Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ 27. apríl 1993: „Þrátt fyrir staðhæfingar andstæðinga Borísar Jeltsíns Rússlands- forseta um annað eru úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Rússlandi á laugardag mik- ilvægur og ótvíræður sigur fyrir hann. Ekkert bendir til að valda- baráttu forsetans við full- trúaþingið sé hér með lokið. Hins vegar ættu úrslitin að reynast Jeltsín mikilvægt vopn þegar næst skerst í odda í þeirri baráttu. Fulltrúar ríkja á Vesturlöndum hafa líka þegar lýst því yfir að úr- slitin séu hvatning til að efla fjárhagslega aðstoð við Rússa. Fjórar spurningar voru lagðar fyrir rússnesku þjóð- ina. Spurt var hvort hún styddi Jeltsín sem forseta, hvort hún væri fylgjandi um- bótastefnu ríkisstjórnarinnar og loks hvort hún teldi að efna bæri fljótlega annars vegar til þingkosninga og hins vegar til forsetakosninga.“ . . . . . . . . . . 27. apríl 1983: „Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að biðjast lausnar á fimmtudag- inn. Er ekki að efa að þá feli forseti Íslands stjórninni að sitja áfram sem starfsstjórn, þar til nýtt ráðuneyti hefur verið myndað. Eftir ríkisráðs- fundinn mun forseti síðan ákveða hverjum verði falið umboð til stjórnarmyndunar. Miðað við úrslit kosninganna og yfirlýsingar stjórnmálafor- ingja að þeim loknum virðist einsýnt, að frú Vigdís Finn- bogadóttir ákveði að fela Geir Hallgrímssyni þetta umboð fyrstum manna.“ . . . . . . . . . . 27. apríl 1973: „Á ársþingi Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, sem hófst í gær, lýsti Gunnar J. Friðriksson, formaður fé- lagsins, stöðu iðnaðarins í dag með svofelldum orðum: „Verðhækkanir vegna geng- isbreytinga og almennra er- lendra verðhækkana annars vegar og hækkunar kaup- gjalds vegna vísitölubindingar kaups og umsaminna hækk- ana hafa komið af stað slíkri ringulreið, að nær ógjörn- ingur er fyrir stjórnendur at- vinnufyrirtækja að forða þeim frá áföllum. Þegar á liðnu ári sjást afleiðingar þessarar þró- unar á þjóðarframleiðslu Ís- lendinga, en talið er, að hún hafi vaxið um 6% og er það miklu minni vöxtur en árið áð- ur, en þá var aukningin 9%.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S TJÓRNMÁL og íþróttir eru tvennt ólíkt, en engu að síður tekur pólitík iðulega á sig svip kappleiks. Það gerist ekki síst í aðdraganda kosninga og eftir því sem gerð skoðanakannana hefur færst í aukana hér á landi hefur kosningabaráttan farið að minna meira á kappreiðar þar sem um- ræðan virðist fremur snúast um það hver sæki á og hver dragist aftur úr en hverjum takist að hlaða undir málefnastöðu sína. Það er reyndar ekki að furða að grannt sé fylgst með þróuninni í skoðanakönnunum og þær bornar saman vegna þess að óvenjumiklar sveiflur hafa átt sér stað í fylgi flokkanna og tveimur vikum fyrir kosningar er erfitt að segja til um stjórnar- mynstur á næsta kjörtímabili. Erfitt að dæma um áhrif skoð- anakannana Sumum finnst reynd- ar einnig geta keyrt um þverbak í gerð skoðanakannana. Þeir benda á að að- eins ein skoðana- könnun skipti máli og hún sé gerð á kjördag. Hægt er að færa ýmis rök að því að skoð- anakannanir hafi beinlínis áhrif á kjósendur. Gengi í skoðanakönnunum getur þjappað flokki saman og eins fyllt menn fölsku öryggi. Þekkt er til dæmis að leiðtogar flokka noti lítið fylgi í skoðanakönnunum til að skora á stuðningsmenn að snúa bökum saman, leggja vara við því að nota atkvæðið til tilraunastarfsemi og reyna jafnvel að verða sér úti um samúðaratkvæði. Flokkur með forustu