litlu þjóð. Vel þarf að búa að mannfólkinu á öllum stigum lífsins. Kynslóðir þurfa að rækta samband sín á milli svo börn fái að umgangast þá sem elstir eru. Verum meðvituð um það hve já- kvætt það er og öllum kynslóðum til góðs að eiga samneyti. Slíkt eflir skilning okkar hvert á öðru. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkis- valdið beri áfram ábyrgð á fjármögn- un heilbrigðisþjónustu þótt eftirláta eigi einkaaðilum rekstur hennar í völdum tilvikum. Þannig má nýta kosti þess að hafa öfluga velferðar- þjónustu á Íslandi en jafnframt virkja einstaklingsframtakið til góðs. Segja má að framtíðin sé björt fyr- ir aldrað fólk á Íslandi, einkum ef rétt er á haldið. …ef rétt er á haldið Eftir Katrínu Fjeldsted „Miklu skiptir að vinna sam- an, eyða tor- tryggni og ná sameiginlegri nið- urstöðu.“ Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.