hamrar hins vegar iðulega á því að nú megi ekki sofna á verðinum og halda að sigur sé í höfn áður en gengið hefur verið til kosninga. Ekki sé nóg að styðja flokkinn í skoð- anakönnunum, en láta nægja að gera það í anda á kjördag. Skoðanakannanir eru því ekki aðeins notaðar almenningi til skemmtunar heldur eru einnig tæki, sem stjórnmálaöflin nota í kosn- ingabaráttunni. Tíðar skoðanakannanir hafa verið gagnrýnd- ar fyrir það að með gerð þeirra væri verið að grafa undan hinni málefnalegu umræðu. Sú um- ræða hefur ekki verið hávær hér, en áberandi víða erlendis. Frakkar hafa gripið til þess ráðs að banna gerð skoðanakannana síðustu dagana fyrir kosningar. Ekki hefur viljað betur til en svo að fjölmiðlar í grannríkjunum hafa gert skoðanakannanir síðustu dagana og niðurstöður þeirra hafa síðan verið aðgengilegar frönskum kjósendum. Þar hefur því enn sýnt sig að þegar búið er að kreista tannkremið úr túpunni er ekki hlaupið að því að koma því aftur ofan í hana. Sveiflur í fylgi Nýjasta skoðana- könnunin var gerð á fimmtudag og birtist í laugardagsblaði Fréttablaðsins. Þar mældist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 34,6% fylgi og 23 þingmenn og Samfylking með 32,9% fylgi og 21 þingmann. Samkvæmt könnuninni er Framsóknarflokkurinn með 12,8% fylgi og átta þingmenn og bætir við sig, Frjálslyndi flokk- urinn með 11,1% og sjö þingmenn og Vinstri- hreyfingin – grænt framboð með 7% og fjóra þingmenn. Kristján Pálsson mældist með 1% fylgi og nær ekki manni inn í sínu kjördæmi og Nýtt afl með 0,5%. Þessum tölum svipar mjög til niðurstaðna könnunar, sem Viðskiptaráðgjöf IBM gerði fyrir Stöð 2 dagana 22. til 23. apríl og birtist í gær, föstudag. Samkvæmt henni nýtur Sjálfstæðisflokkurinn nú 37,8% fylgis og Sam- fylking 28,3% fylgis. Framsóknarflokkurinn er með 13,4% fylgi, Frjálslyndi flokkurinn með 11,5% fylgi og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð með 8% fylgi. Aðrir flokkar eru samtals með 0,9% fylgi. Ef þetta yrði niðurstaða kosn- inganna héldu stjórnarflokkarnir naumum meirihluta og fengju samanlagt 33 þingsæti, sem skiptust þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 24 sæti og Framsóknarflokkurinn níu sæti. Samfylkingin fengi 18 sæti, frjálslyndir sjö og vinstri-grænir fimm. Samkvæmt þessum töl- um er almenningsálitið að snúast á sveif með stjórnarflokkunum. Til marks um þær sveiflur, sem virðast vera á fylgi, er það að ekki er lengra en tvær vikur síð- an birtar voru niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið þar sem hið pólitíska landslag leit allt öðru vísi út. Samkvæmt þeirri könnun, sem gerð var 6. til 11. apríl, var Samfylkingin stærsti flokkurinn með 37,1% og 24 þingmenn kjörna, Sjálfstæðisflokkur með 33,1% atkvæða og 21 þingmann kjörinn, Framsóknarflokkurinn með 10,3% og sjö þingmenn, frjálslyndir með 8,9% og sex þingmenn og vinstri-grænir með 8,7% og fimm menn kjörna. Samkvæmt þeirri könnun hefðu Samfylking og Framsóknarflokkur náð naumum meirihluta með 32 sæti, hversu raun- hæfur, sem sá kostur er. Taka ber fram að ekki má seilast of langt í að bera saman niðurstöður skoðanakannana, sem sitthvor aðilinn gerir, en kannanir gefa þó alltaf vísbendingu. Einnig er það svo að í þessum skoðanakönnunum er ekki reynt að mæla hvað það er sem hefur áhrif á fylgið og greina hvað veldur þeim sveiflum, sem fram hafa komið, en í því sambandi má benda á að fylgi Frjálslynda flokksins hefur snaraukist frá því að hann hélt flokksþing fyrstu vikuna í mars. Skoðanakannanir snúast um að mæla al- menningsálitið. Kosningabaráttan snýst um að hafa áhrif á almenningsálitið. Í vel útfærðri kosningabaráttu þarf að hafa marga þætti í huga. Flokkar þurfa að varast það að slá ekki falskan tón, en um leið má kosningabaráttan ekki bara snúast um að höfða til hins trygga fylgis, þeirra, sem þegar hafa ákveðið sig. Til einföldunar mætti stilla dæminu upp þannig að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki líklegur til að bæta við sig atkvæðum með því að höfða sér- staklega til atvinnurekenda í auglýsingum og málflutningi og að sama skapi myndi Fram- sóknarflokkurinn lítið bæta við sig með því að höfða aðeins til bænda. Kosningabaráttan fer æ meira fram í gegnum fjölmiðla og birtist annars vegar í fréttum, við- tölum og umræðum og hins vegar auglýsingum. Að ógleymdum skemmtiþáttunum þar sem stjórnmálamenn ýmist syngja eða drekka miður geðslega drykki. Pólitískir fundir virðast ekki hafa sama aðdráttarafl og áður, þótt eflaust séu þeir betur sóttir í strjálbýli en þéttbýli. Nýlega var haldinn í Reykjavík fundur með fulltrúum allra flokka þar sem frambjóðendurnir voru mestan hluta kvöldsins fleiri en áheyrendur þegar frá voru taldir stjórnendur og blaða- og fréttamenn. Kvartað er undan því að flokkarnir tefli aðeins fram forustumönnum – kosið sé á milli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, talsmanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefnis – frekar en að leggja áherslu á fjölbreytni meðal frambjóðenda, en um leið hafa foringjarnir meira aðdráttarafl. Fámennur fundur og um- deild auglýsing Auglýsingaherferðir flokkanna eru að hefj- ast fyrir alvöru. Framsóknarflokkur- inn virðist ætla að vekja athygli fyrir líf- legar sjónvarpsauglýsingar en Sjálfstæðisflokk- urinn fer hefðbundnar leiðir og verður ekki vændur um að taka áhættu. Sú auglýsing, sem vakið hefur hvað hörðust viðbrögð, er frá Sam- fylkingunni. Á skírdag birtist í Morgunblaðinu auglýsing með yfirskriftinni „Í vor geta orðið tímamót í íslenskri stjórnmálasögu“. Síðan voru á heilli opnu birt andlit allra þeirra manna, sem gegnt hafa embætti forsætisráðherra allar göt- ur frá því að Hannes Hafstein var ráðherra Ís- lands árið 1904, ein mynd fyrir hvert ár fram til 2002, 99 svarthvítar myndir í allt. Síðan var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu í lit. Þessi auglýs- ing hafði greinileg áhrif og vakti þegar við- brögð. Þekkt er að eigi auglýsingar að hitta í mark verði boðskapurinn að vera einfaldur og flókin stefnuskrá í mörgum liðum komist ekki til skila. Þessi auglýsing Samfylkingarinnar uppfyllti það skilyrði. Gagnrýnendur auglýsing- arinnar notuðu hins vegar annan mælikvarða og beindu spjótum sínum að sjálfum boðskapnum. Fundu aðrir flokkar að því að með auglýsing- unni væri verið að gefa til kynna að kjósa ætti konu vegna þess að hún væri kona og láta verð- leikasjónarmið lönd og leið. Hanna Birna Krist- jánsdóttir, borgarfulltrúi úr röðum sjálfstæð- ismanna, sagði í grein í Morgunblaðinu að boðskapur Samfylkingarinnar væri skýr: „kjós- endur og þá sérstaklega konur eiga að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, ekki vegna málefna hennar eða málflutnings heldur vegna þess að hún er kona.“ Um leið fer ekki á milli mála að sú hugsun, sem að baki auglýsingunni liggur, á hljómgrunn og þá einkum meðal kvenna, sem horfa yfir þjóðfélag þar sem karlar eru í meirihluta í flest- um áhrifastöðum, hvort heldur það er í atvinnu- lífi eða stjórnmálum. Nú sé ákveðið tækifæri til að stíga stórt skref í baráttunni til jafnréttis kynjanna og þetta tækifæri birtist í Ingibjörgu Sólrúnu. Í þessu samhengi er vísað til Vigdísar Finnbogadóttur og þeirra áhrifa, sem kjör hennar í embætti forseta hafi haft á hugmyndir um jafnrétti og mótun viðhorfa þeirra kynslóða, LÖGREGLAN Í 200 ÁR Tvö hundruð ár eru liðin nú ímánuðinum frá því aðfyrstu lögregluþjónarnir hófu störf á götum Reykjavíkur, eins og rakið var í grein í Morg- unblaðinu í gær. Lögreglan er því ein elzta og rótgrónasta stofnun samfélagsins. Hún er jafnframt ein sú virtasta; í nýlegum Þjóðar- púlsi Gallups kom fram að 73% landsmanna bera traust til lög- reglunnar og nýtur einungis Há- skóli Íslands meira trausts al- mennings. Traust lögreglunnar mælist 9% meira nú en fyrir sex árum. Tilkomu lögregluþjóna á götum Reykjavíkur fyrir tveimur öldum mátti rekja til þeirra samfélags- breytinga, sem voru að verða með tilkomu þéttbýlis – hið fábrotna löggæzlukerfi gamla bændasam- félagsins dugði ekki lengur. Af lestri umfjöllunar Morgunblaðs- ins í gær má ráða að síðan hafa samfélagsbreytingar valdið því að sífellt hafa verið gerðar nýjar og meiri kröfur til lögreglunnar. Á sínum tíma voru það stéttaátök og pólitísk fjöldaslagsmál, sem þurfti að fást við, síðan viðkvæm sam- skipti Íslendinga og tuga þúsunda manna hernámsliðs á fyrstu árum heimsstyrjaldarinnar síðari, á tímabili óeirðir og skrílslæti á gamlárskvöld. Nú er orðið sjaldgæft að lög- reglan þurfi að hafa viðbúnað vegna óeirða, en ný vandamál og verkefni hafa komið í staðinn. Fíkniefnavandinn og aðrir óvel- komnir fylgifiskar borgarsam- félagsins, alþjóðleg glæpastarf- semi, vændi og mansal, hryðjuverkaógnin – allt eru þetta hættur sem lögreglan þarf að fást við. Jafnframt þarf lögreglan nú að takast á við afbrot, sem áður lágu nánast í þagnargildi, eins og kynferðisafbrot af ýmsu tagi, þar sem mikillar nærgætni og færni í mannlegum samskiptum er þörf. Íbúum af erlendu bergi brotnum fjölgar á Íslandi og reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að ákveðin hætta er á að þeir verði fyrir aðkasti og lendi utangarðs í samfélaginu. Sífellt meiri krafa er gerð um að löggæzlan sé sýnileg, að lögreglan starfi með t.d. íbúasamtökum, skólum og félagsmiðstöðvum, að lögreglumenn beini kröftum sín- um að forvarnarstarfi o.s.frv. Allt hefur þetta í för með sér stórauknar kröfur til menntunar, þjálfunar og fagmennsku lög- reglumanna. Þar hefur orðið mikil breyting á síðastliðin ár, ekki sízt með tilkomu Lögregluskólans og ríkislögreglustjóraembættisins. Lögreglan hefur sömuleiðis nú- orðið yfir háþróaðri tækni að ráða, sem auðveldar henni baráttuna gegn afbrotum, t.d. eftirlits- myndavélum, símahlerunum og rafrænu eftirliti ýmiss konar. Tæknin getur þó verið vandmeð- farin og þegar henni er beitt þarf að gæta þess að friðhelgi einkalífs borgaranna sé virt. Starfshættir lögreglunnar hafa sömuleiðis tekið miklum breyting- um í ljósi fjölmiðla- og upplýs- ingabyltingarinnar. Starf lögregl- unnar fer í æ meira mæli fram fyrir opnum tjöldum. Stundum þurfa lögreglumenn að gæta hár- fíns jafnvægis á milli þess að vernda hagsmuni og einkalíf borg- aranna eða gæta rannsóknarhags- muna annars vegar og hins vegar að veita fjölmiðlum og almenningi sjálfsagðar upplýsingar. Frá bæjardyrum Morgunblaðs- ins séð hefur samstarfið við lög- regluna verið traust og farsælt áratugum saman og blaðið sendir lögreglunni árnaðaróskir í tilefni merkisafmælisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.